Morgunblaðið - 29.04.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
39
Síðan
skein
sól
Síðan skein sól er í hópi yngri
hljómsveita, en þó eru engir ný-
liðar í henni. Síðan skein sól
hefur að vísu ekki sést opin-
berlega ennþá, en fyrstu tónleik-
ar eru í Hlaðvarpanum annað
kvöld. Sveitarlimir voru teknir
tali og spurður um sitthvað varð-
andi hljómsveitina. Svörin komu
úr ýmsum áttum og enginn einn
sem hafði orðið frekar en annar.
Hverjir eru í hljómsveitinni?
Pétur Grétarsson, sem leikur á
trommur, Jakob Magnússon, sem
spilar á bassa, Eyjólfur Jóhannsson
sem spilar á gítar og Helgi Björns-
son sem sér um sönginn.
Hvað finnst ykkur um hljóm-
sveitina?
Við sjáum hana í nýju ljósi á
hverjum degi, þetta er ný vídd.
Hvemig er tónlistin? Danstón-
list?
Nei, ætli það, en annars er mjög
erfítt að dæma um þetta sjálfur.
Þetta er kannski svona meira rokk,
hrárra, enda býður hljóðfæraskip-
anin upp á það. Svo erum við með
svona gamlan slagarafíling og
ýmislegt annað í bland.
Af hveiju „Síðan skein sól“?
Af því það er alltaf rigning. Nei
þetta er svona glæta í tilverunni
hjá okkur öllum. Þetta er táknrænt
nafn fyrir það. Já ljós í lífinu, þetta
er gleðigjafi sem skín á okkar til-
veru. Sem væri ansi snauð, snauð-
ari, mun snauðari ... !
Er þessi tónlist öll bræðingur frá
ykkur, hver kemur með sitt, ein-
hver kemur kannski með riff og er
byggt í hring um það? Ræður ein-
hver einn ferðinni?
Það er svo merkilegt með það,
það kemur aldrei neinn með neitt.
Það verður bara til hér á staðnum.
En hvað með framtíðina, er
þetta ef til vill bara sumarhljóm-
sveit?
Ja, þetta er lifandi meðan áhug-
inn endist og það er gaman að
þessu. Að vísu erum við ekki komn-
ir á lappimar ennþá. En þessi ungi
er alveg yndislegur, mitt bam er
það besta í heimi og allt það. Allir
anda í takt.
Er þetta fyrst og fremst
skemmtun?
Já já, en öllu gamni fylgir mikil
alvara. Þetta er mikil alvara ef ég
má tala út. Við höfum sagt það
annarsstaðar. Tíminn er of dýrmæt-
ur til að leika sér með hann.
Er draumurinn plata?
Nei, það er enginn draumur, það
er bara spuming um framkvæmdar-
atriði.
Og viðtökum.
Vissulega. Það má kannski segja
að þetta sé draumur en við höfum
fullan hug á að gera hann að vem-
leika mjög fljótlega.
En hvað skeður á fimmtudag-
inn? Nú er þetta í fyrsta sinn sem
hljómsveitin kemur opinberlega
fram.
Græjurnar bila.
Nei, hvemig em taugarnar?
Magaverkur. Spenna. Fyrstu
skrefin. Unginn að byija að labba.
Við teflum djarft. Við emm að
gera fullt af hlutum sem enginn
okkar hefur gert áður. Við leggjum
í þetta með bros á vör. Og ætlumst
til þess að fá bros á móti.
Er einhver ákveðin hugsun á
bak við hljómsveitina?
Bara þessi tilfinningalega útrás,
þessi sköpunarþrá. Við höfum fund-
ið farveg sem við getum sameinast
í og fundið sameiginlega músík sem
byggist á tilfínningu.
Afurðir Söngvakeppninnar
Eins og búast mátti við varð
mikið kapphlaup meðal hljóm-
plötuútgefenda íslenskra eftir
útgáfurétti á þeim lögum sem
komust í úrslit Söngvakeppni
sj ón varpsstöð va.
Hljómplötuútgáfan Steinar var
fyrst á markað með þijú lög úr
kepninni sem gefin voru út á litlum
plötum, en Skífa fylgdi fast á eftir
og nú eru út tvær stórar plötur
með lögum úr keppninni.
Skífan gefur út sex laga plötu
með lögunum Hægt og hljótt, sigur-
laginu eftir Valgeir Guðjónsson sem
Halla Margrét Árnadóttir syngur,
Lífsdansinn, eftir þá Geirmund
Valtýsson og Hjálmar Jónsson sem
Björgvin Halldórsson og Erna
Gunnarsdóttir syngja, Ég leyni
minni ást, eftir Jóhann G. Jóhanns-
son sem Björgvin Halldórsson
syngur, í blíðu og stríðu, eftir Jó-
hann Helgason sem Jóhann syngur
sjálfur, Mín þrá, eftir Jóhann G. sem
Björgvin syngur, og Sumarást, eftir
þau Þorgeir Daníel Hjaltason og
Iðunni Steinsdóttur sem Jóhanna
Linnet syngur.
Steinar gefur út tólf laga plötu
þar sem á er að finna þau þijú lög
sem áður komu út á litlum plötum
og eitt söngvakeppnilag til við-
bótar. Lögin eru Lífið er lag, eftir
þá Friðrik Karlsson, Gunnlaug
Briem og Birgi Bragason sem
hljómsveitin Model flytur, Norður-
ljós, eftir þá Gunnar Þórðarson og
Olaf Hauk Símonarson sem Eyjólf-
ur Kristjánsson syngur, Aldrei ég
gleymi, eftir þá Axel Einarsson og
Jóhann G. Jóhannsson sem Erna
Gunnarsdóttir syngur, og Sofðu
vært, eftir Ólaf Hauk Símonarson
sem Diddú syngur.
Þessu til viðbótar eru fimm
íslensk lög á plötunni, þijú ný en
tvö endurgerð. Þau eru Þymirós,
með Greifunum, sem æðir upp vin-
sældalista um þessar mundir,
Skyttan, með Bubba og MXinu sem
búið er að vera á toppnum um hríð,
eitt af hans bestu lögum, Átján
rauðar rósir, með Vormönnum ís-
lands, sem sést hefur bregða fyrir
á vinsældalistum, Vopn og veijur,
með Vamöglunum, lag sem komst
nálægt toppnum, og No Limit, með
Mezzoforte, endurgert. Önnur lög
á plötunni em með erlendum flytj-
endum, þeirra á meðal Boy George.
I.jósmynd/Árni Matthlasson
Sykurmolaplata
Nú er verið að leggja
síðustu hönd á nýju Sykur-
molaplötuna sem verið er að
vinna i Englandi um þessar
mundir.
í síðustu viku héldu fjóreinir
Sykurmolar tónleika í Hlaðvarp-
anum þar sem kynnt var efni
af plötunni í bland við eldra efni.
Sýndu ’molarnir þar að platan
sú verður eiguleg í meira lagi
ekki síður en litla platan sem
kom út skömmu fyrir jól.
Vinsæli
j9&9
1 • (3) Þyrnirós
;■ Hægt og hljótt
(4) 18 rauðar rósir
(2) Lífið er lag
• (5) LetitBe
(7) Skyttan
‘ JfLr'Uun^infl in The Family
• (6) With Or Without You
(11) Let’s Wait Awhile
J,102. Manhattan Skyline
ío O’ The Times
(28) LeanOnMe
(9) Everything I Own
(18) JimmyLee
Greifarnir
Halla Margrét Árnad.
Vormenn íslands
Model
Ferry Aid
Bubbi & MX21
Level 42
U2
Janet Jackson
A-Ha
Prince
Club Nouveau
Boy George
Aretha Franklin
Í: i! II St0,,h;„
t r>
• (20) StandByMe F'neYoungC
• (13) Vopnog verjur Ben E Kmg
: 8 »rMe •"iSSZ
: 8S sssssr’------
(y.Duv,;red'Gun N.
: ®öa0CÓB H,lteMa,9'«Amaa
• (2) Skyttan
^ S WmíoT&oatVoa *~°"»**£
071 teUSa,rtS'r
(6) Carrie Greifarn.r
Jg Bunning |n The Family Leveul
(23) Letr|tBe°S EW'ólfur Kriatjánsson
(10) Vopn og verjur
(1|J ManhattanSkyline 9^a
Í1R Tou GiY® Lova A Bad Name BonJovi
15) Living On A Prayer 1° •
(12) Nothing’s Gonna Stamhin
-) Don’t hTeed A*Gun^
íloi It'™G™a,Pre,*nð’' FR™ðddiacMa,“'7
B.I Minþra B^íalfSS
• (19) Sign O The Times
■ (—) Day-ln-Day-Out
• (24) BigTime
■ (18) Mary’sPrayer
(26) StandByMe
(—) SkinTrade
(25) Everything I Own
(—) Respectable
(—) Let’s Wait Awhile
Prince
David Bowie
Peter Gabriel
Danny Wilson
Ben E. King
Duran Duran
Boy George
Mel & Kim
JanetJackson