Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987
um. Dætur okkar fengu nóga vinnu
á Eskifirði. Þær giftust ungar
ágætis mönnum. Þarna gátu ung
hjón strax byggt sér gott einbýlis-
hús því að atvinna var nóg þegar
um reglusamt og duglegt fólk var
að ræða.
Þarna gekk Emil, yngsta bam
okkar, í barnaskóla, síðan í gagn-
fræðaskóla og gat þann tíma einnig
verið heima. Hann hafði líka at-
vinnu á sumrin og var í foreldrahús-
um þangað til að hann fór í
Verslunarskóla í Reykjavík. Hann
vann sjálfur fyrir öllu sínu skóla-
námi og vildi ekki hjálp, því að þá
voru fljótteknir peningar á Eski-
firði, sem enn helst.
Haustið 1981 fluttum við hjónin
hingað að Selfossi með engum fyrir-
vara. Það var vegna heilsu minnar.
Ég sá alltaf eftir að þurfa að
fara frá Eskifirði því að þrjú af
börnum okkar eru þar búsett. Og
þar eigum við mörg barnabörn og
marga góða kunningja, sem eftirsjá
er að.
En okkur var tekið alveg sérstak-
lega vel af ráðamönnum á Selfossi.
Við vorum svo heppin að fá góða
íbúð í tvíbýlishúsi og sambýlisfólk
alveg frábært. Og er það mikið lán
að búa í góðu tvíbýli.
Hér tel ég að mikið sé gert fyrir
eldra fólk, margt er haft því til
skemmtunar. Félagsmálastofnun
hér á Selfossi stendur fyrir því. Við
Karl erum þess vegna ánægð hér.
Helst þykir þó manni mínum það
að, að ekkert er hér að gera fyrir
mann, sem kominn er yfir sjötugt,
þótt hann sé vel vinnufær. En hér
má það ekki.
— Að lokum Regína; Hvað segir
þú nú um lífið eftir 70 ára vegferð
hér í heimi?
Regína svarar: Ég hef alltaf litið
björtum augum á þetta jarðneska
líf. Ég trúi ekki öðru en að það sé
rétt, sem kristin trú segir okkur.
Ég hef alltaf trúað á fram-
haldslíf. Ég hef aldrei trúað því,
að öllu væri lokið þegar maðurinn
deyr. Þú meinar nú sennilega eilíft
líf, þegar þú segir framhaldslíf,
svara ég.
Regína segir: Ég hef verið hepp-
in bæði með eiginmann og börnin
okkar fjögur og tengdabörn. Allt
duglegt og traust athafnafólk.
Ég þakka samtalið, Regína. Ég
veit að fleiri en ég hafa áhuga á
að fá nú loksins einhveijar fréttir
af þér sjálfri.
Því er nú hér við að bæta, að
ég, sem þessar línur rita upp eftir
samtali okkar frú Regínu Thórar-
ensen, óska afmælisbarninu inni-
lega til hamingju með sjötíu árin.
Við hjónin biðjum þessum fyrrver-
andi sóknarbörnum blessunar Guðs
á ævikvöldi.
Ingólfur Ástmarsson kynntist
þeim norður í Árnesi er hann hafði
þar aukaþjónustu eitt ár.
Mig langaði alltaf til þess að
koma að Gjögri á meðan við vorum
í Strandasýslu, en það varð ekki.
En þá hefðum við áreiðanlega bæði
hitt þessi gestrisnu heiðurshjón.
Hér á Selfossi hafa tekist með
okkur hin bestu kynni.
Við höfum mætt hjá þeim alveg
sérstöku vinarþeli. Þau hjón eiga
sumarbústað á Gjögri, sitt gamla
hús, sem smiðurinn hefur auðvitað
smíðað sjálfur. Þar hefur hann
stundað sjó á sínum báti á sumrum,
síðan þau hjón komu á Selfoss, en
hún séð um hús og heimili eftir
fornri venju. Þetta hefur verið þeim
hjónum gleðigjafi síðan á Selfoss
kom.
Barnaböm frá Reykjavík munu
lengi minnast afa og ömmu og
sumranna á Gjögri hjá þeim í gleði
og útivist, bæði á sjó og landi. Þann-
ig kynnast þau íslandi.
Heimboð höfum við hjón átt þar,
en það er enn sem fyrr — við höfum
ekki bæði komist að Gjögri.
Svo snilldarlega gengur Karl frá
húsi þeirra hvert haust, að þar kem-
ur enginn fúi, né önnur missníði á
heimili þeirra og sama er að segja
um bát í nausti.
Karl hefur farið snemma hvert
vor að vitja sinna æskustöðva.
Regína sagði að hann hefði verið
og væri alveg einstakur heimilis-
faðir.
Ég ætla mér að nefna eitt dæmi
um það, þegar Karl og Regína komu
ung hjón að Gjögri, sóttu þar allir
vatn í brunna. Lenti það mest á
húsfreyjum og börnum. Eitt fyrsta
verk Karls var að grafa með eigin
höndum fimmhundi-uð metra lang-
an skurð, nærri meters djúpan og
leggja vatnsleiðslu inn í húsið, svo
að konan þyrfti ekki að sækja vatn.
Þetta var alveg einstakt framtak
þá, þó að víðar væri leitað en á
Gjögri.
Eg tel þau hjón einstaklega sam-
valin í allri verkhæfni, alúð og
myndarskap og traustleika.
Þar eftir eru þau bæði miklir
skírleiksmenn, um hana er mörgum
kunnugt víða um land af skemmti-
lega sömdum fréttum á löngum
tíma.
Ég hef oft sagt við Regínu, að
hún væri harðsnúinn blaðamaður
og sjónvarpsfréttamaður og fyrst
til að ná öllum fréttum, ef hún
væri nú á léttasta skeiði og tæki
þátt í öllu fjölmiðlafárinu. Þá væri
hún löngu komin í heimspressuna.
Megi blessun hvíla yfir ókomnum
árum ykkar hjóna og farsælum
æviferli. Vorbirta fögru kvöldanna
á ystu jörðum Islands ljómi yfir
ykkar ævikveldi.
Kveðja frá húsi mínu.
Rósa B. Blöndals
Örfáar línur til að óska þér allrar
blessunar á sjötugsafmælinu með
hjartans þakklæti fyrir allt gott.
Mér verður hugsað til okkar
fyrstu kynna. Þá varst þú frjáls og
fönguleg sextán ára heimasæta á
Stuðlum í Reyðarfirði. Það var
mannmargt myndarheimili og for-
eldrar þínir framúrskarandi gest-
risnir. Gestakomur voru tíðar.
Meðal annars allir sem leið áttu
yfir Stuðlaheiði þáðu beina og
margir einnig gistingu. Þetta var
fyrir þá tíð er Islendingar fóru að
taka greiðslu fyrir gestrisni. Með
mínum bamsaugum var margt að
41
sjá á heimili þínu. Mér fannst stof-
an á Stuðlum regluleg stássstofa.
Þar var margt fallegt unnið af
ömmu þinni, móður og ykkur systr-
um. Maturinn var líka nýnæmi,
allskonar héimaræktað grænmeti,
sem ekki var þá á hvers manns
borði eins og nú. Foreldrar þínir,
Hildur Bóadóttir og Emil Tómas-
son, voru mikið framúrstefnufólk
með alla matjurtaræktun og hefur
það stuðlað að bættri heilsu og ver-
ið mikil búbót á stóru heimili.
Ég man hvað pabbi minn hafði
gaman af að tala við þig. Þá þegar
varst þú búin að mynda þér skoðan-
ir um mál sem voru í brennidepli
og varst ófeimin að láta álit þitt í
ljós hvort sem viðmælanda líkaði
betur eða ver. Það var snemma þitt
aðalsmerki að þora. Þú kemur til
dyranna eins og þú ert klædd, fals
og fláræði hafa aldrei skotið rótum
í þínum huga. Þrátt fyrir að þú
hafir ekki gengið heil til skógar um
árabil, tel ég þig hamingjunnar
bam.
Ung giftistu fágætum mann-
kosta manni, Karli Thorarensen frá
Gjögri í Strandasýslu. Hann er sér-
stakt prúðmenni, fastur fyrir og
vinur vina sinna (líklega sérhannað-
ur handa þér). Bæði eruð þið
afburða gestrisin svo lengra verður
ekki komist í þeim efnum, alltaf
stór veisla hvenær sem gest ber að
garði. Og hjálpsemi ykkar og góð-
vild er kapítuli út af fyrir sif*r-
Börnin ykkar ijögur og barnabörn
svetja sig í ættina, öll afbragðs
fólk. Það get ég dæmt um af eigin
raun. Oft hefur þú vakið kátínu
með þínum hnitmiðuðu og spaugi-
legu fréttapistlum og að sjálfsögðu
líka gremju, þegar þú hefur stungið
á „graftarkýlum" á mönnum og
málefnum.
Þú heldur þínu striki hvað sem
hver segir og ég veit að margir
meta þig réttilega fyrir það. Að
endingu vildi ég óska að þjóð mín
ætti sem flestar „Regínur". I«L
þyrftum við ekki að óttast um undir-
ferli, svik og pretti, sem svo mjög
blómstrar í þjóðlífí okkar. Með
hjartans kveðju til ykkar hjóna og
fjölskyldunnar.
Vinkona
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
L.'""/////////,. Vm ■
j^r.'iiii/iiiii "111111. ''niii. ,
^^■llllllllll' ‘illllr "lll'
^toiiiiiiiiiin '1/111' •ni-’iij
SBc/ ,,1,11111 -///. “
.iiniiii" .///'■
Kosningahappdrættið
stendur straum af
kosningabaráttunni
SjáLfstæðismenn, greiðum heimsenda gíróseðla.
Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga
kl. 09.00-22.00. Sími 82900
Dregið í kvöld
Stórglæsilegir vinningar að verðmæti kr. 3.998.160
3 fólksbifreiðir
34 glæsilegir ferðavinningar
20 húsbúnaðarvTnningar
SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN