Morgunblaðið - 22.02.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.02.1987, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Mildred Cumming, „Little Miss Cornshucks", gerði út á útlitið ekki síður en vælandi röddina. Stökkblús Blús Árni Matthíasson Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina var almenn bjartsýni ríkjandi í Banda- rikjunum þótt spennu hafi gætt undir niðri. Ekki var það síst meðal svertingja í stórborgum. Þeir eygðu nú það að eiga einhverntímann eftir að taka sér sess meðal hvítra. Þessi bjartsýni kom ekki síst fram í blúsnum, til varð biús sem kailaðist jump“-blús. Jump-blúsinn átti uprunann að rekja til stórsveitasveiflunn- ar í jassinum, þar sem Big Joe Tumer og Jimmy Rushing, m.a., mótuðu hlutverk söngvar- ans sem varð að hafa sterka rödd til að ná í gegn um blásara- sveitina. Söngvarar í slíkum sveitum voru gjaman kallaðir blús „shouters“ og er það ekki fjarri því að lýsa söngstflnum að nokkru leyti: Varla þarf að geta þess að tónlistin var hugs- uð sem danshljómlist fyrst og fremst. Jimmy Rushing starfaði allt- af innan jassins þótt blúsaður væri en Big Joe söng mest- megnis blús. Ace hljómplötufyrirtækið hefur gefíð út plötur sem bera einfaldlega heitið Jumpin’ the Blues. Þar er reynt að gefa góða mynd af jump-blúsnum í Bandaríkjunum á ámnum frá 1945 til 1955. Að vísu er þar ekki að fínna upptökur með ris- um jump-blúsins eins og Louis Jordan, en þó er gnótt af góðu efni á plötunum. A meðal þeirra frægari sem lög eiga á plötun- um þremur sem komnar eru í flokknum eru Willie Brown og Buddy Johnson, sem kom fast á hæla Louis Jordan í vinsæld- um. Konumar tóku líka þátt í sveiflunni og Tiny Davis leiddi kvennasveit þar sem systir hennar lék á saxofón, en saxo- fónninn var aðal einleikshljóð- færið í jump-blúsnum. Þær eiga lögin Race Horse og How Abo- ut That Jive á fyrstu plötunni í seríunni, dæmigerð jump-lög með tvíræðum textum. Fyrstu plötumar tvær em nokkuð keimlíkar en sú þriðja er einna best heppnuð. Þar rísa hæst lögin Tiy a Little Tender- ness og Papa Tree Top Blues með Little Miss Comshucks, afbragðs vel sungin, og People Don’t Understand Me og Korea Blues með Willie Brown. Það er líka gaman að heyra í gítar- leikaranum Jesse Allen, sem er undir merkjanlegum áhrifum frá Guitar Slim og Clarence Gatemouth Brown. Á umslagi þriðju plötunnar, sem út kom 1986, segir að sú fjórða sé í undirbúningi og óhætt er að líta fram til hennar með nokkurri ertirvæntingu. Gerir þú kröfur? Vilt þú ráða því hvaða myndir þú horfir á í sjónvarpinu? Vilt þú ráða hvenær þú horffir á þær myndir sem þig langar að horfa á? Ertþútilíað bíða í meira en eitt ár eftir að geta séð góðar myndir í sjónvarpinu? Öll myndbönd sem eru gefin út af Há- skólabíói eru með sjónvarpsvernd í a.m.k. eitt ár. Það þýðir einfaldlega það að þær myndir sem gefnar eru út á myndböndum verða ekki sýndar í sjón- varpsstöðvum fyrr en í fyrsta lagi einu ári eftir að myndin er gefin út á mynd- band. Þessi mynd verður gefin út á mynd- band seint í haust. Þessa mynd getur þú í fyrsta lagi séð í lokaðri sjónvarps- stöð eftir 2 ár. Vilt þú bíða? Myndbönd eru betri kostur - Vertu þinn eigin herra UTSALA Joggingallar m/hettu Verð áður 1.485.- Verð nú 990.- Dolomite fullorðins- skíðaskór Verð áður 4.345,- VerA nú 3.295.- Lotto gallar mikið úrval. Barna- og fulloröinsstæröir. Verð frá 1.595,- Henson gallar ýmsar gerðir Verð frá 1.995,- Don Cano vattúlpur full- orðins Verð áður 5.680.- VerA nú 2.990.- Don Cano vattúlpur barna Verð áður 3.490,- Verð nú 2.490.- Danskin samfestingar Verð áður 2.420.- Verð nú 1.750.- Skíðapakkar barna Skíöi — bindingar — stafir 90-110 cm Verð áður 3.385,- Verð nú 2.395.- Dolomite skíðaskór Verð áður 2.750.- Verð nú 1.996.- Dubin skíðasamfestingar Verð áður 8.408.- Verð nú 5.990.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.