Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 9 HUGVEKJA Einn með orði Guðs - eftir séra JÓN RAGNARSSON Þegar Jesús gekkst undir iðr- unarskirn Jóhannesar tók hann afstöðu með syndugu mannkyni. Þetta var opinber aðgerð og yfir- lýsing frá hendi hans og gaf til kynna á hvaða vettvangi hann mundi starfa. Hrjáð mennskan, hér í þessu lífi, var viðfangsefni hans. Fólk, sem ekki fékk að vera manneskj- ur, eða kunni það ekki lengur. Þekkti ekki mennsku sína. Kann- aðist ekki við svipmót skaparans á eigin persónu. Guðsmyndina, sem birtir óbrenglaða mennsku. Yfírlýsingin um guðdóm Jesú, sem fylgdi gjöf andans í skírn hans, var jafnframt yfirlýsing um, að í honum væri maðurinn óskemmdur og augljós. Þverbrest- ur syndarinnar truflar ekki skapandi lífið, sem honum er gef- ið að miðla til mannkyns. Guð hefur fyrirgefið mannkyni; hvetjum manni og býður öllum þegnrétt í ríki sínu. Hann gerir engan mun þar á. Það er runninn upp nýr tími. Ný veröld er komin á laggirnar. Veröld fyrirgefningar og sátta. Veröld Guðs og manns í ótrufl- aðri samstillingu. lífið er heilt á ný hvar sem Guð og maður sameinast í Kristi. Það er boðskapur kristinnar skírnar. Hún er hliðið inn í Guðs ríki. Okkur er boðið að ganga inn um það og leiða aðra með okkur. Guð ábyrgist þann mann, sem gengið hefur um það hlið. Það skiptir ekki máli, hvort sá maður er ómálga og í reifum, eða full- menntur á alla veraldar vísu. Barn eða burðarmaður til orðs og æðis — Drottinn sér aðeins mann. Fullburðugan til Guðsríkis- vistar. Guð sér son sinn í hveijum einstaklingi og gefur honum anda sinn í skímardyrum hins nýja lífs. Það er þessi andi, sem leiðir manninn til einkasamvista við Guð. Guð heldur sambandi sínu við manninn með orði sínu. Boð- skapurinn, sem ritaður er í Biblí- unni er upplýsingamiðill Guðs ríkis. Leiðsögubókin. Skírður maður. Guð á erindi við þig einan. Strax í dyrum skírnarinnar. Persónulegri inn- göngu þinni í ríki hans. Þess vegna var nafn þitt nefnt við skímina. Það átti ekki að fara milli mála, að það varst þú, þessi nefndi einstaklingur, sem varst hér með leiddur inn á Guðs vegu í annars veglausri auðn. Guð vill líka að þú hlustir, þegar hann segir til vegar — og hann leið- beinir ef þú spyrð og manst eftir orði hans. Guð hefur ekki fjarlægt allar hindranir og hættur af leið þinni. Sólarhiti og þurrkur eru miskunn- arlaus um daga og kuldinn og næðingurinn um nætur. Vargur og illþýði er á sveimi og oft er enginn maður til fylgdar. Það er freistandi og framúr- skarandi mannlegt að taka gylli- boðum. Grípa til skjótra og einfaldra lausna. Taka málin í sínar hendur eða láta reyna á öryggiskerfið hjá Drottni. Virkja náðina til eigin hagsbóta. En — „Ritað er .. Þú átt valkost. Þú getur treyst sambandi þínu við Guð. Trúnni — þessu gagnkvæma trausti, sem helgað er í skíminni. Guð hefur ekki sent þig einan út í óvissu ævinnar. — Andi hans er með þér. Hlustaðu eftir honum, þegar úr vöndu er að ráða. Það er vanda- verk að lifa. Það er óþijótandi viðfangsefni. Mjög persónulegt og einstaklingsbundið. — Trúnaðar- mál þitt og Guðs. Hann á svoleiðis mál með hveijum skírðum manni og kannski fleirum. Hann vill mega leggja þér til orð. Matsölustaður/kaffihús i§ Vorum að fá í sölu mjög þekktan matsölustað og kaffi- hús með nætursöluleyfi. Gott tækifaeri fyrir matsvein eða annað áhugafólk um matargerð. Ótæmandi mögu- leikar. Góð velta. Góð kjör. Upplýsingar gefur: Aðalsteinn Pétursson 1 FASTEIGNASALALangholtsvegi 115 BergurGuðnasonhdl. (Bæjarletáahúsinu) S/'mi: 681066 Þorlá kur Einarsson XJöföar til X X fólks í öllum starfsgreinum! *■ Sumarbústaðaland til sölu Til sölu sumarbústaðaland í Vestur-Skaftafellssýslu. Landið er um 2 hektarar á stærð og girt af. Það stend- ur á mjög fallegum stað við fjallshlíð á móti suðri. Veiðileyfi. Tilvalið fyrir félagasamtök. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt:„Sumar- bústaðaland — 5487“ fyrir 14. mars. FjÁRFESTINGARFÉLAGIÐ VI :RÐ IBI R El m IA F IKI IÐI lll R II N N Genaiðídaa 8. MARS 1987 m + m Kjarabréf Gendi pr. 6/3 1987 = 1,942 500 = 971 S OOO — Q 710 Innlausnarhæf spariskírteini Innlausnar- dagur Flokkur Nafn- vextir l l Í s 50.000 = 97.100 Tekjubréf 10. jan. '87 25. jan. '87 25. jan. '87 1975-1 1973-2 1975-2 4,3% 9,2% 4,3% Kjarabréfin fást nú í 500 kr. Gengi pr. 6/3 1987 = 1,130 100.000 = 113.000 25. jan. '87 25. jan. '87 1. feb. '87 1976-2 1981-1 1984-1A 3.7% 2,8% 5,1% að nafhverðt 500.000 = 565.000 25. feb. '87 1979-1 3,7% < V ’ o f jármál þín - sérgrein okkar Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.