Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 26

Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1987 V estur-Þýskaland: Kohi vill ekki bóka sigur og varar við sofandahættí Lokaþáttur kosningabaráttunnar haf inn Dortmund, Reuter, AP. LOKAKAFLI kosningabarátt- unnar í Vestur-Þýskalandi er nú hafinn. Helmut Kohl kansl- ari hélt á sunnudag ræðu í borginni Dortmund og brýndi fyrir stuðningsmönnum sínum að hvert atkvæði skipti máli í kosningunum 25. janúar. Kohl hélt ræðu sína á fundi, sem helst líktist kjötkveðjuhátíð. Hann sagði að kosningunum væri ekki lokið fyrr en atkvæði hefðu verið greidd, þrátt fyrir að samsteypu- stjóminni hefði verið spáð örugg- um meirihluta í skoðanakönnun- um. „Við berjumst fyrir hveiju at- kvæði,“ sagði Kohl við áheyrendur, sem starfsmenn kristilegra demó- krata töldu að hefðu verið um 60.000. Hann varaði við sofandahætti og sagði: „Óvinir okkar, sérstak- lega í fjölmiðlum, reyna að telja okkur trú um að úrslitin séu þegar ljós.“ ' Kohl sagði að ekki væri um annan kost að ræða en samsteypu- stjóm flokks kristilegra demókrata (CDU), bróðurflokks hans í Bæj- aralandi (CSU) og flokks frjálsra demókrata (FDP). Stjóm Kohls hefur verið við völd síðan 1982. Keppinautur Kohls um kansl- araembættið, Johannes Rau, hélt á laugardagskvöld kosningafund í borginni Kassel. Þar skoraði hann á 6.000 stuðningsmenn að varpa frá sér efasemdum og „leggja hart að sér í þijár vikur til að uppskera fjögur góð ár“. „25. janúar fær fólkið að kveða upp úrskurð sinn, ekki þeir sem gera skoðanakannanir," sagði Rau. Hann sakaði stjómina um að hafa mistekist að minnka atvinnu- leysi og vanrækt þjóðarhag í samskiptum við Bandaríkjamenn og afvopnunarmálum. „Hér vantar stjóm, sem ekki leggst svo lágt að gegna hlutverki hlaupatíkur hvaða stjómar sem er við völd í Bandaríkjunum. Við þurf- um á stjóm að halda, sem hefur sjálfstraust og má treysta í Atl- antshafsbandalaginu," sagði Rau. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtíir samsteypustjórnin nú 56 prósent fylgis, minna en 38 pró- sent kjósenda styðja flokk jafnað- armanna (SPD) og 8 til 11 prósent styðja flokk græningja. Ræða Kohls í Dortmund var kappsfull. Hann fordæmdi stjóm Austur-Þýskalands fyrir að setja pólitíska fanga í þrælkunarbúðir og lagði áherslu á sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands. Hann sagði að Vestur-Þjóðveijar ættu að hafa hugfast hvað fólkið í Austur-Þýskalandi væri reiðubúið til að leggja af mörkum til að fá að kjósa einu sinni lýðræðislega og leynilega. Kohl kvað stjóm sína hafa hug á að ræða sameiginlega hagsmuni við kommúnistastjóm Austur- Þýskalands hvenær sem væri. „Þó má ekki gleymast við hveija við eigum hér í höggi: stjóm, sem ekki hefur verið kjörin lýðræðis- lega og hefur sett rúmlega 2.000 pólitíska fagna í þrælkunarbúðir.“ Kohl hefur aldrei farið jafn hörðum orðum um austur-þýsk stjómvöld síðan hann komst til valda. Kanslarinn sagði aftur á móti að hann væri enn staðráðinn í að bæta samskiptin við Austur- Þýskaland og Sovétríkin. Sam- skipti Vestur-Þjóðveija við Sovétmenn hafa verið stirð síðan Kohl líkti Mikhail Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, við Göbbels í viðtali við tímaritið Newsweek. Kohl minntist á sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands. „Ég er raunsær og veit að þetta mál er ekki á dagskrá nú. En við getum ekki vænst þess að heimur- inn taki ákall um sameiningu alvarlega ef við látum málið niður falla.“ í formálsorðum að vestur-þýsku Johannes Rau, kanslaraefni jafnaðarmanna. Helmut Kohl kanslari. stjómarskránni er kveðið á um að stefnt skuli að sameiningu þýsku ríkjanna. Aftur á móti hafa ýmsir vinstri sinnaðir stjómmálamenn og þá einkum græningjar hvatt til þess að sú grein verði felld niður. Heiner Geissler, formaður CDU, sakaði jafnaðarmenn um að hafa einnig í hyggju að strika baráttu fyrir sameiningu þýsku ríkjanna út af stefnuskrá sinni. Jerúsalem: Skipt um mergí Shirman Mjög tvísýnt þyk- ir um líf hans Jerúsalem, AP, Reuter. LÆKNAR við Hadassah-sjúkra- húsið i Jerúsalem skiptu á sunnudag um merg í sovéska útlaganum og hvitblæðissjúkl- ingnum Mikhail Shirman. Fékk hann merg frá systur sinni en læknarnir óttast, að aðgerðin hafi dregist allt of lengi. Mikhail Shirman kom til ísraels frá Sovétríkjunum árið 1980 en fyrir tveimur árum kom í ljós, að hann var með hvítblæði. Sögðu læknar, að aðeins mergur úr systur hans í Sovétríkjunum, Inessu Fle- urov, gæti orðið honum til bjargar en sovésk stjómvöld tregðuðust lengi við að leyfa henni og fjöl- skyldu hennar að fara úr landi. Þau Fleurov-hjónin efndu til mótmæla í Moskvu og Shirman sjálfur kom til íslands meðan fundur þeirra Reag- ans og Gorbachevs stóð til að vekja athygli á máli sínu. Skömmu síðar var systur hans leyft að fara til Israels. í nóvember töldu læknar, að Shirman væri of veikur til að gang- ast undir aðgerðina og hann var mjög illa haldinn á sunnudaginn þegar hún var loksins gerð. Var ekki talið unnt að bíða með hana lengur þar sem um líf og dauða væri að tefla. Nemendur mæti eftir stundaskrá. Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCIHG ROSSIAN METHOD SKÚLAGÖTU 32-34 <><►<► Kennsla hefst miðvikudaginn 7. janúar. Byijendur (yngst 5 ára) og framhaldsnemendur. Innritun og upplýsingar í síma 72154. Félag íslenskra listdansara. BRLLET5KÓLISIGRÍORR RRÍÍlfim Sjö OPEC-ríki hækka olíuverð Nicosíu, AP. SJÖ aðildaríki OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, hafa tilkynnt viðskiptavinum sínum að verð á olíu muni hækka þann 1. febrúar, að því er segir í nýjasta hefti H&g- tíðinda Mið-Austurlanda, sem út kom í gær. í frétt tímaritsins, sem nýtur mikill- ar virðingar, sagði að ríkin sjö væru Saudi-Arabía, Iran, írak, Kuwait, Sameinuðu arabísku furstadæmin, NANETTE NELMS a-M Nígería og Alsír. Oman hefur einnig tilkynnt um verðhækkun á olíu þó svo ríkið eigi ekki aðild að samtökunum. í síðasta mánuði samþykktu OPEC-ríkin að hækka verð á oliu i 18 dollara fatið eða því sem næst. Að auki hafa Saudi-Arabar tilkynnt að þeir muni minnka olíuframleiðslu sína um 10 prósent í þessum mánuði í samræmi við þann framleiðslukvóta sem þeim var úthlutað á síðasta þingi samtakanna. TTniSj) NANETTE NELMS frá NEW YORK JUBILATIONS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.