Morgunblaðið - 22.02.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.02.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 B 3 s að forðast afa sinn sem stundum tókst og stundum ekki. En í hvert sinn sem afí hennar komst í færi hélt hann uppteknum hætti. Loks komst telpan á fermingar- aldur og hætti að fara í sveit. En þá var svo komið fyrir henni að hún sem hafði verið glatt og ánægt barn var orðinn döpur og innilok- uð, gekk illa í skóla, þrátt fyrir góðar gáfur og átti fáa kunningja. Hún svaf illa, fékk martraðir og var hrædd og tortryggin í sam- skiptum sínum við fólk. Eftir því sem hún varð eldri óx með henni sú tilfinning að hún væri lítils virði sem manneskja. Heilbrigt sjálfsálit hennar brotnaði smám saman niður vegna sektar- kenndar sem afbrot afa hennar hafði valdið henni. Hún, sem var saklaus, mátti líða fyrir ljótar gerð- ir hans. Gat hún þá ekkert gert segjum við? Þegar stúlkan var um tvítugt og amma hennar dáin ákvað hún að segja foreldrum sínum frá þeim hörmungum sem hún hafði búið við sem bam. Hún gerði það og þau töluðu við afa hennar en hann neitaði þverlega. Svo undarlegt | sem það er þá trúðu þau honum en ekki henni, kannski af því að þau treystu sér ekki til að horfast í augu við svo sársaukafullan hlut. Þá stóð hún ein uppi í hörðum heimi og fannst hún engan eiga að. Hvert leitar fólk sem þannig er komið fyrir? Sumir leita til guðs, sökkva sér niður í trúarlífið, aðrir reyna í örvæntingu að finna sér maka, taka oft þann fyrsta og besta. Enn aðrir leita á vit vímu- gjafa, leggjast í veruleikaflótta. Okkar stúlka valdi tvo síðari kostina. Hún er núna 40 ára göm- ul og á að baki þrjú misheppnuð hjónabönd. Þegar hún stóð í skiln- aði í þriðja sinn lagðist afi hennar banaleguna og þá gerði hann þá játningu fyrir bömum sínum að hann hefði brotið gegn þessari litlu telpu sem honum var trúað fyrir í mörg ár. Loks þá trúðu foreldrar hennar henni og nú er hún einstæð móðir með tvö hálfuppkomin börn og er að byija að takast á við lífið á nýjan leik. Afbrot afa hennar hefur valdið henni næstum óbætanlegu tjóni og í ljósi þess að afínn játaði brot sitt á banasænginni skulum við ætla að hann hafi átt erfiða daga stund- um vegna þess sem hann gerði. Þessi saga sem hér hefur verið sögð er í rauninni til í mörgum myndum. Telpumar geta verið á ýmsum aldri og afbrotamaðurinn getur verið pabbi, stjúpi, bróðir, frændi eða náinn fjöldskylduvinur. Allir þeir sem hafa aðstöðu til að vera treyst fyrir litlu barni. Þið böm sem hafið lent í að vera misnotuð kynferðislega. Hafið hugfast að þið emð saklaus. Þið hafíð ekkert til að skammast ykkar fyrir. Það er afbrotamaðurinn sem á að skammast sín, hann hefur fyllstu ástæðu til þess. Minnist þess að þið hafið rétt til að segja nei við öllum þeim atlotum sem ykkur finnst ógeðfelld. Segið ein- hverri manneskju sem þið treystið frá því sem fyrir ykkur hefur kom- ið. Þið sem hafíð á samviskunni sifjaspellsbrot gegn barni, þið skul- uð ekki gleyma því að það er ekkert það til sem getur afsakað slíkan glæp. Minnist þess að Það fylgir því ábyrgð að vera fullorðinn maður. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir FRAMHALDSNÁM í SÉRKENNSLUFRÆÐUM VIÐ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS Kennaraháskóli íslands býður fram eftir- farandi framhaldsnám til B.A. prófs í sérkennslufræðum sem hefst haustið 1987: 1. áfangi (30 einingar), hlutanám. 2. áfangi (30 einingar), hlutanám. Hvor áfangi tekur tvö ár í hlutanámi þannig að unnt er að stunda það samhliða kennslu. Kennarar sem Ijúka báðum áföngum ásamt verk- legu námi (15 ein.) hljóta B.A. gráðu í kennslu barna með sérþarfir. Til að hefja fyrsta áfanga námsins þurfa umsækj- endur að hafa full kennararéttindi (skv. lögum 48/1986) og a.m.k. tveggja ára kennslureynslu. Umsækjendur um annan áfanga skulu auk þess hafa lokið fyrsta áfanga eða samsvarandi viður- kenndu námi í sérkennslufræðum (30 ein.) Kennaraháskóli íslands áskilur sér rétt til að velja úr hópi umsækjenda á grundveili skriflegra umsókna, meðmæla og viðtala. Nánari upplýsingar um nám þetta, ásamt umsókn- argögnum, fást á skrifstofu Kennaraháskóla íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. (Sími 688700). Umsóknarfrestur er til 15. mars 1987. Rektor. spira^c sarco gufustjómtæki gufugildrur FALKIN N SUOURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670 Markviss aðstoð fyrir hjón og sambýlisfólk. Tilgangurinn er að gera fólki kleift að skoða, endurmeta og taka afstöðu og ákvörðun um samband sitt. Einkatímar fyrir hvert par einu sinni í viku í alls 6 vikur. Upplýsingar í sfma 688160 milli kl. 14.00 og 17.00 daglega. Guðrún Einarsdóttir, Hörður Þorgilsson, sálfræðingar. Lækninga- og sálfræðistofunni, Skipholti 50C. Orðsending frá Permu í tilefni hárvikunnar bjóðum við upp á frían hárþvott næstu viku og sérstaka kynningu á hárþvottar- og næringarefnum. Perma, Iðnaðarhúsinu, Perma, Eiðistorgi, Rakarastofan Eiðistorgi. ULLORÐINSFRÆÐSLA TÖLVUNAM Verzlunarskóla ÍSLANDS DBASE Kennsla hefst 3. mars kl. 17.00—19.00 og fer kennsla fram á þriðjudögum og fimmtudögum. Kennt verður að nota gagnagrunninn og hvern- ig forrit eru búin til. MULTIPLAN Kennsla hefst 2. mars kl. 17.00—19.00 og fer kennsla fram á kl. 17.00—19.00 og fer kennsla fram á mánudögum og miðvikudögum. Kennt verður hvernig hægt er að nota töflureikninn við algenga en tímafreka útreikninga svo sem gerð greiðsluáætl- ana, tilboða o.fl. Hvort námskeiðið um sig er 20 kennslu- stundir. Innritun fer fram á skrifstofu skólans að Ofanleiti 1, 103 Reykjavík, kl. 13.00—17.00. Starfsmenntunarsjóðir ríkisstarfsmanna Reykjaví- kurborgar og VR styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.