Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 19 Veðurfar „Samgöngur í Vestfjarðakjör- dæmi höfðu truflast vegna illviðr- is . . segir í úrskurði landskjör- stjómar og við þær aðstæður telur hún að veita hafi átt hæfílegan frest til að bæta úr ágöllum á meðmæ- lendalistum. Yfirkjörstjómarmenn staðfesta hins vegar í afsagnarbréfinu, að umboðsmenn framboðslista hafi ekki óskað eftir fresti af þessum sökum. Veður mun hafa verið gott á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu, þegar framboðsfresti lauk, og færð var góð miðað við árstíma. Telur yfirkjörstjómin, að hér sé um tilfundnar ástæður að ræða. Fordæmi Úrskurður landskjörstjómar virðist gefa kost á, að framvegis verði framboðslistum skilað undir lok framboðsfrests, en síðan gengið til þess að safna meðmælendum. Þetta er augljóslega ekki í samræmi við grundvallarreglur kosningalag- anna. í Vestfjarðakjördæmi var ekki um að ræða galla á framboðs- lista, heldur var framboðið einfald- lega ekki tilbúið á réttum tíma samkv. 27. gr. kosningalaga, sbr. 26. gr. sömu laga. Er illa farið, ef þessi úrskurður, sem byggir í aðal- atriðum á röngum forsendum, verður talinn hafa fordæmisgildi. Höfundur er borgarritari og formaður yfirkjörstjómar Reykjavíkur. að þessi frábæri árangur, sem Kvennalistinn hefir náð á ekki lengri tíma en 4 árum, hefði aldrei náðst innan gömlu flokkanna. Þeir hafa haft nægan tíma til þess að koma þessum málum áleiðis, en allt hefir staðið í stað áratugum saman. Það er miður farið, þegar konur hinna ýmsu stjórnmálaflokka eru að hnýta í Kvennalistakonur og senda þeim tóninn. Þær virðast ekki bera hag kvenna fyrir brjósti. Ég veit ekki hvort um er að kenna öfundsýki af lægstu gráðu eða hvað? Þessi lágkúra er fyrir neðan allar hellur. Þær ættu heldur að verá í þakkarskuld við Kvennalist- ann, þvi fyrir tilkomu hans hafa fleiri konur en nokkru sinni fyrr fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína á stjómmálavettvanginum. Og það er það söguleg staðreynd. Kvennapólitík er orðin staðrejmd á íslandi. Öðruvísi gat það ekki gerst. Konumar urðu sjálfar að taka málin í sínar eigin hendur til þess að sá langþráði draumur gæti ræst. Þær hafa sýnt það og sannað að þær hafa komið boðskap sínum til þjóðarinnar án allra bellibragða og fyrirgangs. Og við skulum ekki gleyma því að Kvennalistinn er eina stjómmálaaflið á Alþingi íslend- inga, sem er flekklaust. Þær hafa rekið stjómmálabaráttu sína á heið- arlegan hátt, þar sem hvergi sést gróm á. Þær hafa hvorki þurft að skreyta sig með lánsfjöðrum né slá um sig með skmmi og smjaðri eða velt milljónum til að auglýsa ágæti sitt, enda fátækastar allra. En þær hafa náð eyrum þjóðarinnar. Þær hafa náð inn í þjóðardjúpið. Og að lokum þetta. Fyrir alllöngu las ég einhvers staðar bollalegging- ar um að Kvennalistinn væri búinn að ná takmarki sínu og gæti nú lagt upp laupana, eða eitthvað í þeim dúr. Hvílík skammsýni, hvílík rökvilla. Hvers vegna ætti Kvenna- listinn að hætta í miðjum klíðum. Kvennalistinn hefir verk að vinna næstu 30—40 árin eða jafnvel leng- ur. Það þarf að ala upp heila kynslóð við nýtt gildismat, breytt viðhorf, þannig að það síist inn í hana með móðurmjólkinni, ef maður getur orðað það svo, hvað kvennapólitík er og sá lífsstíll sem henni fylgir. Höfundur hélt erindi og skrifaði ýmsar greinar um kvenréttinda- mái, sérstaklega á árunum 1956-1969 oghefuralla tíð látið réttindamál kvenna tilsín taka. n. pnffiJS ttHfifrifeí Metsölublaóá hverjum degi! Öllum þeim ruer og jjœr sem glöddu mig og heiÖruÖu á 70 ára afmceli mínu 15. apríl sl. meÖ nœrveru sinni, höföinglegum gjöjum, hlýj- um óskum eÖa á annan hátt, þakka ég hjartan- lega. ÞiÖ gerÖuÖ mér daginn ejtirminnilegan um ókomin ár. Ég biÖ ykkur öllum GuÖsblessunar, ársogfriöar. Valgarður Kristjánsson, Hvammabraut 12, Hafnarfirði. , 1ÆMBJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.