Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freystéinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Flóknar
viðræður hefjast
Ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar baðst lausnar
í gær. Lausnarbeiðnin var óhjá-
kvæmileg afleiðing kosning-
anna. Stjórnarflokkamir misstu
meirihluta sinn. Við blasir að
ekki er unnt að mynda nýja
meirihlutastjóm nema þrír
flokkar taki höndum saman, ef
Sjálfstæðisflokkurinn er einn
þeirra, annars þurfa fjórir flokk-
ar að standa að baki stjóminni.
Á meðan þetta skýrist situr
ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar áfram sem starfs-
stjóm eins og það er kallað.
Ráðherrar í slíkum stjómum
geta framkvæmt öll embættis-
verk en þær takast ekki á við
pólitísk stórverkefni.
Það hlutverk bíður nú stjóm-
málaforingja að ræða saman og
kanna, hvort þeir geti brætt
saman stefnu flokka sinna með
þeim hætti, að úr verði stjómar-
sáttmáli. Viðræðumar em
formlegar með þeim hætti, að
forseti Islands veitir einhverjum
einum umboð til að reyna stjóm-
armyndun. Frá skrifstofu
forsetans berast þær fréttir, að
engum verði veitt slíkt umboð
í þessari viku. Er greinilegt að
forseti telur sig þurfa tíma til
að kanna stöðuna með óform-
legum hætti. Svo kann að fara,
að stjómmálamenn nái sam-
komulagi um að benda á
einhvem einn úr sínum hópi,
er hafi tök á að mynda meiri-
hlutastjóm. Væri þá eðlilegt að
forseti tæki tillit til slíkrar til-
lögu, þótt forseta sé það ekki
skylt enda með óbundnar hend-
ur. Eins og mál horfa nú er
ekki líklegt, að stjómmálamenn
úr ólíkum flokkum leggi ein-
hverja slíka tillögu fyrir forseta
íslands.
Fyrir kosningar vakti Jón
Baldvin Hannibalsson, formað-
ur Alþýðuflokksins, máls á því,
að mynda ætti stjóm síns
flokks, Kvennalista og Sjálf-
stæðisflokks að kosningum
loknum fengist til þess stuðn-
ingur kjósenda. Eftir að atkvæði
hafa verið talin er ljóst, að þess-
ir þrír flokkar hafa meirihluta
í báðum þingdeildum. Jón Bald-
vin hefur fylgt tillögu sinni eftir
nú að kosningum loknum og
fengið grænt ljós hjá Sjálfstæð-
isflokki til að kanna undirtektir
Kvennalista. Konurnar segjast
hins vegar þurfa tíma til að
átta sig á þeim málefnum, sem
þær vilja setja á oddinn við gerð
stjórnarsáttmála. Segjast þær
ekki munu segja neitt um af-
stöðu sína, fyrr en forseti
íslands hefur veitt einhverjum
stjómmálamanni umboð.
Þótt Kvennalistinn haldi
þannig að sér höndum og bíði
formlegra ákvarðana Vigdísar
Finnbogadóttur, er alls ekki þar
með sagt, að stjómmálamenn
eigi að bíða og láta undir höfuð
leggjast að kanna viðhorf hver
annars. Af Tímanum málgagni
Steingríms Hermannssonar,
eina flokksforingjans sem bauð
sig beinlínis fram til að vera
forsætisráðherra að kosningum
loknum, má ráða, að framsókn-
armönnum hugnast ekki
framganga formanns Alþýðu-
flokksins. „Jón Baldvin æfir
menúett“ og „Jón Baldvin hefur
tekið forskot á sæluna“, segir
á forsíðu Tímans í gær. Fer
ekki fram hjá neinum, að fram-
sóknarmenn telja einsýnt að
beðið sé eftir því að Steingrímur
Hermannsson fái umboð til
stjómarmyndunar. Og
Steingrímur segir sjálfur um
frumkvæði Jóns Baldvins: „Ég
held að þetta séu mjög sérkenni-
leg vinnubrögð og óábyrg. En
vonandi kemst hann niður á
jörðina."
Kosningabaráttan snerist að
verulegu leyti um menn frekar
en málefni og hið sama er að
segja um stjórnarmyndunina.
Þar ’reynir á það, hvaða menn
geta starfað saman. Órökstudd
gagnrýni framsóknarmanna og
nart í Jón Baldvin nú á fyrstu
dögum stjórnarkreppunnar
bendir ekki til mikilla kærleika.
Um stöðu Borgaraflokksins
sagði Steingrímur Hermanns-
son í Tímanum: „Ef Borgara-
flokkurinn lendir utan ríkis-
stjómar sem mér fínnst allar
líkur benda til, Sjálfstæðisflokk-
urinn mun aldrei samþykkja
hann, þá fínnst mér hann nú
vera málefnalega á flæðiskeri
staddur." Hvað felst í þessum
orðum Steingríms? Að hann vilji
stjóm með Sjálfstæðisflokki og
Kvennalista eða Sjálfstæðis-
flokki og Alþýðubandalagi?
Kosningaúrslitin kalla á
óvissu. Ef til vill reynist ekki
unnt að mynda meirihlutastjóm.
Kannski kemur í ljós að það
þarf að kjósa aftur í haust.
Hver sem niðurstaðan verður
er nauðsynlegt að stjómmála-
foringjar gefí sér þann tíma,
sem þeir telja sig þurfa til að
kanna allar leiðir. Að sjálfsögðu
hafa þeir fulla heimild til að
ræða meirihlutasamstarf án
þess að forseti íslands veiti þeim
umboð. Stjómmálaforingjar em
að því leyti jafn óbundnir og
forsetinn.
Siglingamálastofnun:
Reg’lur um björgun-
aræfingar um borð í
fiskiskipum hertar
Siglingamálastofnun hefur ákveðið að leggja meiri aherzlu en
verið hefur á að haldnar verði björgunar- og eldvarnaræfingar um
borð í íslenzkum fiskiskipum. Þrátt fyrir ákvæði reglna þar um og
alþjóða samþykktir, sem Islendingar hafa staðfest, hafa slíkar æfing-
ar verið afar fátíðar. í nánustu
haffærniskírteini hafi reglum um
fylgt.
Vegna þessarar ákvörðunar hef-
ur Siglingamálastofnun nú sent út
sérstök bréf til eigenda allra fiski-
skipa, sem eru stærri en 24 metrar
á lengd. í bréfinu er eigendunum
bent á stefnu Siglingamálastofnun-
ar í þessu máli, reglur um æfíngar
og viðurlög við brotum á þeim.
Einnig er þar yfirlit yfir helztu at-
riði, sem huga ber að yið fram-
kvæmd þessara æfinga. í bréfinu
er lögð á það áherzla yfirlitið sé á
engan hátt tæmandi né bindandi,
heldur fyrst og fremst til leiðbein-
ingar.
í ákvæðum alþjóðasamnings um
öryggi fiskiskipa, sem ísland hefur
nýlega staðfest, er að í fiskiskipum
24 metrar að lengd og stærri sé
gert ráð fyrir mánaðarlegum æfing-
framtíð munu fiskiskip ekki fá
þessar æfingar ekki verið fram-
um. Æfingar skuli einnig ávallt
halda innan sólarhrings frá brott-
för, ef fjórðungur áhafnar eða
meira sé nýskráður á skipið. Sigl-
ingamálastofnun hefur ákveðið í
framhaldi af gerð leiðbeininga á
þessu sviði, að fylgja því eftir að
björgunar- og eldvarnaræfingar
verði hafnar og því markmiði, sem
reglurnar setja, verði náð á næstu
tveimur árum.
Eftir 1. júlí 1987 munu skoðunar-
menn ekki endumýja haffæmiskír-
teini fyrir fiskiskip stærri en 300
brúttólestir, hafi ekki verið haldin
björgunar- eða eldvarnaræfing
síðustu 6 mánuði þar á undan, fyrr
en að undangenginni æfíngu allrar
áhafnarinnar að viðstöddum skipa-
skoðunarmanni. Eftir 1. janúar
Skipstjórar í Grindavík:
„Þorskstofn-
inn hruninn“
Grindavík.^
AFLABRÖGÐ Grindavíkurbáta
eftir páska hafa verið svo léleg
að reyndir skipstjórar fullyrða
að þorskstofninn sé hruninn og
ekki sé furða þó lítill fiskur komi
til hrygningar þar sem hann sé
ekki til.
Erfitt tíðarfar hefur hamlað
minni bátunum að stunda róðra
eftir páska en stærri bátarnir kom-
ust á sjó en fiskurinn lét ekki sjá
sig. Aflahæstur yfír vikuna sem
leið var Skarfur GK með 25 tonn í
3 róðrum, Hafberg GK var með 22
tonn í 2 róðmm og Vörður ÞH með
20 tonn í 3 róðrum, aðrir minna
og jafnvel ekki neitt. Trollbátar
hafa aðeins komist á sjó einu sinni
eftir páskana vegna brælu og fékk
Már GK 6 tonn en Faxavíkin GK
tæp 5 tonn yfir daginn og aðrir
trollbátar minna.
Nokkrir af stóru bátunum eru
þegar famir í útilegu og aðrir að
fylgja dæmi þeirra enda virðist
frekar vera veiðivon á öðrum miðum
en hér út af Grindavík eins og afla-
tölur bera með sér. Þeir skipstjórar
sem ekki ráða yfir stærri bátum
og hafa litla möguleika á útilegu
tala jafnvel um að hætta á netum.
Ljóst er að með þessu áframhaldi
líður vertíðin sjálfkrafa undir lok.
— Kr.Ben.
Greiðsluþjónusta
Verslunarbankans
í BYRJUN apríl kynnti Verslun-
arbankinn nýjung á sviði banka-
þjónustu hér á landi, sem nefnd
er Greiðsluþjónusta. Greiðslu-
þjónustan felur í sér að viðskipta-
vinir bankans, sem gerast aðilar
að þjónustunni, fela Verslunar-
bankanum það ómak sem óneit-
anlega fylgir því að greiða
reikninga, segir í frétt frá bank-
anum.
Þjónustan gengur þannig fyrir
sig að viðskiptavinir bankans óska
eftir því að reikningar þeirra verði
sendir beint til Greiðsluþjónustunn-
ar, sem síðan annast greiðslu þeirra
með því að skuldfæra reikning við-
komandi viðskiptavinar í bankan-
um. Greiðsluþjónustan sendir
viðskiptavinum reikningana
greidda og stimplaða heim.
Greiðsluþjónustan annast einnig
greiðslu fastra greiðslna án reikn-
inga, s.s. húsaleigu, barnagæslu og
þess háttar.
1988 munu sömu reglur gilda fyrir
öll fiskiskip stærri en 24 metra.
Eftir 1. júlí 1988 skulu hafa verið
haldnar að minnsta kosti fjórar
æfingar frá síðustu aðalskoðun.
Frekari tímamörk um aðlögun að
mánaðarlegum æfíngum verða
ákveðin eigi síðar en 1. janúar 1988.
Magnús Jóhannesson, siglinga-
málastjóri, var spurður hvers vegna
tekið væri á þessu máli nú. Hann
sagði að í fyrsta lagi hefði æfingum
um borð, sem þekkust hér áður
fyrr, fækkað verulega. Síðustu tvö
ár hefðu verið haldin námskeið fyr-
ir sjómenn á vegum SVFÍ um
meðferð björgunar og öryggis-
búnaðar. „Við teljum að nú séu það
margir sjómenn búnir að fá þessa
fræðslu að grundvöllur sé til þess
að koma á reglulegum björgunar-
æfíngum um borð í skipunum
sjálfum. Þessi mál verða aldrei í
fullkomnu lagi nema reglulegar
æfíngar verði haldnar um borð.
Námskeið á landi koma aldrei í stað
æfinga um borð, þó góð séu, þar
sem hvert skip hefur sína sérstöðu.
Mikilvægi æflnga hefur aukizt líka
vegna mikillar hreyfingar manna
milli fiskiskipa. Við væntum þess
að með þessum æfingum muni sjó-
menn verða betur meðvitaðir um
búnað skipsins og menn muni hugsa
meira um eigið öryggi en þeir hafa
gert. Þetta er aðeins einn þáttur
af mörgum, sem varðar öryggi
skipa. Það verður aldrei nógsam-
lega undirstrikað, að það er alltaf
skipið sjálft, sem verður bezta
björgunartækið, sé það í lagi,“ sagði
siglingamálastjóri. Hann lagði auk
þess áherzlu á það, að sjómenn
gengju eftir því, að fá þessi bréf
frá eigendum skipanna til að hafa
þau um borð. Með því móti gætu
þeir bezt kynnt sér innihaldið og
fylgzt með því að farið yrði að regl-
um.
Af hvei
verðaa
eftir Karl Popper
Þessi stutta grein, sem nér er
þýdd, birtist í The Times 11. apríl
sl. í henni reifar Karl Popper,
vísindaheimspekingur og stjórn-
spekingur, ýmis rök sem hníga til
þess að Vesturlöndum beri að halda
í kjarnorkusprengjuna. í 2. hefti
Frelsisins 1985 átti dr. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson ítarlegt
viðtal við Popper og nefnir hann
merkasta heimspeking okkar daga.
Þetta er hluti úr fyrirlestri, sem
hann hélt í Vínarborg nýlega. Karl
Popper er 84 ára gamall.
* •
Ég er sennilega elzti friðarsinninn
sem nú er á lífí. Ég var friðarsinni
fyrir fyrri heimsstyijöldina og þegar
hún hófst hafði það einungis þau áhrif
á mig, að ég samdi ljóð sem nefndist
„Friedensfest" eða friðarhátíð. Þetta
var fyrir 73 árum og ég hef verið frið-
arsinni æ síðan. En ég veit líka að
friðarhreyfing, eins og allar aðrar
samfélagshreyfingar, getur haft þver-
öfug áhrif við þau sem henni er ætlað.
Það er staðreynd að brezka ríkis-
stjórnin og þjóðin vildu láta leiðast út
í hvoruga heimsstyrjöldina; það er líka
staðreynd, að friðsamleg afstaða