Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 1

Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 STALLOIME SKIPTIR UM AKREIN GREIN OG VIÐTÖL: SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON Á Century Plaza Mér líður dálítið eins og Arna frá Geitastekk, eða Steini undir Steinahlíðum. Eg renni bílnum upp að dyrum á þessu gríðarstóra hót- eli og er að velta fyrir mér hvar eip að finna bílastæði, þegar ung- ur piltur í grímubúningi, eða endurfæddur varðmaður Richelieu kardínála, kemur askvaðandi með bréfmiða í hendinni. Ég spyr hann hvert ég eigi að fara með bílinn. Afdalamennskan allsráðandi. Hann brosir pent og kemur mér í skilning um að ég eigi bara að yfirgefa bílinn þarna fyrir framan dyrnar, hann muni sjá um að koma honum fyrir og svo eigi ég að framvísa þessum miða til að fá hann afhentan aftur. Ég reyni að láta líta svo út sem ég hafi svo ógurlega mikið á minni könnu að ég geti aldrei munað hvernig þetta sé nú á þessu hótel- inu eða hinu. Svo labba ég inn í afar mikið anddyri þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Listaverk upp um alla veggi. Allt frummyndir, auðvitað. Og ég ekki einu sinni með hross að gefa, eða kistil með sniðugum lás. Ég er snemma í því. Eftir dálít- ið labb svona til að skoða og leyfa tímanum að líða svolítið í friði, spyr ég til vegar í svítu númer 2805 og fæ þær ofursjálfsögðu upplýsingar að hún sé á tuttug- ustu og áttundu hæð í Century Plaza-turninum. Ég er á leið í blaðaviðtal fyrir Morgunblaðið. Þetta er liður i kynningarátaki Cannon-kvikmyndafyrirtækisins fyrir nýjustu mynd sína, „Over the Top“ og ég á að hitta þama stór- stirnið Sylvester Stallone, leik- stjórann Menahem Golan, táningastjörnuna David Medenhall og ef til vill eitthvert fleira fólk. Ég svipast um eftir fleiri blaða- mönnum en þeir eru líkast til ókomnir eða þegar farnir að tína til penna og blöð og upptökutæki Sjá bls. 10,11 og 12 B einni af svítunum á tuttugustu og áttundu hæðinni í Century Plaza-hótelinu. Hann er að tala um nýjustu bíómynd sína, „Over the Top“, sem brátt verður sýnd á Islandi. Röddin er djúp og talandinn gersamlega ólíkur því vélræna tauti og griðungslega umli sem hann bregður jafnan fyrir sig á hvíta tjaldinu. Hann er hress í bragði og ákaflega íþróttalegur, sólbrúnn og stæltur. Það kemur auðvitað engum á óvart, því hann er búinn að vera að leika boxara og ofbeldishetjur í samf leytt um níu ár. Það kemur mér hins vegar í opna skjöldu að hann er glettinn og kemur vel fyrir sig orði. Los Angeles, febrúar 1987. „ Já, mér f innst þessi mynd vissulega marka nokkur tímamót á ferli mínum. Kannski má segja að í vissum skilningi sé þetta hlutverk dálítið afturhvarf til upphafsins, til fyrstu Rocky-myndarinnar. “ Mega-stjarnan, Sylvester Stallone, situr í djúpum sófa í Sylvester Stallone og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Faðir og sonur í „Over theTop". TM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.