Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 30

Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987 Úr einþáttungnum „Hinn eini sanni Seppi“, talið frá vinstri: Jak- ob Falur Garðarsson, Marta Eiríksdóttir og sá sem liggur endi- langur á gólfinu er Rúnar Jónatansson. Litli leikklúbbur- inn sýnir í Kópavogi LITLI Leikklúbburinn á ísafirði sýnir nú um helgina einþáttungana „Hinn eini sanni Seppi“ eftir Tom Stoppard og „Svart og silfrað“ eftir Michael Frayn í Hjáleigunni í Kópavogi. Sýning einþáttunganna er vor- verkefni klúbbsins og er þetta í fyrsta sinn sem þessir einþát- tungar eru sýndir hér á landi. Það er Guðjón Ólafsson enskukennari við Menntaskólann á ísafirði sem þýddi einþáttungana og er jafn- framt leikstjóri. „Hinn eini sanni Seppi“ fjallar um leiksýningu sem atvinnuleik- hús er að setja upp, og tvo gagnrýnendur sem koma til að horfa á. Leikþátturinn „Svart og silfr- að“ gerist á einni nóttu og segir frá ungum hjónum sem fara með ungabam í ferðalag til Feneyja. Leikrit Toms Stoppard „Dagur og nótt“ og leikrit Michaels Frayn „Skvaldur" hafa verið sýnd í Þjóð- leikhúsinu. Einnig hafa þeir Tom Stoppard og Michael Frayn skrif- að töluvert af leikritum fyrir sjónvarp. Alls taka tólf leikarar þátt í uppsetningu einþáttunganna, en þeir hafa verið sýndir að undanf- ömu á Isafirði. Sýningarnar í Hjáleigunni, sem er til húsa í Félagsheimili Kópa- vogs, verða föstudagskvöldið 1. maí kl. 21.00 og á laugardag 2. maí kl. 16.00 og 21.00. Ekið á kyrrstæða Lödu Kyrrðardagar í Ölveri Borgarfirði. í SUMARBÚÐUNUM í Ölveri í Skólamálaum- ræða KHÍ: Kennara starfið o g nýirþjóð félagshættir UMRÆÐUFUNDUR númer tvö um skólamál verður fimmtudag- inn 30. apríl í Kennaraháskólan- um og hefst hann kl. 15.15. Frummælandi verður Stella Guð- mundsdóttir skólastjóri og fjallar um starfsmenntun kennara: „Kalla nýir þjóðfélagshættir á breytta skilgreiningu kennara- starfsins?“ Að fyrirlestrinum loknum verða umræður og veitingar sem kennara- nemar sjá um. Fyrsti umræðufundurinn var 2. apríl sl. og talaði Sigutjón Mýrdal kennslustjóri þá um leiðsögn og stuðning við kennara sem eru að helja störf í íslenskum skólum. Ráðgert er að framhald verði á þessari skólamálaumræðu næsta haust. , Snæfellingafélagið; Kaffiboð fyrir eldra fólkið FÉLAG Snæfellinga og Hnapp- dæla i Reykjavík efnir til hins árlega kaffiboðs fyrir eldri hér- 'aðsbúa sunnudaginn 3. maí nk. kl. 15.00 í Sóknarsalnum Skip- holti 50a. Gefst fólkið þá kostur á að kynna sér og panta far í væntanlega sólar- landaferð sem fyrirhuguð er í haust. Aðalfundur félagsins hefst síðan að kaffiboðinu loknu. LÝST er eftir sjónarvotti að ákeyrslu við Austurver í Reykjavík laugardaginn 18. apríl síðastliðinn. Ekið var á kyrrstæða bifreið við verslunarmiðstöðina milli kl. 16 og 19 þennan dag. Bifreiðin, sem ekið var á, er gul Lada Samara og skemmdist hún töluvert á aftur- horni. Líklegt er að tjónvaldurinn hafi verið ljósblá bifreið. Ef ein- hvetjir kynnu að hafa séð atburðinn eru þeir beðnir um að hafa sam- band við slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Hafnarskógi komu um 30 manns saman til kyrrðarsamveru um bænadagana. Var þetta í þriðja sinnið, sem dvöl af þessu tagi hefur verið í Ölveri. Skúli Svav- arsson kristniboði, Benedikt Arnkelsson kristniboði og Arni Siguijónsson fyrrverandi banka- starfsmaður voru með Biblíulest- ur um efni bænadaganna. Meginmarkmiðið með dvölinni í Ölveri, sagði Sveinbjörg Arnmunds- dóttir forstöðukona í Ölveri, væri það að fólkið kæmi til þess að eiga AÐALFUNDUR íslandsdeildar Amnesty International var hald- inn þann 8. apríl sl. og var Ævar Kjartansson kjörinn formaður samtakanna. Meðstjórnendur eru Helgi E. Helgason fréttamaður, Erika Ur- samfélag saman um bænadagana, íhuga efni tilheyrandi kyrru vikunni og komast burtu úr ys og þys dag- lega lífsins heima fyrir. Þarna væri fólk á öllum aldri, ijölskyldur með börn o.fl. Fólkið nyti þess svo sann- arlega að eiga samfélag saman og njóta útiverunnar í Ölveri. í Ölveri eru reknar sumarbúðir yfir sumarið og byijar fyrsti flokk- urinn 4. júní nk. og er hann ætlaður drengjum á aldrinum 7—9 ára. Eru sumarbúðirnar starfandi fram til mánaðamóta júlí/ágúst, jafnt fyrir stelpur sem stráka. — pþ- bancic læknaritari, Jóhanna Ey- jólfsdóttir mannfræðingur og Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari. Varamenn: Guðrún Hannesdóttir kennari og sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur. Endur- skoðendur: Garðar Gíslason borgar- dómari og Jón Magnússon hdl. í hjarta hvers heimilis, eldhúsinu, voru þær Kristrún, Sigríður, Þura og Sveinbjörg að leggja síðustu höndina á vellingsgerðina fyrir kvöld- matinn. Amnesty International: Ævar Kjartansson kjörinn formaður Árekstur á gulu ljósi HARÐUR árekstur varð á mótum Kleppsvegar og Sundagarða um hádegið í gær. Kona slasaðist nokkuð, en meiðsli hennar munu þó ekki vera alvarleg. Áreksturinn varð með þeim hætti að konan ók Lada-bifreið upp Sundagarða og ætlaði þvert yfir Kleppsveg, inn á Dalbraut. Hún ók þá þvert í veg fyrir Lancer, sem var ekið austur Kleppsveginn. Við áreksturinn kastaðist konan út úr bíl sínum og hlaut af því nokkur meiðsli. Þegar slysið varð voru umferðar- ljósin á gatnamótunum óvirk, aðeins blikkandi gul ljós í gangi. Ástæðan er sú að nóttina áður var ekið á einn umferðarvitanna og skemmdist hann töluvert. Árbær o g Breiðholt á fundi landfræðinga - FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Landfræðifélagsins verður fimmtudagskvöldið 30. apríl nk. í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands. Fundurinn hefst kl. 20.30. Ásta Urbancic landfræðingur mun þar flytja erindi um efni MA- rngeroar sinnar: Ánægja íbúa í Árbæjar- og Breiðholtshverfum með umhverfi sitt. Ásta, sem unnið hefur hjá Borg- arskipulagi Reykjavíkur, lauk BS-prófi frá Háskóla Islands árið 1984 og MA-prófi frá háskólanum í Maryland í Bandaríkjunum árið 1986. Guðjón Matthíasson harmonikuleikari og söngvari , á afmæli 30. apríl Af því tilefni tekur hann á móti gestum í Domus Medica 30. apríl kl. 21.00. Fólk er beðið að koma ekkí með blóm eða gjafir. Hlýtt handtak er nóg fyrir mig. Sovésku listamennirnir sem væntanlegir eru hingað til lands og munu halda skemmtanir í Reykjavík og nágrannabyggðum. Innfellda myndin er af stjórn- anda hópsins, sjónhverfingamanninum Arútjan Akopjan. Sovéskir lista- menn í heimsókn FIMM sovéskir listamenn eru væntanlegir hingað til lands 30. apríl nk. á vegum MÍR, Menning- artengsla íslands og Ráðstjórn- arríkjanna. Hópurinn saman- stendur af þremur hljóðfæraleik- urum, þjóðlagasöngkonu og sjónhverfingamanni. Stjómandi hópsins er sjónhverf- ingamaðurinn Arútjan Akopjan. Hann ber heiðurstitilinn „þjóðíista- maður Sovétríkjanna" og hefur nokkrum sinnum borið sigur úr býtum í aiþjóðlegri samkeppni sjón- hverfingamanna,, m.a. í París. Akopjan hefur einu sinni áður kom- ið til íslands, það var árið 1982 er hann sýndi á heimilissýningu Kaup- stefnunnar í Laugardalshöll. Auk sjónhverfingamannsins eru þrír hljóðfæraleikarar og söngkona. Hljóðfæraleikaramir skipa þjóð- lagatríóið „Bylina", sem stofnað var árið 1982. Mikhaíl Litvinov leikur á blásturshljóðfæri af ýmsu tagi, en hann var áður í þjóðlagaflokkn- um „Rossía“ sem kom til íslands fyrir tveimur árum í tilefni Sov- éskra daga 1985, Vladimír Popov leikur á bajan (rússneska harmon- ikku) og gítar, auk þess sem hann syngur, Aleksander Zdanovski leik- ur á balalaíka, domru og dragspil og Galína Borisova heitir söng- konan. Fyrsta skemmtun sovésku lista- mannanna verður í Hlégarði í Mosfellssveit 1. maí kl. 21.00, en sama dag skemmta þeir í félags- heimili MÍR á Vatnsstíg 10 milli kl. 15.00 og 17.00. Skemmtanir verða einnig á Hótel Selfossi 2. maí kl. 16.00, í Gamla bíói 3. maí kl. 15.00 og í Þjóðleikhúskjallaranum 4. maí kl. 20.30. í Þjóðleikhúskjall- aranum verða jafnframt kynntar þær hópferðir til Sovétrikjanna sem MÍR skipuleggur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.