Morgunblaðið - 08.03.1987, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
Friedrich Diirrenmatt:
„ Allt í einu minnti
hann mig á Mússólíni“
— svissneski rithöfundurinn segir frá Gorbachev,
friðarráðstefnu og Moskvu eftir tuttugu ára fjarveru
Eftir Önnu
Bjarnadóttur
„ ÞÖGN!“ skipaði Friedrich
Diirrenmatt hvössum rómi ný-
lega á heimili sínu. Charlotte
Kerr, hin þýska eiginkona hans,
var að segja frá ferð þeirra á
friðarráðstefnuna í Moskvu í fe-
brúar en þagnaði strax. Sviss-
neski rithöfundurinn var í
símanum að svara spurningum
um leikritið „Die Physiker" í
beinni útvarpsútsendingu i
Rerlín. „Ég hef aldrei talið að
list gaeti breytt neinu,“ sagði
hann, þurr á manninn. „Það eru
25 ár síðan Eðlisfræðingarnir
voru frumsýndir. Kjarnorkuvopn
í heiminum hafa margfaldast
síðan þá. Listamenn geta ekki
breytt neinu, þeir geta í mesta
lagi vakið fólk til umhugsunar.
Ástandið í heiminum verður æ
fáránlegra. Ég líki því við að
maður sé um borð í járnbrautar-
lest sem æðir áfram i vitlausa
^fehtt og hinir örfáu farþegar sem
taka eftir því grípa til þess ráðs
að hlaupa aftast i lestina."
Diirrenmatt er þekktur fyrir
hijúfa framkomu. Hann baðst þó
afsökunar á að hafa þaggað niður
í konu sinni. Hún er tæplega sextug
en lítur út fyrir að vera 15 árum
yngri. Þau giftust fyrir fjórum árum
þegar hún var að gera sjónvarps-
mynd um líf hans og starf. Þau
hafa síðan skrifað eina bók saman,
„Rollenspiele", og hún hefur lokið
við mynd um Melina Mercouri, en
Kjarnorkusprengjan hlæjandi sem DUrrenmatt teiknaði á meðan
hann hlýddi á ræðu Mikhails Gorbachevs i Moskvu.
sagðist þó ekki koma nógu miklu í
verk. „Það tekur óhemju tíma að
búa með Diirrenmatt,“ sagði hún.
„Hann hefur svo margt að segja
og það er svo gaman að hlusta á
hann.“
Þau búa í tveimur samliggjandi
húsum í íjallinu fyrir ofan Neuchat-
el með útsýni yfir vatnið. Dúrren-
matt er 66 ára og ber aldurinn með
sér. Hann hefur tvisvar fengið fyrir
hjartað og þjáist af sykursýki.
„Farðu þér hægt,“ kallaði Kerr,
umhyggjusöm, þegar hann kom
stynjandi upp í efra húsið. En hann
er andlega hress og hefur sínar
meiningar. Hann afþakkaði til
dæmis boð á mannréttinda- og frið-
arráðstefnu í París fyrir nokkrum
árum af því að hann taldi Frakk-
land ekki rétta staðinn til að halda
slíka ráðstefnu. Hann benti Jack
Lang, fv. menningarmálaráðherra,
á að Frakkar stórgræddu á vopna-
útflutningi og stuðluðu þar með
ekki að friði. En hann bætti við að
það myndi reynast erfitt að fínna
réttan stað fyrir friðarráðstefnu og
líklega þyrfti að fara til annars
sólkerfis til þess.
Islam er tímasprengja
óskynseminnar
Einskær forvitni rak hann til að
þiggja boð Mikhails Gorbachevs á
ráðstefnuna í Moskvu. Hann hafði
ekki verið í Sovétríkjunum í tuttugu
ár. „Ég var þar síðast í júní 1967
þegar ísraelar og Egyptar háðu
sex-daga stríðið. Rússar fylgdust
fullir áhuga með sigri Egypta —
sem svo varð ekki af. Gyðingahatur
setti svip á þennan óhemju áhuga.
Það fór í taugamar á mér og ég
flýtti för minni til Póllands. Þar ríkti
allt önnur stemmning. Pólveijar
glöddust innilega yfir áigri ísraela.
Það var eins og þeir hefðu sjálfir
sigrað stríðið — gegn Rússum.
Rússar réðust inn í Tékkóslóv-
akíu ári seinna. Það og ástandið í
Póllandi réði því að ég fór ekki aft-
ur til Sovétríkjanna. Innrásin í
Afghanistan hafði hins vegar ekk-
ert með það að gera. Ég hef dálítið
aðra skoðun á Afghanistan en flest-
ir aðrir,“ sagði Dúrrenmatt, og
hafði gaman af að segja eitthvað
sem heyrist ekki á hveijum degi.
„Flestir álíta að Rússar hafi ráðist
á litla, hættulausa þjóð í Afghanist-
an. Þeir gleyma því að stór,
ofstækisfull múhameðstrúarhreyf-
CETUR DUANHENNAR
VERID?^^^H
Hún er alltaf laus
og bvöurþér
—
- $ }
★ Háa vexti frá fyrsta innborgunardegi
★ Vexti sem færðir eru á höfuðstól
tvisvar á ári | ÍJÍil
★ Hávaxtaauka reynist verðtryggð
kjör betri
r 1 HAVA>OA
BÓK
Betri kjor bjödast varla
MVINNUBANKI
ársAvöxtun
20.4%
0
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF