Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
-4
Engin náð í New Orleans
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Engin miskunn —
No Mercy ☆ ☆ '/2
Leikstjóri Richard Pearce.
Handrit Jim Carabatsos. Kvik-
myndun Michael Brault. Sviðs-
mynd Patrizia Von Branden-
stein. Tónlist Alan Silvestri.
Aðalleikendur Richard Gere,
Kim Basinger, Jeroen Krabbe,
George Dzundza, Gary Bas-
araba, William Atherton.
Bandarísk. Tri Star 1986.
Þegar lögreglumaðurinn (Ric-
hard Gere) finnur félaga sinn í
blóði sínu á hótelherbergi eftir að
þeir hafa hálfklúðrað máli í
heimaborg þeirra, Chicago, eltir
hann morðingjana niður til New
Orleans.
Eini tengill Gere við þá grunuðu
er ljóskan Kim Basinger, en hún
tengist forsprakka þeirra, Jeroen
Krabbe, á all sérstakan hátt. En
hún kemur Gere á sporið og um
tíma er fjandinn laus í New Orle-
ans.
Þrátt fyrir hálaunaða leikara,
vandvirka kvikmyndagerðar-
menn, góða tónlist, magnað
umhverfi, svolítið dulúðugan
söguþráð, og auðsjáanlega moð
af dollurum, er lögguþrillerinn
Engin miskunn hasarmynd rétt
í meðallagi. Hugmyndin, að leiða
löggumann úr köldu stórborginni
í norðri suður í lævíst og fram-
andi, hálf-franskt andrúmsloftið í
New Orleans, með sína gjörólíku
glæpamenningu, blandaða vúdú-
galdri og vondum hefðum, er
virkilega góð. En þau Gere og
Basinger ná illa til áhorfenda, auk
þess sem ólíkindi sögunnar nálg-
ast fásinnu á köflum.
Gere er mun heppilegri í
skúrkshlutverk, sbr. Looking for
Mr. Goodbar, Breathless, Am-
erican Gigolo, þau hæfa kauða
ágætlega. Basinger virðist hafa
af fáu öðru að státa en að vera
ósköp sæt, kynþokkinn geislar
ekki af henni, lítur oftast út ein-
sog hún sé á frívakt af pútnahús-
inu. Þessi lúxsápuauglýsing er
ekki beint líklegur veruleiki á
drullubúlum Algiers hverfisins né
á sveimi í fenjaskógum. En Basin-
ger er þó að beijast við að sanna
að eitthvað búi á bak við glassúr-
inn og með góðri leikstjórn og
áframhaldandi streði getur hún
komið á óvart í framtíðinni.
Sá sem stelur senunni og gefur
Gere langt nef er annað svaða-
mennið ættað frá Niðurlöndum.
Nefnist uppgötvunin Jeroen
Krabbe. Hann er ekki einasta
mikilúðlegur í útliti heldur getur
hann leikið og gripið áhorfendur.
Og þvert ofaní vilja leikstjórans
nýtur hann meiri samúðar þeirra
en dúkkulísan Basinger og götu-
strákurinn Gere. Þetta er náttúr-
lega hálfgert ólán hvað
framvinduna snertir, en Krabbe
glæðir Enga miskunn svo sann-
arlega lífi á meðan hans nýtur
við. Og Pearce og kvikmyndar-
gerðarmenn hans, einkum sviðs-
myndahönnuðir og kvikmynda-
tökustjóri, eiga nokkra góða
spretti. Að öðru leyti afþreyinga-
riðnaður í rösku meðallagi.
Hollendingurinn Jeroen
Krabbe skýtur þeim Richard
Gere og Kim Basinger ref fyrir
rass í Engin miskunn.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
I.O.O.F. 7 = 1694298'/? =
I.O.O.F. 9 = 1694298'/z = Fl.
□ Helgafell 59874297IV/V-2
□ Glitnir 59874297 - Lokaf.
I O G T
St. Einingin nr. 14
Fundur í kvöld kl. 20.30 i Templ-
arahöllinni v/Eiríksgötu.
Kosning og innsetning embætt-
ismanna.
Dagskrá um voriö i umsjá hag-
nefndar.
Félagar fjölmennið.
Æ.T.
Hörgshlíð12
Samkoma i kvöld, miövikudags-
kvöld, kl. 20.00.
REGLA MUSTERISRIDDARA
RMHekla
29.4. HS. MT.
m
ÚTIVISTARFE/RÐIR
Helgarferðir
30. aprfl-3. maí
1. Öræfajökull-Skaftafell 4 dag-
ar. Gengin Sandfellsleiöin á
Hvannadalshnúk. Tilvaliö aö
hafa meö gönguskiði. Farar-
stjóri: Egill Einarsson. Upplýs-
ingar um útbúnað fást á skrifst.
2. Skaftafell-Öræfi 4 dagar.
Göngu- og skoðunarferðir um
þjóðgaröinn og Öræfasveitina.
Brottför f feröirnar á flmmtud.
kl. 20.00. Gist í nýja félags-
heimilinu á Hofi, Oræfasveit.
Uppl. og farm. á skrffst. Gróf-
inni 1, símar: 14606 og 23732.
Þórsmerkurferðir, helgar- og
sumardvöl hefjast 22. mai.
Útivist, ferðafélag.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
IÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SIMAR 11798 og 19533.
Kynning á Ferðafélaginu
í Gerðubergi —
Breiðholti
Miövikudaginn 29. apríl kl. 20.30
efnir Ferðafélagiö til kynningar i
Geröubergi, menningarmiöstöö
Breiöholts.
Ólafur Sigurgeirsson sýnir
myndir úr ferðum félagsins og
segir frá tilhögun þeirra.
Gestum gefst tækifæri á að
koma með spurningar um starf
F.í.
Kynnið ykkur feröir Feröafélags-
ins og fjölbreytni þeirra. Allir
geta fundiö ferö viö sitt hæfi.
Aögangur kr. 50.00.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Feröafélag Islands.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ISLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir
30. aprfl-1. maí
Öræfajökull — Skaftafell
Brottför kl. 20.00 fimmtudag.
Gist i svefnpokaplássi á Hofi í
Öræfasveit. Gengiö á Hvanna-
dalshnúk (2.119 m).
Fararstj.: Snævarr Guömunds-
son o.fí.
Uppiýsingar um útbúnaö fást á
skrifstofu F.í.
Þórsmörk
Brottför kl. 8.00 föstudag 1.
maí. Gist i Skagfjörösskála/
Langadal.
Farmiðasala og upplýsingar á
skrifstofu F.Í., Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands.
Haraldar Pálssonar, skíða-
manns.
Skíöaráð Reykjavikur.
Tvikeppni, svig og ganga
veröur i Bláfjöllum sunnudaginn
3. maí og hefst kl. 13.00. Skrán-
ing i Borgarskálanum.
Keppt veröur í stuttu svigi og
göngu, 5 km fyrir karla og 2,5
km fyrir konur, börn og öldunga.
Keppnin er öllum opin, ungum
sem öldnum og er allt skíöafólk
hvatt til þátttöku í nýstárlegri
keppni. Keppt er um veglega
farandbikara gefna í minningu
National olluofnar og gasvélar.
Viðgerðir og varahlutaþjónusta.
RAFBORC SF.
Rauðarárstig 1, sími 11141.
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
T réskurðarkennsla
Hannes Flosason, s. 23911 og
21396.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Ármúli 17 —
atvinnuhúsnæði til leigu
Verslunarhúsnæði: Til leigu ca 260 fm hús-
næði á götuhæð.
Skrifstofuhæð: Til leigu 216 fm á 2. hæð +
70 fm geymslurými á rishæð.
Allar uppl. í síma 28044 frá kl. 9.00-17.00.
Til leigu
35 fm skrifstofuherbergi á Ártúnshöfða með
aðgangi að kaffistofu og salerni.
Lysthafendur vinsamlega leggi tilboð inn á
auglýsingadeild Mbl. merkt: „Y — 5078“.
Til leigu —Ármúli
Til leigu í Ármúla u.þ.b. 100 fm bjart hús-
næði á 2. hæð auk sameignar. Húsnæðið
er einn salur sem innrétta má eftir þörfum.
Sameiginleg snyrting og kaffistofa fullbúin
svo og sameign.
Upplýsingar í síma 622012 á skrifstofutíma.
Ólafur Garöarsson, hdl.,
Grandavegi 42.
Skrifstofuhúsnæði
53+177=230fm
65 fm
Til leigu er frá 1. maí fullinnréttað vandað
skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Ármúla 38.
Upplýsingar veitir Hanna Rúna hjá okkur.
Frjálst framtak,
Ármúla 18,
sími 82300.
^ ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. Hita-
veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í
álklæðningu fyrir gufusafnæðar Nesjavalla-
virkjunar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag
2. júní nk. kl. 11.00.
ÍNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Grjótmulningssamstæða
KK 57
Skiptaráðandinn á ísafirði, Pólgötu 2 óskar
eftir tilboðum í eftirtalda muni:
Forbrjót af gerðinni Kuken 57 stærð 40x60 cm.
Kónbrjót af gerðinni Svetala 30 tommur.
4 stk. færibönd 15 metra löng 60 cm breið.
1 stk. færiband 15 metra langt 80 cm breitt.
Rafstöð kw. Vél Volvo TD 100. Rafall Asea.
Borðmalara 6 m3.
Hörpu 3.60 x 1.20 2 öxla.
Hörpu 3.60 x 1.20 1 öxla.
Vagn til að flytja á færibönd 14 m langan.
Gorm 20 m2.
Snígil.
Upplýsingar gefur Lárus Bjarnason í síma
94-3733.
Viðgerðir og viðhald
Húsfélagið Eyjabakka 1-15 Reykjavík óskar
eftir tilboðum í viðgerðir og viðhald utan-
húss. Útboðsgögn eru afhent á verkfræði-
stofunni Línuhönnun hf., Ármúla 11, og verða
opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. maí
1987 kl. 11.00.
Línuhönnun h=
VeRkFRæðÍStOFQ