Morgunblaðið - 08.03.1987, Side 29

Morgunblaðið - 08.03.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 29 eða um 70 af 100. Uin helmingur þeirra sem spurður var nagðist hins- vegar alltaf kjósa sama flokk.nn og rúmlega þriðjungur þeirru sagð- ist venjulega kjósa saina flokkinn. Samtals sögðust því yfir 80 af 100 annaðhvort alltaf eða venjulega kjósa sama flokkinn. Hið svokallaða fljótandi fylgi eða óræða fylgi var því aðeins 20% kjósenda. í þessari könnun var einnig athugað á hvaða tímum menn gera upp hug sinn til þess hvaða flokk þeir ætla að kjósa. Um helmingur aðspurðra hugleiddi aldrei annað en að kjósa þann flokk sem hann hefði kosið síðast. Um 16 af 100 tóku ákvörðun um það hvaða flokk þeir kysu síðasta mán- uðinn fyrir kosningar og um 20 af 100 eða hinn óráðni hópur tók ákvörðun síðustu vikuna fyrir kjör- dag og um helmingur þeirra sagðist taka ákvörðun á kjördegi. Ef þessar tölur mætti heimfæra upp á Island og Sjálfstæðisflokkurinn gæti reiknað sér sama hlutfall af þessum kjósendum og hann hefur meðal kjósenda almennt sést að til all nokkurs er að vinna í kosningabar- áttunni. Samkeppnin um lausa fylgið virðist samkvæmt þessum niðurstöðum fyrst og fremst fara fram síðustu dagana eða vikurnar fyrir kjördag. Þrátt fyrir þá niður- stöðu virðist mér sem það sé samdóma álit þeirra sem fjalla um þessi mál, bæði hérlendis og erlend- is, að afar miklu skipti fyrir stjórn- málaflokk hvers konar andnám honum tekst að mynda í kringum sig og stefnu sína. Nær hann því að skapa andrúmsloft trausts og trúverðugleika. Takist stjói’nmála- flokki það er mikið unnið. Hver maður geri skyldu sína í kosningabaráttunni sem fram- undan er má enginn liggja á liði sínu. Þar verður hver maður að gera skyldu sína og beijast fyrir hugsjónum Sjálfstæðisflokksins af fremsta megni. Við sjálfstæðis- menn höfum góðan málstað. Við höfum góðan árangur að baki og við höfum bjarta og heiðskýra framtíðarsýn, þjóðfélag réttlætis, þjóðfélag mannúðar, þjóðfélag frelsis. Það er sú rétta leið sem við sjálfstæðismenn viljum leiða þjóðina á. Ég vil í lok þessara orða geta þess fyrir þá sem sérstakan áhuga hafa á nánari upplýsingum um starf Sjálfstæðisflokksins að í afgreiðslu fundarins liggur prentuð skýrsla mín til flokksráðsfundar í nóvember síðastliðnum, þar sem er nánari gréin gerð fyrir helstu starfsháttum flokksins. Þá vil ég ekki láta hjá líða að færa öllum þeim sem tekið hafa þátt í að undirbúa þennan fund sérstakar þakkir. Fyrst og fremst vil ég færa samstarfsmönnum mínum á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins þakkir, jafnframt öllum þeim sem unnið hafa að margvís- legri undirbúningsvinnu vegna fundarhaldsins hérna í Laugardals- höllinni. Við höldum nú landsfund í annað sinn hér í Laugardalshöll og þó að hún hafi ekki verið byggð fyrir fundahöld, held ég að segja megi að okkur takist bærilega að gera hana að vistlegu fundarhús- næði, en í fundarlok ætlum við að nýta hana í enn öðru skyni, þá sláum við hér upp mikilli veislu, sjálfstæðismenn, og endum vel heppnaðan landsfund með glæsi- legri hátíð. Þessi landsfundur eru enn fjölmennari en síðasti lands- fundur var, sem þá var fjölmennasti fundur sem haldinn hafði verið. í dag höfðu skrifstofu flokksins bor- ist tilkynningar um 1.170 sem rétt ættu til fundarsetu. Þessi tala sýnir svo ekki vcrður um villst reginkraft Sjálfstæðisflokksins og margfalda yfirbui'ði hans yfir alla aðra íslenska stjórnmálaflokka. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru nefndar- fundir jafn stórir og landsfundir annarra flokka eru. Megi okkur auðnast gæfa til þess að nýta og beita því mikla afli sem í flokki okkar og samtökum býr þjóð vorri og landi til farsældar. ÚTVARP/SJÓNVARP Þáttur um ofátshviður á Rás 1: FÓRN ARLÖMB FÆÐUNNAR ■1 Á mánudags- 30 kvöld verður á —" dagskrá Skúla- götuútvarpsins þáttur sem hlotið hefur heitið „Fóm- arlömb fæðunnar — þáttur um ofátshviður" í umsjá Onnu G. Magnúsdóttur. Ofátshviður eru sjúkdómur sem er nátengdur lystar- stoli, en í stað þess að svelta sig eins og lystar- stolssjúklingar borða ofátshviðusjúklingar sér til óbóta og kasta síðan fæð- unni upp aftur. Þannig tekst þeim oftast að halda eðlilegri þyngd, þó þeir geti í hverri máltíð látið í sig álíka mikið magn af mat og venjulegt fólk borð- ar á mörgum dögum. Sameiginleg bæði lystar- stolssjúklingum og ofáts- hviðusjúklingum er ofuráhersla á líkamsþynd og líkamslögun. I þættinum verður flutt frásögn konu sem þjáðst hefur af öfátshviðum og einnig verður rætt við Ingvar Kristjánsson geð- lækni um sjúkdóminn, einkenni hans, útbreiðslu og möguleika á lækningu, því verður einnig velt upp að hve miklu leyti megi rekja sjúkdóminn til menn- ingar- eða umhverfisáhrifa eins og t.d. krafna tískunn- ar um að konan verði að vera grönn til þess að vera einhvers virði. (tos? 6O0TQO0 3501000 05537 fstatioHnn imm Slysavamafélags Islands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.