Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 43

Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 43 Minning: Ingibjörg Stefáns- dóttirfrá Stakkahlíð Jenný Stefáns- dóttir — Minning Fædd 7. janúar 1901 Dáin 20. apríl 1987 Hún var borin til moldar hér í borg 15. þessa mánaðar, en þá hafði undirritaður hvorki tök á að fylgja þessari merku konu né birta eftirfarandi kveðjuorð. Ingibjörg fæddist 18. nóvember 1915 í Stakkahlíð í Loðmundar- firði, þeim fagra og tilkomumikla firði norðvestur úr Seyðisfirði utan- verðum. Hann getur naumast talist í akvegasambandi, en er öllum minnisstæður sem þangað hafa komið eða séð kvikmynd Hilmars Oddssonar þaðan; ellegar Stiklur Ómars Ragnai-ssonar frá nyrstu byggðum Austfjarða. Stakkahlíð var höfuðsetur Loðmundarfjarðar, ættaróðal Ingibjargar, og hún bar óneitanlega „síns heimalands mót“, var bæði svipfríð, svipmikil og hlý- leg. Stakkahlíð í Loðmundarfirði þekktu flestir Austfirðingar þeirra tíma, er Baldvin afi hennar bjó þar og síðan Stefán sonur hans og Ól- afía Ólafsdóttir, foreldrar Ingi- bjargar, sem bjuggu þar allan sinn búskap. Stefán var hreppstjóri og í forsvari fyrir byggðarlagið enda kvað að þeim manni. Honum kynnt- ist ég lítillega, og konu hans, öldruðum á heimili Ingibjargar og eiginmanns hennar, Andrésar Andréssonar kaupmanns og klæð- skerameistara, í Suðurgötu 24 í Reykjavík. Ég kynntist þeim Ingibjörgu og Andrési fyrir alvöru eftir stofnun Óháða safnaðarins 1950, er Andrés gerðist stjórnarformaður hans og var það til dauðadags, þeim söfnuði til heilla og blessunar. Ingibjörg var seinni kona Andrésar og aldurs- munur þeirra mikill. Hann unni þessari ungu konu sinni mjög og virti hana jafnframt og hún hann eigi síður. Það kom strax í Ijós, er Ingibjörg tók við húsmóðurhlut- verkinu í Suðurgötu 24, að hún skipaði þann sess eins og best varð á kosið; mótaði heimilið með hlýleik og mildi og sérstökum myndarbrag. Gestagangur var mikill og gestrisn- in eftir því og allur andinn á heimilinu mótaðist af mannkostum hjónanna, ástríki því sem þau auð- sýndu hvort öðru og bömum sínum og alúð við gesti og gangandi. Og það voru ekki aðeins nánustu ætt- ingjar, samstarfsmenn og vinir þessara hjóna, heldur var þar oft setinn bekkurinn af ókunnugu fólki, sem leitaði andlegs styrks hjá Andr- ési er hann gat miðlað flestum fremur í erfiðleikum lífsins. Hann átti afar bágt með að láta nokkurn synjandi frá sér fara og naut í því efni, og skjólstæðingar hans, nær- fæmi og þolinmæði frú Ingibjargar, þótt hún hefði e.t.v. stundum áhyggjur af því að hann gengi of nærri sjálfum sér, eftir langan og strangan vinnudag, í takmarkalítilli þjónustu við aðra. En það var eins og sú þjónusta stuðlaði aðeins að meiri heimilis- hamingju. Ingibjörg og Andrés eignuðust fjögur böm, Sigrúnu, Berglind, Andrés og Stefán, sem erfðu eðliskosti foreldranna, því kynntist ég vel, þar sem ég fermdi þau öll. Ingibjörg var fýrsti ritari Kvenfé- lags Oháða safnaðarins og á heimili þeirra hjóna héldu prestur og stjórnarmenn oft fundi fyrr á árum. Hún starfaði einnig af miklum áhuga að eflingu barnaspítalasjóðs Hringsins. Andrés lést fyrir 17 ámm og stóð Ingibjörg þá uppi með drengina á æskuskeiði, en dæturnar höfðu stofnað eigin heimili. Fyrir 9 árum varð Ingibjörg síðan fyrir þeirri sorg að Sigrún dóttir hennar lést, aðeins 34 ára gömul, frá ung- um börnum. Að henni var þeim mun þyngri harmur kveðinn sem hún var flestum yndislegri kona og fegurri sál. Þó Ingibjörg Stefánsdóttir héldi þá fullkominni stillingu og sýndi best hvað hún hjó yfir miklum sálar- styrk hygg ég nærri getið að þessi sorg hafi lamað lífsþrek hennar. En hún bar harm sinn í hljóði og lifði fyrir eftirlifandi börn sín og fjölskyldur þeirra, og var sjálf lífið og sálin í fjölskyldulífinu. í móti naut hún ástríkis og umhyggju þeirra allra. Seinustu árin bilaði heilsa Ingi- bjargar og hún varð oft að njóta aðhlynningar á sjúkrahúsum. Aldrei æðraðist hún og hélt sinni mjúklátu reisn fram í dauðann. Það var að- dáunarvert. Með henni er minnis- stæð og mikilhæf kona gengin á guðs síns fund. Við Álfheiður þökk- um henni samfylgdina og blessum minningu hennar og verk hennar, sem leiddu til góðs. Innilegar sam- úðarkveðjur sendum við börnum hennar og Qölskyldum þeirra. Emil Björnsson Jenný Stefánsdóttir var kjördótt- ir Stefáns bónda á Stóra Knarrar- nesi á Vatnsleysuströnd Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Einars- dóttur, en ættuð úr Grindavík. Árið 1929 giftist hún Alfonsi Jónssyni lögfræðingi. Hann hafði sest að á Siglufirði og þar bjuggu þau hjón uns Alfons féll frá 1952. Þau áttu tvö börn: Guðrúnu banka- starfsmann, hún var gift Einari Þ. Guðjohnsen framkvæmdastjóra og eiga þau tvo syni; Jón flugumferð- arstjóra, kona hans er Eyrún Eyjólfsdóttir. Þeirra börn eru þrjú. Alfons Jónsson hafði mikil um- svif á Siglufirði. En síldin kemur og síldin fer. Um miðja þessa öld hvarf hún með öllu. Siglufjörður beið slíkt afhroð að til landauðnar horfði. Þegar verst gegndi féll Al- fons frá. Hinar miklu eignir dánarbús hans seldust við smánar- verði. Andvirðið fór til lúkningar áhvílandi skuldum. Allir fengu sitt en afgangur varð enginn. Þótt Jenný flyttist ásamt börnum sínum suður slypp og snauð, lagði hún ekki árar í bát. Ung hafði hún lært hattasaum. Af engum efnum en því meira áræði setti hún á stofn verslun með kvenhatta og rak hana lengi við gott gengi. Hún hafði traust sambönd við erlendar verk- smiðjur og sigldi öðru hvetju til vörukaupa sem hún bar gott skyn á. Elli lék Jennýju hart. Vegna slyss varð að aflima annan fót hennar. Hin síðari ár var hún því bundin hjólastól. Engu að síður átti hún eigið heimili til æviloka. Skamma stund háði hún sitt dauðastríð í sjúkrahúsi. Tápmikil kona er fallin í val. Með æðruleysi mætti hún örlögum sínum. Hún bugaðist aldrei þótt á bátinn gæfí. Fyrir hönd konu minnar látinnar þakka ég Jennýju Stefánsdóttur órofa tryggð og fölskvalausa vináttu allt frá æsku- dögum beggja til hinstu stunda. Jón Á. Gissurarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.