Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 SOLIDEO GLORIA Hljómplfttur Egill Friðleifsson Efnisskrá: íslensk kirkjutónlist. Flyljendur: Dómkórinn í Reykjavík. Elín Sigurvinsdóttir, sópran. Sljórn og org-anisti: Mar- teinn H. Friðriksson. A liðnu hausti kom út hljómplata er ber titilinn „Soli deo gloria" (Guði einum dýrð). Þar syngur Dómkór- inn í Reykjavík undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar, sem einnig leikur á orgel, en einsöngv- ari er Elín Sigurvinsdóttir. Af einhverjum ástæðum var þessarar plötu lítið getið þegar hún kom út og er það rriiður, því þarna er að fínna mörg nýleg og áhugaverð verk, sem ástæða er til að vekja athygli á. A hveiju hausti hin síðari ár hef- ur Dómkórinn og stjórnandi hans efnt til hinna svokölluðu Tónlistar- daga Dómkirkjunnar. Þar hefur jafnan verið lögð áhersla á flutning nýrra verka, og er þess skemmst að minnast frá liðnu hausti, er kór- inn frumflutti „Adoro te“ eftir þann ágæta norska tónsmið Knut Nystedt, sem sjálfur stjómaði upp- færslunni. Þannig hefur Dómkórinn og stjómandi hans stuðlað að nýsmíðum kirkjutónverka, unnið í nánu sambandi við tónskáldin, og með því lagt sitt af mörkum til að tengja kirkjuna samtímanum. Það er því ekki rétt, sem stundum er haldið fram að í kirkjunni heyrist ekki annað en gamlir sálmar og „niður aldanna", þó eldri tónlist sé að sjálfsögðu í hávegum höfð nú sem áður. Á plötunni „Soli deo gloria" er eingöngu íslensk kirkjutónlist. Þau verk.'sem við sögu koma eru tvö sálmalög í raddfærslu Jóns Þórar- inssonar, Toccata fyrir oygel (1985) samið í minningu Páls ísólfssonar, Gloria (1982) eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Áminning eftir Þorkel Sigurbjömsson, Faðir vor op. 12 B eftir Jón Leifs, Vertu guð faðir, faðir minn“ eftir Þórarin Guð- mundsson, en síðasta verkið er Chaconne fyrir orgel um stef úr Þorlákstíðum eftir Pál ísólfsson og var það einkar vel til fundið, því Páll var dómorganisti og driffjöður í íslensku tónlistarlífí um áratuga skeið. 011 hafa þessi verk, sem hér hafa verið talin upp, fengið umfjöllun í blaðinu áður og verður ekki endur- tekið nú. Sömuleiðis hefur sá, er þessar línur ritar, fjallað um söng Dómkórsins og staðfestir platan fyrra álit. Söngurinn er blæfagur fremur en átakamikill. Honum læt- ur vel að syngja með andakt og tilbeiðslu enda gefa verkin oft til- efni til þess. Marteinn H. Friðriks- son er laginn og smekkvís stjómandi, auk þess sem hann leik- ur mjög sannfærandi á hið nýja glæsilega orgel kirkjunnar. Elín Sigurvinsdóttir syngur „Faðir vor“ Jóns Leifs af innileik og hlýju. „Soli deo gloria" er eiguleg hljómplata og eykur veg þeirra er að henni standa. SÍB s v'-.v, • .• m " *- 'fjjggér' ‘—' "i í '~4wh:- i ÉlllflnÉiHií ÞEGAR HUN MARGRET BORGARSDOTTIR LEITAÐI TIL OKKAR FYRST, ÁRlÐ 1976, ÁTTI HÚN NÁKVÆMLEGA 26.090 KRÓNUR. í DAG HAFA KRÓNURNAR 96 FALDAST Haraldur frændi hennar sagðist vera viss um að hún Margrét væri rugluð. Sannleikurinn er hins vegar sá að Margrét var óvenjulega heilbrigð kona. Hún gerði sér grein fyrir því að ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins voru menn, sem hún gæti treyst. Sjálf sagðist hún ekki vera fjármálaspekingur. Sérfræðingar Fjárfestingar- félagsins ráðlögðu Margréti ávallt að kaupa verðbréf sem gáfu góðan arð. Að sjálfsögðu ráðlögðu þeir henni að kaupa KJARA- BREFIN þegar þau voru gefin út. Það væri lang einfaldast. „Þá þarft þú engar áhyggjur að hafa af peningunum þín- um, Margrét mín. Kjarabréfin eru örugg og við sjáum til þess að alltaf standi á bak við þau sérfræðilegt val á traustum verðbréfum,“ sögðu þeir. Eins og svo oft áður höfðu sérfræðingar Fjárfesting- arfélagsins rétt fyrir sér. Um síðastliðin áramót átti Margrét 65 ára afmæli. Þá átti hún 2.500.000 krónur í TEKJUBRÉFUM. Af þeim fær hún ríkuleg mánaðarlaun heimsend ársfjórðungslega. Og hver skyldi hafa ráðlagt henni Margréti að skipta Kjarabréfunum sínum yfir í Tekjubréf? Ekki var það Haraldur frændi. Ne-e-ei. Hann situr enn við sinn keip. Auðvitað var það sérfræðingur hennar hjá Fjárfestingarfélaginu, nú sem fyrr, sem ráðlagði henni það. TIL UMHUGSUNAR'- 1. Af hverju sögðu sérfræð- ingamir að Kjarabréfin væru örugg? 2. Hvers vegna skipti Margrét yfir í Tekjubréf, þegar hún var komin á eftirlaunaaldúr? 3. Hvemig getur venjulegt fólk, sem ekki telur sig vera fjármálaspékinga, ávaxtað fé sitt í tryggum verðbréfum? Sendið rétt svör til Fjárfestingarfélagsins, Hafnarstræti 7, Reykjavík, merkt Haraldur frændi. Besta svarið í viku hverri, allan þennan mánuð, fær eintak af bókinni góðu, FJÁRMÁLIN ÞÍN, íverðlaun. FJARFESriNGARFELAGIÐ Hafnarstræti 7-101 Rvík. S 28566. Gunnar Óskarsson einn af ráðgjöfum Fjárfestingarfélagsins Genf: Hægt mið- ar í friðar- viðræðum Pakistana og Afgana Genf, AP. DIEGO Cordovez, milligöngu- maður Sameinuðu þjóðanna í óbeinum friðarviðræðum afg- önsku og pakistönsku ríkisstjórn- anna, er nú standa yfir í Genf, sagði á föstudag að viðræðurnar gengn hægt, en þeim væri ekki . lokið og nýjar tillögur hefðu komið fram á fimmtudag. . Cordovez vildi ekki segja hvers efnis tillögumar væru en sagðist vilja fyrirbyggja þann misskilning að illa gengi í viðræðunum, en vita- skuld greindi aðila á um hlutina og mikillar tortryggni gætti þeirra í millum. Hann minntist ekki á loftár- ásir er gerðar hafa verið undan- farna daga á landamærasvæði í Pakistan og fyrstu beinu árásir á flóttamannabúðir þar sem afgan- skir flóttamenn dvelja. Pakistanskir ráðamenn saka afgönsku stjórnina um að hafa fyrirskipað árásirnar, en því er neitað í Kabúl. Evrópubandalagslöndin: Atvinnulaus- um fjölgaði um hálfa millj- ón íjanúar Atvinnuleysingj- . ar eru nú rúm- lega 17 milljónir Luxembourg. Reuter. ATVINNULEYSINGJUM í lönd- um Evrópubandalagsins fjölgaði um meira en hálfa milljón í jan- úarmánuði. Þeir eru nú yfir 17 milljónir talsins og hafa aldrei verið fleiri. Að sögn Eurostat-hagstofnunar- innar átti þessi fjölgun atvinnu- lausra um 516.000 á milli mánaðanna desember og janúar aðallega rætur að rekja til árstíða- bundinna orsaka, þar á meðal mikils kulda í norðanverðri Evrópu. Samt sem áður sögðu embættis- menn EB í Brússel, að tölur þessar gætu bent til þess, að vonir manna um halda atvinnuleysinu á árinu 1987 í svipuðu horfi og 1986 rætt- ust ekki. I síðustu viku tilkynnti fram- kvæmdanefnd EB, að spár banda- lagsins um hagvöxt hefðu verið endurskoðaðar í ljósi neikvæðrar efnahagsþróunar í heiminum. í nýju efnahagsspánni, sem kveð- ur á um 2,3% vöxt heildarfram- leiðslunnar, segir, að unnt eigi að vera að haida atvinnuleysinu stöð- ugu í kringum 12% á árinu 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.