Morgunblaðið - 06.01.1987, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórai
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Stjórnvöld o g
gjaldskrárhækkanir
Itengslum við gerð kjarasamninga
í byijun desember á síðasta ári
sendu aðilar vinnumarkaðarins
ríkisstjórninni minnisblað, þar sem
orðrétt sagði m.a.: „Stjómvöld
ábyrgist, að „opinberir liðir“ vísitölu
framfærslukostnaðar og ný skatt-
lagning leiði ekki í heild til hækkana
umfram almenna verðlagsviðmið-
un.“ í svarbréfi, sem forsætisráð-
herra ritaði af þessu tilefni, sagði
hann m.a. orðrétt: „Stjómvöld munu
í verðlagningu á opinberri þjónustu
og skattlagningu fylgja þeirri
stefnu, að hækkanir verði í heild
ekki úmfram almenna verðlags-
þróun.“ Jafnframt sagði í bréfinu:
„Ríkisstjómin mun einnig beina því
til sveitarfélaga, að takmarka
hækkanir á gjaldskrám fyrirtækja
sinna og stofnana á sama hátt.“
í svari forsætisráðherra er ekki
talað um, að ríkisstjómin „ábyrgist"
takmarkanir á gjaldskrárhækkun-
um opinberra fyrirtækja eins og
aðilar vinnumarkaðarins báðu um,
heldur aðeins talað um að stjómin
muni fylgja slíkri stefnu. Þetta
stafar af því, að ríkisstjómin hefur
ekki vald til að ákveða gjaldskrár
sveitarfélaga og fyrirtækja eins og
Landsvirkjunar. Þessir aðilar hafa
lögbundið sjálfræði um gjaldskrár
sínar. Þessu frelsi fylgir hins vegar
hörð krafa frá almenningi um fyllstu
hagsýni í rekstri. Það er hlutverk
og skylda fulltrúa í stjómum þess-
ara fýrirtækja, sem kjömir em af
Alþingi og sveitarstjómum, að veita
stjómendum þeirra það aðhald. A
verðstöðvunarámnum vom hins
vegar sett sérstök lög sem ógiltu
þetta sjálfstæði um tíma, en slík lög
em ekki lengur í gildi.
Nú hefur sú staða komið upp, að
sveitarfélög og fyrirtæki eins og
Landsvirkjun treysta sér ekki til að
verða við ýtmstu óskum ríkisstjóm-
arinnar í gjaldskrármálum í fram-
haldi af yflrlýsingum hennar við
gerð kjarasamninganna. Ríkis-
stjómin verður að sætta sig við
þessa stöðu, nema hún kjósi sér-
staka lagasetningu til að koma fram
vilja sínum. Af því tilefni vakna að
sjálfsögðu ýmsar spumingar; hin
þýðingarmesta er kannski sú, hvort
þessi takmörkun á valdi ríkisstjóm-
ar sé eðlileg, óviðunandi eða óhjá-
kvæmileg í ljósi reynslunnar.
Eitt þeirra opinbem fyrirtækja,
sem ekki treysta sér til að sinna
ýtmstu óskum ríkisstjómarínnar um
að taka mið af yfírlýsingum við
gerð kjarasamninganna, er Lands-
virkjun. Ríkisstjómin beindi þeim
tilmælum til stjómar fyrirtækisins,
að hækkun á gjaldskrá þess yrði
ekki meiri en 4%. Stjómin hefur
hins vegar ákveðið að hækka gjald-
skrána um 7,5% frá og með
áramótum og réttlætir þá ákvörðun
með tilvísun til rekstrar- og skulda-
stöðu fyrirtækisins, sem ekki leyfí
minni hækkun. Forsætisráðherra
dregur þessar skýringar í efa og
hefur lýst því yfír, að Landsvirkjun
hafí mun meira svigrúm en stjóm
fyrirtækisins vilji vera láta. Rifja
ber hins vegar upp, að upphaflega
áformaði Landsvirkjun að hækka
gjaldskrá sína um 10-16,4% en með
hliðsjón af kjarasamningunum var
ákveðið að hækkunin yrði ekki meiri
en 7,5%.
Á það er að minna, að deilur af
því tagi, sem nú em uppi á milli
ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjun-
ar, em ekki nýlunda. Á undanföm-
um einum og hálfum áratug gengu
vinstri stjómir mjög langt í því, að
takmarka gjaldskrárhækkanir opin-
berra fyrirtækja — ekki síst orku-
og veitufyrirtækja — og afleiðingin
var sú, að rekstri þeirra og upp-
byggingu var stefnt í bráðan háska.
Að baki bjó án vafa umhyggja fyrir
hinum almennu gjaldendum, en
málið var sýnilega ekki hugsað til
enda. Staðreyndin er sú, að van-
ræksla á þróunar- og uppbyggingar-
starfí og kæruleysi um erlendar
skuldir kemur okkur í koll á endan-
um. Þá em það skattgreiðendur sem
borga brúsann, oftar en ekki marg-
faldar skuldir, miðað við það ef
eðlilegri gjaldskrárhækkunarþörf
hefði verið sinnt. Stjómmálamenn
hneigjast því miður — starfs síns
vegna — oftlega til meiri ábyrgðar-
leysis um opinber fjármál en
embættismenn eða stjómskipaðir
fulltrúar.
Svo virðist, sem aðilar vinnu-
markaðarins hafí gengið að því vísu,
að orð forsætisráðherra í desember-
byijun væm lög; þeir hafi treyst því
að opinber fyrirtæki hlýddu tilmæl-
um ríkisstjómarinnar — kannski
ekki möglunarlaust — en yrðu við
þeim engu að síður. Forseti Al-
þýðusambandsins virðist t.d. koma
af fjöllum vegna þeirrar stöðu, sem
upp er komin, og hefur hvatt ríkis-
stjómina til að setja bráðabirgðalög
svo tilmælum hennar verði sinnt.
Ólíklegt verður að telja, að ríkis-
stjómin grípi til svo róttækra
gagnráðstafana enda hlaut bæði
ríkisstjóm og aðilum vinnumarkað-
ar að vera ljóst, að hún hefði ekki
skipunarvald í þessum efnum. En
staða ríkisstjómar í þessum málum
hlýtur að sönnu að veikja hana
gagnvart verkalýðshreyfíngu og
vinnuveitendum. Ef aðilar vinnu-
markaðarins komast að þeirri
niðurstöðu, að ríkisstjómin hafí ein-
faldlega ekki vald til þess að knýja
fram þau málalok, sem eftir er leit-
að, vaknar hjá þeim sú spuming,
hvort samtöl við ríkisstjóm um önn-
ur mál en þau, sem hún hefur
beinlínis á valdi sínu, þjóni nokkmm
tilgangi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í
stjómarandstöðu gagnrýnt ríkis-
stjómir fyrir að svipta Landsvirkjun
og sveitarstjórnir sjálfræði í gjald-
skrármálum. Nú virðist, sem a.m.k.
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafí
skipt um skoðun. Ekki hefur annað
komið fram en ríkisstjómin standi
í heild að því ásamt forystumönnum
launþega og atvinnurekenda að
knýja fram annað verð á opinberri
þjónustu en stjómendur þeirra telja
nauðsynlegt. Það er þó naumast
gæfulegt fyrir efnahagslífíð í
landinu, að reka bæði ríkissjóð og
opinber fyrirtæki með halla. Spum-
ingin er sú, hvort ekki sé farið út
á ystu nöf, ef- slíkt á að vera gmnd-
völlur vinnufriðs í landinu.
í för með
eldhuga
________Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leikhúsið í kirkjunni sýnir í
Hallgrímskirkju leikritið um Kaj
Munk í leikgerð Guðrúnar Ás-
mundsdóttur
Þýðendur: Sigurbjörn Einarsson,
Helgi Hálfdanarson, Karl Guð-
mundsson, Þorsteinn O. Step-
hensen
Búningar: Alda Sigurðardóttir
Tónlist: Þorkell Sigurbjömsson
Dans og hreyfingar:Birgitta
Hellerstadt
Lýsing: Láras Bjarnason
Tónlistarflytjendur: Hörður
Áskelsson og Inga Rós Ingólfs-
dóttir
Aðstoðarleikstjóri: Margrét Guð-
mundsdóttir
Leikstjóri: Guðrún Ásmunds-
dóttir
Guðrún Ásmundsdóttir velur þá
leið í leikgerð sinni um Kaj Munk
að leggja alla áherzlu á kennimann-
inn, prédikarann og eldhugann.og
baráttumanninn gegn nazistum
þegar Danmörk er hemumin. Hins
vegar verður ekki að neinu ráði
dregin sú ályktun þegar horft er á
verkið, og þó kannski umfram allt
hlustað, að Kaj Munk hafi einnig
verið skáld. Að minnsta kosti er
takmörkuð áherzla lögð á það, en
það þarf ekki að skaða, þar sem
Guðrún er sjálfri sér samkvæm
hvað þetta snertir. Og hún sannfær-
ir okkur léttilega um að víst eigi
orð Kaj Munks erindi við okkur
nútímafólk og henni tekst að koma
til skila í leikgerðinni andríki og
eldmóði Kaj Munks. Með öðmm
orðum: Guðrún hefur valið leið að
áhorfanda, sem heppnast og það
má vera sljór maður sem hrífst
ekki af mælsku og andríki Kaj
Munks. Það er hnýsilegt að fínna,
að prédikanir Kaj Munks eiga ekki
síður erindi við okkur nú en þegar
hann var að flytja þær. Hann fítjar
upp á mörgum málum í ræðum
sínum, sem kirkjunnar menn eru
enn að ræða og af ekki minni hita
en þá. Á kirkjan að taka pólitíska
afstöðu; og hvað felst í hugtakinu.
Að skipa sér í flokkssveit er ekki
það sem fyrir Kaj Munk vakir og
hann leiðir rök fyrir þvíí einni af
prédikunum sínum, sem þarna er
farið með brot úr. En kirkjan verð-
ur að taka afstöðu og axla ábyrgð,
eins og Jesús Kristur krafðist af
lærisveinum sínum.Kirkjan verður
ekki lifandi og raunverulegt afl í
lífi fólksins, nema taka fyrir þau
mál, sem fólkið er að hugsa um.
Orðið hefur það víðtæka skírskotun,
Sviðsmynd úr leikritínu um Kaj Munk
Edda Guðmundsdóttir og fvar Öm Sverrisson í hlutverkum Kaj á
barasaldri og Trínu ömmu
Auglýsingastofa Kristínar:
Hörniunarverðlaun
Tetra Pak 1985
HINAR blómum skreyttu
mjólkurumbúðir sem settar
voru á markað á 50 ára af-
mæli Mjólkursamsölunnar
hafa vakið athygli og nú
hefur Auglýsingastof a
Kristínar fengið viðurkenn-
ingu erlendis frá fyrir
hönnun umbúða.
Þrír af hönnuðum stofunnar,
Kristín Þorkelsdóttir, Stephen
Fairbaim og Tryggvi T.
Tryggvason unnu saman að
verkinu. Það eru Tetra Pak verk-
smiðjumar í Svíðþjóð sem veita
þessa viðurkenningu. Tetra Pak
verksmiðjumar framleiða um-
búðir fyrir stórfyrirtæki í öllum
heimsálfum og að sögn Kristínar
Þorkelsdóttur er það mikil viður-
kenning fyrir AUK hf að vera
Verðlaunaumbúðirnar.
einn af þremur verlaunahöfum
fyrir umbúðir hannaðar árið
1985. Dæmt var á milli 450
umbúða, alls staðar að úr heim-
inum. Kristín sagði ennfremur
að þetta væri í fyrsta skipti sem
stofa hennar hlyti erlenda viður-
kenningu, en á 20 ára starfsferli
hefur hún unnið u.þ.b. 50 viður-
kenningar fyrir umbúðahönnun
í umbúðasamkeppnum Félags
Islenskra iðnrekenda.
Auglýsingastofa Kristínar
flutti nýlega í 840 fermetra hús-
næði í Skipholti. A stofunni eru
rúmlega 20 starfsmenn, þar af
starfa 11 við hönnun, 3 við
textagerð og 3 við verkefnaum-
sjón, markaðsmál og fjölmiðla-
kaup.