Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 25 Hótelbruninn á Puerto Rico: Eldurinn staf- aði af íkveikiu Cntl Tiinn DamM^n Dinn A U Dmitnn San Juan, Puerto Rico, AP, Reuter. RANNSÓKNARMENN hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hótelbruninn, sem varð í San Juan á Puerto Rico á gamlárs- Noregur: Umferð- arslysum fjölgar Oslói AP. 463 létust í umferðarslysum í Noregi á síðasta ári og hefur tala látinna ekki verið svo há síðan árið 1976, að sögn sam- takanna Oruggur akstur, (Trygg Trafikk). Fjöldi þeirra sem slasast í um- ferðinni hefur einnig aukist mjög. Árið 1986 slösuðust 12.250 manns, en 11.900 árið 1985. Norsk yfirvöld segja umferða- þunga á norskum vegum hafa vaxið um 9% á síðasta ári og þá hafí bifreiðir í einkaeign verið 1.5 milljónir, en voru um ein milljón árið 1976. kvöld, hafi stafað af íkveikju. 96 menn eru nú látnir og er hótel- bruninn sá annar mannskæðasti í sögunni. Hector Rivera Cruz, dómsmála- ráðherra á Puerto Rico, skýrði frá því á sunnudag á fréttamannafundi fyrir utan hótelið, að allt benti til, að um íkveikju hefði verið að ræða þótt ekki hefðu enn fundist nein ummerki um íkveikjusprengju eða annan sprengibúnað. Beinist rann- sókn lögreglunnar nú að því að kanna hvers konar efni voru notuð við íkveikjuna og einnig að því hverjir kunni að hafa valdið henni. Starfsmenn hótelsins og eigendur þess áttu í harðvítugri launadeilu og leikur mönnum grunur á, að þar sé ástæðunnar fyrir ódæðinu að leita. Bandaríska blaðið The New York Times hafði það í gær eftir einum hótelgestanna, lögfræðingi að nafni Guerry Thomton, sem bar fyrir sig lögreglumenn f San Juan, að tveim- ur sprengjum hefði verið komið fyrir í hótelinu og báðar sprungið. Um helgina skýrði lögreglan svo frá, að á gamlársdag hefði verið hringt og hún vöruð við sprengingu í hótelinu þá um kvöldið. Hefðu þá nokkrir menn verið sendir á vett- vang en starfsmenn hótelsins rekið þá burt. Framkvæmdastjóri hótels- ins hefur vísað þeirri fullyrðingu á bug. Afganistan: Najibullah ræðir við sovéska ráðamenn Islamabad, Reuter. EDUARD Shervardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, og fleiri háttsettir sovéskir emb- ættismenn komu til Kabúl, höfuðborgar Afganistan, i gær og áttu viðræður við þarlenda ráðamenn. Búist er við að vopna- hléstillögur Najibullahs, leiðtoga Afganistan, hafi verið helsta umræðuefnið. Shervardnadze og Anatoly Do- brynin, fyrrum sendiherra Sov- étríkjanna í Washington, ræddu síðdegis í gær við Najibullah, leið- Pakistan: Óeirðir brjótast útáný Karachi, Reuter. EINN maður var stunginn til bana og átta særðust, er óeirðir brutust út milli manna af mismunandi ætt- bálkum í Karachi, höfuð- borg Pakistan, sl. sunnudag. í síðasta mánuði létust 186 manns í slíkum átökum í borginni. Óeirðimar hófust í einu af úthverfum Karachi, er hópur ungra manna drápu ökumann strætisvagns og breiddust þær síðan út til þriggja annarra úthverfa. Hersveitir voru sendar á vettvang og dreifðu þær æstum múgnum með táragasi. Ekki var sett á út- göngubann, en hermenn sáust víða á verði, í hverfum þar sem til átaka hafði komið. Tarkovskyjarðsunginn íParís Sovéski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky var borinn til grafar í gær. Eftirlifandi eiginkona hans, Larissa, er önnur frá vinstri á myndinni og henni til beggja handa synir þeirra hjóna, Andrei og Ars- em. Næst þeim stendur Olga, systir Tarkovskys. Otförin fór fram frá dómkirkju heilags Alexanders Nevski, sem er rússnesk rétttrúnaðarkirkja í París. Chad: Líbýumenn búast til frekari átaka toga Afganistan, og fleiri afganska embættismenn. Útvarpið í Kabúl sagði viðræðumar hafa einkennst af vinsemd og virðingu en lét ekk- ert uppi um efni þeirra. í síðustu viku tilkynnti Najibulah að vopnahlé myndi taka gildi þann 15 þessa mánaðar en kommúnista- stjóm hans hefur síðustu átta ár átt í harðvítugum bardögum við frelsissveitir Afgana. Najibullah fór ásamt fleiri embættismönnum til Moskvu fyrir rúmum þremur vikum til viðræðna við Mikhail S. Gorbac- hev, leiðtoga Sovétríkjanna. Leiðtogar frelsissveitanna, sem halda til í Pakistan, hafa hafnað vopnahléstillögum Kabúlstjómar- innar og sagt þær vísvitandi fals og blekkingar. Vaxandi þrýstingnr á Frakklandsstj órn N’Djamena, Reuter. MOUMINE Hamidi, upplýsingamálaráðherra stjómarinnar i Chad, sagði í gær að Libýumenn hefðu undanfarin sólarhring flutt fjölda flugvéla til flugvalla i norðurhluta landsins. Dagblaðið Le Monde hvatti frönsku ríkisstjórnina í gær til þess að aðstoða stjómvöld í Chad. Moammar Gaddafi Líbýuteiðtogi sagði í viðtalið við franska blaðið Liberation sem birtist í gær að Líbýustjóm hefði sent nokkur hundruð hermenn til Chad til að frelsa tæknifræðinga sem þar væru í haldi. Hingað til hefur Gaddafi borið til baka fréttir um að líbýskir hermenn séu í Chad og hefur hann sagt átökin í landinu vera á milli stjómvalda og skæruliða í norður- hluta landsins. í síðustu viku skýrði stjómin í Chad frá þvi að hermenn hennar hefðu náð borginni Fada af Líbýu- mönnum eftir heiftarlega bardaga. Ennfremur hefur verið skýrt frá hörðum bardögum í Tibesti-fjöllum í norð-vesturhluta landsins milli hersveita sem eru hliðhollar Gouko- uni Oueddei, fyirum skæruliðaleið- toga, sem styður nú stjóm landsins, cg líbýskra hermanna. Ráðherrann sagði að sovéskar flugvélar af gerðinni MiG, Tupolev og Chad stendur m.a. um yfirráð yfir því. Frakkar gerðu loftárásir á Ouadi Doum í febrúar á síðasta ári eftir að Hissene Habre, forseti Chad, hafði farið fram á hemaðar- aðstoð. Franskar herþotur eru enn til staðar í Chad en franska ríkis- stjómin hefur enn ekki viljað beita þeim í bardögunum sem geisað hafa að undanfömu. Franska ríkis- stjórnin hefur enn ekki ákveðið hvernig bregðast skuli við loftárás- um Líbýustjómar á sunnudag. Þá vörpuðu líbýskar herþotur sprengj- um á borgina Arada sem er um 120 kílómetra sunnan „Rauðu línunnar" svonefndu sem skiptir landinu upp í yfirráðasvæði Líbýumanna og stjómarinnar í Chad. Dagblaðið Le Monde hvatti þá Mitterand Frakk- landsforseta og Chirac forsætisráð- herra til að bregðast hart við og aðstoða stjómina í Chad við að veij- ast árásum Líbýumanna. og Sukhoi hefðu verið fluttar til flugvalla í Ouadi Doum og Aouzou á Aouzou-svæðinu en deila Líbýu Filippseyjar: Lögregla hindrar fjölmenn mótmæli Manilu, AP. 5000 félagar í stærsta verkalýðsfélagi Filippseyja hugðust í gær mótmæla því að Corazon Aquino hefur vikið atvinnumálaráðherra stjórnar sinnar úr embætti. Lögreglumenn og vopnaðar öryggissveit- ir komu í veg fyrir mótmæli fyrir framan skrifstofubyggingu stjórnarinnar í Manilu. Augusto Sanchez sagði af sér að beiðni forsetans nú um áramót- in og tók fyrmm aðstoðarmaður hans, Franklin M. Drilon, við starfi hans. Félagar í „1. maí-hreyfing- unni“, sem er stærsta verkalýðs- félag Filippseyja, boðuðu til fundar við skrifstofur atvinnumálaráðu- neytisins og héldu um 5000 félagar í átt að skrifstofu forsetans í mið- borg Manilu. Lögreglumenn og vopnaðir öryggisverðir stöðvuðu göngumenn á brú einni nærri skrif- stofu forsetans. Ekki er vitað til þess að átök hafi brotist út. Ráðamenn innan hersins og kaupsýslumenn höfðu krafist af- sagnar Sanchez og sagt hann óhæfan. Talsmenn verkalýðsfé- lagsins segja að Sanchez hafi verið vikið úr embætti sökum stjóm- málaskoðana og að stjórn Corazon Aquino hafi færst mjög til hægri að undanförnu. í tilkynningu frá verkalýðshreyfingunni sagði að Sanchez hefði ávallt starfað að hagsmunamálum verkamanna af einstökum heilindum. Eftirmanni hans voru hins vegar ekki vandað- ar kveðjumar og var hann sagður handbendi auðmanna og óvinur alþýðunnar. Gengi gjaldmiðla London, AP, Reuter. GENGI dollarsins hækkaði all- nokkuð í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum i Evrópu. Áttu mik- il dollarakaup vestur-þýska seðlabankans mestan þátt í þvi. Gullið féll niður fyrir 400 dollar- ar únsan. Gjaldeyriskaupmenn sögðu, að bú- ast hefði mátt við nokkurri gengis- hækkun dollarans eftir stöðugt fall að undanfömu. Þegar nýja árið gekk í garð hafði dollarinn ekki verið lægri gagnvart þýska markinu og svissneska frankanum um sex ára skeið og í fimm ár ekki lægri gagnvart hollenska gyllininu og franska frankanum. Mikil dollara- kaup vestur-þýska seðlabankans, þau fyrstu síðan um miðjan októb- er, urðu hins vegar til þess, að hann rétti nokkuð úr kútnum. í gærkvöld fengust fyrir sterl- ingspundið 1,4725 dollarar en 1,4925 sl. föstudag. Gagnvart öðr- um gjaldmiðlum var staðan þessi: 1,9315 v-þýsk mörk (1,9165). 1,6280 sv. frankar (1,6070). 6,3900 fr. frankar (6,3550). 2,1815 holl. gyll. (2,1670). 1.345,00 ít. lír. (1.337,25). 1,3773 kan. doll. (1,3787). Gullið féll í 399 dollarar únsan en var í 403,50 á föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.