Morgunblaðið - 06.01.1987, Side 20

Morgunblaðið - 06.01.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Heimilisiðnaðarskóli íslands: Kennt en Rætt við Sigríði Halldórs- dóttur skólastjóra Ymiskonar handavinna hefur að nýju rutt sér mjög til rúms, og nú þykir ekki lengur „púkó“ að klæðast heimasaumuðum fatnaði og handprjónuðum peysum. Mörgum finnst gaman að lita garn og pijóna síðan úr því og einnig eru þeir ófáir sem hafa gaman af því að þrykkja eigin munstur á efni og sníða síðan og sauma fjölbreyti- legan fatnað. Heimilisiðnaðarfélag íslands rekur skóla á Laufásvegi 2 í Reykjavík þar sem haldin eru fjöldamörg námskeið í hinum ýmsu heimilisiðnaðargreinum. Það sem kannski er athyglisverðast við þennan skóla er að þar eru kenndar greinar sem margar hveij- ar er hvergi annars staðar hægt að læra, svo sem þjóðbúningasaumur, tóvinna, spjaldvefnaður, jurtalitun, baldýring, knipl og tréskurður. Allt eru þetta gamlar íslenskar handíðagreinar sem smám saman eru að hverfa. Okkur lék forvitni á að vita hvemig skólinn starfar og hvaða námskeið hann býður upp á í vetur. Við bmgðum því undir okkur betri fætinum og litum inn á Laufásvegi 2 þar sem við ræddum við Sigríði Halldórsdóttur „Við bjóðum fyrst og fremst upp á kvöldnámskeið," segir Sigríður aðspurð um kennslufyrirkomulagið. „í flestum tilfellum byijum við klukkan 20 og erum til klukkan 23. Þó eru nokkur námskeið sem hefj- ast klukkan 17. Nemendur mæta einu sinni til þrisvar sinnum í viku og við leggjum megináherslu á að miðla undirstöðuþekkingu í hverri námsgrein. Í upphafi hvers nám- skeiðs eru helstu undirstöðuatriði kennd á sýnishornum. Þá er hafist handa við að gera eitt stórt verk- efni. Fólk lærir meira á að gera sýnishornin fyrst og við leggjum metnað okkar frekar í að kenna en framleiða." Sign'ður segir að á síðasta ári hafí 35 námskeið verið haldin og nemendur hafi verið 270 talsins. „Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiðí er 10 manns. Við viljum að nemendur hafí vinnupláss og einnig að kennarinn geti leiðbeint hveijum og einum. I þjóðbúninga- saum eru til dæmis ekki fleiri en sex nemendur í einu.“ Hvaða námskeið eru í boði i vetur og hvernig eru þau byggð upp? „I jurtalitun er stuttlega farið í sög^u greinarinnar og helstu litunar- jurtir kynntar. Einnig eru hjálpar- efni og áhöld kynnt og þátttakendur lita með ýmsum aðferðum og vinna vinnubók með uppskriftum og sýn- ishomum. Þessi námskeið eru 36 kennslustunda löng og kennt er á mánudags- og fímmtudagskvöld- um. Fyrsta námskeiðið í þessari grein hefst 9. febrúar næstkom- andi. Knipl Við verðum með námskeið í knipli sem hefst 7. febrúar næstkomandi. Listin að knipla hefur lengi verið til á íslandi, þó hún hafi kannski aldrei verið mjög almenn. A byijun- amámskeiðum okkar vinna nem- endur nokkur sýnishom með undirstöðuatriðum knipls. Knipllist- in er sérstök blúndugerð, mjög gamalt handverk. Tauþrykk Á tauþrykknámskeiðunum em helstu aðferðir I tauþrykki kenndar. Fyrst em unnin sýnishom með mis- munandi aðferðum, síðan heil verk eftir því sem tími vinnst til, en þessi námskeið em í 27 kennslustundir. Nemendur fá tækifæri til að útbúa eigin ramma fyrir rammaþrykk. Næsta námskeið í tauþrykki hefst 3. mars á næsta ári. Tréskurður Við emm með eitt tréskurðar- námskeið í gangi núna, en verðum alls með sex námskeið á þessu starfsári. Næsta námskeið hefst 7. janúar og eftir það verða tvö nám- skeið í tréskurði. Tréskurður hefur verið alþýðulist hér á landi um alda- skeið, um það vitnar mikill fjöldi gripa á minjasöfnum landsins. Námskeiðin hjá okkur byggja á þessari gömlu hefð. Nemendur byija á fremur einföldu verkefni og skólastjóra. Morgunblaðið/Þorkell Sigríður Halldórsdóttir skóla- stjóri _ Heimilisiðnaðarskóla íslands. „í skólanum er leitast við að varðveita gömul íslensk vinnubrögð og jafnframt að finna þeim stað í nútímanum." æfa rétt handtök og beitingu járn- anna. Þá er tekið til við stærri verkefni. Hentugustu viðartegundir til tréskurðar em kynntar og einnig sérkenni hverrar um sig. Þetta námskeið er í 40 kennslustundir tvisvar sinnum í viku. Tóvinna Á tóvinnunámskeiðunum leggj- um við áherslu á að leiðbeina samkvæmt sömu aðferðum og not- aðar vom fyrrum á íslandi. í því feist að taka ofan af, hæra, kemba og spinna, bæði á halasnældu og rokk. Spunnið er þel og tog og notaðir viðeigandi kambar. Gömul heiti og orðatiltæki um áhöld, ull og spuna em útskýrð. Jafnframt því sem jafnt band er spunnið á hefðbundinn hátt, em gerðar til- raunir með misgróft band og samkembur. Við verðum eingöngu með eitt námskeið í tóvinnu í ár og það hefst 2. febrúar. Leðursmíði Á leðursmíðinámskeiðunum em eiginleikar leðursins kynntir og mismunandi notagildi eftir gerð og útliti. Fyrst em unnin eitt eða tvö ákveðin verkefni, þar sem helstu tækniatriðin koma fyrir. Seinna verkefnaval er fijálst í samráði við kennara. Næsta námskeið í leð- ursmíði hefst 7. febrúar. Ýmislegft varðandi vefnað Við emm með sérstök bamanám- skeið í vefnaði þar sem nemendur em á aldrinum sjö til þrettán ára. Ofíð er á borðvefstóla með tveimur sköftum. Kennari annast uppsetn- ingu að mestu, en nemendur fá að leika sér með liti og ívaf og ákveða ekki framleitt Heimilisiðnaðarfélagið er í þessu fallega húsi við Laufásveginn. Myndin er tekin frá Lækjargötu. sjálfir hvað þeir vefa. Þeir fá einnig að handfjatla bandhespur, vinda hnykla, spóla og nota viðeigandi áhöld. Næsta bamanámskeið hefst 7. febrúar og verður kennt í 24 kennslustundir á laugardagsmorgn- um. Þijú námskeið em áætluð í myndvefnaði í ár og er hvert þeirra 45 kennslustundir. Næsta námskeið hefst 3. mars næstkomandi. Á þéssu námskeiði eins og raunar flestum námskeiðum okkar, er byij- að á því að kenna undirstöðuatriði myndvefnaðarins. Nemendum er sýnt hvemig á að stækka munstur og þeir fá aðstoð kennara við að stækka eigin munstur. Kennsla fer fram á þriðjudagskvöldum frá klukkan 20 til 23. Sérstök byijendanámskeið í vefn- aði em skipulögð og hefst næsta námskeið 19. janúar. Þessi nám- skeið eru einnig hugsuð fyrir þá sem eitthvað hafa ofíð áður og vilja rifja upp. Lögð er áhersa á að kenna uppsetningu á fjögur sköft, útreikn- ing í einfaldan vef, lestur uppskrifta og hægust handtök. Jafnframt er leitast við að kynna fyrir nemendum ýmsar vefnaðargerðir og mismun- andi vefjaefni. Á vissum tímum er nemendum gefinn kostur á að vefa utan kennslustunda. í vor verðum við með sérstakt námskeið fyrir þá sem hafa verið á þessum byijenda- námskeiðum. Þetta em löng námskeið, alls 99 kennslustundir og kennt er þrisvar sinnum í viku. Spjaldvefnaður er ævafom vefn- aðartækni og við verðum með eitt slíkt námskeið sem hefst 5. febrú- ar. Talið er að þessi tækni hafí borist til íslands með landnáms- mönnum og þróast hér á sérstæðan hátt. Nemendur vinna sýnishom og heil bönd, belti og axlabönd, tösku- bönd og fleira með nokkmm mismunandi aðferðum. Sérstök áhersla er lögð á tvöfaldan spjald- vefnað eins og hann hefur verið unninn hér á landi. Kennt verður einu sinni í viku í alls 27 kennslu- stundir. Næsta námskeið í vefnaðarfræði hefst 19. janúar. Námskeiðið er hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem hafa ofið áður. Þetta er bóklegt nám og ætlað þeim sem vilja gera sér betur grein fyrir því hvemig nýta má vefstólinn og hvemig hægt er að undirbúa vef á pappír áður en kemur til hins verklega þáttar. Helstu námsþættir em bindifræði, útreikningar og áhaldafræði. Prjón Pijónanámskeiðin em mismun- andi. Við emm til dæmis með sérstakt námskeið í sokka- og vettl- mgapijóni þar sem miðað er við þá sem vantar undirstöðuvitneslcju um Tuskubrúður sem gerðar hafa verið á námskeiðum Heimilisiðnaðar- skólans. Hér sjást íslenskir þjóðbúningar, en skólinn heldur sérstök námskeið i gerð þeirra. Myndin var tekin á sýningu skólans á Kjarvalsstöðum haustið 1982.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.