Morgunblaðið - 08.03.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
25
íslendingar hyggja á stóraukinn útflutning á þekkingu
Miklir möguleikar fyiir verkfræðinga
og jarðvísindamenn í framtíðinni
- segir Andrés Svanbjörnsson framkvæmdastjóri Virkis hf.
Rammasamkomulag það sem Albert
Guðmundsson iðnðarráðherra og
Biwott orkumálaráðherra Kenya
undirrituðu á dögunum um
tækniaðstoð íslendinga við
undirbúning gufuaflsvirkjunar í Kenya
fyrir að minnsta kosti 65 miljónir dala,
beindi sjónum landsmanna að þvi að
íslenskir sérfræðingar hafa í æ ríkara
mæli verið að hasla sér völl á sviði
verkfræði- og ráðgjafarþjónustu
erlendis. Ráðgjafaþjónustan Virkir hf.
sem er sameignarfyrirtæki flestra
stærstu verkfræði- og ráðgjafastofa
landsins, hefur til dæmis undanfarin
10 ár unnið að verkefnum í Kenya og
nú síðustu árin hefur fyrirtækið einnig
fengið verkefni í fleiri löndum.
Morgunblaðið ræddi af þessu tilefni við
Andrés Svanbjörnsson framkvæmdastjóra
Virkis hf. og spurði hann fyrst um framtíð-
armöguleika íslendinga á sviði verkfræði-
ráðgjafar erlendis, í ljósi þess árangurs sem
náðst hefur í Kenya:
„Ég sé mikla möguleika fyrir okkur í
framtíðinni, bæði fyrir verkfræðiráðgjafa
og jarðvísindamenn, og ekki síst fyrir Jarð-
boranir hf. Kenyamönnunum þótti mikið til
koma hve vel hefur gengið hér innanlands
að bora eftir og virkja okkar eigin jarðhita.
Árangur Jarðborana á Nesjavöllum er til
dæmis miklu betri en þeir eru vanir hjá
sér, og telja því að við getum hjálpað þeim
áfram.
í Kenya er víða háhiti í jörðu, svo sem á
Olkaria jarðhitasvæðinu við Naivasha vatn,
sem nú hefur verið virkjað til raforku-
vinnslu. 70-80% af því streymi sem kemur
þar úr borholum er gufa sem nýtt er í raf-
orkuvinnslu en á svæðum með hærra
vatnshlutfall geta skapast ýmis vandamál.
Til dæmis þarf að losna við affallsvatnið sem
er oft eitrað og skaðlegt umhverflnu, og
einnig þarf hugsanlega að bora hlutfallslega
fleiri holur sem gerir virkjun óhagkvæmari.
í Olkaria er búið að byggja 45 mega-
vatta virkjun í þrepum sem hefur reynst
mjög vel. Við höfðum þar með höndum
hönnun á gufuveitunni og mat á jarðhita-
geyminum og höfum fylgst reglulega með
því verki og lagt á ráðin um staðsetningu
og gerð borhola og tekið þátt í reglulegum
fundum og ráðstefnum.
Þriggja ára
undirbúningur
Nú er fyrirhugað að byggja nýja 60 mega-
vatta gufuaflsvirkjun í Kenya. Þar af eiga
30 megavött að komast í gagnið árið 1994
og 30 megvött ári síðar. Ákveðið hefur ver-
ið að hefja undirbúning a þessu ári og þá
þarf fyrst að velja virkjunarsvæði. Tvö svæði
við Naivasha vatn koma til greina, og þar
er verið að bora rannsóknarholur. Það svæði
sem líklegra er þarf að vera fullkannað í
lok ársins og verður þá tekið út. Þeirri út-
tekt lýkur með forathugun á virkjunarmögu-
leikum þar sem metin verður hagkvæmasta
stærð virkjunar, tilhögun og síðan fram-
kvæmdahraði. Þá fyrst er hægt er að taka
ákvörðun um að virkja og bora vinnsluholur
til þess að tryggja gufu fyrir virkjunina.
Það verður að vera búið að bora fyrir að
minnsta kosti helmingnum af gufunni sem
þarf, áður en framkvæmdir hefjast fyrir
alvöru. Samtímis verður unnið að verk-
fræðilegum undirbúningi en að þessu loknu,
eftir 2-3 ár verða boðnar út framkvæmdir."
Eru þessar undirbúningsrannsóknir
innan þess ramma sem rætt var um á
fundum ráðherranna í Reykjavík?
„Þetta er verkfræði- og vísindalegur und-.
irbúningur að virkjuninni en þó aðallega
borun á að minnsta kosti 40 holum. Síðan
er ekki ólíklegt að þegar forhönnun lýkur
verði samið við sömu aðila áfram um verk-
hönnun og síðan fullnaðarhönnun og gerð
útboðsgagna og jafnvel stjórnun á verkinu.
Landsvirkun vinnur þannig hérlendis að
ráðunautar eru látnir undirbúa framkvæmd-
ir, gera teikningar og útboðslýsingar en
síðan sér Landsvirkjun sjálf um eftirlit fram-
kvæmdanna. Kenyamenn eiga ekki nægi-
lega marga hæfa menn til að hafa eftirlit
með hendi og því fela þeir ráðunautunum
einnig að sjá um byggingarstjóm og eftirlit
sem er ekki minna verk. Þama er því eftir
miklu meira að slægjast fyrir ráðgjafarverk-
fræðinga heldur en í hliðstæðum verkefnum
hér á landi. Það er þó ekki þar með sagt
að samið verði um þetta allt í einu lagi.
Ekki einir um hituna
Það verður síðan að hafa í huga að við
emm ekki einir um hituna. Þessar fyrir-
huguðu virkjunarframkvæmdir beina
athygli orkuiðnaðar í heiminum, og ráðgjafa
og verktaka að Kenya og allir reyna að
koma sér á framfæri. Kenyamenn fá gylli-
boð og em sjálfsagt að reyna að vinsa úr
þá aðila sem þeir vilja helst starfa með. Ein
meginástæða þess að þeir þáðu heimboð
iðnaðarráðherra hingað til lands var sú að
þeir hafa að eigin sögn góða reynslu af
samstarfi við íslendinga. En í svona heim-
sóknum kynnast menn betur og íslensku
fyrirtækin fá gott tækifæri til þess að efla
samkeppisstöðu sína. Við emm því mjög
þakklátir iðnaðarráðherra fyrir hans fmm-
kvæði og stuðning við verkefnaútflutning
sem hann sýndi þeð þessu heimboði."
Er engin hætta á að Islendingar ráði
ekki við öll þessi verkefni sem hugsan-
lega eru í boði í Kenya?
„Verkefnið er vissulega kre§andi og hing-
að til höfum við starfað þama með öðmm
sem hafa haft fmmkvæðið. En núna, þegar
hópurinn sem stendur að Virki hf. er orðinn
miklu stærri, verður þetta auðveldara. Á
sama tíma sjáum við fram á að lítið verður
að gera í orkumálum á íslendi á næstu
misserum ef undan er skilin Nesjavallavirkj-
unin. Þeir sérfræðihópar, sem starfað hafa
að virkjunarframkvæmdum fyrir Lands-
virkjum og fyrir veitufyrirtækin, em að
losna í ’sundur og tvístrast. Orkustofnun,
bæði vatnsorkudeild og jarðhitadeild, sér
fram á verkefnaskort þannig að verkefni
erlendis nú em kærkomin."
„Er þá ekki hægt að sækja inn á fleiri
lönd á þessum slóðum?
„Það er hægt að opna leiðir inn víða.
Við erum raunar með verkefni víðar en í
Kenya. Á undanfömum tveimur ámm höf-
um við starfað með Orkustofnun í Grikk-
landi við undirbúning að jarðhitavirkjun. í
Tyrklandi að forathugun á hitaveitufram-
kvæmdum og í Guinea- Bissau emm við
að gera úttekt á fiskiðnaði og sjávarútvegs-
málum almennt í landinu.
Landsmenn þar hafa verið mjög háðir
útlendingum og varla nýtt fiskimið sín
öðmvísi en að leigja aðgang að þeim til
annara þjóða sem hafa ekki staðið við samn-
Þetta kort sýnir staðhætti í Kenya þar
sem Islendingar hafa unnið við byggingu
gufuorkuversins í Olkaria sem er
norðvestan við höfuðborg landsins,
Nairobi. Gufuorkuverið sem þegar hefur
verið reist, er mitt á milii Longonotfjalls
og Naivasha vatns, og líklegast er að
fyrirhugað 60 megavatta raforkuver rísi
aðeins norðar, nær vatninu. Einnig er
verið að rannsaka svæði aðeins vestan
við vatnið, og Jarðboranir hf. eru nú að
undirbúa tilboð í borun 8 tilraunahola á
því svæði.
inga og stundað rányrkju nánast eftirlits-
laust. Efnahagur landsins er síðan í molum
og helstu vonir em bundnar við fiskiðnað,
því það er sú auðlind sem þeir geta fljótast
nýtt sér. Spumingin er með hvaða hætti.
Ymsar alþjóðastofnanir hafa áhuga á að
reisa efnahag landsins við, þar á meðal
Kuwait þróunarsjóðurinn sem kostar þessa
vinnu okkar.
Við höfum aðeins komið inn á Kínamark-
að en þar verður mikið að gera í jarðhitamál-
um á næstu ámm. Síðan emm við alltaf
öðm hvetju að gera tilboð, svara fyrirspum-
um og ýmislegt annað er í farveginum."
Er Kenya öruggur markaður og stend-
ur landið undir þessum fjárfestingum
sem þar eru fyrirhugaðar?
„Það er ekki nokkur vafi. Ástandið hefur
batnað á undanfömum ámm og það er al-
mennt talið að Kenya standi núna undir
skuldum. Það er þó ekki hægt að neita því
að Kenyamenn hafa fengið mikið af tvíhliða
aðstoð og mjúkum lánum frá alþjóðastofn-
unum, Alþjóðabankanum og ýmsum
svæðabönkum. Þeir em því orðnir vanir að
fá góða fyrirgreiðsiu, sérstaklega í tengslum
við svona verkefni frá löndum sem veita
þeim þjónustu eða selja þeim vömr. Slíkt
eigum við erfítt með því okkar þróunarfé
er af skomum skammti. En við emm aðilar
að norrænu samstarfi og Norræna fjárfest-
ingarbankanum, og hann hefur núna, fyrir
okkar milligöngu, sýnt áhuga á að lána í
framkvæmdir í Kenya ef þeir geta uppfyllt
sett skilyrði. En það era engin mjúk lán
heldur venjuleg viðskiptalán."
Hundruð millj-
óna í þóknun
„Borgar það sig fyrir fyrirtækin að
taka verkefni að sér erlendis? Þurfa þau ■
ekki að kosta of miklu til miðað við fjar-
lægð og stærð verkefnanna?
„Þóknun fyrir verkfræðilegan undirbún-
ing að virkjun af þessari stærð nemur
miljónum dollara og mér þætti ekki ólíklegt
að í þessu tilfelli yrði hún ein til tvær miilj-
ónir doliara á ári meðan verið er að byggja
virkjunina sem er er mjög stór samningur
fyrir verkfræðifyrirtæki. I Kenya er gífur-
lega mikil eftirspum eftir raforku sem eykst
stöðugt. Næstu 20 árin er spáð 6% aukn-
ingu á ári í raforku og áætlanir hafa sýnt
að jarðhitinn er þar sennilega hagkvæmasti
möguleikinn á raforkuframleiðslu. Reikna
er með að um 200 megavött í jarðhita verði
virkjuð fram til aldamóta svo það verður
nóg að gera fyrir jarðhitaráðgjafa og bor-
þjónustu.
Þeir selja orkueininguna núna á 50 mill
meðan 20 mill er talið hátt verð á íslandi.
Kostnaðurinn við orkueininguna í jarðhita
er síðan um 30 mill svo þetta er orðið hag-
kvæmt þar, þótt þetta teldist ekki hagkvæmt
á Islandi. Þama gilda aðrir mælikvarðar.
Sérð þú fyrir þér að þessi útflutningur
á þekkingu verði orðinn stór hluti af
íslenskum gjaldeyristekjum þegar fram
líða stundir?
„Þetta verður aldrei stór hluti, það er
alveg ljóst, en þetta getur orðið mjög arð-
bær útflutningur. Þótt það sé dýrt að afla
verkefnanna og taka þátt í samkeppninni,
þá er það fljótt að skila sér þegar verkefnin
fást. Þegar búið er að greiða kostnaðinn fá
ráðgjafar hreinlega þóknun í hlutfalli við
vinnu og erlendis er algengt að unnið sé á
hærri töxtum en hér gilda.
Ef verkfræðiþjónusta sem slík er tekin,
þá er stærsti hlutinn af henni launakostnað-
ur, stofurekstur og slíkt. Það er því ekki
miklu til kostað og gjaldeyrisöflun af þessu
tagi kemur beint inn í veltuna hér. Það
þarf ekki að greiða eins stóran hluta tekn-
anna í stofnkostnað og ián vegna fjárfest-
inga eins og þarf oft í iðnaði og framleiðslu.
Annar kostnaður en „herkostnaður" og
starfsmannalaun, er vegna vélvajðingar
skrifstofu, húsnæðis undir starfsemina, og
síðan menntunarkostnaður sérfræðinga.
Á þessum 10 ámm, sem við höfum verið
í Kenya, vomm við aðeins með fjórðung af
allri verkfræði- og jarðvísindaþjónustunni
við gufuaflsvirkjunina en í hlut okkar kom
samt um 2,5 miljón dollarara, svo í heild
hefur verið um 10 milljón dollara samning
að ræða. Okkar hagur er því að ná sem
stærstum hluta af nýju virkjuninni hingað.
Virkjun er langvarandi verkefni sem tekur
6-10 ár og það skiptir miklu máli að ráðu-
nautar hafí samfelíd verkefni svo hægt sé
að byggja upp ákveðinn kjarna sérfræðinga
sem fær reynslu og þjálfun í að vinna sam-
an. Verkefni erlendis em vel til þess fallin
að jafna sveiflur sem einkenna íslenskt at-
vinnulíf og stuðla að auknu jafnvægi í
starfsemi ráðgjafafyrirtækja auk þess að
gera þá hæfari til að sinna vel vandasömum
verkefnum í eigin landi.“
Morgunbladid/Jón Möller
Gufuorkuverið við Naivasha vatn í Kenya er fyrsta skref Kenyamanna í átt til
stórefelldrar viijkunar á jarðhita. Ráðgjafar frá Virki hf tóku þátt í hönnun
gufuveitunnar að raforkuverinu og íslendingar eiga mikla möguleika á að fá stór
verkefni við byggingu fleiri raforkuvera á sömu slóðum.
-GSH