Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 29 Blaðamannaf élag íslands: Fordæmir atvikið á Hótel Borg STJÓRN Blaðamannafélags ís- lands hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun: Stjóm Blaðamannafélags íslands fordæmir þann atburð er gerðist á Hótel Borg sl. fimmtudag er Albert Guðmundsson fráfarandi iðnaðar- ráðherra veittist að Einari Ólasyni ljósmyndara Þjóðviljans, með þeim afleiðingum að Einar hlaut af slæm meiðsl. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að starfsréttur íjöl- miðlafólks sé virtur. Jafnframt bendir stjóm félagsins á að starfs- vettvangur fréttamanna er þar sem eldurinn brennur heitast hverju sinni og því hljóta þeir sem em í eldlínunni að gera ráð fyrir miklum samskiptum við fréttamenn. Stjómin lítur atburðinn á Hótel Borg alvarlegum augum og vonar að til slíks komi ekki aftur. Guðni Franzson klarinettu- leikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu nk. þriðjudag. Tónleikar í Norræna húsinu GUÐNI Franzson klari- nettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleik- ari halda tónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 31. mars. Efnisskrá tónleikanna verð- ur tvíþætt. Annars vegar verk fyrir einleiksklarinett eftir þijú af virtustu tónskáldum sam- tímans; Sequenza IXa eftir ítalska tónskáldið Luciano Berio, Amicizia eftir svíann Ingvar Lidholm og Sonata eft- ir Hollendinginn Rudolf Escher. Á síðari hluta tónleikanna verða flutt verk eftir Claude Debussy, Premiére Rhapsodie og Sonata op. 120 nr. 1 eftir Johannes Brahms fyrir klar- inett og píanó. Tónleikarnir verða eins og áður segir í Norræna húsinu og heíjast kl. 20.30. Félagsfundur hjá JC NES JC NES heldur sinn sjötta félags- fund á starfsárinu í Nýjabæ við Sefgarða mánudaginn 30. mars. Gestur JC NES verður að þessu sinni Magnús Ingi Óskarsson frá Stjórnunarfélagi Islands. Gódandaginn! S-P'Á'N • N COSTA D E L S O L ^ ***** Costa del Sol er sannkallaður sælu- staður. Veðrið yndislegt, umhverfið stór- fenglegt og öll aðstaða til að láta sér líða vel er hreint út sagt frábær. Og svo er fjörið aldrei langt undan. Á Costa del Sol eru glæsilegar bað- strendur, þar sem kroppar af öllum stærðum og gerðum spígspora um sand- inn eða liggja og láta sólina baka sig. Við hótelin eru skemmtilegar sundlaugar, veitingastaðir og verslanir á hverju strái, skemmtistaðir, tívolí og ótal margt fleira. Ekki má gleyma öllum þeim stórkostlegu skoðunarferðum sem jjér standa til boða. Costa del Sol er óskastaður allrar fjöl- skyldunnar ekki síður en einstaklinga í ævintýraleit. Komdu með Terru til Costa del Sol. VerðfráKr. 24.000 pr. mann í 3 vikur. Verðið miðast við 2 fullor' na og 2 börn yngri en 12 ára. ELDRIBORGARAR ATHUGIÐ; Terra býður þeim sem eru 60 ára og eldri 5% afslátt í allar ferðir sumarsins. Að auki býðurTerra 5.000kr.afslátt af ferð- unum 27. apríl og 22. september. Hjúkr- unarfræðingar verða með í öllum ferðum. BROTTFARARDAGAR Mánuðir dags. tími Apríl 14. 13 dagar Apríl 27. 29 dagar Mai 26. 14 dagar Júní 9. 3 vikur Júní 30. 3 vikur Júlí 21. 3 vikur Ágúst 11. 3 vikur September 1. 3 vikur September 22. 3 vikur GÓÐA FERÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.