Morgunblaðið - 06.01.1987, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987
+
„FLugfélagib t^ndí ■Farangnnum mínum
éina. ferzSirtcc enn.."
Með
morgunkaffinu
Hvað klukkan er. — Ertu að sjóða
ást er —
. . . að geta ekki
gleymt honum
augnablik.
TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved
01986 Los Angeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVISI
/,EKKI FLEIRI FROSKA OG SNAKA ' "
Bréfritari telur fréttir RÚV vera á undanhaldi þar sem þær komi
sem eins konar seinni fréttir, fólk sé, eftir að hafa horft á fréttir
Stöðvar 2, búið að kynna sér hvað sé á döfinni og gerir frekar eitt-
hvað annað en að horfa á einn fréttatíma til viðbótar.
Sj ónvarpsfréttir
RÚV á undanhaldi
Hræsnimarx-
istanna er
ómælanleg
Húsmóðir skrifar:
Hann var stór hvalrekinn sem
núna rak á fjörur sumra frétta-
manna á útvarpinu og strax er
kominn Suður-Víetnamtónninn í þá.
Svona hvalreka eins og Iransmál-
ið hefur Sea-Shepherdklíkan ekkert
við að athuga, enda hræsnin aldrei
risið hærra en í Víetnamstríðinu.
Hvaða blessun færði stuðningurinn
við Víet-Cong þjóðinni? Flóttafólkið
þaðan og verkamennimir sem
stjómvöldin senda til Síberíu, til að
greiða fyrir vopnin frá Rússum, og
fá þar af leiðandi bara 40% af kaup-
inu, em skýmstu dæmin um
ástandið í ríkinu því, að ógleymdum
árásunum á Kampucheu.
Hræsni marxistanna er ómælan-
leg. Þeir þykjast vera verndarar
verkalýðsins, láta dólgslega í vinnu-
deilum og vilja láta nota verkfalls-
réttinn óspart, en finnst svo
sjálfsagt að enginn verkfallsréttur
sé viðurkenndur í kommúnistaríkj-
unum. Þar má kúga verkalýðinn
eftir nótum og hljóðfæri. Engir
mega nota vopn nema kommúnistar
og allir eiga að falla óhelgir fyrir
þeim. Afghanir og frelsisöfl í hvaða
ríki sem er eiga berhentir að mæta
kúgunaröflunum. Þeim sem dirfíst
að senda vopn til Angóla,
Mosambique og núna Nicaragua,
þar sem morðsveitum Castro er
beitt á landsmenn, þá dæma marx-
istarnir, kirkjan og vinstri pressan.
Þessi söfnuður þykist vera að
beijast fyrir friði. Alið er á ótta
fólks við atómvopn, en bæði
Gorbachev og Reagan hafa lýst því
yfir að hvorugur ætlar að nota slík
vopn. Það má trúa þeim, því að
þeir hafa annað að gera. Sá rúss-
neski er að beijast við að koma
marxismanum allsstaðar til valda,
en Reagan er að reyna að koma á
mannréttindum og lýðræði allsstað-
ar.
Þegar mannkynið er útdautt er
ekkert hægt að gera en á meðan
maðurinn býr hér á jörðinni eiga
allir að hafa tjáningarfrelsi, ferða-
frelsi og verkfallsrétt, annars er
maðurinn ekki betur settur en
ómálga búsmali.
Áhorfandi skrifar:
Eftir að skrípaleiknum um
breyttan fréttatíma sjónvarpsstöðv-
anna lauk, endanlega — væntan-
lega? — þá fer ekki á milli mála,
að RÚV hefur tapað leiknum. Þessu
hafði Ingvi Hrafn fréttastjóri spáð
og hvatti hann formann útvarps-
ráðs, að því er manni skilst, til að
halda fréttatímanum óbreyttum, kl.
19.30.
Hann færði þau rök fyrir sinni
skoðun, að sá aðili sem fyrstur sýndi
aðalfréttir kvöldsins héldi áhorfend-
um sínum enn um stund og kannski
það sem eftir væri kvöldsins. Þetta
reynist rétt, hvað sem líður könnun-
um og línuritum.
Annað er það, að megnið af frétt-
unum, svona almennt séð, eru þær
sömu á báðum rásunum. Allt er-
lenda efnið er það sama og er bara
tímasóun að horfa á það tvisvar.
Innlendu fréttimar eru einnig mikið
til þær sömu og alla vega þær sem
mestu máli skipta, t.d. ef um er að
ræða stórfréttir og það helsta úr
stjórnmála- eða atvinnulífi.
Þá ræður það úrslitum hjá mörg-
um, að efnið, sem kemur á eftir
fréttunum, afþreyingarefni og ann-
að, sem fólk sækist hvað mest eftir,
er mun meira á Stöð 2 en hjá RÚV
og heldur því fólki fremur við
skerminn frá nýju stöðinni.
En það voru meiriháttar mistök
hjá ráðamönnum RÚV að færa
fréttirnar aftur til kl. 20. Auðvitað
átti að láta fréttastjóra ráða þessu.
Hann var sá sem hafði þekkinguna
en ekki hinar opinberu, sjálfskipuðu
strengjabrúður, sem gjarnan fara
eftir öflugum en oft fáliðuðum
þrýstihópi, eins og ég held, að hér
hafí ráðið, nefnilega fólki á dreif-
býlinu, og kannski helst fólki á
bóndabæjum, sem á erfitt með að
ná báðum fréttatímunum í sjón-
varpi, sem eðlilegt er.
En á að fara fremur eftir minni-
hlutanum en meirihlutanum, bara
af því að minnihlutinn stendur höll-
um fæti, miðað við sérstakar
aðstæður, þótt vitað sé, að meiri-
hluti fólks hafi fremur óskað eftir,
eins og í þessu tilfelli, að fréttir
RÚV héldust kl. 19.30?
En nú þýðir lítt að sakast, sjón-
varpsfréttir RÚV eru á undanhaldi
í vinsældum, vegna þess að þær
koma sem eins konar seinni fréttir
og fólk er búið að kynna sér hvað
er á döfinni og getur þess vegna
farið að heiman, á fundi eða annað,
a.m.k. þeir sem ekki hafa áhuga á
öðru en fréttum.
Víkverji skrifar
Ihugleiðingu sinni hér í Morgun-
blaðinu um áramótin kvað Birgir
Þorgilsson, ferðamálastjóri, fast að
orði um framgöngu á helstu ferða-
mannastöðum. Hann sagði meðal
annars: „Við förum nú þegar ráns-
hendi um flesta þá staði sem
nauðsynlegt þykir að sýna erlend-
um gestum. Rányrkja og örtröð
blasir við augum og víða hefur
landinu okkar verið veitt sár sem
seint munu gróa. . . Við höfum
áður leikið þennan hættulega leik
hvað viðkemur fiskstofnum við
landið og ferðaútvegurinn virðist
stefna hratt í sömu ógæfuna. Það'
er ekki ofsögum sagt af því hvað
við íslendingar seilumst oft djúpt
og hratt eftir fljótfengnum gróða.“
Birgir segir, að í þessu yfirliti
yfir liðið ár, gefist sér ekki tæki-
færi til að fjalla í einstökum atriðum
um lausn á þessum vanda. Hann
segir þó, að ef til vill þurfi að „tak-
marka aðgang á vissum tímum
árs.“ Þá þurfí að skipuleggja ferðir
til fleiri staða en nú er gert. Og
þá segir: „Mér er fyllilega ljóst, að
aðgerðir þær, sem grípa verður til
án frekari tafa, muni þykja harka-
legar og mæta mótspyrnu. Þær
munu kosta mikla Qármuni og ekki
óeðlilegt að neytendur taki nokkum
þátt í þessu átaki, en við skulum
hafa hugfast að við eigum engra
kosta völ.“
XXX
Eins og sjá má er ferðamála-
stjóra mikið niðri fýrir. Skal
ekki dregið í efa, að ástæða sé til
þess að hafa áhyggjur af umgengni
ferðamanna á mörgum stöðum.
Víkveija þætti á hinn bóginn vænt
um, ef lesendum Morgunblaðsins
yrðu sem fyrst kynntar þær aðgerð-
ir, ’ sem ferðamálamenn telja
nauðsynlegt, að gripið verði til. Þær
ná hvort eð er aldrei fram að ganga
nema með stuðningi og skilningi
almennings.
Sú spurning vaknar, hvort úrbæ-
turnar hljóti ekki fýrst og fremst
að snerta þá, sem vilja seilast „djúpt
og hratt eftir fljótfengnum gróða"
af ferðamönnum. Þeir verði að fara
sér hægar fremur en ferðamaður-
inn, hvort heldur hann er innlendur
eða erlendur.
xxx
Nú sem fýrr er erfítt að átta
sig á því, hvort þeir, sem hafa
með höndum stjórn og samræmingu
á sviði ferðamála, eru að velta því
fyrir sér, að setja einhveijar reglur
um það til hvaða staða menn mega
fara í landinu, hvenær og hvernig.
Ferðafrelsi er talið til mannréttinda
í okkar landi eins og annars staðar
í lýðfijálsum ríkjum. í nágranna-
löndum okkar verða menn að sætta
sig við, að reglur um öryggi her-
stöðva og annarra slíkra mann-
virkja takmarka rétt þeirra til að
skoða ýmsa staði. Fróðlegt væri að
fá af því fréttir, hvort ferðafrelsi
sé þar takmarkað vegna of mikillar
ásóknar ferðamanna. A hinn bóginn
er séð til þess á vinsælum ferða-
mannastöðum, að aðstaða öll sé
með þeim hætti, að menn sýni
umhverfinu sem mesta virðingu.
Þarf ekki að leita út fyrir landstein-
ana til að fá staðfestingu á því, að
menn fýlgja góðu fordæmi í þessu
efni sem öðrum.