Morgunblaðið - 29.04.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
33
Fallega þ votta-
húsið mitt
Kvikmyndlr
Arnaldur Indriðason
Fallega þvottahúsið mitt (My
Beautiful Laundrette). Sýnd í
Regnboganum. Stjörnugjöf:
☆ ☆ ☆
Bresk. Leikstjóri: Stephen Fre-
ars. Handrit: Hanif Kureishi.
Framleiðendur: Sarah Radc-
lyffe og Tim Bevan. Kvik-
myndataka: Oliver Stapleton.
Tónlist: Ludus Tonalis. Helstu
hlutverk: Gordon Warnecke,
Daniel Day-Lewis, Saeed Jaf-
frey, Roshan Seth, Derrick
Branche og Rita Wolf.
Ein afleiðing hinnar gömlu ný-
lendustefnu breska heimsveldisins
er sú að nú þegar sól þess hefur
hnigið til viðar er Bretland orðið
að fjölþjóða samfélagi. Bretland
er orðið a nýlendu gömlu ný-
lendubúanna og önnur kynslóð
innflytjendanna lætur ekki bjóða
sér það sem foreldrarnir urðu að
búa við þegar þeir fyrst komu til
landsins og nýta sér tækifæri til
jafns við aðra til að rífa sig upp.
Handritshöfundur „mánudags-
myndarinnar" Fallega þvottahú-
sið mitt (My Beautiful Laund-
rette), sem fjallar að nokkru um
þetta, er Pakistani í Bretlandi,
Hanif Kureishi að nafni, og mynd-
in, sem Stephen Frears leikstýrir,
er um veröld Pakistana í Bret-
landi nútímans þ. e. Thatchers.
Paksar (eins og þeir eru kallaðir)
myndarinnar hata og elska þetta
nýja föðurland sitt og eru mest-
megnis hataðir á móti. Fallega
þvottahúsið mitt er allt í senn
harkaleg, erótísk, fyndin og frá-
bærlega samin þjóðfélagskómedía
um samskipti hvítra og litaðra í
ijölþjóða samfélagi.
Umhverfi myndarinnar gjör-
þekkir Kureishi og sjónarhornið
sem hann beitir er okkur fram-
andi, því hann lýsir Bretlandi frá
sjónarhóli Pakistanans, sem er að
nýta sér möguleikana í gamla
heimsveldinu. Það er oft talað um
draumalandið Bretland í myndinni
og draumalandið Pakistan og mitt
á milli er söguhetjan Omar (Gor-
don Warnecke) að koma sér áfram
á hinni kapítalísku framtakssemi
sem Járnfrúin Thatcher lofar svo
mjög.
Pabbi hans (Roshan Seth) er
gamall og fátækur vinstrisinnaður
blaðamaður frá Pakistan, sem
talar níðþungur á brún um að
þekkingin sé undirstaða okkar svo
við vitum hver við erum og hvað
við erum. Sjálfur liggur hann
mestanpart uppi í skítugu rúminu
sínu, saddur lífdaga. Hann vill að
sonur sinn Omar fari í háskóla,
en það má enginn vera að því að
hugsa um menntun og þekkingu
þegar hægt er að græða peninga
í nýja landinu.
Omar fær vinnu hjá frænda
sínum, sem er bissnessmaður mik-
ill. Hann tekur Omar upp á arma
sína staðráðinn í að gera hann
að bissnessmanni líka og lætur
hann reka fyrir sig þvottahús, sem
Omar byggir upp með stolnum
peningum frá kókaínsmyglara í
fjölskyldunni. Dóttir frænda er
mikið að reyna við unga menn
og bera brjóstin sín og eiginkonan
bruggar forna indverska seiða til
að magna upp galdra sem viðhald
frænda verður fyrir barðinu á.
Kureishi hefur sagt að öll hans
verk fjalli um ástfangna stráka
og mitt í stétta- og kynþáttamis-
munun, spillingu og fordómum,
blómgast ástin á milli Omar og
æskuvinar hans Johnny (Daniel
Day Lewis), sem er foringi fyrir
litlu og vesælu National Front-
gengi. Hann fer með Omar út í
þvottahúsareksturinn, en það
veldur árekstri við gömlu félagana
þar til uppúr sýður í lokin. Mynd-
in sýnir okkur Pakistanana áfjáða
í að koma undir sig fótunum og
græða peninga í nýja heiminum
á meðan „innfæddir" eyða kröft-
um sínum í að stika um göturnar
í leit að einhveiju til að berja.
Kureishi hafði uppi áætlanir um
að gera þessa mynd að þriggja
eða fjögurra stunda stórvirki en
dró það saman í 93 mínútur og
hafði 600.000 pund frá Rás 4 í
Bretlandi til umráða. Það skín
víða í gegn að hún er gerð fyrir
lítinn pening. Leikur aðalpersón-
anna er með mestum ágætum.
Það er gaman að bera saman
góðan leik Daniels Day Lewis í
„Þvottahúsinu“ annars vegar og
í Herbergi með útsýni hins vegar
þar sem hann er óþekkjanlegur
fyrir sama mann í hlutverki til-
finningalausa uppskafningsins og
menntamannsins sem lítur niður
á allt og alla. Þeir standa sig all-
ir vel leikararnir í „Þvottahúsinu“
alveg frá Warnecke í hlutverki
Omars hins unga og upprennandi
bissnessmanns til Roshan Seth í
hlutverki gamla og mædda Pa-
kistanans, sem horfir upp á landa
sína týna uppruna sínum og
menningu í „gósenlandinu".
Sigrún Jónsdóttir ásamt hluta verka sinna en hún sýnir nú í Festi
i Grindavík. Sýning hennar stendur til 3. maí nk.
Myndlistar-
sýningí
Grindavík
SIGRÚN Jónsdóttir heldur
þessa dagana listsýningu í sam-
komuhúsinu Festi í Grindavík.
A sýningunni eru glermyndir
og batikmyndir, auk hökla.
Sýningin er opin daglega kl.
16.00-19.00 til 3. maí nk., eii
verður opin til kl. 10.00 nk. föstu-
dag, laugardag og sunnudag.
Eins og alkunna er, hafa
sjómannadagssamtökin unnið stórátak
í hagsmunamálum aldraðra, með byggingu
tirafnistu í Reykjavík og firafnistu í Hafnarfirði, þar
sem tugir og hundruðir aldraðra undanfarin þrjátíu
ár hafa átt öruggt skjól á sínu ævikvöldi á vistdeildum,
lyúkrunardeildum, sjúkradeildum og hjónagörðum.
Samt sem áður, þótt miklu hafi verið komið
í verk, ekki bara af okkar samtökum, heldur ótal
mörgum fleiri aðilum, eru málefni aldraðra sífellt
meira knýjandi, m.a. sökum hækkandi meðalaldurs
þjóðarinnar.
Því er höfuðmarkmið Sjómannadagsráðs, hér
eftir sem hingað til, að gera allt sem það megnar til
aðstuðla
m
Happdtætti Dvalarheimilb Aldiaöra Sjómanna
Þökkum okkar traustu vidskiptavinum og bjóðum nýja velkomna.
EFLUM STUÐNING VIÐ ALDRAÐA.
MIDIÁ MANN FYRIR HVERN ALDRAÐAN.