Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 29

Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 29 Blaðamannaf élag íslands: Fordæmir atvikið á Hótel Borg STJÓRN Blaðamannafélags ís- lands hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun: Stjóm Blaðamannafélags íslands fordæmir þann atburð er gerðist á Hótel Borg sl. fimmtudag er Albert Guðmundsson fráfarandi iðnaðar- ráðherra veittist að Einari Ólasyni ljósmyndara Þjóðviljans, með þeim afleiðingum að Einar hlaut af slæm meiðsl. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að starfsréttur íjöl- miðlafólks sé virtur. Jafnframt bendir stjóm félagsins á að starfs- vettvangur fréttamanna er þar sem eldurinn brennur heitast hverju sinni og því hljóta þeir sem em í eldlínunni að gera ráð fyrir miklum samskiptum við fréttamenn. Stjómin lítur atburðinn á Hótel Borg alvarlegum augum og vonar að til slíks komi ekki aftur. Guðni Franzson klarinettu- leikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu nk. þriðjudag. Tónleikar í Norræna húsinu GUÐNI Franzson klari- nettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleik- ari halda tónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 31. mars. Efnisskrá tónleikanna verð- ur tvíþætt. Annars vegar verk fyrir einleiksklarinett eftir þijú af virtustu tónskáldum sam- tímans; Sequenza IXa eftir ítalska tónskáldið Luciano Berio, Amicizia eftir svíann Ingvar Lidholm og Sonata eft- ir Hollendinginn Rudolf Escher. Á síðari hluta tónleikanna verða flutt verk eftir Claude Debussy, Premiére Rhapsodie og Sonata op. 120 nr. 1 eftir Johannes Brahms fyrir klar- inett og píanó. Tónleikarnir verða eins og áður segir í Norræna húsinu og heíjast kl. 20.30. Félagsfundur hjá JC NES JC NES heldur sinn sjötta félags- fund á starfsárinu í Nýjabæ við Sefgarða mánudaginn 30. mars. Gestur JC NES verður að þessu sinni Magnús Ingi Óskarsson frá Stjórnunarfélagi Islands. Gódandaginn! S-P'Á'N • N COSTA D E L S O L ^ ***** Costa del Sol er sannkallaður sælu- staður. Veðrið yndislegt, umhverfið stór- fenglegt og öll aðstaða til að láta sér líða vel er hreint út sagt frábær. Og svo er fjörið aldrei langt undan. Á Costa del Sol eru glæsilegar bað- strendur, þar sem kroppar af öllum stærðum og gerðum spígspora um sand- inn eða liggja og láta sólina baka sig. Við hótelin eru skemmtilegar sundlaugar, veitingastaðir og verslanir á hverju strái, skemmtistaðir, tívolí og ótal margt fleira. Ekki má gleyma öllum þeim stórkostlegu skoðunarferðum sem jjér standa til boða. Costa del Sol er óskastaður allrar fjöl- skyldunnar ekki síður en einstaklinga í ævintýraleit. Komdu með Terru til Costa del Sol. VerðfráKr. 24.000 pr. mann í 3 vikur. Verðið miðast við 2 fullor' na og 2 börn yngri en 12 ára. ELDRIBORGARAR ATHUGIÐ; Terra býður þeim sem eru 60 ára og eldri 5% afslátt í allar ferðir sumarsins. Að auki býðurTerra 5.000kr.afslátt af ferð- unum 27. apríl og 22. september. Hjúkr- unarfræðingar verða með í öllum ferðum. BROTTFARARDAGAR Mánuðir dags. tími Apríl 14. 13 dagar Apríl 27. 29 dagar Mai 26. 14 dagar Júní 9. 3 vikur Júní 30. 3 vikur Júlí 21. 3 vikur Ágúst 11. 3 vikur September 1. 3 vikur September 22. 3 vikur GÓÐA FERÐ!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.