Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 Slökkviliðsmenn á Reylqavíkurflugvelli: Lýsa furðu á afskiptum af kjarabaráttu Slökkviliðsmenn á Reykjavík- urflugvelli hafa samþykkt álykt- un þar sem lýst er furðu á að löggæslumönnum skuli hafa ver- ið gert að hafa afskipti af kjarabaráttu slökkviliðsmanna í Slökkviliði Reykjavíkur. Ályktun þessi var samþykkt á aðalfundi Félags slökkviliðsmanna Reykjavíkurflugvallar 21. apríl. Þar var einnig lýst yfír eindregnum stuðningi slökkviliðsmanna fyrir bættum kjörum og taldi fundurinn að starf slökkviliðsmanna væri allt of lágt metið til launa, eðli starfsins vegna. Dráttar- vélanám- skeið í dag NÁMSKEIÐ í akstri og meðferð dráttarvéla verður haldið að Dugguvogi 2 í Reykjavik og hefst það í dag, 29. apríl. Námskeiðið stendur til 4. maí. Fomámskeið verður fyrir 14 og 15 ára nemendur og dráttarvéla- námskeið fyrir 16 ára og eldri. Fornámskeiðið stendur yfír í 6 kennslustundir og kostar 1100 krón- ur. Námskeið hinna eldri verður 11 stundir og kostar með öllu (vottorð- um, mynd, prófgjaldi ofl.) 4000 krónur. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði eða Búnað- arfélagi íslands. Óskilamun- ir á uppboði í VÖRSLU óskilamunadeildar lögreglunnar er margt muna, ■til dæmis reiðhjól, bamakerrur, fatnaður, seðlaveski, handtösk- ur, úr, gleraugu og hjóiastólar. Þeim, sem hafa glatað slíkum munum er bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfísgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14-16 virka daga. Þeir munir, sem búnir eru að vera í vörslu lögreglunnar í eitt ár eða lengur verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 9. maí. Uppboðið ‘hefst kl. 13.30. (Fréttatiikynning) Nokkrir þeirra, sem unnið hafa að undirbúningi ferðatilboðs Flugleiða og Holiday Inn í Luxemborg. Aftari röð frá vinstri: Vilhjálmur Guðmundsson forstöðumaður söiudeildar Flugleiða, Knútur Óskarsson forstöðumaður Úrval, Þorvarður Guðlaugsson söiustjóri í söludeild Flugleiða, Sigfús Erlingsson fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, Már Gunnarsson starfsmannastjóri Flugleiða og Gísii Blöndal frá auglýsingastofu Ólafs Stephensen. Fremri röð frá vinstri: Helga Bjarnason sölustjóri Flugleiða á Suður- nesjum, Karel H. Hilkhuysen hótelstjóri Holiday Inn í Luxemborg og Margrét H. Hauksdóttir deildar- stjóri kynningardeildar Flugleiða. Flugleiðir og Holiday Inn í Luxemborg bjóða sumarpakka FLUGLEIÐIR bjóða nú upp á ferðir til stórhertogadæmisins Luxem- borgar í samvinnu við Holiday Inn-hótelið fyrir 16.100 krónur. Auk flugferða fram og til baka, eru í verðinu innifaldar tvær nætur á Holiday Inn í Luxemborg í tveggja manna herbergi með morgun- verði báða daga. Fríar rútuferðir eru til og frá flugvelli auk ferða í miðbæ Luxemborgar. Tilboð þetta gildir í fjóra mánuði, frá 15. maí til 15. september. Gestir geta framlengt dvöl sína á hótelinu allt upp í mánuð og kost- ar aukanóttin 1.450 krónur fyrir manninn. Hótelið hefur náð hag- stæðum samningum við bílaleiguna Lux Rent A Car og munu gestir njóta góðs af þeim samningum óski þeir eftir bflaleigubíl, segir í fréttat- ilkynningu frá Holiday Inn. Hótelstjóri Holiday Inn-hótelsins í Luxemborg, Karel H. Hilkhuysen, var hér á landi í síðustu viku og kynnti þá meðal annars sumarpakk- ann fyrir blaðamönnum. Hann sagðist vera mjög ánægður með það góða samstarf sem náðst hefur við Flugleiði, en það samstarf byggir á um sextán ára reynslu. „Flugleiðir hafa keppst við r.ð gera vel og ég sé breytingar til hins betra með hverju ári sem líður. í vetur tókum við upp nánara samstarf við flugfé- lagið, en verið hafði, með því að bjóða upp á sérstaka vetrarpakka með góðum árangri. Á síðustu þremur mánuðum hafa íslendingar bókað 500 nætur á hótelinu og gerum við okkur vonir um að sú tala muni tvöfaldast fyrir lok maí.“ Karel sagði að Islandskynning hefði verið haldin á hótelinu sl. vet- ur sem kölluð var „The taste of Iceland". „Gestir okkar kunnu vel að meta það sem á boðstólum var og gerum við fastlega ráð fyrir annarri slíkri Íslandshátíð næsta haust,“ sagði hótelstjórinn. Anda- og gæsaveiðar bannaðar með lögrim NÚ ER sá tími er farfuglar koma til landsins. Skotveiðifélag ís- lands vill hérmeð koma því á framfæri við alla sem það varð- ar, að gæsa- og andaveiðar eru bannaðar með lögum á vorin. Allar gæsir eru friðaðar frá 15. mars — 20. ágúst. Allar andateg- undir eru friðaðar frá 1. apríl — 1. september. Ennfremur vill félagið benda landeigendum, sem stuðla á ein- hvem hátt að því að slíkar veiðar fari fram, að þeir geti hugsanlega orðið hlutdeildarmenn í lögbroti samkvæmt 22. grein laga nr. 19, 1940. Einnig er hér vakin athygli manna á að öll sinubrenna verði framkvæmd samkvæmt gildandi lögum. (Fréttatilkynning) AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hljómsveitin Stuðkompaníið, frá vinstri: Karl Örvarsson, Jón Kjartan Ingólfsson, Magni Friðrik Gunnarsson, Trausti Már Ingólfsson og Örvar Atli Örvarsson. Ríkisútvarpið á Akureyri: Stuðkompaníið og Háls- hreppur báru sigur úr býtum í hljómsveita- og spurningakeppni útvarpsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tryggvi Stefánsson, bóndi á Hallgilsstöðum og hreppstjóri Háls- hrepps, veitir viðtöku forláta steini sem viðurkenningu fyrir sigur í spurningakeppni svæðisútvarpsins. Það er Ema Indriðadóttir, forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Akureyri, sem afhendir honum steininn. HLJÓMSVEITIN Stuðkompa- níið varð sigurvegari í hljóm- sveitakeppni sem Ríkisútvarpið á Akureyri og Menningarsam- tök Norðlendinga, MENOR, gengust fyrir nýlega. Fengu þeir verðlaun afhent fyrir síðustu helgi og þá var Tryggvi Stefánsson, bóndi á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal, einnig heiðraður, en hann er hrepp- stjóri Hálshrepps, sem sigraði í spurningakeppni allra hreppa á hlustunarsvæði svæðisút- varpsins. Fjórar hljómsveitir tóku þátt í umræddri keppni, Stuðkompaníið, sem er frá Akureyri, Drykkir inn- byrðis frá Akureyri, Þrumugosar, sem er skólahljómsveit héraðs- skólans á Laugum í Reykjadal, og Biiun, sem einnig er úr Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Dómnefndir voru starfandi á Húsavík, Siglufirði, Dalvík og í Ólafsfírði. Lög sveitanna voru leikin í svæðisútvarpinu, þar sem dómnefndir hlustuðu á þau. Nið- urstaðan varð sú að Stuðkompa- níið hlaut 16 stig fyrir lagið Hörkutól stíga ekki dans, í öðru sæti varð Drykkir innbyrðis með 15 stig fyrir lagið Ef ég væri, og í þriðja sæti með jafn mörg stig, 15, urðu Þrumugosar með lagið Brúddela-söngurinn. Bilun varð í fjórða sæti með 8 stig fyrir lagið Ella gella. Eins og lesendur ef til vill vita fylgdi hljómsveitin Stuðkompaníið þessum sigri sínum eftir með því að sigra í Músíktilraunum Tóna- bæjar og Bylgjunnar um síðustu helgi. Sigurlaunin í hljómsveita- keppninni voru 25 þúsund krónur. Tryggvi Stefánsson, hrepp- stjóri Hálshrepps, veitti viðtöku forláta steini frá svæðisútvarpinu fyrir sigur í spurningakeppnini, sem var á dagskrá í allan vetur í þættinum Gott og vel, sem séra Pálmi Matthíasson stýrði á mánu- dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.