Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
Minning:
Sigurður Guðmunds-
son ljósmyndari
Fæddur 14. ágúst 1900
Dáinn 24. desember 1986
Tengdafaðir minn Sigurður Guð-
mundsson ljósmyndari er allur,
hann lést í Landakotsspítala að
morgni aðfangadags, eftir nokkuð
langa sjúkdómslegu. Þegar horft
er til baka, til þess tíma er hann
lagðist inn í sjúkrahús, sem var nú
ekki aldeilis það sem hann héldi sig
nokkru sinni þurfa, sýndi hann
þvílíkt æðruleysi ró og þakklæti til
þeirra sem sinntu honum að ótrú-
legt er, og er vert að þakka hjúkr-
unarfóíki Landakotsspítala frábæra
hjúkrun. Hér er ekki meiningin að
fara nákvæmlega yfír lífshlaup Sig-
urðar, það yrði of langt og viðamik-
ið verkefni, þess í stað langar mig
að riija upp ýmislegt sem kemur
upp í hugann þegar hann er ekki
iengur meðal okkar.
Sigurður fæddist í Reykjavík, og
elur allan sinn aldur þar, lengst af
sinni ævi býr hann á Sólbakka v/
Laugalæk, ásamt konu sinni Elín-
borgu Guðbjamadóttur. Mikilli
sómakonu sem öllum vildi vera hin
mesta hjálparhella, glaðsinna, og
hógvær yfír verkum sínum. Elín-
borg lést á gamlársdag 1984. Þau
eignuðust tvær dætur, Guðnýju og
Sigríði. En af fyrr hjónabandi átti
Sigurður eina dóttir Svanlaugu.
Er ég kem fyrst á Sólbakka verð
ég fljótlega var við hina höfðinglegu
gestrisni þeirra hjóna. Það voru
tíðar gestakomur vina og vanda-
mann, fundir með Sjálfsbjargarfé-
lögum, og gleðskapur sem
eftirminnilegur er. Fljótlega náðum
við Sigurður afar vel saman, og var
hann mér afskaplega ráðagóður,
enda voru ráð hans ekki skipanir
heldur ábendingar sagðar af
reynslu og mýkt til manns sem er
að hefja lífsbaráttuna, hann dró
ekki úr manni kjarkinn þótt ekki
ætti maður annað en rúmlega það
sem maður stóð í, bílskrjóð út á
hlaði og væri í námi. Nú Sólbakki
varð heimili okkar í nær tvö ár og
var það ómetanleg hjálp fýrir okk-
ur, þar sem við höfðum fest kaup
í íbúð. Á þessum árum var Ijós-
myndastarfíð í algleymingi og var
Sigurður oft að föndra við ýmsa
dularfulla vökva á síðkvöldum,
einnig að framkalla. Þetta var nýr
heimur fyrir mig og heillandi, ljós-
myndaferðalög voru farin til hinna
og þessara staða út um land og var
æði mikið umstang kringum það
þá var ákaflega skemmtilegt að
heyra hann segja frá ferðum vítt
og breitt um landið á árum áður,
var þá farið ýmist akandi eða á sjó
með fyrirferðamikinn útbúnað.
Hann hafði mikinn áhuga á útilífi
og landinu yfírleitt. Við fórum oft
um helgar í ferðir út úr bænum,
Þingvellir voru í sérstöku upp-
áhaldi, áttum við þar ógleymanleg-
ar stundir saman, ekki sízt á
áttræðisafmæli hans. Ég var oft
undrandi á hversu vel hann þekkti
ömefni, og nú á síðari árum metur
maður enn betur að hafa notið leið-
sagnar og þekkingar hans.
Einu sinni sem oftar var hann
að fara í ljósmyndaferð norður í
land, og við að hefja sumarleyfi,
stakk Sigurður upp á að farið yrði
yfír Kjöl, og varð það úr, sú ferð
hefði ekki orðið jafn skemmtileg
ef Sigurður hefði ekki lýst fýrir
okkur ýmsu því sem gerst hafði á
þeirri leið á árum áður. Þá voru ár
óbrúaðar, og að hans tilmælum
voru allar ár vaðnar áður en ekið
var út í, nema í eitt skipti sem ég
fékk að ráða, bfll tengdaföður míns
saup kveljur og stoppaði í djúpum
hyl Seiðisár á Kili, af slíkum upp-
ákomum hafði hann alltaf gaman.
Þessi ferð var ein af mörgum eftir-
minnilegum. Fyrir rúmu ári var
hann enn að bollaleggja ferðalög
þó ekki hafí heilsan leyft það.
Sigurður hafði fastar og ákveðn-
ar skoðanir á þjóðmálum, og fann
maður fljótt að þar var engu um
að breyta, var þá siglt milli skers
og báru, þegar slfld bar á góma.
Þessi fátæklegu orð segja ekki
margt, en við slík tímamót hrann-
ast minningarnar upp í hugann, og
maður fínnur sig knúinn til að koma
einhveiju af þeim á blað.
Sigurður var um margt sérstæð-
ur persónuleiki sem maður leit upp
til. Hann var ávallt tilbúinn að rétta
hjálparhönd þegar þess þurfti með.
Hann var frábær afí, og munu böm
okkar minnast hans með miklum
hlýhug.
Hafi hann þökk.
Hilmar Hjartarson
Kveðja frá Sjálfsbjörg, fé-
lagi fatlaðra í Reykjavík
og nágrenni.
Sigurður Guðmundsson, ljós-
myndari, andaðist í Landakotsspít-
alnum í Reykjavík að morgni
aðfangadags, miðvikudaginn 24.
desember sl.
Sigurður fæddist í Reykjavík 14.
ágúst árið 1900 í Tobbukoti, litlu
steinhúsi er stóð þar sem nú er hús
Sparisjóðs Reykjavíkur. Foreldrar
hans voru hjónin Svanlaug Bened-
iktsdóttir og Guðmundur Sigurðs-
son, klæðskeri, og var Sigurður einn
af 10 systkinum. Sigurður ólst upp
í Reykjavík og hefur búið og starf-
að þar alla sína ævi. Lengst af bjó
hann með fjölskyldu sinni að Sól-
bakka við Laugalæk, en það hús
er nú horfíð. Síðustu árin bjó hann
í Sjálfsbjargarhúsinu, ásamt eigin-
konu sinni, Elínborgu Guðbjamard-
óttur, sem látin er fyrir fáum árum.
Sigurður var mikill félagsmála-
maður og vel þekktur af þeim
störfum sínum. Formaður Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra í Reykjavík
og nágrenni, var hann kosinn í sept-
ember 1962 og var formaður
félagsins til ársins 1977, eða í 15
ár og varaformaður var hann frá
1977-1980.
I formannstíð Sigurðar vex og
dafnar starfsemi félagsins undir
öruggri stjóm hans. Fljótlega er
keypt 130 fermetra jarðhæð að
Marargötu 2 í Reykjavík og með
smá breytingum utanhúss er hús-
næðið gert aðgengilegt fyrir fatl-
aða. Húsnæðið er strax tekið í
notkun fyrir starfsemi félagsins,
sem hófst með föndurnámskeiði,
sem vom vinsæl á þessum tíma,
og var byijun á vikulegum föndur-
kvöldum hjá félaginu, sem síðan
hafa verið mjög virkur þáttur í
starfsemi félagsins og er enn.
Á þessum tíma hefst einnig und-
irbúningur að rekstri vinnustofu á
vegum félagsins. Rekstur vinnu-
stofu Sjálfsbjargar í Reykjavík
hófst svo í nóvember 1965 og störf-
uðu á vinnustofunni mest 13
manns. Vinnustofan, sem fram-
leiddi karlmannsnærföt, var rekin
til ársloka 1967, en um þetta leyti
átti íslenskur iðnaður erfítt upp-
dráttar, a.m.k. vissar greinar hans.
Þegar vinnustofan tók til starfa
var keypt annað húsnæði fyrir fönd-
ur og aðra starfsemi félagsins, en
um tíma fór föndurvinnan fram á
heimili eins félagsmanns.
Félagið varð strax aðili að bygg-
ingu Sjálfsbjargarhússins í
Reykjavík og áttu tveir fulltrúar
félagsins sæti í byggingamefnd
hússins, sem sá um allar þær fram-
kvæmdir.
Um áramótin 1974 flytur félagið
í eigið félagsheimili í Sjálfsbjargar-
húsinu og hefur rekið félagsheimili
þar síðan. Var þetta hinn merkasti
áfangi í sögu félagsins og er kjöl-
festa í starfí þess.
í formannstíð Sigurðar var starf-
semi Sjálfsbjargar í Reykjavík mjög
Geirlaug Guðmunds
dóttir - Minning
Fædd 2. nóvember 1900
Dáin 21. desember 1986
Geirlaug Guðmundsdóttir hús-
freyja á Hlíðarvegi 30a í Kópavogi
er látin. Mér þykir hlýða að minnast
þeirrar heiðurskonu með nokkrum
orðum við leiðarlok og þakka henni
indælt nágrenni í Kópavogi í mörg
ár og órofa tryggð og vináttu henn-
ar og fjölskyldu hennar allt frá
bemsku minni.
Fyrir 1950 var Kópavogur ákaf-
lega sérkennileg byggð. Mestallur
Kópavogshálsinn og nesið var reit-
aður niður í stórar lóðir og á flestum
þeirra stóðu lítil hús sem upphaf-
lega vom sumarbústaðir Reyk-
víkinga. En smám saman voru
þessir bústaðir teknir til ársdvalar
þótt framan af skorti flest nútíma-
þægindi, svo sem vatnsleiðslu og
hoiræsakerfi. Flestir „landnemar“
Kópavogs vom efnalitlir og þurftu
ekki að hugsa til þess að keppa um
íbúðir eða hús á fasteignamarkaði
Reykjavíkur. Á hinn bóginn vom
skipulagsyfírvöld ekki ströng í
Kópavogi og menn gátu búið um
sig eftir því hvernig áraði. Við þess-
ar fmmbýlisaðstæður veitti ekki af
að fólk stæði saman enda einkenndi
samheldni og hjálpsemi byggðar-
Iagið.
Árið 1948 bmgðu bændahjónin
á Hofi á Kjalamesi búi og keyptu
lítið hús á Hlíðarvegi 20 (síðar 30a).
Þau Daníel Magnússon (f. 1890,
d. 1963) og Geirlaug vom enn á
góðum starfsaldri og bmgðu á það
ráð að starfa við landbúnað að
nokkm leyti þótt svo ætti að heita
að nú væm þau flutt á mölina. Þau
reistu lítið hænsnabú og ráku það
um árabil og höfðu jafnvel eina kú
í fjósi fyrst eftir að þau fluttu úr
sveitinni. Nágrannamir fundu fljótt
að Daníel og Geirlaug vom góðir
gestir. Þau hjónin bæði bám með
sér reisn og höfðingsskap hið ytra
og kynni staðfestu að hér vom val-
menni á ferð, gestrisin og alúðleg
og bæði sérlega bamgóð. Þótt þau
væm komin í „þéttbýlið" ánetjuðust
þau aldrei stressi og hamagangi
nútímans og því vöndu margir kom-
ur sínar til þeirra. Þar var gott að
sitja yfir kaffibolla í ömggu trausti
þess að vera einmitt sá gestur sem
best væri velkominn. Mér er kunn-
ugt um að ýmsir nágrannar þeirra
hjóna litu á þau sem aldavini sína.
Ég sem þetta rita hrósa happi
yfír því að kynnast Geirlaugu og
Daníel og börnum þeirra. Þegar þau
fluttu í Kópavog vom þrír synir
þeirra uppkomnir en dóttirin Lilja
lítið eitt eldri en ég og þar með
kjörinn leikfélagi. Ég var aðeins 5
ára gamall og strax inni á gafli á
Hlíðarvegi 20 og þær minningar
bernsku minnar og æsku sem tengj-
ast heimilinu þar em eins og perlur
á bandi. Magnús sonur þeirra rak
smiðshöggið á að kenna guttanum
að telja. Það var merkur áfangi að
komast yfir tugina og þurfa ekki
lengur að segja tuttugu og tíu.
Fyrsti vinnuveitandinn var Daníel
og borgaði okkur Lilju fyrir að selja
húsfreyjum í Kópavogi egg. Skák
við húsbóndann og ég hélt honum
fram þegar ég fór halloka í íþrótt-
inni fyrir móður minni: „Daníel er
miklu betri skákmaður en þú.“
Sælar stundir við eldhúsborðið hjá
Geirlaugu og bakkelsið hafði áreið-
anlega ekki misst neitt af þeirri
vegsemd sem víða tíðkast í sveitum.
Og fyrstu skrefín í alvöru-launa-
vinnu: aðstoðarmaður hjá Daníel í
byggingarvinnu. Þegar búið er að
setja vatn út í geilina í pússningar-
hræm er mátulegt að taka jafnlangt
hlé og það tekur að fá sér í nefið.
Hræran jafnast á meðan. Og fyrir
ekki mörgum ámm sannspurði ég
að orðstír minn hafí eitt sinn verið
í nokkurri hættu á Hlíðarvegi 20.
Húsbóndinn stóð við gluggann, þeg-
ar undirritaður fór eins og víghnött-
ur um hverfíð, og sagði: „Ætli verði
nokkurn tíma maður úr honum
Bjama?" Þá átti ég mér hauk í
homi þar sem Geirlaug var og hún
mun hafa sett ofan í við bónda sinn
og sagt að drengurinn væri ekkert
óefnilegri en aðrir. Fleira mætti
telja en hvort sem talið er lengur
eða skemur stendur það eftir að
þau hjónin taldi ég til vina minna
og þótti það dálítið skrýtið á ungl-
ingsámnum þegar orðið „vinur" gat
helst ekkert þýtt nema leikfélagi
og um hálf öld var á milli okkar.
Geirlaug fæddist í Stykkishólmi
2. nóvember árið 1900, dóttir hjón-
anna Charlottu Maríu Jónsdóttur
og Guðmundar Halldórssonar skip-
stjóra. Hún ólst þar upp til 18 ára
aldurs en fór þá í vist til Reykjavík-
ur. Síðar fór hún í kaupavinnu að
Lykkju á Kjalamesi og kynntist þar
Daníel sem þar var fæddur og upp-
alinn. Þau hófu búskap á Tindstöð-
um á Kjalamesi 1923 þar sem þau
bjuggu til 1942 en þá fluttu þau
að Hofí í sömu sveit þar sem þau
bjuggu þar til þau hættu búskap
1948. Það hef ég sannspurt að þau
hafi ekki síður verið vel séð af sveit-
ungum sínum á Kjalarnesi en
nágrönnum í Kópavogi. Geirlaug
og Daníel áttu saman fjögur börn,
sem öll em á lífi, synina Magnús,
Guðmund og Þórólf og dótturina
Lilju sem áður er getið. Daníel átti
dóttur frá því fyrir hjónaband,
Huldu, en hún er látin fyrir nokkr-
um ámm.
Geirlaug Guðmundsdóttir var fríð
sýnum og bar sig vel eins og áður
er tekið fram. Ég held að orðið
„myndarskapur" lýsi henni vel og
þá ekki útlitinu einu heldur líka
verkum hennar og heimili. Á
æskuámm hennar var Stykkis-
hólmur hefðarbær í gömlum stíl og
hún kynntist rótgróinni borgara-
stétt Reykjavíkur þegar hún kom
fyrst suður. Þetta hvort tveggja
hafði áreiðanlega mikil áhrif á
hana. Ég býst við að hún hafi aldr-
ei skilið Hólminn að öllu leyti við
góð og átti sinn þátt í árangri sam-
takanna í hagsmunamálum þeirra.
Á fjölmennum hátíðafundi í til-
efni 25 ára afmælis félagsins 1983
var Sigurður kjörinn heiðurfélagi
Sjálfsbjargar í Reykjavík og er sá
eini sem hlotið hefur þá viðurkenn-
ingu.
Hann átti sæti í stjórn Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra,
frá 1965 til 1977.
Sigurður starfaði mikið í félagi
ljósmyndara og var formaður þess
félags í tæp 30 ár. Þá tók hann
mikinn þátt í starfsemi Góðtempl-
arareglunnar og var m.a. einn af
fomstumönnum þeirra í landnámi
templara að Jaðri og vakti sú starf-
semi þjóðarathygli á sínum tíma.
Eg vona að þeir sem þekkja störf
Sigurðar á þessum vettvangi, betur
en ég, geri þeim skil.
Sigurður var ákaflega ljúfur í
allri framkomu, léttur í lund og
hinn skemmtilegasti félagi í leik og
starfí. Með honum var gott að
starfa og nutu féiagið og samtökin
reynslu hans í félagsmálum.
Við Sjálfsbjargarfélagar þökkum
Sigurði samfylgdina. Ég votta
dætmm hans og öðmm nánum
ættingjum hans okkar innilegustu
samúð.
Minningin um góðan dreng og
félaga lifir.
Trausti Sigurlaugsson
Formaður Sjálfsbjargar, fé-
lags fatlaðra, í Reykjavík og
nágrenni.
Kveðja frá Ljósmyndafélagi
íslands
í upphafí jóla, að morgni að-
fangadags, lést Sigurður Guð-
mundsson ljósmyndari, fyrrverandi
formaður félagsins og heiðursfélagi
vor. í dag, síðasta dag jóla, verður
hann til moldar borinn.
Hann hafði átt við mikla van-
heilsu að stríða, sérstaklega þessa
síðustu haustdaga og þar til hann
lést.
Sigurður var einn af stofnendum
Ljósmyndarafélags íslands í janúar
1926 og reiknast mér til að hann
hafí verið einn af yngstu stofnend-
um félagsins, þá 25 ára.
Samt er það strax árið 1930 að
hann er fyrst kosinn formaður fé-
sig. Einhver fáguð tign fylgdi henni
hvar sem hún fór.
Geirlaug var einörð í skoðunum
og sagði meiningu sína hiklaust en
þó var vandalaust að ræða við hana
og halda fram öðmm málstað. En
hún gat hneykslast ákaflega djúpt
ef hún þóttist greina yfírdrengskap
og ómerkilegheit af einhveiju tagi
og ekki hefði ég kosið mér að verða
fyrir þótta hennar því að þá held
ég að ég hefði hlotið að eiga hann
skilið. Hún dreifði ekki um sig boð-
um eða bönnum en ég trúi ekki að
þar sem hún stjómaði hafí hún
þurft að ítreka tilmæli, a.m.k. datt
okkur bömunum ekki í hug að hafa
uppi efasemdir. Geirlaug var glað-
lynd og hressileg. Þegar móðir mín
sagði mér látið hennar hætti hún
við: „Mér bregður við að missa
hana því að ef mér leiddist heim-
sótti ég Geirlaugu."
Geirlaug var tvímælalaust gæfu-
manneskja. I minningu minni er
mikil heiðríkja yfir sambandi þeirra
Daníels. Hún var mikil fjölskyldu-
kona og ef greina mátti að hún
léti vel yfir sér, eins og sagt er, var
það vegna þess að henni fannst hún
eiga góð böm og afkomendur. Að
sínu leyti studdu bömin hana til
að halda sjálfstæði sínu og heimili
til hinstu stundar. Skömmu áður
en hún lést lét hún í ljós að henni
fyndist meira en kominn tími til að
fara heim og undirbúa jólin.
Að lokum þakka ég Geirlaugu
samfylgdina og mæli líka fyrir hönd
foreldra minna og systra. Við og
fleiri nágrannar hugsum hlýtt til
hennar þegar hún er nú farin yfir
móðuna miklu. í mínum huga búa
þau alltaf bæði í senn Geirlaug og
Daníel og nú fínnst mér með vissum
hætti settur punktur aftan við kafla
æ.vi minnar, kafla sem bregður yfír
birtu og fegurð.
Bjarni Ólafsson