Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
29
■ .. y/X.* 7
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
VORVERKIN
VORIÐ boðar komu sína með ýmsum hætti. I á myndinni mun líklega fljótlega kljúfa bárur
Ttjágróðurinn byrjar að lifna og minni fley fiski- I hafsins og eigandi hennar færa björg í bú lands-
skipastólsins eru endurnýjuð og skreytt. Trillan | manna.
Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna:
-----------------7------K
Þrettán nemend-
ur frá sex löndum
FRÁ ÞVÍ að jarðhitaskólinn var stofnaður, árið 1979, hefur skólinn
útskrifað 57 jarðvísindamenn og verkfræðinga frá 14 þróunarlönd-
um. Að auki hafa aðrir 20 erlendir nemendur og fræðimenn tekið
þátt í starfi skólans. Jarðhitaskólinn er rekinn af Orkustofnun í
samvinnu við Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Skólaár jarðhitaskólans eru sex
strangir mánuðir, frá sumardegin-
um fyrsta til sumarloka. Starfsemi
skólans miðar að því að gefa nem-
endum fyrst innsýn í flesta þætti
jarðvísinda og verkfræði jarðhita,
og síðan sérhæfða þjálfun í einstök-
um afmörkuðum greinum jarðhita-
fræða undir handleiðslu íslenskra
sérfræðinga. Ennfremur býður
skólinn upp á þjálfun í skemmri
tíma fyrir jarðvísindamenn og verk-
fræðinga sem vilja kynna sér
ákveðna þætti jarðhitamála. Slík
þjálfun tekur yfirleitt tvo til þrjá
mánuði.
Níunda starfsár jarðhitaskólans
er nú að hefjast. Skólinn var settur
af Jakobi Björnssyni, orkumála-
stjóra, mánudaginn 27. apríl.
Þrettán nemendur frá sex löndum
verða við skólann í.ár. Þar á meðal
eru tveir verkfræðingar frá Tíbet,
sem koma vegna samvinnu Islend-
inga og Kínvérja á sviði jarðhita-
rannsókna. Þá kemur einn Kínverji
frá Tianjin-borg, en þar eru fyrrver-
andi nemendur jarðhitaskólans nú
að byggja hitaveitu að hætti íslend-
inga. Aðrir nemendur skólans í ár
eru jarðvísindamenn og verkfræð-
ingar frá Kenýa, Eþíópíu, Thailandi,
Filippseyjum og Indónesíu.
Starfsemi jarðhitaskólans hefur
gengið vel frá upphafi. Skólinn er
hluti af aðstoð íslendinga við þróun-
arlöndin. Jarðhitaskólinn nýtur þess
að vera vel studdur af íslenskum
stjórnvöldum og Sameinuðu þjóðun-
um, enda mikil þörf fyrir upp-
byggingu og þjálfun á sviði
jarðhitatækni og jarðhitafræða í
fjölda þróunarlanda.
Kennarar við skólann eru aðal-
lega sérfræðingar á jarðhitadeild
Orkustofnunar, en prófessorar við
Háskóla íslands og sérfræðingar
hjá hitaveitum og verkfræðistofum
taka einnig þátt í kennslunni með
ýmsum hætti. Nemendur vinna
gjarnan að verkefnum, sem tengj-
ast framkvæmdum hitaveitna og
rannsóknum á einstökum jarðhita- w
svæðum og koma sumir nemenda
með verkefni frá heimalandi sínu.
Náminu lýkur með ritgerð, sem
skólinn gefur út og dreifir til þróun-
arlanda og víðar.
Kostnaður við rekstur jarðhita-
skólans skiptist á milli íslands
(60%) og Sameinuðu þjóðanna
(40%), samtals um 16 milljónir
króna á þessu ári. Fyrir liggur að
framlengja samning Orkustofnunar
við Háskóla Sameinuðu þjóðanna
til þriggja ára.
Forstöðumaður jarðhitaskólans
er dr. Jón Steinar Guðmundsson,
verkfræðingnr.
Umferðar-
ljós skemmd
með grjóti
MIKLAR skemmdir voru unnar
um helgina á búnaði sem stjórnar
umferðarljósum á mótum Vífils-
staðavegar og Hafnarfjarðar-
vegar í Garðabæ.
Að sögn lögreglunnar voru
skemmdirnar unnar aðfaranótt
laugardagsins. Einhveijir hafa látið
stóra gijóthnullunga dynja á kass-
anum, sem í er flókinn búnaður til
að stjórna ljósunum. Ljósin eru nú
óvirk og verður kostnaðarsamt að
koma þeim í gagnið aftur. Ef vegfa-
rendur hafa séð til skemmdarvarg-
■anna eru þeir beðnir um að hafa
samband við rannsóknarlögregluna
í Hafnarfirði.
rju Vesturlönd
ð halda í sprengjuna
Breta hvatti ríkisstjórn keisarans og
ríkisstjóm Hitlers til að framkvæma
vel undirbúna árásarstefnu sína í
þeirri von að Bretar berðust ekki. I
ljósi þessarar reynslu er það mun betra
til að halda friðinn, að vestræn lýðræð-
isríki geri það öllum ljóst, að þau
muni beijast, ef nauðsynlegt reynist.
Jafnvel atómsprengjan á sínar góðu
hliðar. Hreyfing fyrir einhliða af-
vopnun hlýtur að hvetja aðra til
hugsanlegrar árásar.
Venjulega svarið við þessu er, að
hreyfing fyrir einhiða afvopnun, sem
nær takmarki sínu, geti einungis þýtt
innrás og hemám árásarríkis, en hún
þýði líka að atómsprengjur verði ekki
notaðar. En þetta er röng skoðun. Það
em tveir möguleikar; annaðhvort ná
afvopnunarsinnar völdum í Bretlandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum á sama
tíma, sem er svo ólíklegt að það er
nánast útilokað, eða þeir ná völdum
í einungis einu ríki, til dæmis í Bret-
landi, sem er miklu líklegra.
Verkamanaflokkurinn brezki er
klofinn í afstöðunni til einhliða af-
vopnunar, en eins og sakir standa er
hún enn hluti af kosningastefnuskrá
hans. Ég held ekki, að Verkamanna-
flokkurinn geti unnið kosningar með
slíka stefnuskrá. En ef hann gerði það
hljótum við að gera ráð fyrir því að
hann muni þegar í stað hefjast handa
um að losa sig við öll kjarnorkuvopn
skilyrðislaust.
Venjulegur fylgismaður einhliða
afvopnunar trúir því, að afvopnist land
hans væri það mikill sigur fyrir frið
og einnig að það tryggði landið gegn
kjamorkuárás. En svo er ekki í pott-
inn búið; slík aðgerð myndi valda
mestu og hættulegustu alþjóðlegu
kreppu frá seinni heimsstyijöldinni,
því hún raskaði valdajafnvægi Banda-
ríkjanna og Ráðstjómarríkjanna.
Hún skapaði gífurleg vandræði fyr-
ir þau Evrópuríki, sem enn em í
Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkin
myndu ekki einungis líta á hana sem
svik Breta heldur sem skyndilega
valdaaukningu Ráðstjórnarríkjanna —
í rauninni sem mikinn sigur Ráðstjórn-
arríkjanna. Af þessu leiðir að ný
heimsstytjöld gæti skollið á: stjórn-
málamenn beggja vegna járntjaldsins
gætu ekki ráðið við þessar nýju og
hættulegu kringumstæður.
Ef á hinn bóginn öll vestrænu lýð-
ræðisríkin ákvæðu að afvopnast á
sama tíma, þá blasti mjög óstöðugt
og brigðult ástand við Sovétmönnum
— það krefðist hernaðaraðgerða þegar
í stað til að það breyttist ekki í fyrra
horf. Það gæfi þeim afsökun til að
sýna með notkun atómsprengjunnar
að þau leyfðu engum á Vesturlöndum
að breyta ástandinu aftur í fyrra horf.
Eins og ég segjst vera betri friðar-
sinni en flestir félagar í friðarhreyfing-
unni tel ég mig vera betri náttúm-
verndarmann en flestir Græningjar.
Ég tek náttúmna fram yfir tæknina,
sérstaklega þá tækni, sem framleiðir
eiturgufur eða iðnað, sem hvetur til
tóbaksreykinga. Ég er hliðhollur
náttúmnni og styð vemdun hennar.
En ég styð líka vísindin. Frá því
sjónarmiði að varðveizla náttúmnnar
sé mikilvæg, þá er hugmyndafræðileg
andúð á vísindum viðurstyggileg. Það
er enginn vafi á því að við höfum
misnotað vísindin og tæknina, en þau
hafa líka hjálpað okkur til að bæta
fyrir skaðann; vísindi og tækni byggð
á vísindum hafa bjargað mikilfengleg-
um stöðuvötnum eins og í Michigan-
vatninu í Bandaríkjunum og
Zúrich-vatninu í Sviss. Einungis
vísindi og tækni geta aðstoðað okkur
við að koma á jafnvægi í náttúmnni.
En það er líka ljóst að hvorki tækni
né vísindi geta leitt okkur áleiðis.
Einungis fólk með góða dómgreind
getur gert það; vísindi og tækni )já
okkur tækin til þess. Það verður að
velja leiðina; og valið getur ekki
byggst á kennivaldi vísindanna. Það
sem meira er, það verða alltaf margar
Karl Popper
„Við á Vesturlöndum lifum
við beztu aðstæður, sem
hafa þekkzt fram til þessa.
Það er ekki einungis færra
fólk, sem er hungrað, hús-
næðislaust og án læknis-
hjálpar, heldur eru
tækifærin, bæði andleg og
efnisleg, fyrir hendi fyrir
þá, sem vilja grípa þau.“
leiðir, og þeir sem segjast þekkja einu
réttu leiðina em alltaf grunsamlegir.
Það gengur ekki að krefjast með
vitsmunahroka meira lítillætis af
mönnum vísinda og tækni og þeir eigi
betur að sjá fyrir hættur. Það eru
margar hættur. En hættulegastir em
þeir leiðtogar, sem vilja stjóma mönn-
um tækninnar, og fórna jafnvel
lýðræðinu og segja að frelsið komi
síðar í ljós.
Við á Vesturlöndum lifum við beztu
aðstæður, sem hafa þekkzt fram til
þessa. Það er ekki einungis færra fólk,
sem er hungrað, húsnæðislaust og án
læknishjálpar, heldur em tækifærin,
bæði andleg og efnisleg, fyrir hendi
fyrir þá sem vilja grípa þau. Ég trúi
því, að við lifum í undursamlegum
heimi, og að þakka beri vísindum og
tækni, sem stöðugt em rægð, og jafn-
vel iðnaði fyrir það sem þau hafa
gert fyrir okkur. Okkar samfélag er
það réttlátasta, sem nokkm sinni hef-
ur verið til. Auðvitað em margir
agnúar á því. En það er líka ákaft í
að bæta sig.
Stærsta böl þess er sjálfskipað
klerkaveldi, sem prédikar stöðugt að
við lifum í Helvíti. Þessi boðskapur
er næstum alls staðar viðtekinn; og
klerkaveldi fjölmiðlanna trúir honum
auðvitað af einlægni. Stöðugur áróður
gerir marga fylgismenn, sérstaklega
ungt fólk, vansæla. Þeir trúa því raun-
vemlega, að þeir lifi í slæmu, óréttlátu
samfélagi og þjást mikið vegna þess-
arar útbreiddu skoðunar.
En sannleikurinn sigrar á endanum,
ef til vill. Kannski brýtur hann sér
leið inn í höfðuðkúpur okkar andlegu
leiðtoga, svo að það flökri að þeim
að þeim hafi orðið á mistök og að við
getum og eigum að vera hamingjusöm
og þakklát og vinna að þvi að bæta
okkur fögm plánetu.