Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
37
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjörnuspekingur. Mig
langar að biðja þig, stjörnu-
spekingur góður, að gera
stjörnukort fyrir mig. Ég er
fæddur þann 17. maí 1923
kl. 3.40 eftir miðnætti á
fsafirði. P.s. Gjarnan mundi
ég vilja vita hvemig ég og
vinkona mín, Ljón (29.7.
1925), förum saman í hjú-
skap. Með fyrirfram þökk.“
Svar:
Þú hefur Sól í Nauti, Tungl,
Merkúr, Mars og Rísandi í
Tvíbura, Venus í Hrút og
Steingeit á Miðhimni.
Tvíburi
Það verður að segjast að í
raun ert þú meiri Tvíburi en
Naut. Þú getur verið þungur
og þijóskur, en gegnum-
gangandi ert þú hins vegar
hress, léttur, mátulega
stríðinn og eirðarlaus per-
sónuleiki. Þú ert einnig
félagslyndur og þarft að hafa
mörg járn í eldinum. Allt eru
þetta frekar eiginleikar
Tvíbura en Nauts.
Lífsorka
Þrátt fyrir þetta ert þú eigi
að síður Naut í grunneðli þínu
og lífsorku. Þú þarft t.a.m.
fjárhagslegt öryggi, annars
er hætt við að orka þín
minnki og að þú verðir
þreyttur og hálf síappur. Þú
ættir því alltaf að gæta þess
að eiga varasjóð. Nautið í þér
táknar einnig að þú ert
nautnamaður, kannt að meta
góðan mat og líkamlegan
munað.
Daglegt líf
Tungl í Tvíbura táknar að
þú ert tilfinningalega hress
og léttur, ert að öllu jöfnu
bjartsýnn og jákvæður. í
daglegu lífi þarft þú hreyf-
ingu og ijölbreytileika,
annars er hætt við að þú
koðnir niður.
Forvitinn
Tvíburinn táknar einnig að
þú ert forvitinn og andlega
leitandi. Þú hefur gaman af
því að lesa um margvísleg
málefni og að ræða við fólk
um allt milli himins og jarðar.
SjálfstœÖur
Mars í Tvíbura í spennu við
Úranus táknar að þú þarft
að vera í hreyfanlegu og fjöl-
breytilegu starfi. Þú þarft
einnig að ráða þér sjálfur í
vinnu. Það gæti t.d. átt við
þig að keyra bíla eða vera í
starfi sem gefur þér kost á
að skipta um umhverfi.
Ólík
Vinkona þín hefur Sól og
Mars í Ljóni, Tungl í Sporð-
dreka og Merkúr og Venus
í Meyju. Það táknar að þið
eruð ólík og eigið ekki sérlega
vel saman. (Að vísu vantar
fæðingartímann og þar með
upplýsingar sem gætu verið
mikilvægar). Hið jákvæða er
hins vegar það að tveir ólíkir
einstaklingar geta bætt hvort
annað upp, vegið upp veik-
leika og kennt öðru margt.
Málamiðlun
Spennan á milli ykkar er sú
að bæði Naut og Ljón eru
þrjósk merki. Þið þurfið því
að passa ykkur og gæta þess
að vera sveigjanleg. Tungl í
Tvíbura og Tungl í Sporð-
dreka táknar að þið eruð
tilfinningalega ólík, þú léttur
og opinn en hún dul og lok-
uð. Þegar til lengdar lætur
gæti þér fundist hún of stíf
og alvörugefin og henni þú
of eirðarlaus og flöktandi.
Ef þið hins vegar gerið ykkur
grein fyrir því ólíka, varist
ásakanir og gætið þess að
virða hvort annað, ætti ykkur
að geta vegnað vel saman.
r* /V DDI ID
uAKrUn
GRETTIR
DYRAGLENS
HvAÐ mörg stvkki í pvi
Ærn BS AP BORPA ? jSK/kÐUR
ÍM" nr
f>Ö AST pAÐ AU-T, L.
VAR PAÐ EKKI ? )
FERDINAND
SMÁFÓLK
BEFORE THE BALL IS
PITCHER YOU 5HOULC7 PECIPE
WHAT YOU'RE 60INGTO PO
IF IT’5 HIT TO VOU...
Áður en boltanum er kast-
að verður þú að ákveða
hvað þú ætlar að gera ef
honuin er kastað til þín...
Allt í lagi, ég er búin að
ákveða mig ...
Ef honum er kastað til mín
fer ég heim!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Einungis tvær slemmur voru
í spilunum í leik Polaris og Deltu
á íslandsmótinu. Við sáum þá
fyrri í gær, en hér er hin:
Vestur gefur; allir á hættu.
Vestur
♦ G72
VD87G
♦ KG86
♦ D5
Norður
♦ ÁK98654
¥ ÁKG2
♦ 5
♦ 3
Austur
♦ 103
¥954
♦ Á1092
♦ 9872
Suður
♦ D
¥ 103
♦ D743
♦ ÁKG1064
Sex spaðar er ekki sérlega
góð slemma á spil NS, en hún
vinnst, þar eð trompið brotnar
3—2 og hjartadrottningin liggur
fyrir svíningu. Þórarinn Sig-
þórsson og Þorlákur Jónsson í
sveit Deltu sögðu þannig á spil
NS:
Vcstur Noröur Austur Suður
Pass 1 lauf Pass 2 lauf
Pass 21 íglar Pass 3 tíglar
Pass 4 spadar Pass Pass
Pass
Opnun Þorláks í norður var
samkvæmt Precision-keríinu,
það er að segja sterk. Tvö lauf
á móti lofuðu fimmlit og minnst
9 háspilapunktum. Tveir tíglar
inntu eftir frekari skiptingu og
þrír tíglar sögðu frá 6—4 í láglit-
unum. Þorláki leist þá ekki á
blikuna og lauk sögnum með
íjónim spöðum.
Ásmundur Pálsson og Karl-
Sigurhjartarson í sveit Islands-
meistaranna voru heldur harð-
ari:
Vcstur Nordur Austur Suður
Pass 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 3 lauf
Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu
Pass 4 spaðar Pass 5 spaðar
Pass 6 spaðar Pass Pass
Pass
Vestur Nordur Austur Suður
Laufopnun þeirra er einnig
■iterk og spyr um kontról. Spaða-
■varið sýnir þtjú, ás og kóng eða
jtjá kónga. Síðan fylgja sagnir
ðlilegri braut, og Karl í suður
Akveður að taka áskoruninni í
slemmuna á grundvelli spaða-
drottningarinnar.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Dortmund
í V-Þýskalandi, sem er að ljúka,
kom þessi staða upp í skák
V-Þjóðveijanna Hickl og. hins
nýbakaða stórmeistara Ralf
Lau, sem hafði svart og átti leik.
Kóngssókn hvíts virðist í
fljótu bragði duga a.m.k. til jafn-
teflis, en Lau tókst að verða á
undan:
29. - Dxcl!, 30. Hxh5 (Hickl
freistar þess að ná þráskák,
þiggi hann drottningarfórnina
fær hann vonlausa stöðu eftir
30. Hxcl, Hxcl+, 31. Kf2 -
Hc2!, 32. Dd3 - Hfc8) Rf3+!
og hvítur gafst upp, því hann
verður heilum hrók undir í enda-
tafli. Þegar tefldar höfðu verið
9 umferðir af 11 var Balashov
efstur með 6 V2 v. Tukmakov
næstur með 6 v. Þeir Ander-
son, Agdestein, Nunn og Ribli
höfðu allir 5 V2 1/2 v.