Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
7
HAPP í HENDI
Orðaleikur i umsjón Bryndisar
Schram.
THEOI^;
Flmmtudagur
TILGÁTAN
(Nosenko). Á meðan Warren
rannsóknarnefndin kannaði allar
■mögulegar tilgátur og samsæris-
kenningar um morðið á John F.
Kennedy lak KGB maðurinn, Yuri
Nosenko upplýsingum jafnóðum.
21:30
Föstudagur
NAMAMENNIRNIR
(The Molly Maguires). Molly
Maguire er nafn á leynilegu félagi
námamanna i Pennsylvaniu fyrir
síðustu aldamót. Félagþetta hik-
ar ekki við að gripa til ofbeldisað-
gerða tilþess að ná fram rétti
sinum gegn námueigendum.
STOÐ2
Auglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lykllinn færð
þúhjá
Heimilistsakjunn
4S>
Heimilistæki hf
S:62 12 15
Með fimm
sjúklinga í
sjúkraflugi
á nýrri vél
í FYRRADAG flutti Helgi Jóns-
son flugstjóri fimm sjúklinga til
og frá Grænlandi. Hann fór á
nýrri flugvél sinni til Kúlúsúk
með einn sjúkling, sem verið
hafði undir læknishendi í Borg-
arspítalanum.
Þetta var skipverji af grænlensk-
um rækjutogara, en maðurinn
fótbrotnaði er togarinn var staddur
vestur á Dohrn-banka fyrir um
10—12 dögum. í Kúlusúk tók flug-
vélin fjóra sjúklinga. Höfðu þrír
þeirra fótavist, en sá fjórði var í
sjúkrakörfu. Var það maður sem
hlotið hafði alvarleg brunasár. Þeg-
ar flugvél Helga lenti beið dönsk
þota á flugvellinum eftir sjúkling-
unum. Þeir voru strax fluttir um
borð í hana og hún flug svo til
Kaupmannahafnar með þá, en
sjúklingarnir áttu að fara á spítala
þar. Læknir fylgdi sjúklingunum
alla leið frá Grænlandi til Kaup-
mannahafnar.
Hin nýja flugvél er af sömu gerð
og eldri flugvél Helga, Mitsubishi-
skrúfuþota, en yngri árgerð og sem
ný væri. Hefur Helgi þegar farið
nokkrar ferðir til Grænlands á flug-
vélinni. Líkar honum mjög vel við
hana og ekki sakar það að hún er
kraftmeiri en eldri flugvélin og því
nokkru fljótari í ferðum.
„Það er orðið aðkallandi fyrir
mig að bæta flugvél við á flugleið-
inni og segja má að nú bendi
bókanir okkar til þess að á þessu
sumri verði meiri annir á
Reykjavík/Kúlúsúk-flugleiðinni en
nokkurt sumar annað," sagði Helgi
Jónsson.
MAGH-
MtUNGNAR
RAFHUÖÐUR
M Dreifing:
TOLVUSPIL HF.
sími: 68-72-70
plidírgíiW'
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
Morgunblaðið/Þorkell
Þetta er Mitsubishi-flugvélin sem bættist við flugflotann fyrir skömmu og verður í Grænlandsflugi á
flugleiðinni Reykjavik/Kúlúsúk. Það er kona Helga Jónssonar flugstjóra, Jytte, sem stendur við flugvél-
ina. Hún hefur flugréttindi aðstoðarflugmanns á Mitsubishi-flugvélum og flýgur iðulega með eigin-
manninum. -
Bræður
á Alþingi
ÞEGAR fjallað var um feðga og
bræður, sem setið hafa samtímis
á Alþingi, í Morgunblaðinu í
ger, féllu niður nöfn bræðranna
lafs Thors og Thors Thors.
Þeir sátu saman á þingi á árun-
um 1933 til 1940.
Olafur Thors var þingmaður
Gullbringu- og Kjósarsýslu 1926
til 1959 og þingmaður Reyknes-
inga 1959-1964. Thor Thors var
þingmaður Snæfellinga 1933 til
1941, en sat ekki á þingi 1940
til 1941.
Ólafur Thors
Thor Thors
Ein viðáttumesta stórsýning hér-
lendis um árabil, þar sem tónlist
tjútt og tíðarandi sjötta áratugar-
ins fá nú steinrunnin hjörtu til að
slá hraðar.
Spútnikkar eins og Björgvin
Halldórs, Eiríkur Hauks, Eyjólfur
Kristjáns, og Sigríður Beinteins
sjá um sönginn.
Rokkhljómsveit Gunnars Þórðar-
sonar fær hvert bein til að hrist-
ast með og 17 fótfráir fjöllista-
menn og dansarar sýna ótrúlega
tilburði. Saman skapar þetta
harðsnúna lið stórsýningu sem
seint mun gleymast.
Ljós: Magnús Sigurðsson.
Hljóð: Sigurður Bjóla.
★ ★ ★
Stórsýning
(Tilvitnun i þáttinn Sviðsljós á Stöð 2)
Miðasala og borðapantanir daglega í síma 77500. Húsið opnað föstud. kl.
20.00, laugard. kl. 19.00. Miðapantanir óskast sóttar sem fyrst.