Morgunblaðið - 29.04.1987, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
ðlAraj
Kosning
**
Síðastliðinn laugardag voru
kosningar til Alþingis íslendinga.
Þetta hefur sjálfsagt ekki farið
framhjá neinu bami. Flestir
krakkar kunnar líka að skrifa X.
Það er þó ekki fyrr en böm em
orðin 18 ára unglingar að þau fá
að taka þátt í kosningu sem þess-
fari.
Um hvað er verið að kjósa?
Það er verið að kjósa fólk til
stafa á Alþingi. Á Alþingi em
sett lög fyrir landið.
Hvers vegna er verið að kjósa?
Við búum í lýðræðisríki. Það
er hluti af lýðræðinu að fólkið fái
sjálft að kjósa sér leiðtoga. Stjóm-
málaflokkar og samtök velja fólk
á lista, sem síðan er kosið eftir.
Kosningin er leynileg.
Kjósandinn fær að vera einn í
friði með kjörseðilinn og setja
X-ið sitt án þess að nokkur standi
yfir honum. Seðillinn er síðan
brotinn saman og settur í kassa.
Þar blandast hann öðmm at-
kvæðaseðlum. Kassinn er síðan
opnaður á talningarstað þar sem
búið er að safna saman öðmm
atkvæðakössum. Enginn þarf að
segja öðmm hvað hann kaus.
Hvað em margir kosnir?
Núna vom kosnir 63 til setu á
Alþingi. Landinu er skipt í átta
kjördæmi. Hvert kjördæmi hefur
ákveðinn fjölda þingmanna. Fólk
á öllum stöðum á landinu ætti því
að hafa fulltrúa á þingi.
Hvað er gert á Álþingi?
Á Alþingi em sett lög. Það
getur tekið langan tíma að und-
irbúa lagasetnigu. Sum lög snerta
böm meira en önnur. Lög um
skóla og umferðarlög geta skipt
börn máli beint, en önnur lög
skipta þau máli óbeint.
Seinna getum við skoðað betur
lög og lagasetningu.
Frækornið
Á vorin og í byijun sumars em
margir sem sá fræjum til að rækta
blóm eða matjurtir. Margir krakk-
ar hafa gaman af að rækta sjálf
blóm. Þú getur reynt að rækta
baunir, tómata, epla- eða app-
elsínutré og margt fleira. Hægt
er að taka steinana úr eplunum,
appelsínunum eða öðmm ávöxt-
um, sem við borðum, þvo þá og
þurrka í nokkra daga og nota þá
svo, en það er líka hægt að kaupa
poka með fræjum, t.d. tómat-
fræjum eða blómafræjum.
Þú verður að hafa góða gróður-
mold og pott.
1. Settu mold í pottinn og settu
síðan 2—3 fræ í hann. Ekki of
djúpt. Vökvaðu moldina.
2. Settu plastpoka yfir pottinn
þar til plantan er komin upp.
3. Þegar plantan er komin upp
er hún sett á bjartan stað en ekki
í mjög sterka sól.
4. Vökvaðu plöntuna reglulega
svo hún þomi ekki alveg.
Gangi þér vel.
Gleðilegt sumar
Fyrsti sumardagur var í síðustu
viku. Það fór ekki framhjá neinum
að veðrið var ekki sérlega sumar-
legt þennan dag. Þó verðum við
vör við breytingar. Dagurinn er
bjartari. Krían og aðrir farfuglar
em óðum að koma, blómin springa
út og grasið grænkar. Sauðburður
hefst og bömin taka hjólin sín
fram. Hvað sem líður veðri sumar-
daginn fyrsta væntum við þess
að sumarið verði gott.
/
Vorhreingerning
Enn ein frá Eyrúnu
Hérna er enn ein af myndum Eyrúnar Eddu Hjörleifsdóttur.
Hérna á myndinni er fullt af dóti. Ætli það standi ekki fyrir
dyrum vorhreingerning? Á myndinni leynast þrjú eintök af sama
hlutnum. Getur þú fundið þá?
Penna-
vinur
Vill einhver skrifast á Við haha
Lovísu Jónu Lilllendahl. Hún á
heima á Eyjavöllum 9, 230
Keflavík. Lovísa er 10 ára og vill
helst skrifast á við stelpur á aldr-
inum 9—11 ára. Áhugamál
hennar eru límmiðar, Madonna,
lestur og hjólreiðar.
Mynda-
gátan
Á myndagátu 25 var
eins og þið hafið eflaust
öll séð hluti af orgeli. Rétt
svör höfðu a.m.k. 20
krakkar. Þar á meðal Bald-
vin Esra Einarsson á
S'alarnesi og Maríanna
áödóttir I Fljótshlíðinni.
Hérna er ný myndagáta.
Ég vona að hún komi vel
út I blaðinu. Sendið svörin
til Barnasíðunnar. Heimil-
isfangið er:
Barnasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.