Morgunblaðið - 29.04.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987
Ítalía:
Mínmhlutastjórnin
fallin eftir tíu daga
Róm, Reuter.
MINNIHLUTASTJÓRN Ítalíu
féll í gær eftir að hafa setið tíu
daga við völd. Þingið felldi
traustsyfirlýsingu á stjórnina.
Nú er talið útilokað annað en
gengið verði til kosninga í júní.
í fulltrúa deild ítalska þingsins
greiddu 240 þingmenn atkvæði
gegn stjórninni, 131 var henni
fylgjandi og 193 sátu hjá.
Búist var við að forsætisráð-
herrann, kristilegi demókratinn
Amintore Fanfani, myndi afhenda
Francesco Cossiga forseta afsagn-
arbeiðni fyrir hönd stjórnar sinnar
og gæti hann þá leyst upp þing
og boðað til kosninga.
í stjórninni sátu kristilegir
demókratar og embættismenn,
sem ekki eru úr flokknum. Stjóm-
inni var ætlað að undirbúa jarð-
veginn undir kosningar, sem
kristilegir demókratar telja að séu
nauðsynlegar og óhjákvæmilegar
að haldnar verði sem fyrst.
Flestir þingmenn kristilegra
demókrata sátu hjá þegar atkvæði
voru greidd um stjórnina til að
tryggja fall hennar. Aftur á móti
greiddu þingmenn ýmissa flokka,
þ.á m. sósíalistaflokkur Bettinos
Craxis, forsætisráðherra síðustu
stjórnar, atkvæði með stjórninni,
þótt þeir væru henni andvígir.
Þessir flokkar vilja ekki kosningar
nú.
En örlög stjórnarinnar voru ljós
þegar kommúnistar, næst stærsti
flokkur Ítalíu, greiddi atkvæði
gegn henni.
Reuter
Amintore Fanfani, forsætisráðherra Ítalíu, svarar fyrirspurn þegar
greidd voru atkvæði um stuðningsyfirlýsingu við stjórn hans á ít-
alska þinginu. Stjórn Fanfanis var felld og getur nú fátt komið í
veg fyrir að gengið verði til kosninga i júní.
SSjuqq/icbqmii 2 mol * lAÍ 5
• LÆGSTU VERÐ Á ÍSLANDI •
Frítt flugfar til London • Yeitingar
Þegar keypt er ásamt þessum fylgihlutum
Gulur Herkules skjár Litaskjár
360k diskadrif 20 Mb harður diskur
384k aukaminni 384k aukaminni
Prentaratengi Prentaratengi
Kr. 19.990 Kr. 55.990
Þegar keypt er ásamt þessum fylgihlutum
Gulur Herkules skjár
20 Mb harður diskur
Prentaratengi
Kr. 38.290
Litaskjár
20 Mb harður diskur
Prentaratengi
Kr. 78.290
• Viðgerðaþjónusta /NÝTTV • Tölvurnar eru
sérfræðinga [ 15 ) settar saman í USA
• Aðstoð og kennsla 1 z_ • Tölvunet, prentarar,
fáanleg hugbúnaður,
I MANAÐA ABYRGÐ ■ aukabúnaður
mQQíHIS
LÁGMÚLI 5 • SÍMI 689420
HF.
SÖLUAÐILIFYRIR:
Fountain, Toshiba,
Novell, Microsoft,
Lotus, dBase.
IBM* skrásett vörutnerkl
Tilboð cndar 15. maí 1987
Kína:
Segjast
hafa fundið
tvær beina-
hnútur
úr líkama
Búddha
Peking. Reuter.
TVÆR Iitlar beinahnútur, sem
fundust í steinskríni fyrir utan
Peking, eru sagðar vera úr
líkama Búddha. Talið er, að 1371
ár sé liðið, síðan skrinið var graf-
ið, að sögn kínverskra trúmála-
yfirvalda.
Zhao Puchu, formaður Búddha-
safnaðarins í Kína, sagði á blaða-
mannafundi, að beinin hefðu fundist
í helli í grennd við Yunju-musterið
suðvestur af Peking 1981. Hann
sagði, að ekki hefði þótt tímabært
að segja frá þessu fyrr en nú, vegna
þess að yfirvöld hefðu viljað fá tíma
til að undirbúa málið.
Haft var eftir kínverskum emb-
ættismanni, að beinin yrðu sýnd í
aðalstöðvum búddhasafnaðarins í
Peking í næsta mánuði.
Aletranir á steinskríninu benda
til, að því hafí verið komið fyrir í
hellinum árið 616.
Yunju-musterið er frægt fyrir
safn búddískra helgirita, sem rist
eru á yfir 14.000 steinhellur.
Gengi gjaldmiðla
London, Reuter.
GENGI Bandaríkjadollars hækk-
aði litillega i gær gagnvart helstu
gjaldmiðlum Evrópu. Sterlings-
pundið kostaði 1,6610 dollara í
London á hádegi i gær.
Gengi annarra helstu gjaldmiðla
var á þann veg að dollarinn kostaði:
1,3350 kanadíska dollara,
1,7900 vestur-þýsk mörk,
2,0200 gyllini,
1,4610 svissneska franka,
37,14 belgíska franka,
5,9775 franska franka,
1.280 (talskar lírur,
139,40 japönsk jen,
6,2490, sænskar krónur,
6,6575 norskar krónur,
6,7450 danskar krónur.
Gullúnsan kostaði 454,50 doll-
ara.