Morgunblaðið - 06.01.1987, Side 56
"^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Systir 2. stýrimanns á Synetu:
Leitar upplýs-
inga um afdrif
bróður síns
Kraf ist opinberrar rannsóknar í Bretlandi
ÆTTINGJAR skipverjanna á flutningaskipinu Syneta sem strand-
aði I mynni Fáskrúðsfjarðar á jóladag hafa enn ekki fengið
afhent lík þeirra sem fórust. John Taylor, forstjóri fyrirtækis í
Liverpool, sem mannaði skipið fyrir hönd útgerðar þess á Gíbralt-
ar, hefur neitað að skýra frá nöfnum skipverja og hvar lík þeirra
sem flutt voru til Reykjavíkur 27. desember eru.
í gær kom til landsins Heather
- Gamble, systir Mark Brooks ann-
ars stýrimanns á Synetu, og eru
fyrmefndar upplýsingar byggðar
á frásögn hennar. Hún hyggst
leita vitneskju sem kynni að varpa
ljósi á ástæður slyssins. Hún sagði
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins að þingmaður, sem situr
í skuggaráðuneyti breska Verka-
mannaflokksins myndi í þessari
viku fára fram á það að ríkis-
stjóm Margaretar Tatcher léti
fara fram opinbera rannsókn á
»sjóslysinu. „Ættingjar skipveija
hafa ekki fengið neina útskýringu
á slysinu og sú leynd sem hvflir
yfír afdrifum áhafnarinnar hefur
vakið mikinn ugg í bijóstum okk-
ar. Þetta mál er vægast sagt orðið
einkennilegt," sagði Gamble sem
er sjálf yfírmaður á flutninga-
skipi, sem gert er út frá Hong
Kong.
Gamble sagði að fjölskyldu
hennar hefði verið tilkynnt um
slysið að morgni annars í jólum,
þegar lögreglumaður barði að
dyrum á heimili hennar. „Okkur
var sagt að Syneta hefði strandað
við ísland og bróðir minn væri
talinn af,“ sagði hún. „Segja má
að þetta séu einu opinberu upplýs-
ingamar sem við höfum fengið
um afdrif Marks. Allar aðrar
fregnir höfum við haft úr fjölmiðl-
Morgunblaðið/Einar Falur
Heather Gamble skoðar kort af slysstaðnum í húsi Slysavamarfé-
lags íslands í gærkvöldi.
um.“ Hún sagði að bróðir hennar
hefði skráð sig á skipið tveimur
dögum áður en það lét úr höfn í
Láverpool. Svo virtist sem flestir
í áhöfninni hafí verið lausamenn
í sinni fyrstu ferð með Synetu.
Frú Gamble heldur til Eski-
fjarðar í dag. „Þar ætla ég að
tala við þá sem tóku þátt í björg-
unaraðgerðum, þakka þeim og
leita upplýsinga."
Verkfall háseta á farskipum hófst á miðnætti í nótt:
Krafa um 85 þúsund
króna lágmarkslaun
VERKFALL háseta á farskipum
hófst á miðnætti í nótt. Samn-
ingafundur í deilu þeirra og
viðsemjenda hófst klukkan hálf
Fjármálaráðherra sagði að þessi
ákvörðun hefði það í för með sér
að mánaðarleg álagning fyrrihluta
árs yrði 11,4% af álögðum gjöldum
í fyrra. Á síðastliðnu ári hefði hún
til að byija með verið 13% af gjöld-
iiíli_ársins á undan, en síðan eftir
níu í gærkveldi og þar lagði Sjó-
mannafélag Reykjavíkur fram
kröfur til viðbótar þeim sem það
hafði uppi á síðastliðnu vori er
lækkun 11,67%. Að meðaltali hefði
fyrirframgreiðslan í fyrra verið
12,1% á mánuði af gjöldum ársins
1985.
Þorsteinn sagði að breyttar að-
stæður gerðu það að verkum að
hægt væri að ákveða þessa lækkun.
ríkisvaldið greip inn í kjaradeilu
þess og útgerðarmanna. Meg-
inkröfur háseta eru þær að
lágmarkslaun hækki í 35 þúsund
Tekjuskattur lækkaði og síðan væri
stuðst við spár um launaþróun á
þessu ári, þannig að því sem næst
helmingurinn af fyrirframgreiddum
gjöldum innheimtist á fyrrihluta
ársins.
„Þessi ákvörðun er alfarið tekin
út frá tekjuskattsálagningunni, en
er byggð á mati íjóðhagsstofnunar
og tillögum hennar, en hún sagði
jafnframt, að því er varðar útsvör-
in, að þetta hlutfall hefði þurft að
vera 67%,“ sagði fjármálaráðherra.
krónur á samningstímanum og
álag á yfirvinnu verði 80%. Fund-
ur stóð enn um miðnættið og
óljóst hvort haldið yrði áfram
eða fundi frestað til morguns.
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykjavík-
ur, kvað kröfumar ekki háar með
tilliti til þeirra lágmarkslauna sem
um hefði verið samið nú nýlega í
landi.
„Það hefur nú gerst að það er
kominn grundvöllur til þess að ræða
samning til næsta árs, þar sem
kröfur háseta em fram komnar.
Kröfur þeirra eru feykiháar í pró-
sentum talið, en það verður að láta
reyna á það til þrautar hvort ekki
er hægt að jafna ágreininginn,"
sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ í gærkveldi.
Hann sagði að margt í samningun-
um gæfí tilefni til endurmats og
þetta endurmat gæti gefíð aðilum
möguleika á að nálgast samkomu-
lag. „Það verður látið á það reyna
næstu daga, hvort ekki er hægt að
ná saman samning til ársloka,"
sagði Þórarinn.
Strandferðaskipin stöðvast fyrst
vegna verkfallsins, strax og þau
koma til hafnar, en farskipin stöðv-
ast eitt af öðru fram eftir mánuðin-
um er þau koma til hafnar hér á
landi.
Forsætisráðherra:
Lýsir yf ir
furðu sinni
ávinnu-
brögðum
Finns
Keflavík.
Á FUNDI hjá Kiwanisklúbbnum
Keili í Keflavík, sem haldinn var
í gærkvöldi, lýsti Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra,
furðu sinni á vinnubrögðum
Finns Ingólfssonar, fulltrúa
Framsóknarflokksins í viðræðu-
nefnd um námslánafrumvarpið.
Kvaðst forsætisráðherra myndu
kalla Finn á sinn fund í dag og
krefja hann nánari skýringa á
gjörðum sínum.
Forsætisráðherra flutti erindi á
fundinum og svaraði að því loknu
fyrirspumum fundarmanna. Þar
var hann meðal annars spurður álits
á tillögum Finns Ingólfssonar varð-
andi námslánafrumvarpið. Stein-
grímur kvaðst ekki hafa kynnt sér
tillögur Finns og mætti vel vera að
í þeim væri eitthvað nýtilegt og
gott. Hins vegar lýsti hann furðu
sinni á þeim vinnubrögðum sem
Finnur hefði viðhaft í málinu og
kvaðst Steingrímur myndu kalla
Finn á sinn fund í dag, áður en
ríkisstjómarfundur hæfist, til að fá
nánari skýringar.
- BB
Sjá nánar bls. 32.
Bolungarvík:
Vinnustöðv-
un samþykkt
Bolungarvík.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Bolungarvíkur hélt félagsfund
um samningamálin í gærkvöldi.
Fundurinn samþykkti að heimila
stjóm og trúnaðarmannaráði að
boða vinnustöðvun bæði hjá sjó-
mönnum og landverkafólki. Var
þessum aðilum falið að ákveða nán-
ar hvenær vinnustöðvunin kæmi til
framkvæmda í samráði við önnur
félög innan Alþýðusambands Vest-
§arða. Tillaga um að ákveða
dagsetningu verkfalls sjómanna var
borin upp á þessum fundi en felld.
Gunnar
35 skip hafa
bókað land-
anir erlendis
35 fiskiskip hafa fengið skráða
löndunardaga erlendis í þessari
viku og tveimur næstu. Það er
meiri fjöldi en almennt á þessum
tíma og stafar meðal annars af
verkfalli sjómanna og því, að
enginn útflutningur i gámum er
fyrirsjáanlegur á næstunni. Því
verður framboð minna en ella
þrátt fyrir aukinn fjölda land-
ana.
Fyrirf ramálagrnng skatta:
Ákveðin 5 7% af
gjöldum liðins árs
Var á síðastliðnu ári um 61% af gjöldum ársins á undan
FYRIRFRAMÁLAGNING skatta á þessu ári hefur verið ákveðin 57%
af gjöldum liðins árs, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Pálssonar
fjármálaráðherra. Á síðastliðnu ári var ákveðið að fyrirframálsign-
inerin yrði 65% af gjöldum ársins 1985, en síðar á árinu var álagning-
’r'lprósentan lækkuð þannig að hún var að meðaltali 61%.