Morgunblaðið - 06.01.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
23
Hallgrímskirkja:
„Kveð ekki upp allsherjar-
dóm yfir hljómburðinum“
- segir Hörður Áskelsson söngsljóri
„Eg treysti mér ekki til að kveða upp neinn allsheijardóm yfir
hljómburðinum í Hallgrímskirkju, en ég hef mjög jákvæða tilfinn-
ingfu fyrir þessu húsi,“ sagði Hörður Askelsson söngstjóri kirkj-
unnar er hann var spurður hvað hann vildi segja um þá gagnrýni
sem fram hefur komið á hljómburð i kirkjunni.
Hörður sagðist hafa haft sam-
band við fjölmarga sem hafa verið
á tónleikum í kirkjunni, flestir
væru ánægðir með hljómburðinn,
en einnig mætti heyra nokkrar
óánægjuraddir. „Sumir hafa jafn-
vel haldið því fram að húsið væri
gjörsamlega glatað. En menn
heyra auðvitað misvel eftir því
hvar þeir sitja, hvar tónlistarfólk
og söngvarar er staðsett í kirkj-
unni og auk þess hefur fjöldi
áheyrenda áhrif á hljómburðinn,
það er t.d. mjög erfítt að æfa í
kirkjunni þegar hún er tóm, því
þá er mjög langur eftirhljómur,
en ég geri ráð fyrir að reynt verði
að lagfæra það. Kirkjan er ekki
fullbúin, það á t.d. eftir að inn-
rétta loft yfir hliðargöngum, en
ákveðið var að láta það bíða þar
til mælingar höfðu farið fram á
Hörður Áskelsson
hljómburðinum í kirkjunni og
koma ýmsir möguleikar til greina
í sambandi við loftið. Þá á eftir
að ganga frá götum við kirkjuioft-
ið og í raun á eftir að prófa mjög
margt í sámbandi við hvemig
hljómburður verður bestur í kirkj-
unni, svo sem hvemig best er að
staðsetja hljóðfæri og söngvara.
Auk þess á alveg eftir að leysa
það vandamál hvemig best er að
koma hinu talaða máli til skila,
en til þess þarf gott talkerfi.
Þá eigum við eftir að athuga
hvar best er að hafa orgelið í kirkj-
unni, það er það stórt að það
kemur til með að hafa mikil áhrif
á hljómburðinn. “
Hörður sagði að flestir væm
mjög ánægðir með þá tónleika
sem hefðu verið haldnir í kirkj-
unni um jólin, „kórsöngur án
undirleiks hefur t.d. heyrst mjög
vel í kirkjunni. Framundan hjá
okkur em fyrstu orgeltónleikam-
ir, þann 18. janúar og ég er
sannfærður um að það á eftir að
heyrast mjög vel í orgelinu hér.“
Tónleikar
í Áskirkju
ÞRIR ungir strengjaleikarar,
Auður Hafsteinsdóttir, fiðlu-
leikari, Bryndís Pálsdóttir,
fiðluleikari og Svava Bern-
harðsdóttir, lágfiðluleikari,
efna til tónleika, í Áskirkju í
Reykjavík, miðvikudaginn 7.
janúar klukkan 20.30.
Þær stöllur em allar við tónlist-
arnám í Bandaríkjunum, Auður
stundar nám við New England
Conservatory í Boston og mun
ljúka þaðan BM prófi á vori kom-
anda, en þær Bryndís og Svava
em við nám í Juilliard skólanum
í New York. Bryndís lýkur BM
prófí í vor en Svava er í doktors-
námi.
Á tónleikunum á miðvikudags-
kvöld munu þær flytja dúetta eftir
Mozart og Martinu og tríó eftir
Dvorak og Kodaly.
V ör uskiptaj öfnuðurinn
óhagstæður í nóvember
Hagstæður um tæpa 4,3 milljarða
fyrstu 11 mánuði ársins
í NÓVEMBER 1986 voru fluttar
út vörur fyrir rúma 3 milljarða
króna en inn fyrir rúma 3,3 millj-
arða miðað við fob-verð. Vöru-
skiptajöfnuðurinn í nóvember
var því óhagstæður um 323 millj-
ónir króna en í nóvembermánuði
1985 var halli á vöruskiptajöfn-
uðinum sem nam 224 milljónum
króna á sama gengi.
Fyrstu 11 mánuði ársins 1986
voru fluttar út vörur fyrir rúma 40
milljarða króna en inn fyrir rúma
35,8 milljarða fob. Vöruskiptajöfn-
uðurinn fyrstu 11 mánuði ársins
var því hagstæður um tæpa 4,2
milljarða en á sama tíma 1985 var
hann óhagstæður um 760 milljónir
króna á sama gengi.
Fyrstu 11 mánuði ársins 1986
var verðmæti vöruútflutningsins
16% meira á föstu gengi en á sama
tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru rö-
skir þrír fjórðu hlutar alls útflutn-
ingsins og voru 20% meiri en á
sama tíma 1985. Útflutningur á áli
var 5% meiri en 1985, útflutningur
kísiljáms var 6% minni og útflutn-
ingsverðmæti annarrar vöru var 4%
meira en á sama tíma 1985, reikn-
að á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fyrstu 11 mánuði ársins 1986 var
2% meira en á sama tíma 1985,
reiknað á föstu gengi á viðskipta-
vog. Hér skiptir miklu, að rekstrar-
vöruinnflutningur álverksmiðjunn-
ar var mun minni en á sama tíma
1985.
(Ur fréttatilkynningu frá Hag-
stofu Islands)
A
Þröstur Olafsson:
Gefur ekki kost á sér
ÞRÖSTUR Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar, sem
hlaut 6. sætið í forvali Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavík vegna
komandi alþingiskosninga hefur
ákveðið að gefa ekki kost á sér á
f ramboðslistanum.
„Ég hef aldrei sóst eftir þessu
sæti og hefði aldrei farið í þetta
sæti, ef mér hefði verið boðið það,
án prófkjörs," sagði Þröstur í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann sagði
að þetta þýddi engan veginn það að
hann væri að draga sig út úr pólitík
- hann ætlaði einfaldlega ekki að
taka þátt í þessum kosningum með
setu á þessum lista.
Leiðrétting á grein um
Brunabótafélagið
NOKKRAR villur voru í grein um
Brunabótafélag íslands sem birt-
ist á blaðsíðum 70 og 71 í
Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag í tilefni af 70 ára af-
mæli félagsins.
í myndatexta er farið rangt með
nafn Guðnýjar Lynge Jóhannsdóttur
sem starfað hefur hjá Brunabótafé-
laginu í 66 ár.
Rangt var farið með föðumafn
Jónasar Hallgrímssonar forseta bæj-
arstjórnar á Seyðisfirði og vara-
manns í stjórn Brunabótafélagsins í
texta með mynd af stjóm félagsins,
varastjórn og forstjórum.
í texta með mynd sem tekin var
1. janúar 1985 þegar fyrirtækið BÍ-
líftrygging var stofnað var sagt að
myndin væri af stjóm BÍ-líftrygging-
ar. Þetta er rangt því stjóm fyrirtæk-
isins er skipuð sömu mönnum og
stjóm Brunabótafélagsins, það er
þeim Stefáni Reykjalín (formaður),
Friðjóni Þórðarsyni (varaformaður)
og Guðmundi Oddssyni (ritari). Á
myndinni em aftur á móti Tore
Melgaard forstjóri endurtrygginga-
félags BÍ, Storebrand í Noregi, Ingi
R. Helgason forstjóri BÍ og BI-
líftryggingar, Jostein Sörvaal aðstoð-
arforstjóri Storebrand og Stefán
Reykjalín formaður stjómar BI og
BÍ-líftryggingar. Í myndatextanum
var einnig farið rangt með nafn for-
stjóra Storebrand.
Mynd frá bmnavamarátaki 1986
var skorin þannig að einn þeirra
manna sem frá greindi í mynda-
texta, Baldur Baldursson, var ekki á
myndinni.
Þá féll nafn Búnaðarbanka íslands
niður í texta þar sem sagt var frá
fjármögnunarleigu sem Bmnabóta-
félagið hefur stofnað til í samvinnu
við aðra aðila.
Morgunblaðið biður viðkomandi
aðila og lesendur sína velvirðingar á
þessum mistökum.
í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA!!
Um leið og við óskum landsmönnum farsældar og gleði á nýju ári og
þökkum það liðna, hvetjum við alla til hreyfings og heilsuræktar.
Við í Kramhúsinu erum þekkt fyrir allt annað en lognmollu og slen.
Hér eru tveir rúmgóðir salir, fjallhressir kennarar, sem vita hvað þeir eru
að gera, og námskeið og tímar við allra hæfi.
Hvort sem þú ert ungur eða fullorðinn, karlkyns eða kvenkyns, kyrr-
setumaður eða listdansari - eða sækist einfaldlega eftir dulúð og spennu
suðrænna dansa eins og Tangó, Samba, Steppdans og Afríkudans - þá
er það allt hér, í Kramhúsinu.
------------------------------- / Kramhúsinu getur þú valið um:
Gömlu, góðu leikfimina • Músik leikfimi • Sjúkraleikfimi • Jass-
dans • Moderndans • Steppdans • Afríkudans • Brasilíusamba
• Dansspuna • Klassískan ballett.
---------------- Fyrir unglinga: Jassdans • Steppdans • Leiklist.
------------ Fyrir börn: Leiklist • Leikir • Dans og spuni.
Vekjum sérstaka athygli á gestakennara okkar frá New York —
NANETTE NELMS, sem kennir Jassdans, Stepp, Ballett og Modern dans.
Athugið sérstaka hádegistíma alla virka daga:
Fyrir konur kl. 12:05 - 12:50
Fyrir karla kl. 12:30 - 13:00
7 vikna nýársnámskeið hefst 7. janúar.
Innritun og afhending skýrteina hefst 5. janúar.
Símar: 15103 og 17860