Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 45

Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 45 til að aðstoða þá er til hennar leit- uðu. Allir hlutir voru sjálfsagðir. Ég hef engan þekkt, sem hafði yfir eins mikilli starfsorku að búa og hún. Kraftur og baráttuvilji ein- kenndu hana og kom það best í ljós í erfíðum veikindum hennar, að gefast ekki upp, jafnvel þegar fokið var í öll skjól. Með þessum fátæklegu orðum flyt ég dóttur hennar, Ásgerði Hrönn, aldraðri móður, Sigríði, og systkinum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigríður Jónsdóttir Skólasystir okkar og kær vin- kona, Sigurlaug Eggertsdóttir, er látin, langt um aldur fram. Hún lést á Landspítalanum að morgni Þorláksmessu eftir erfið veikindi. Haustið 1950 hófum við 16 ný- nemar nám í Hússtjórnarkennara- skóla íslands undir stjórn frk. Helgu Sigurðardóttur. Við komum víðs- vegar að af landinu, vorum ólíkar um margt bæði hvað aldur snerti og af mismunandi manngerðum eins og gengur, en áttum allar það sameiginlegt að vera fullar bjart- sýni, með trú á það lífsstarf sem við höfðum valið okkur. Ein okkar var Sigurlaug, sem kom norðan úr Skagafírði, og brátt kom í ljós að hún öðlaðist traust okkar og virð- ingu. Skólastarfíð byggðist mikið á samvinnu nemendanna og féll Sig- urlaug þar vel inn í. Hún var samviskusöm, hjálpsöm og framúr- skarandi duglegur nemandi. Á skólaárunum tókst með okkur trygg vinátta og samheldni sem haldist hefur æ síðan og verið okk- ur gleðigjafi öll þessi ár. Við höfum komið saman hver hjá annarri og víst er að Sigurlaug var sálin í hópn- um, glæddi hann lífí og lét málefni okkar hinna sig miklu skipta. Oft- ast varð Sigurlaug fyrst til að kalla hópinn saman á haustin, hana vant- aði aldrei og ekki taldi hún eftir sér að hafa „aukasaumaklúbb", þótt röðin væri ekki komin að henni. Ekki má gleyma bílnum hennar sem alltaf var til reiðu og ósjaldan flutti okkur lengri og skemmri vega- lengdir. Á meðan Sigurlaug og móðir hennar, Sigríður Ásgeirsdóttir, áttu heimili saman nutum við ekki siður gestrisni Sigríðar, sem við þökkum nú af alhug. Sigurlaug var minnug á afmælis- og tyllidaga okkar skólasystranna og fjölskyldna okkar og átti oftast frumkvæði að blóma- og gjafakaup- um þegar tilefni gafst. Margar ljúfar samverustundir koma upp í hugann eftir 35 ára kynni. Ein þeirra vermir okkur öll- um og gleymist ekki. Veturinn 1981 var ein skólasystir okkar, Erla Kristinsdóttir, sem búsett er í Bandaríkjunum, stödd hér á landi á fimmtugsafmæli sínu. Þá opnaði Sigurlaug heimili sitt af sinni al- kunnu greiðasemi og hjartahlýju og annaðist ásamt okkur skóla- systrunum framkvæmd mannfagn- aðar þar sem afmælisbarnið fékk tækifæri til að gleðjast með vinum sínum og ættingjum. Lífsstarf Sigurlaugar hófst strax að námi loknu, vorið 1952. Hún starfaði óslitið að þeim verkefnum sem voru á hennar sérsviði og komu þá best í ljós hæfileikar hennar og dugnaður. í tvo áratugi var kennsla hennar aðalstarf, henni lét það vel og hún var eftirsótt. Mörg sumur veitti hún forstöðu sumarhótelum, fyrst að Löngumýri í Skagafírði, síðan í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi og á Húnavöllum á Reykjabraut. í hótelstörfunum naut Sigurlaug sín sérstaklega vel. Hún var alla tíð höfðingi heim að sækja, veitul og örlát. Sigurlaug var sannur Skagfirð- ingur, félagslynd, hress og söngvís, enda félagi í Skagfírsku söngsveit- inni um árabil. Hún var glæsileg í klæðaburði, hrókur alls fagnaðar á gleðistundum, hrifnæm stemmn- ingarmanneskja, skilningsgóð og hlý. Heimili Sigurlaugar og dóttur hennar, Ásgerðar Hrannar, var hlý- legt og fagurt, þangað var alltaf gott að koma. Við skólasysturnar úr HKÍ vorum í upphafí 16, nú erum við 14 éftir. Fyrir tuttugu árum lést í blóma lífsins Guðbjörg Hafstað frá Vík í Skagafirði, öllum harmdauði er hana þekktu. Tvö skörð eru nú höggvin í hópinn okkar, sem ekki er hægt að fylla. Innilegar samúðarkveðjur senda heim tvær skólasystur okkar, Erla Kristinsdóttir og Olafía Rafnsdóttir, sem dvelur nú í Noregi. Við vottum Ásgerði Hrönn, Sigríði, systur Sigurlaugar, Mar- gréti og dætrum hennar ásamt öðrum vandamönnum dýpstu sam- úð. Minningin um góða skólasystur og félaga sem vildi rækta vináttu og samheldni verður okkur hvöt til að halda áfram á sömu braut. Góð kona og hugfólgin er horfin okkur. Blessuð sé minning hennar. Skólasystur Þú, sem eldinn átt í hjarta, óhikandi djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga allt þitt blóð; á undan ferð og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sin sólarljóð. Davíð Stefánsson. Ég minnist þess á fyrstu árum kórsins okkar, er við sungum þetta gullfallega ljóð Davíðs, að þessi söngsystir okkar, er við kveðjum nú í dag, lét þau orð falla, að þetta væri svo fagurt, að hún vildi láta syngja það yfir sér látinni. Ekki hvarflaði það að okkur þá, að árin yrðu ekki fleiri, sem henni væru ætluð hér meðal okkar. En nú þeg- ar jólahátíðin var um það bil að ganga í garð, á Þorláksmessu, lést hún — Sigurlaug Eggertsdóttir frá Fossi á Skaga, eða Dílla eins og við kölluðum hana flest, gömlu fé- lagamir í kórnum. Sjálf kynntist ég Díllu fyrst er við ásamt öðru góðu fólki vorum stofnendur Skagfírsku söngsveitar- innar. Ekki vomm við alltaf sammála enda báðar fastar fyrir og skapmiklar en virtum hvor aðra og áttum gott samstarf. í félags- starfi var hún afburða dugleg og nutum við í kómurn okkar góðs af oftar en ekki. Skagfírska söngsveit- in hefur misst einn sinn dyggasta liðsmann. Ég hygg þær hafi ekki verið margar æfíngarnar, sem Sig- urlaugu vantaði á öll þau ár, sem hún starfaði með kórnum. Við minnumst hennar þar, á öll- um okkar ferðalögum innanlands og utan og síðast en ekki síst í Drangey, félagsheimilinu okkar, við störf fyrir kórinn. Fyrir hönd Skag- firsku söngsveitarinnar flyt ég henni kærar þakkir fyrir allt hennar starf, félagsanda og vináttu um leið og við sendum einkadóttur hennar, Ásgerði, aldraðri móður, Sigríði, og henni Möggu okkar inni- legar samúðarkveðjur. Megi guð gefa ykkur og öllum öðmm ástvin- um styrk og trú á þessum dimmu skammdegisdögum. Þú, sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú þegir. Alltaf sjá menn bjarmann bjarta blika gegnum húmsins tjöld. Eldurinn hefur æðstu völd, uppskera hans er þúsundfóld. Mannssálin og myrkrið svarta mundu án hans dauðaköld. Davíð Stefánsson. Steinunn Ingimarsdóttir (Denna) Þorláksmessa er einn erilssam- asti dagur ársins við undirbúning jólahátíðar. En ekki ganga allir jafnt til leiks. Þeir sem em I sjúkra- húsum heyja sína baráttu fyrir endurkomu út í þjóðfélagið. Þeirra á meðal var Sigurlaug Eggerts- dóttir. Á Þorláksmessu var barátt- unni lokið. Sigurlaug fæddist á Fossi í Skef- ilsstaðahreppi, Skagafirði. Foreldr- ar hennar vom Eggert Arnórsson síðar skrifstofustjóri í prentsmiðj- unni Gutenberg, og kona hans Sigríður Ásgeirsdóttir, ljósmóðir. Húsmæðrakennarapróf tók Sig- urlaug 1952 og lengst af starfaði hún við kennslu. Á sumrin tók við annað starf. Lengi rak hún sumar- hótel á kvennaskólanum á Blöndu- ósi og síðar stjórnaði hún Edduhótelinu á Húnavöllum. Hún bjó þessa staði hlýlega og tók vel og glaðlega á móti gestum sínum. Haustið 1971 er lokið byggingu Breiðholtsskóla. Var þá komin þar mjög góð aðstaða fyrir heimilis- fræðikennslu. Til þeirra starfa vom ráðnir kennararnir Sigurlaug Egg- ertsdóttur og Aðalfríður Pálsdóttir. í þeirra hlut kom að móta kennsl- una og útbúa kennslueldhúsið, en Breiðholtsskóli var á þessum tíma fjölmennasti skóli borgarinnar. Ékki bjuggu allir skólar þá svo vel að hafa skólaeldhús. Var því al- gengt að námshópar annars staðar frá kæmu til okkar eftir því sem pláss leyfði, enda kennt til kl. 18 á daginn í mörg ár. Kom sér þá vel að hafa fengið góða kennara. í eld- húsinu var reglusemi í heiðri höfð. Hver hlutur átti sinn ákveðna stað í skápum og skúffum og gengið var eftir að nemendur ynnu vel. Allan sl. vetur var Sigurlaug frá kennslu vegna veikinda. í haust kom hún til starfa bjartsýn um að hafa yfirannið sjúkdóm sinn. Eftir mánuð í starfi fór hún aftur í sjúkrahús. Annað áfall bættist við og undan varð að láta. Sigurlaug var starfsöm og kraft- mikil kona. Margir munu minnast hennar frá kennslunni, hótelrekstr- inum og úr kórstarfi Skagfirsku söngsveitarinnar. Við í Breiðholtsskóla þökkum gott samstarf og sendum aldraðri móður og eínkadótturinni, Ásgerði Hrönn Sveinsdóttur, samúðarkveðj- ur. Þorvaldur Óskarsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Elskulegur faöir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON, fyrrverandi bryti, Skipasundi 85, sem andaðist 23. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 7. janúar kl. 1 3.30. Disa Dóra Hallgrimsdóttir, Roger Cummings, Vigdís Blöndal Gunnarsdóttir, Hallgrimur Blöndal Gunnarsson, Elsa Blöndal Sigfúsdóttir. t Minningarathöfn um móðurbróður minn, JAKOB ÓLAFSSON frá Urriðavatni, Álfheimum 50, sem andaðist á öldrunardeild Landspítaians 1. janúar, verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. janúar kl. 15.00. Jarösett verð- ur i heimagrafreit að Urriðavatni, Fellahreppi, laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Oddný Pétursdóttir. t Útför bróður míns og fööurbróöur okkar, SNORRA HJARTARSONAR, skálds, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans láti liknar- eða menningarsjóði njóta þess. Torfi Hjartarson, Hjörtur Torfason, Snorri Ásgeirsson, Ragnheiður Torfadóttir, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Sigrún Torfadóttir, Halldór Ásgeirsson, Helga S. Torfadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, STEFÁN HARALDSSON járnsmiður, Skeljagranda 1, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miövikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Guðrún Sigurðardóttir, Haraldur Sigurðsson, Þóra Stefánsdóttir, Þóra Steingrfmsdóttir, Haraldur Arnar Stefánsson, Slgurður Þorgrfmsson. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDAR ZOPHONÍASSONAR, Karisbraut 27, Dalvfk. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á H-deild Fjórð- ungssjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Þurfður Magnúsdóttir, Hildur Hansen, Þórir Stefánsson, Þóranna Hansen, Aðalsteinn Grfmsson, Hildur Aöalsteinsdóttir, Ólafur Baldursson, Aðalsteinn Ólafsson, Þórhildur Þórisdóttir, Ingvar Jóhannsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir. - t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför JÓHÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Álftamýri 18, sem lést 23. desember sl. Magnús Þórðarson, Sigríður Presker, Bill Presker, Kristinn E. Guðmundsson, Geira Kristjánsdóttir, Jörgen M. Berndsen, Erna Ágústsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Gísli A. Vikingsson. t Þökkum inniiega auðsýnda samúð vegna fráfalls TRYGGVA SIGTRYGGSSONAR, Laugabóli. Unnur Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag frá kl. 10.00-12.00 vegna jarðarfarar EINARS E. HAFBERG. Olíufélagið hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.