Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.01.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 31 Herskarar harðstjóranna / 1. grein Lýðræðiskyn- slóðin ljúfa eftir Vilhjálm Eyþórsson Gúlag-eyjaklasinn er ekki ein- vörðungu fjöldi fanga- og þrælkun- arbúða, þar sem milljónir eru sviptar frelsi sínu. Hann teygir sig í rauninni allt frá Beringssundi, örskammt frá ströndum Banda- ríkjanna, vestur í hjarta Mið-Evr- ópu, frá auðnum Norður-heim- skautssvæðisins langt inn í hitabeltið. A þessu gífurlega landflæmi eru nærfellt tveir milljarðar manna í haldi. Þetta fólk býr við aðstæður sem um margt má líkja við mann- réttindaaðstöðu refsifanga, en að sumu leyti við aðstöðu ólögráða barna. Það er svipt rétti til að ráða eigum sínum að mestu leyti, veru- stað, orðum eða hugsun. Austur- Þýskaland er frægt dæmi um land, sem í rauninni er fangabúðir, en ástandið er þó enn miklu verra á sumum öðrum eyjum Gúlagsins, svo sem Víetnam eða Albaníu. Þetta eru engin ný tíðindi og það er ekkert sérstaklega nýtt eða frumlegt að benda á þá staðreynd að ríkisstjórnir Gúlagsins eiga sam- úð og stuðning milljóna Vestur- landabúa, sem sumir hvetjir vilja koma á skipulagi þeirra í heima- löndum sínum. Það er líka gamal- kunnug staðreynd, að ekki aðeins kommúnistar, heldur allir þeir, sem nefna sig „vinstri menn“ annað- hvort umbera, afsaka, þegja um, hilma yfir með — og þegar óhætt þykir, svo sem í Víetnamstríðinu — beinlínis hvetja valdhafa í „ríkjum sósíalismans" til dáða. Mér hefur samt alltaf þótt of lítið gert úr þessu. Meðal þeirra sem harðast hafa barist fyrir hagsmun- um alræðisins á Vesturlöndum eru fjölmargir áhrifamenn í menning- arlífi, íjölmiðlun og uppeldismálum og ég er þeirrar skoðunar að áhrif þessa fólks séu yfirleitt stórlega vanmetin. Þetta er hvatinn að þess- um skrifum mínum og þó ekki síður sú „mannréttindaumræða“, sem nú tröllríður landinu og kemur að mestu úrþeirri átt, sem síst skyldi. Að mæla vinstri mennsku Stundum er talað um að „hægri" og „vinstri" séu óljós og úrelt hug- tök í stjórnmálum. Ég tel svo ekki vera. Þessi skipting í fylkingar er enn jafn afdráttarlaus og hún hefur lengi verið og markalínan liggur um Gúlagið. Samúðarmenn þess eru til vinstri, andstæðingar til hægri. Einhveijum kann að virðast þetta djörf fullyrðing við fyrstu sýn, en ég fæ ekki betur séð en að orða- og hugtakanotkun í pólitískri um- ræðu staðfesti hana. Mér sýnist líka að til sé pottþétt aðferð til að mæla það hversu langt til vinstri menn eru og hún er þessi: Hversu langt vilja þeir ganga til liðs við valdhafa Gúlagsins? Lengst til vinstri („róttækastir") eru eiginlegir kommúnistar, en þeir eru að sumu leyti heiðarlegastir í afstöðu sinni. Þeir skiptast að hætti sértrúarsafnaða í ýmsar fylkingar, en eiga eitt sameiginlegt: Þeir fara hvergi í felur með aðdáun sína á og stuðning við harðstjóra á borð við Lenín, Stalín, Kim II Sung, Mao eða Pol Pot. Þeir víla heldur ekki fyrir sér að veija kúgun og ódæðis- verk fyrmefndra manna og fleiri slíkra og eru ólmir í að koma á stjómskipulagi að einhverri fyrir- mynd úr Gúlaginu í heimalöndum sínum. Vegna þess er auðveldara að varast þá. Ahrif kommúnista eru enn veraleg víða á Vesturlöndum, en fara nokkuð dvínandi og er það vel. Af hagsmunagæslu í þeirra stað hafa komið nýir menn, „lengra til hægri“ innan vinstri hreyfingarinnar og þeir gæta hagsmuna alræðisríkjanna í fjöl- miðlum, mennta- og uppeldisstofn- unum Vesturlanda að mörgu leyti betur en kommúnistar. Þá er að finna í öllum vinstri flokkunum, þótt þeir hafi sig mest í frammi innan Alþýðubandalagsins, þar sem þeir nefna sig nú „lýðræðiskyn- slóð“. Þetta er fólkið, sem talar nú orð- ið oft illa um Sovétríkin og stjórnir ýmissa annarra Austur-Evrópuríkja sem að meira eða minna leyti hefur verið flett ofan af svo mikið að ekki þykir óhætt að tala mjög vel um þær lengur. Það samrýmist ekki ríkjandi vinstri-hugsanatísku. Þó ber að varast að gagnrýna Sovét um of í návist þessa fólks, vilji maður ekki vera kallaður „fas- isti“ eða a.m.k. „hægri-öfgamað- ur“. Það er þó talið í lagi að bera í bætifláka fyrir ýmsar aðrar harð- stjórnir, sem minni athygli hafa vakið. Má hér t.d. nefna Júgóslavíu Títós, Ungveijaland Kadars eða Kúbu Castrós. Þegar talað er um þessi lönd og ýmis fleiri er alltaf bent á jákvæðu hliðarnar. Rétt þyk- ir einnig að fara varfærnum höndum um ýmsar af allra verstu harðstjórnum veraldarinnar, svo sem Albaníu eða Norður-Kóreu vilji maður ekki vera talinn „hægri- sinni“. Tiltölulega fáir andófsmenn ber- ast til Vesturlanda frá þessum og mörgum öðram ríkjum gúlagsins, fréttir era fáar og stijálar og þess- ar þjóðir þjást að mestu í hljóði. Er því enn óhætt að tala vel um valdsmenn þeirra og vera jákvæður. Erfitt er að vekja áhuga góðs vinstri manns á t.d. meðferð póli- tískra fanga í Rúmeníu, mannrétt- indamálum í Laos eða stofnun frjálsra verkalýðsfélaga á Kúbu, þótt hinn sami telji sér skylt að bölva innrásinni í Tékkóslóvakíu og ástandinu í Póllandi. Þeir eru líka á móti styijöldinni í Afganistan. Þó tala þeir yfirleitt ekki um hana af fyrra bragði frem- ur en það sem fram fer í Gúlaginu. Þetta er merkilegt vegna þess hvað þeir hafa annars mikinn áhuga á friðar- og mannréttindamálunum. Berist talið að vondum stjómum utan Gúlags verða þeir hins vegar allir á iði, því, eins og fyrr sagði, er það eitt helsta einkenni þessa fólks, hvað það er áhugasamt um lýðræðið, friðinn og mannréttinda- málin. Af friðarmálunum Á fundum þeirra fjölmörgu „frið- arsamtaka", sem stofnuð hafa verið í seinni tíð er ekki þverfótað fyrir þessu fólki. Af (oft skeggjuðum) andlitum þeirra skín sú sérkenni- lega blanda af yfírlæti, einlægni, ábúð og mærð, sem er einkennandi fyrir vinstri menn og þeir gæta þess að allir viti hvað þeir era áhugasamir um friðinn. Hafi það aldur til er þetta yfír- leitt sama fólkið sem á sínum tíma barðist af alefli fyrir málstað ein- hverrar hemaðarsinnuðustu og blóði drifnustu stjórnar í veröldinni, þeirrar í Hanoi, þegar hún vildi stækka ríki sitt og sendi hermenn inn í nágrannalöndin Suður-Víet- nam, Laos og Kambódíu til að drepa fólk. Sumir vinna fyrir EI Salvador- nefndina, sem hefur að markmiði að magna hemað hreinræktaðra kommúnista í því landi. Aðrir hafa gerst sjálfboðaliðar á sykurekram Castrós, en þar skortir nú vinnuafl vegna þess að verk- færir menn era annað hvort flúnir úr landi, fangelsaðir eða þá að skjóta svarta menn í Afríku fyrir Rússa. Vilhjálmur Eyþórsson „Erfitt er að vekja áhuga góðs vinstri manns á t.d. meðferð pólitískra fanga í Rúm- eníu, mannréttindamál- um í Laos eða stofnun frjálsra verkalýðsfé- laga á Kúbu, sá þótt hinn sami telji sér skylt að bölva innrásinni í Tékkóslóvakíu og ástandinu í Póllandi.“ Af mannréttinda- málunum Þeir flykkjast einnig á fundi hjá mannréttindasamtökum ýmsum, ekki síst hjá hinum annars ágætu og hlutlausu samtökum Amnesty Intemational. Þeir tala þar mikið og era stórorðir. Þeim líkar ekki hvernig Bandaríkjamenn standa að málum í Nicaragua og einnig veldur ástandið í Suður-Afríku og Chile þeim áhyggjum. Það vekur athygli mína, að ýms- ir þeir, sem háværastir era, eru kunnir að vináttu sinni við einhver af ríkjum Gúlagsins, jafnvel sum, sem eru meðal þeirra efstu á listum Amnesty yfír mannréttindabrot, svo sem Víetnam eða Kúbu. Sumir hafa meira að segja gert sér það ómak að ganga í sérstök „vináttufélög", sem þessar erlendu harðstjómir hafa komið sér upp hér. En hvað veldur þessu? Hvers vegna eru það einmitt liðsmenn al- ræðis og hemaðar („þjóðfrelsis- baráttu") sem era áhugasamastir um mannréttindi og frið? Ég veit það ekki fyrir víst. Þó hefur mér dottið ýmislegt í hug og mun leit- ast við að svara þessum spumingum og öðrum í síðari greinum. Höfundur er ritstjóri bókaflokks- ins íslenskir annálar. NANETTE NELMS GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Skólinn tekur til starfa 12. janúar í Bolholti allir aldurshópar frá 12 ára aldri. Framhald - byrjendur. Tími 2 sinnum og 3 sinnum í viku. Þriðji tíminn frjálst val. Jazz eða ballett. Opnir tímar á laugardögum. Ath. nemendur sem eru 3 sinnum í viku fá fría tíma á laugardögum. Gestakennari Jack Gunn frá London. Kemur 12. janúar. Ps. Ekki missa af fyrsta tíma. Pps. Framhaldsnemendur mæti á sömu tímum og áður. í Suðurveri: Barnaskóli 5—12 ára. Byrjendaflokkar - framhaldsflokkar. Tímar 1 sinnum og 2 sinnum í viku. IMýtt - nýtt: Nemendur teknir frá 5 ára aldri. í Hraunbergi - Nýr skóli. Byrjendaflokkar — framhaldsflokkar. Ath. nú einnig tímar 2 sinnum í viku. Innritun hefst í alla flokka 5. janúar. Kennarar skólans: Bára, Anna, Margrét A., Sigríður, Margrét O., Agnes og Arndís. Vinsælu „Pas de deux“ tímarnir byrja aftur. Nemendasýning í apríl. Dansarapróf tekin í maí. Skólanum slitið 24. maí með veglegri veislu og afhendingu prófskírteina. Nú geta allir komið og kynnt sér tímana hjá JSB. Opnir tímar á laugardögum. Jazz - þol - og teygjutímar. Gjald 250 kr. per tíma. J azzballettskóli Báru Bolholt, 36645. Suðurver, 83730. Hraunberg, 79988. Þökkum nemendum okkar góðar samveru- stundir á liðnu ári. FID Félag ísl. danskennara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.