Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 33 Vöruhús KEA: Leikfélag Akureyrar: Rúllustiginn rifinn VINSÆLASTI stigi á Akureri, að minnsta kosti hjá yngstu kyn- slóðinni, er allur. Stiginn sem hér um ræðir er rúllustiginn í Vöruhúsi KEA við göngugötuna. Tvö þrep í honum brotnuðu með miklum gauragangi í jólaösinni og var unnið við að fjar- lægja stigann og setja upp trétröppur til bráðabirgða um helgina. Rúllustiginn er sá fyrsti og eini á föstudagsmorgun til klukkan tíu á Akureyri og var orðinn 22 ára, er hann gaf sig endanlega. Að sögn Alfreðs Almarssonar vöru- hússtjóra sáu framleiðendur rúllustigans ástæðu til að óska KEA til hamingju með endingu hans, þegar falast var eftir vara- hlutum árið 1982. Stiginn hefur ekki verið í gangi um nokkurt skeið og þegar hann brotnaði nú, var ekki talið borga sig að gera við hann á ný. Alfreð sagði, að þrepin hefðu brotnað með miklum hávaða og gauragangi, en enginn hefði verið í stiganum, þegar það gerðist. Sjö manns voru frá því klukkan átta á sunnudagskvöld að logskera og saga stigann í sundur en samtals vóg hann með fylgihlutum ellefu og hálft tonn. Hætt er við, að margir sakni rúllustigans góða, sérstaklega úr hópi yngri kynslóðarinnar. Alfreð var spurður, hvort fyrirhugað væri að kaupa nýjan rúllustiga. Hann sagði, að ekkert hefði verið ákveðið endanlega um það. Að- spurður um kaupverð slíks stiga sagði hann, að þegar spurst hefði verið um það árið 1982 hefði hann kostað um hundrað þúsund þýsk mörk. Rauðhærði riddarinn frumsýndur á föstudag HVENÆR kemurðu aftur rauð- hærði riddari? er heiti á leikriti sem frumsýnt verður á föstudag hjá Leikfélagi Akureyrar. Höf- undur leikritsins er Mark Medoff, sem að sögn Péturs Ein- arssonar leikhússtjóra komst á bekk með þekktustu leikskáldum Bandaríkjanna eftir samningn þessa verks. Leikritið gerist á litlum veitinga- stað syðst í Nýju Mexíkó, svonefnd- um skyndibitastað í lok sjöunda áratugarins. Fjallar það að sögn Péturs Einarssonar um þá sem ve- rið höfðu í Viet-Nam stríðinu. í verkinu er togast á milli draums og veruleika og kynntar eru persón- ur og atburðir, án þess að verkið sé hefðbundið vandamála-leikrit, eins og Pétur orðaði það. Hann sagði verkið ekki ætlað bömum, þó það sé ekki bannað. Leikritið er í þýðingu Stefáns Baldurssonar, leikstjóri er Pétur Einarsson. Lýsingu annast Ingvar Bjömsson. Leikmynd gerði Öm Ingi Gíslason, búninga Freygerður Magnúsdóttir. Leikarar eru: Skúli Gautason, Inga Hildur Haralds- dóttir, Marinó Þorsteinsson, Þráinn Karlsson, María Ámadóttir, Einar Jón Briem, Guðjón Pedersen og Guðrún Marinósdóttir. Þetta er fjórða leikverk Leik- félagsins á þessum vetri. Rauð- Þrettánda- gleði Þórs er í kvöld HIN árlega þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs verður haldin á svæði félagsins við Glerárskóla f kvöld og hefst kl. 20. Skemmtunin verður með hefð- bundnu sniði, álfakóngur og drottning mæta með hirð sína, stiginn verður álfadans og að sálf- sögðu verður brennan á sínum stað. Páll Johannesson syngur, jóla- sveinar verða á svæðinu og Bjössi bolla skemmtir bömunum. Hjálp- arsveit skáta verður svo með flugeldasýningu í lokin eins og undanfarin ár. Skemmtunin hefst kl. 20 og er aðgangseyrir 250 krónur. hærði riddarinn var sýndur af Nemendaleikhúsinu í fýrravor og fékk þá góðar viðtökur að sögn Péturs Einarssonar. Tveir leikar- anna í sýningunni á Akureyri léku í uppsetningu Nemendaleikhússins. Morgunblaðið/Fríða Proppe Smiðir vinna við að setja upp tréstiga, sem kemur í stað rúllustig- ans. Hitaveitu Akureyrar: Gjaldskrá hækkar um 13,6% Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í dag verður að öllum líkindum samþykkt að hækka gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar um 13,6% en þá fer fram síðari umræða um gjaldskrárbreytingu veitunn- ar. í tillögu stjómar veitustofnana er lagt til að gjaldskránni verði breytt í samræmi við breytingar á byggingavísitölu, úr 258 stigum í 293 stig. Það voru fulltrúar allra flokka Morgunblaðið/ FVíða Proppé T. AfmæliskaffihjáBrunabót í tilefni af 70 ára afmæli Brunabótafélags íslands var boðið upp á kaffi og meðlæti á öllum umboðsskrifstofum félagsins. A Akureyrarskrifstofunni nutu þessir heiðursmenn veitinganna á meðan starfsmaður umboðsins, Gísli Pálsson, sinnti erindum þeirra. Bæjarráð: Æfing-ar að hejast á . Kabarett NÚ ERU að hefjast æfingar á söngleiknum Kabarett hjá Leik- félagi Akureyrar en það verður fimmta og síðasta verkið sem LA sýnir í vetur. Talsvert verður af leikumm i sýningunni sem ekki hafa tekið þátt í öðmm sýningum LA í vetur. Gestur Einar Jónasson stígur nú á fjalimar á nýjan leik eftir alllangt hlé, en hann mun fara með hlut- verk siðameistarans í Kabarett. Það er eitt af aðalhlutverkum verksins. Ása Svavarsdóttir fer með hlutverk Sallyar Bowles - sem Liza Minelli gerði frægt í kvikmynd sem gerð var eftir verkinu. Ása hefur leikið í Þjóðleikhúsinu, Iðnó og Alþýðu- leikhúsinu. Guðbjörg Thoroddsen tekur þátt í þessari sýningu LA - en Akur- eyringar muna eflaust eftir því er hún fór með hlutverk Jómfrú Ragn- heiðar biskupsdóttur í samnefndri leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Skálholti Kambans hjá LA veturinn 1981-82. Guðbjörg leikur eina af stelpunum í klúbbnum. Þá má nefna Ólöfu Sverrisdóttur, nýútskrifaðan leikara, og Guðjón Pedersen, sem einnig tekur þátt í Rauðhærða ridd- aranum, sem fmmsýndur verður á föstudaginn. Leikmynd í Kabarett gerir Karl Aspelund, Bretinn Ken Oldfield semur dansana og Bríet Héðins- dóttir leikstýrir verkinu. sem samþykktu tillögu þessa í stjóm veitustofnana, en fulltrúi Alþýðubandalagsins, Páll Hlöð- versson, lagði fram eftirfarandi bókun: „Ég hef í engu breytt af- stöðu minni um verðlag á gjald- skrá Hitaveitu Akureyrar frá þvi 1. október 1986, og vísa ég því til þeirrar bókunar. Þar sem ríkis- stjómin hefur að engu leyti staðið við orðagjálfur sitt sé ég mér ekki fært að standa gegn hækkun þessari." Sjónvarp Akureyri DAGSKRA Sjónvarps Akur- eyrar verður sem hér segir í kvöld: 20.30 Gúmmíbirnir, teikni- mynd 20.55 Handknattleikur, Víkingur-Arhus KFUM 21.50 Klassapíur 22.15 Gjöf ástarinnar (The Gift Of Love), fyrri hluti. 23.15 Dagskrárlok. Stefnt að viðbygg- ingu við ráðhúsið BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að stefna að viðbyggingu við húsnæði bæjarins í Geislagötu, ráðhúsið. Húsnæðisskortur er mikill og er starfsemi bæjarkerfisins staðsett víðs vegar í bænum. Talsvert hefur verið rætt um það að undanfömu að byggja við húsið í Geislagötu en annar möguleiki sem ræddur hefur verið er að kaupa hús annars staðar í bænum. Norð- urverk hf. hefur boðið bænum til kaups húseignina Glerárgötu 26, en þeim möguleika hefur nú verið hafnað eftir því sem best verður séð. Framtíðarskipan skrifstofuhús- næðis hjá Akureyrarbæ verður því í Geislagötunni. Starfshópi sem unnið hefur að tillögugerð í þessu máli hefur verið falið að vinna að frekari útfærslu hugmyndar um viðbyggingu við ráðhúsið og leggja fyrir bæjarráð við gerð íjárhagsá- ætlunar fyrir nýhafíð ár. Blaðbera vantar Blaðbera vantar í Innbæ, Vanabyggð og Víðilund. Upplýsingar í síma 23905. Hafnarstræti 85.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.