Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
Afmæliskveðja:
Regína Thoraren
sen frá Gjögri
Fyrir sjötíu árum, nánar tiltekið
29. apríl 1917, fæddist þeim hjónum
Emil Tómassyni og Hildi Þ. Bóas-
dóttur á Stuðlum í Reyðarfírði
fjörugt og blítt stúlkubarn, sem var
vatni ausið og skírt Regína. Og allt
frá fyrsta degi er hún sá dagsins
ljós og fram á þennan dag hafa
leikið um hana íjörugir, stundum
kaldir stundum blíðir, vindar eins
9g krydd mannlífsins er, en þó
misjafnt eftir því hver stjómar
kryddefnunum hveiju sinni.
Regína er fyrir löngu landsfræg
kona, einna helst fyrir það að koma
til dyranna eins og hún er klædd
og segja umbúðalaust meiningu
sína og skiptir þá ekki máli hvort
í hlut á Geiri á Eyrinni eða formað-
ur Sjálfstæðisflokksins. Regína er
búin að skrifa heilan helling af
greinum um dagana og hefur þar
kennt margra grasa. Þar hefur hún
oft reynt að koma vitinu fyrir mi-
svelgefna ráðamenn og oft mátti
lesa milli linanna að gleymst hefði
að ala þá upp og henni fyndist því
ráð að senda þeim móðurlegar
jrfninningar.
Undirritaður er búinn að þekkja
afmælisbarnið í yfir íjörutíu ár og
þó að við höfum ekki alltaf verið
sammála hefur alltaf farið vel á
með okkur Regínu. Sórstaklega
minnist ég þess frá uppvaxtarárum
mínum á Litla-Nesi að þó kastaðist
í kekki milli okkar frændsystkin-
anna blönduðu hvorki hún né maður
hennar sér í hita leiksins heldur
létu okkur alltaf ganga frá upp-
gjörinu sjálf og þarna var ekki
heimskulega að farið. Regína er
fijálslynd kona og víðsýn og hún
hefur haft yndi af að fylgjast með
dægurþrasinu í gegnum tíðina og
grunnt hefur verið á stríðnisbakt-
eríunni. Ef hún var á öndverðum
meiði við einhvern þá var hún í
essinu sínu, eins og köttur leikur
sér að mús og sigurinn var hennar.
Regína giftist móðurbróður mínum,
Karli Thorarensen frá Gjögri í
Strandasýslu, 24. ágúst 1939. Áttu
þau heima á Gjögri í Strandasýslu
í yfir tuttugu ár að þau flytja aust-
ur á Eskifjörð og flytja þaðan á
Selfoss 1981, þar sem þau búa í
dag í Vallholti 20.
Áuðinn eignuðust þau í börnum
sjnum, sem eru fjögur, allt sóma-
fólk og til mikillar fyrirmyndar. Þau
eru í aldursröð: Hilmar, Guðbjörg,
Guðrún Emilía og Emil.
Ekki er ég í vafa um það að
Strandirnar eiga huga þeirra hjóna,
enda dvelja þau þar á hveiju sumri.
Ég tel Regínu mikla gæfumann-
eskju að hafa valið Karl Thoraren-
sen sér að lífsförunaut, en hann er
að mínu viti mikill sóma- og dreng-
skaparmaður.
Regína verður mér ætíð minnis-
stæð persóna fyrir margra hluta
sakir og oft var ég í vafa um hvaða
manneskju hún hefði að goyma, en
smátt og smátt leystist úr þeirri
gátu. Þótt hún sýnist fráhrindandi
4/g stríðnisglampi í augum stondur
eitt eftir; sjálfstæð og heil porsóna
með barnslegt og blítt hjarta.
Ég sendi þér og manni þínum
mínar bestu hamingjuóskir með
merkan tíma í lífí þínu og óska
ykkur velfamaðar á ókominni leið.
Auðunn H. Jónsson
Regína er fædd á Stuðlum í Fá-
skrúðsfirði 29. apríl 1917. Þar ólst
hún upp í stórum systkinahópi og
þótti snemma liðtæk til verka.
Regína hefur ætíð verið mannvinur
í þess orðs fyllstu merkingu. Ung
giftist Regína Karli Thorarensen
vélstjóra frá Gjögri í Strandasýslu.
Þangað flutti hún og þar fæddust
bömin þeirra fjögur. Karl vann við
Djúpuvíkurverksmiðjuna þar til
hætt var að starfrækja hana.
RT-gína annaðist bömin og hoimilið
og kjmntist sveitungunum og tók
þátt í sorg þeirra og gleði. Og það
gerir hún enn í dag. Hvort sem hún
býr á Eskifirði, Selfossi eða Gjögri
eða er inni á sjúkrahúsum. Regína
lætur sig ætíð hag annarra skipta
og frá henni stafar einstakri hjarta-
hlýju og manngæsku. Hún er
hreinskiptin og hispurslaus og lætur
ekki satt kyrrt liggja þegar henni
finnst þess þurfa við.
Regína hefur verið fréttaritari
fyrir Morgunblaðið og Dagblaðið/
Vísi um árabil, bæði á Gjögri,
Eskifirði og Solíossi.
Heill sé þér og flölskyldu á heilla-
degi þínum.
Hulda og Guðlaug
Pétursdætur.
Þar sem frú Regína Thórarensen
er þjóðkunn kona þá datt mér í hug
að taka hana tali þegar ég vissi að
sjötugsafmæli hennar nálgaðist,
enda þótt ég sé ekki blaðakona.
— Mér er forvitni á því Regína,
að vita úr hvaða jarðvegi þú ert
sprottin og heyra nokkuð um þína
ævi.
Hún svarar strax: Ég er Aust-
firðingur í móðurætt. Móðir mín
hét Hildur Bóasardóttir frá Stuðlum
í Reykjarfirði. En faðir minn var
Emil Tómasson frá Úlfsbæ í Suð-
ur-sýslunni. Hann var landbúnaðar-
kandídat frá Torfa í Ólafsdal. Hann
var fenginn til Austurlands til þess
að kenna bændum að rækta tún
og að fara með þær fáu vélar, sem
þá voru til, einnig smíðaði hann ljái,
sem þóttu afbragð sinnar tíðar.
Sennilega hefur hann t.d. kennt
bændum að nota kerfí til að mylja
áburð niður í túnin í stað hinnar
erfiðu og seinvirku kláru. — Hesti
var beitt fyrir herfið. — Herfi er
allstór gaddavírsgrind, sem gadda-
vír er settur inn í bæði þvert og
endilangt, en síðan eru langar torf-
ur ristar og settar á herfið. Það er
því ærið þungt í drætti og mílur vel
í rekju. Faðir minn smíðaði líka
spaða og sennilega torfljái.
Fyrst þegar hann kom til Aust-
Qarða gerðist hann barnakennari á
vetrum á Reyðarfirði. Það vissi ég
ekkert um fyrr en eftir að ég var
fullorðinn.
En þetta er forsagan að því, að
hann fann móður mína, sem var
heimasæta á Stuðlum í Reyðarfirði
þar sem þau síðan hófu búskap.
Ég tel að vel hafi blandast saman
Suður-Þingeyjarsýslu- og Stuðla-
ættir.
Þegar ég hugsa til æskuára, þá
álít ég, að ég hafí alist upp á menn-
ingarheimili, því að bæði var faðir
minn söngmaður og enn aðrir á
heimilinu. Auk þess átti faðir minn
harmóniku og lék á hana. Mikið var
til af bókum og lesið geysilega mik-
ið.
Á öllum kvöldvökum var lesið
bæði til fróðleiks og skemmtunar.
íslendingasögur voru lesnar og
ýmsar bækur um önnur fróðleg
efni. Síðan spurði pabbi okkur útúr
hvað við myndum af því, sem lesið
var. En svo voru líka lesnar
skernmtisögur t.d. Þúsund og ein
nótt, Kapítóla og aðrar bækur, ein-
göngu til gamans.
Ég kveið alltaf hálfvegis fyrir að
læra heima hjá pabba, mér fannst
hann alltof strangur sem kennari.
Hann ætlaðist til að við lærðum
allt með hraði.
Barnakennari minn í skólanum
var Jóhann Björnsson frá Selja-
landi. Hjá hohum fannst mérgaman
að læra. Ég hlakkaði alltaf til að
fara í tíma hjá Jóhanni og bar djúpa
virðingu fyrir honum.
En þó að pabbi væri strangur
þegar hann kenndi okkur heima þá
var hann þar fyrir utan gleðimaður
og gestrisinn. Það var mjög gest-
kvæmt á okkar heimili. Þar var
mikið sungið og pabbi spilaði lögin
með á harmóniku, sem hann átti.
Faðir minn las alltaf Passíusálm-
ana sjálfur fyrir heimilisfólkið á
hverri föstu. Húslestur las hann á
hveijum sunnudegi, nema þegar
farið var til kirkju. Við börnin sung-
um alltaf sálmana með fullorðna
fólkinu.
Á heimilinu var Jóhann Pétur
Malmkvist, sem átti móðursystur
mína fyrir konu, en missti hana frá
16 börnum.
Hann kom þá á heimili foreldra
minna með sex ára dreng og stúlku-
barn á fyrsta ári. Jóhann Pétur var
mikill söngmaður og varð því sjálf-
sagður forsöngvari okkar við
sálmasönginn, þegar húslestrarnir
voru lesnir.
Af öllum þessum sálmasöng á
heimilinu kom það af sjálfu sér, að
við börnin lærðum mikið af sálmum
alveg ósjálfrátt. Eins var það með
öll þau kvæði, sem sungin voru til
skemmtunar. Við lærðum mikið af
ættjarðarljóðum og öðrum vinsæl-
um ljóðum og lögum — af því, hve
mikið var sungið á heimilinu — og
þó mest á sunnudögum.
En danslög spilaði pabbi þá
stundum líka á harmónikuna, eink-
um ef gestir komu og dönsuðu þá
allir nema ég.
Mér fannst dansinn eitthvað vit-
leysislegur. Samt lærði ég seinna
að dansá, en var aldrei neitt
dansfífl. Við systkinin vorum alls
níu, átta komust upp. Það yngsta
fæddist andvana og þó að börnin
væru mörg, þá var mikill söknuður
yfir litla bróður, eins og við kölluð-
um hann alltaf, þegar við minnt-
umst á hann.
Fyrst komu fímm stúlkur í heim-
inn og fengu þessi nöfn eftir
aldursröð: Sigurbjörg elst, þá Guð-
rún, Elín, Borghildur og Regína.
Síðan fæddust fjórir drengir í röð,
elstur Tómas, næst Bóas, Jón Emil
og litli bróðir.
Borghildur dó árið sem hún átti
að fermast og var það okkur öllum
mikill harmur.
Elín er dáin fyrir nokkrum árum
og Jón Emil einnig.
— Þá er nú komið nánar að
þínum æviferli, Regína, eftir að þú
fórst úr foreldrahúsum.
Hún svarar: Já, þegar ég var ung
stúlka þótti það jafngilda því að
fara á húsmæðraskóla, að ráða sig
á heldrimannaheimili í Reykjavík í
vist, eins og það var kallað. Enda
var þar hægt að læra flest, sem
góðri hússtjórn hæfir, bæði venju-
lega matreiðslu og veisluhöld.
Einnig að læra alla umhirðu heimil-
is og frágang á mat til geymslu,
svo sem niðursuðu á kjöti og fleiri
matvælum.
Þegar ég var sextán ára gömul
fór ég til Reykjavíkur til þeirra
heiðurshjóna Sigurðar Sigurðsson-
ar, skipstjóra á Gullfossi og frú
Ingibjargar, konu hans. Þau bjuggu
í Pálsbæ á Seltjarnarnesi — og
höfðu þar kúabú. — Þau höfðu
fjósamann til þess að annast búið.
Enginn kom nálægt búinu eða
mjöltum, nema hann.
Heimilið á Pálsbæ var ákaflega
myndarlegt og ríkmannlegt. Sem
nærri má geta var þar ýmislegt til,
meðal annars matarkyns, sem ekki
sást einu sinni í búðum í Reykjavík,
þar sem skipstjórinn var í milli-
íandasiglingum.
Þegar skipstjórinn kom í land,
þá voru haldnar miklar og ógleym-
anlegar veislur í Pálsbæ. Enda var
húsmóðirin fjölhæf og myndarleg
og hafði nóg til alls.
I þessum veislum voru margir
höfðingjar í kvöldverðarboði, meðal
annars biskupinn yfir Islandi.
Ég má til að segja hér frá dálítið
spaugilegu atviki, sem sýnir ólíkan
tíma þá og nú.
Það var eftir eina slíka veislu,
að allt fyrirfólkið fór út að skemmta
sér eftir kvöldverðinn. Af þessu
urðu nokkur vandræði með mig.
Ég var unglings-vinnukona og þótti
frúnni ekki viðeigandi að taka mig
út með hinum tignu gestum. Þegar
frúin var komin í sinn glæsilega
búning, möttul yst klæða, þá kom
hún upp að kveðja mig, segir hún
þá við mann sinn og dætur: Hvað
eigum við að gera við hana Gínu
mína? Ég hafði sér herbergi uppi á
lofti. Frúin biður mig að fara ekki
niður að tala við fjósamanninn, þeg-
ar þau séu farin.
Fjósamaðurinn hafði herbergi á
neðri hæðinni. Hann borðaði alltaf
sér í sínu herbergi, en ég í eld-
húsinu — og höfðum við svo sem
ekkert kynnst. Ég iofaði því að fara
ekki niður til að tala við fjósamann-
inn. Þá sögðu dætur þeirra hjóna,
að það væri nú öllu líklegra, að
fjósamaðurinn kæmi í heimsókn til
Gínu, þegar þau væru farin. Þetta
sá frúin að var alveg satt. Það
fangráð var þá tekið að læsa mig
inni í herbergi mínu. En þegar allir
voru farnir og ég háttuð, þá bank-
aði fjósamaðurinn á hurðina hjá
mér. Ég svaraði því, að ég væri
læst hér inni í mínu herbergi og
frúin hefði sjálf lykilinn, en ég
væri að lesa skemmtilega bók og
mér leiddist ekkert.
Fjósamaðurinn varð mjög reiður,
sagði, að þetta væri óforskammað,
að læsa mig inni í timburhúsi, ef
það kviknaði nú í húsinu á meðan
fólkið væri í burtu. — Allt væri það
eins á þessu heimili, sagi hann m.m.
En ég vissi, að frúnni var það
áhugamál, að ég lenti ekki í neinni
hættu, sem unglingsstúlka á hennar
heimili. En mér hefur skilist, að svo
væru tímarnir breyttir, að foreldr-
arnir sjálfir megi nú á dögum ekki
einu sinni krefjast þess af ungum
dætrum sínum að þær komi heim
á vissum tíma kvelds, eins og áður
fyrr var siður í Reykjavík. Sumt
af því svokallaða frelsi endar fyrir
mörgum ungum stúlkum í ófrelsi.
Ég ber ævinlega hlýjan vinarhug
til þeirra hjóna Ingibjargar Olafs-
dóttur og Sigurðar skipstjóra og
dætra þeirra. Þau voru mér öll svo
góð og vildu mér allt það besta.
Sumum stúlkum þótti vistin í Páls-
bæ nokkuð ströng, en ég hef
eingöngu góðar minningar þaðan.
Ég var meira að segja þegar leið á
vetur látin borða inni í stofu með
fjölskyldunni.
Móðir mín dó 1933, en pabbi og
við systkinin fluttum suður til
Reykjavíkur árið eftir. Þá áttum
viðyngri systkinin að ganga í skóla.
Ég fór í Kvennaskólann til Ingi-
bjargar H. Bjarnason. Þar var
heragi, en ég var léttlynd og gat
alltaf hlegið að öllu saman. En mér
líkaði þar vel.
Sennilega hafa bústaðaskipti
okkar frá Reyðarfirði til Reykjavík-
ur orðið til þess að auðvelda yngsta
bróður okkar, Jóni Emil, nám í
Reykjavík. Hann varð síðar lög-
fræðingur.
í Reykjavík kynntumst við Karl
Thórarensen fyrst, það var árið
1937. Hann var þá að Ijúka járn-
smíðanámi. Við settum upp hring-
ana á sumardaginn fyrsta 1938.
Við giftum okkur á afmælisdegi
móður minnar 24. ágúst 1939. Það
var löngu ákveðið að við giftum
okkur þann dag.
En hálfum mánuði áður en gift-
ing skyldi fara fram, var Karl
beðinn um að koma til Akureyrar
til að smíða peningaskáp fyrir Vil-
hjálm Þór. Það varð því sér Friðrik
Rafnar sem gifti okkur Karl heima
hjá sér.
Athöfnin var hátíðleg, þó að eng-
ir gestir eða ættingjar væru við.
Við héldum til á Herkastalanum á
Akureyri, þar fengum við brúð-
kaupskaffið, sem við pöntuðum
sjálf.
Kapteinninn á Hernum tók okkur
mjög vel og fékk hún okkur til að
koma á samkomu um kvöldið, sem
var sunnudagskvöld. Hún vissi ekki
neitt um giftinguna. En svo fóru
að berast skeyti daginn eftir. Kapt-
eininn spurði hvort við ættum
afmæli. Karl sagði henni þá eins
og var, að séra Rafnar hefði verið
að gifta okkur á sunnudag. Þá bað
hún Guð að hjálpa sér af því að við
hefðum sofið saman í þijár eða fjór-
ar nætur áður. Hún sagðist hefði
látið mig strax hafa annað herbergi
ef hún hefði ekki haldið, þegar ég
kom að við værum hjón.
Nokkru síðar fórum við hjónin
til Reykjavíkur, þar sem við stofn-
uðum okkar eigið heimili. Hilmar,
okkar fyrsta barn, fæddist í Reykja-
vík 1940.
En rétt á eftir fékk Karl atvinnu
í 6 til 8 vikur norður í Djúpuvík í
Strandasýslu. Það teygðist nokkuð
úr þeim vikum. Við vorum þar í
fímm ár. Og síðan í 15 ár á Gjögri.
Þá vorum við komin í heimabyggð
Karls Thorarensen, þar sem foreldr-
ar hans bjuggu.
Karl ólst upp í Reykjarfirði í
Strandasýslu. Hann var tvíburi og
var tekinn þar í fóstur til kaup-
mannshjóna. Hálfsystkini hans voru
að föður, Jakob Thórarensen skáld,
líka járnsmiður og J akobína J akobs-
dóttir, kona Kristins kaupmanns á
Hólmavík. Mikilhæf kona og stál-
greind, alsystir Jakobs skálds.
Vilhelmína Gísladóttir, móðir
Jakobs skálds og Jakobínu, var
Karli alltaf sérjega hlý og hálfsyst-
ir hans var honum alltaf góð. Hún
tók vel á móti okkur, þegar við
komum í Hólmavík.
Karl var í vinnu hingað og þang-
að við smíðar sérlega á vetrum.
Hann smíðaði t.d. alla innréttingu
í prestseturshúsinu á Stað í Stein-
grímsfirði. En hann stundaði fiski-
veiðar á eigin báti á Gjögri vor og
sumar.
Við komum með einn son frá
Djúpuvík að Gjögri og eignuðumst
þar þtjú börn: Guðbjörgu Karólínu,
Guðrúnu Emilíu og Emil. Á Gjögri
ólust börn okkar upp, það yngsta
til átta ára aldurs.
Við höfðum þama smá búskap,
eina kú og nokkrar kindur.
Ég álít að þarna hafi verið góð
skilyrði til þess að ala upp börn við
hæfílega vinnu, bæði á sjó og landi.
Þau lærðu að heyja, sinna skepnum,
veiða og gera til físk. Nógur tími
gafst á vetrum til lestrar og lær-
dóms, þó að barnaskólinn stæði þar
stutt.
Börnin fengu þar góða kennslu
en ekki námsleiða. Gjögurbörn
gengu í Finnbogastaðaskóla í Ár-
neshreppi, vom í heimavist og
heima til skiptis.
Skólastjóri við Finnbogastaða-
skóla á fyrri ámm okkar í Gjögri
var Jóhannes Pétursson frá Reykj-
arfirði. En síðar Torfi Guðbrands-
son frá Heydalsá. Þetta vom góðir
kennarar og mætir menn.
Regína sagðist alltaf öðru hvom
hafa haft símasamband við sína
gömlu húsmóður í Pálsbæ. Og einu
sinni segir hún fékk ég bréf frá
henni að Gjögri, þar sem hún seg-
ir, að sér þyki alltaf svo gaman að
lesa fréttirnar, sem ég skrifi í Morg-
unblaðið. Frú Ingibjörg bætti því
við, að hún hefði alltaf álitið að úr
mér mundi rætast.
Mörgum árum eftir að ég fór úr
Pálsbæ kom ég þangað einu sinni
þegar ég var á ferð í Reykjavík.
Þá var frú Ingibjörg dáin. Én dæt-
ur hennar tóku mér með kostum
og kynjum. Það var mikill stíll og
gömul hefð yfir þeim fallegu og
góðu móttökum. Dæturnar bjuggu
þá einar í húsinu.
Þegar börn okkar komust yfír
fermingu urðu þau að fara langt í
burtu að heiman, ef þau ætluðu sér
lengri skólagöngu. Og eins var það
með atvinnu.
Þess vegna tókum við Karl okkur
upp og fórum þaðan til Eskifjarðar
1962.
Þar fékk Karl atvinnu sem verk-
stjóri á viðgerðarverkstæði hjá
Hraðfrystihúsi Eskiijarðar.
Þá var Hilmar, eldri sonur okk-
ar, útskrifaður úr Samvinnuskólan-