Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
Gáleysisleg leiðsögn
landskj örstj órnar
eftirJón G.
Tómasson
Fyrirsögnin er sótt í afsagnarbréf
fjögurra fulltrúa í yfirkjörstjóm
Ve stfj arðakj ö rd æ m i s, sem þeir
sendu í kjölfar umdeilds úrskurðar
landskjörstjómar 31. mars sl. um
gildi framboðs Borgaraflokksins í
Vestfjarðakjördæmi.
Þegar framboðsfresti lauk á mið-
nætti 27. mars höfðu yfirkjörstjórn-
inni borist 6 meðmæli með lista
Borgaraflokksins. Eftir 27. gr.
kosningalaganna skal fylgja skrif-
leg yfirlýsing eigi færri en 50
kjósenda í kjördæmi utan
Reykjavíkur um stuðning við fram-
boðslista.
Landskjörstjóm kemst að þeirri
niðurstöðu að veita hafí átt frest
til að bæta úr þessum ágalla. Bygg-
ir hún annars vegar á túlkun á
„Úrskurður landskjör-
stjórnar virðist gefa
kost á, að framvegis
verði framboðslistum
skilað undir lok fram-
boðsfrests, en síðan
gengið til þess að safna
meömælendum. Þetta
er augljóslega ekki í
samræmi við grundvall-
arreglur kosningaiag-
anna.“
ákvæði í kosningalögum, en hins
vegar á upplýsingum um veðurfar.
Röng túlkun
Eftir 38. gr. gildandi kosninga-
laga skal yfirkjörstjórn halda fund
á næsta virka degi eftir að fram-
boðsfrestur er liðinn. „Finnist þá
gallar á framboðslista, skal hlutað-
eigandi umboðsmönnum gefinn
kostur á að leiðrétta þá, og má
veita frest í því skyni, eftir því sem
tími og atvik leyfa.“
Við túlkun á þessu ákvæði vísar
landskjörstjórn til þess, sem hún
nefnir „samsvarandi" ákvæðis í
eldri lögum, einkum 43. gr. laga
nr. 80/1942, svohljóðandi: „Séu
gallar á framboði, þar á meðal ef
vantar yfirlýsingar samkvæmt 27.
gr., sem ætla má, að hefðu átt að
fylgja framboði, skal tilkynna það
hlutaðeigandi frambjóðanda og
gefa honum kost á að leiðrétta þá,
í samræmi við það, sem fyrir er
mælt um galla á listum.“ Frá þessu
Hollandspistill/ Eggert H. Kjartansson
Bommel (Zaltbommel). Málverk eftir Hendrik Tavenier, málað 1786.
Myndlistasýningar í Hollandi
Mars og apríl eru þeir mánuðir
sem listasöfn Hollands springa
út og opna dyr sínar með nýjum
sýningum. Helstu söfn landsins,
svo sem Kröller-Muller safnið hjá
Otterlo, Ríkislistasafnið í Amst-
erdam, Boymans-van Beuningen
í Rotterdam, Púðurhúsið í s-
Hertogenbosch og borgárlistasafn
Amhem, er vert er að heimsækja
ef menn eiga leið hjá.
Borgarlistasaf nið
í Arnheim
í borgarlistasafni Amhem var
opnuð sýning á málverkum frá
sautjándu, átjándu og nítjándu
öld. Þar eru sýnd landslagsmál-
verk, sem máluð voru í sýslunni
Gelderland, er lengi vel hefur þótt
með fegurstu sýslum Hollands.
Verkum eftir þekkta málara frá
þessum tíma hefur verið komið
fyrir í safninu, í björtum sal með
útsýni yfir Rínarfljótið.
Sýningin gefur góða mynd af
þróuninni sem átti sér stað í lands-
lagsmyndlist á þessum þrem
öldum. í Hollandi náði landslags-
málun hápunkti sínum í kringum
1630. í ákveðnum tegundum mál-
aralistar þessa tíma var lögð
áhersla á heildarmynd verksins
og allir hlutir í myndinni þjónuðu
þeim tilgangi að styðja og draga
fram heildaráhrif. Dæmi um
slíkan málara er Jan van Goyen,
sem uppi var á fyrrihluta sautj-
ándu aldar.
Verkin á sýningunni gefa góða
hugmynd um landslag, lifnaðar-
hætti og starf íbúa Gelderland-
sýslunnar á þessum árum. Þannig
sjáum við á myndinni Bommel
(Zaltbommel) fiskimenn og fetju-
menn að störfum á Rínarfljóti.
Fyrr á tímum var mikil laxveiði í
Rín og allt fram á þennan dag
þykir það verðug eign að eiga
laxveiðiréttindi í fljótinu þrátt fyr-
ir litla veiði og engan lax. Á
sýningunni er unnt að fylgja
nokkuð vel þeirri þróun sem átti
sér stað í málaralistinni frá sautj-
ándu og fram á nítjándu öldina.
Við sjáum hvemig nýjar stefnur
ná æ meir yfirhöndinni og ró-
mantíkin heldur innreið sína í
byrjun nítjándu aldarinnar, með
fagurlega máluðum kastalar-
ústum og sveitasælu.
Fyrirtækjastyrkir
Allt frá því að fyrsta ríkisstjórn
Lubbers tók við völdum 1982 hef-
ur verið unnið markvisst að því
að auka hlut fyrirtækja og ein-
staklinga í kostnaði við sýningar-
hald. Astæðan er, að rétt eins og
allar aðrar ríkisreknar stofnanir
hér, hafa söfn orðið að draga úr
útgjöldum eða finna sér aðrar leið-
ir til fjármögnunar sýninga að
öllu leyti eða að hluta til. Það
sýndi sig fljótlega að hagsmunir
fyrirtækja og listasafna fóru að
mörgu leyti saman. Þannig hefur
t.d. BSAF-stórfyrirtækið greiddi
að mestu kostnað við sýninguna
í Arnhem. Enn eru þó fyrirtækin
og safnstjórnimar að þreifa fyrir
sér varðandi möguleika slíkrar
samvinnu, enda skiptar skoðanir
um ágæti þess fyrirkomulags að
þurfa að leita á náðir fyrirtækja
varðandi rekstrarfjármagn safn-
anna.
Málverk málað á sautjándu öldinni og sýnir umhverfi Arnhem á
þeim tíma. Höfundur er óþekktur.
Jón G. Tómasson
„grundvallarsjónarmiði" telur
landskjörstjórn ekki hafa verið horf-
ið við endurskoðun kosningalaga.
Ákvæði þetta kemur fyrst inn í
kosningalögin frá 1934 og átti ein-
göngu við um framboð í kjördæm-
um, þar sem kosið var óhlutbundn-
um kosningum (ekki listakosning-
ar). Um framboð við hlutbundnar
kosningar (Reykjavík) og landslista
giltu hins vegar ákvæði, sem voru
„samsvarandi" ákvæðum 38. gr.
núgildandi laga.
Við meðferð frumvarpsins á Al-
þingi 1933, þegar umrætt ákvæði
í 43. gr. kom inn við 2. umræðu í
síðari þingdeild, skýrði framsögu-
maður stjómarskrámefndar, Jón
Þorláksson, efni ákvæðisins og
sagði m.a.: „Nefndinni þótti trygg-
ara að setja ákvæði um það í
frumvarpið, ef það færist fyrir, að
yfirlýsing fylgdi framboði um,
hvaða flokki það tilheyrði.“ (Alþt.
1933, A-bls. 321, B-bls. 177.)
Tilgangurinn með lagaákvæðinu
var því að heimila leiðréttingu, ef
yfirlýsingu vantaði um, hvaða
flokki framboð tilheyrði — ekki
að búa til meðmælendaskrár eftir
að framboðsfresti var lokið.
Þessi niðurstaða er einnig augljós
af orðalagi 43. gr.: „vantar yfirlýs-
ingar . . . sem ætla má að hefðu
átt að fylgja framboði . . . “, sbr.
hins vegar ákvæði kosningalaga
allt frá 1903 um, að framboðslista
„skal fylgja“ yfírlýsing frá til-
greindum fyölda meðmælenda. Ef
yfirlýsingu vantaði um, hvaða flokki
framboð tilheyrði, taldist það utan
flokka. Slík yfirlýsing var því ekki
nauðsynleg. Yfirlýsing um með-
mæli hefur hins vegar alltaf verið
nauðsynleg.
Enn má benda á, að umrætt
ákvæði, sem landskjörstjórn byggir
aðallega á, var fellt úr kosningalög-
unum 1959, þegar óhlutbundnar
kosningar voru afnumdar og með
þeirri skýringu, að ákvæðið hafi
aðeins varðað óhlutbundnar
kosningar. (Alþt. 1959 - I, A-bls.
35.)
Það „grundvallarsjónarmið", sem
landskjörstjórn vísar aðallega til,
er þannig röng túlkun á laga-
ákvæði, sem tók ekki til listakosn-
inga og fellt var úr gildi fyrir 28
árum.
SIGUR
eftirHuldu
Bjarnadóttur
Hin mikla stund rann upp þegar
talið hafði verið upp úr kössunum
á kosninganóttina og í ljós kom að
Kvennalistinn er hinn óumdeilanlegi
sigurvegari kosninganna. Ég er
þess fullviss að þessi einstæði
árangur Kvennalistans á eftir að
berast víða um heim og verða
hvatning til kvenna í öðrum löndum
að betjast sjálfar fyrir málum
sínum.
Frá aldaöðli hefir karlapólitík
verið rekin hér á landi, sem hefir
fyrst og fremst einbeitt sér að því
að halda meira en helmingi þjóðar-
innar í fátæktarfjötrum. Karlaveld-
ið var búið að gera það að eins
konar náttúrulögmáli að konur,
böm þeirra og aðstandendur skyldu
búa við sultarkjör. Það er eftirtekt-
arvert að í meira en 30 ár hefir
ekkert miðað áleiðis við að bæta
kjör þessa fólks.
Þrátt fyrir febrúarsamningana
illræmdu, jólaföstusamningana eða
hvað þeir heita nú allir þessir samn-
ingar bæði fyrr og síðar, sem gerðir
hafa verið, hefir allt staðið í stað.
Og þjóðarsáttin hans Þorsteins
Pálssonar, sem hann er búinn að
tönnlast á í tíma og ótíma var eitt
stórt plat til þess ætlað að slá ryki
í augu þjóðarinnar. „Farið varlega
með orð,“ sagði skáldið. Þetta fal-
lega og innihaldsríka orð „þjóðar-
sátt“ er orðið að eins konar
skrípyrði fyrir tilstuðlan Þorsteins
Pálssonar. í eldhúsdagsumræðun-
um í sjónvarpinu staglaðist hann á
þjóðarsáttinni sinni í síbylju.
Karlremban er alltaf söm við sig,
eins og kom í ljós þegar Jón Bald-
vin fór að bera víumar utan í
Kvennalistakonumar með vanga-
veltum um stjómarmyndun eftir
kosningar. Hann var ekki að hafa
fyrir því að beina spumingum til
þeirra sjálfra, heldur talaði eins og
sá sem valdið hefir út og suður eins
og hann hefði allt þeirra ráð í hendi
sér. Þetta var í meira lagi ósmekk-
legt svo ekki sé meira sagt.
En það skal sagt hér og nú, að
Kvennalistakonur þurfa ekki að lúta
Hulda Bjarnadóttir
„Hin mikla stund rann
upp þegar talið hafði
verið upp úr kössunum
á kosninganóttina og í
ljós kom að Kvennalist-
inn er hinn óumdeilan-
legi sigurvegari
kosninganna. Ég er
þess fullviss að þessi
einstæði árangur
Kvennalistans á eftir
að berast víða um heim
og verða hvatning til
kvenna í öðrum löndum
að berjast sjálfar fyrir
málum sínum.“
neinum afarkostum, og taki þær
sæti í næstu ríkisstjórn ætti það
að vera undir forsæti þeirra sjálfra.
Það verður að segjast eins og er,