Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
Guðrún Odds-
dóttir —
Fædd 24. nóvember 1909
Dáin 15. apríl 1987
Þetta var erfiður vetur fyrir hana
Gunnu. Tvisvar lá hún við dauðans
dyr, en virtist hafa komist yfir
versta hjallann.
Á Reykjalundi var hún farin að
gera æfingar, sem miðuðu að því
að hún gæti séð um sig sjálf og
komist heim í íbúðina sína.
Systurböm Gunnu eru sjaldan
stödd samtímis á íslandi. Föstudag-
inn 10. apríl voru þau þó öll hér
fcog var þá haldin veisla. Gunnu lang-
aði að taka þátt og var aufúsugest-
ur. Með nýlagt hárið í bláum
sparikjól leit hún út fyrir að hafa
yngst um mörg ár. Kímnigáfa,
pínulítil stríðni og festa í skoðunum
einkenndu hana þetta kvöid eins
og oft áður enda var hún hrókur
alls fagnaðar.
Þetta var síðasta sinn sem ég sá
Gunnu á lífi.
Ég og flölskylda mín söknum
hennar sárt, enda höfum við átt
margar samverustundir við vinnu
og leik. Hún lifir því áfram í góðum
minningum.
Haukur Filippusson
í fagurri sveit við Breiðafjörð á
litlu býli niðri við ströndina, á Mið-
húsum, fæddist lítil stúlka er hlaut
nafnið Guðrún. Hún var dóttir hjón-
anna Odds Jónssonar héraðslæknis
og Finnbogu Ámadóttur frá Kolla-
búðum. Læknishjónin áttu þá fyrir
tveggja ára dóttur, Sigríði. Systurn-
ar vom mjög samrýndar alla tíð,
næstum líkt og dagur fylgir nótt.
En nú fyrir páskahátíðina skildi
leiðir. Hún Gunna frænka er dáin,
svo skjótt skipast veður í lofti og
tilveran breytir öll um svip. Það er
svo hljótt. Það hringir enginn leng-
ur frá Bræðraborgarstígnum og
heilsar upp á Miðhúsafólkið til að
vita um líðan þess og hvort nokkuð
sé hægt að gjöra fyrir það.
Það var svo að eiga Gunnu að,
mega heimsækja hana, þegar farið
var í höfuðborgarreisu. Fallegt lítið
heimili með minjagripum frá mörg-
um ferðalögum og gjafir frá vinum.
Málverk eftir meistarana og myndir
af kunnum andlitum, eiginmanni,
foreidmm og svo unga fólkið.
Hver var ungi drengurinn með
stúdentshúfuna? Jú, Trausti er
Minning
sagði fréttir frá Helsinki, og fleiri
og fleiri.
Setið var í stofunni hennar
frænku við kertaljós og svo var
veitinga notið. Rabbað um daginn
og veginn og stundum bættust fleiri
í hópinn eins og lítil Gunna Odds.
Böm og barnabörn Sigríðar systur
hennar vom frænku einkar kær.
Hún Gunna var svo lagin að skapa
gott andrúmsloft með gleði og léttu
gríni, þótt við sem þekktum hana
vissum að alvara og hið trausta
vinarþel var ávallt til staðar.
Minningamar þyrpast fram líkt
og sólargeislar sem lýsa í gegnum
skýin. Á ferðum mínum erlendis
hefi ég komið í margar fagrar kirkj-
ur og notið þar helgistunda sem
tónlistin ein getur veitt, en um leið
og maður gengur til sætis á maður
þess kost að tendra kertaljós til
minningar um látna vini og ætt-
ingja og næst bætist við ljósið
hennar Gunnu.
Á Miðhúsum ólst Guðrún upp á
fjölmennu heimili. Þar var hún sam-
tíða Kristínu móðurömmu sinni og
móðursystkinum, þeim Þórami,
Hallvarði, Ragnheiði og Brandísi. I
mörgu var að snúast, búskapurinn
var bæði til sjós og lands, eyjar og
hlunnindi kölluðu á mikinn mann-
skap. Hrísey er stór og fögur eyja
sem laðar að sér náttúruunnendur,
sérstaklega á vorin á varptíma fugl-
anna og svo þegar gróðurinn er í
blóma. Oftast var reynt að fara eina
skemmtiferð út í Hrísey á hveiju
sumri, þar var líka gott beijaland.
Læknishjónin vom samhent og á
heimilinu ríkti menningarbragur,
tillitssemi við menn og málleys-
ingja. Ferðalög og gestakomur
töluverð í sambandi við störf lækn-
isins og gegndi því unga húsmóðirin
oft störfum hjúkrunarkonunnar.
Lækninum var svo eiginlegt að
lofa öðmm að njóta með sér þess
er hann las í bókum, blöðum og
erlendum tímaritum. Margir sóttu
undirbúningsmenntun sína til hans,
áður en farið var til frekara náms
og má þar til nefna Ragnheiði Árna-
dóttur, ljósmóður, Tryggva
Magnússon, listmálara, Sigurkarl
Stéfánsson, menntaskólakennara,
og marga fleiri. í gamni var eitt
sinn sagt að nú væri allt Miðhúsa-
fólkið á skólabekk.
Árið 1920 lést Oddur læknir.
t + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU ÞORBJÖRNSDÓTTUR, Mímisvegi 2, sem lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. apríl, hefur farið fram í keyrrþey að ósk hinnar látnu. Hafsteinn Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Vilberg Skarphéðinsson, Erla Jónsdóttir, Jón Ásgrímsson, Ester Jónsdóttir, Ægir Benediktsson, Jón Ægir Jónsson, Jóhann Jónsson, Markrún Óskarsdóttir.
> t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, Blindraheimilinu Hamrahlfð 17, andaðist f Landakotsspítala 27. apríl. Systkinin.
+ Faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HREINN GÍSLASON, bóndi aö Uxahrygg, lést í Borgarspítalanum 18. apríl. Útförin veröur gerð frá Odda- kirkju á Bangárvölium laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Magnús Guðmundsson, Kristjana Ólafsdóttir, Dýrfinna Guömundsdóttir, Trausti Runólfsson, Erlingur Guðmundsson, Sigurvina Samúelsdóttir, Árný Guðmundsdóttir, Kristmann Jónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Emil Ragnarsson, Gfsli Guðmundsson, Helga Narfadóttir, Guðmundur Hólm Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.
Bráðlega varð því unga ekkjan að
hætta búskap. Tvennt var það sem
hún varð að takast á við að ljúka
við, að kaupa jörðina Miðhús og
koma dætmm sínum til mennta.
Þetta höfðu þau hjónin ákveðið
áður en Oddur dó. Finnboga var
fíngerð kona, en viljasterk. Hún
fluttist með dætmm sínum þangað
sem þær gátu notið skólagöngu og
hún vann fyrir kostnaðinum. Þetta
tókst. Guðrún lauk námi við
Kvennaskólann í Reykjavík og fór
síðan að vinna hjá Landsímanum.
Á þeim ámm vom berklar sá
sjúkdómur er vakti ugg hjá fólki.
Guðrún smitaðist af þessum sjúk-
dómi og þurfti að dveljast á Vífíls-
stöðum. Þar kynntist hún Ásberg
Jóhannessyni kennara, eiginmanni
sínum.
Þeim ásamt fleiri berklasjúkling-
um tókst að lyfta grettistaki. SÍBS
var stofnað, vinnu- og dvalarheimil-
ið á Reykjalundi var reist af gmnni.
Sjúkir vom styrktir til sjálfsbjarg-
ar. Þetta vakti verðskuldaða eftir-
tekt langt út fyrir landsteinana.
Ásberg og Guðrún störfuðu og
bjuggu á Reykjalundi þar til Ásberg
dó 1955. Eftir það flutti Gunna til
Reykjavíkur, en hélt áfram að vinna
hjá SÍBS í Reykjavík.
Eitt af áhugamálum frænku
minnar vom ferðalög og fór hún
víða bæði innan lands og utan.
Æskustöðvanna vitjaði hún eins oft
og kostur var og var hún okkur
frændfólki og vinum í sveitinni
hennar kærkominn gestur.
Gunna var mikil gæfukona. Hún
hlaut svo góða og trausta skapgerð
í vöggugjöf. Hún gekk hægt um
gleðinnar dyr, en var samt hrókur
alls fagnaðar, síung í anda, kyn-
slóðabil var ekki á dagskrá.
Hún var frændrækin og mikill
vinur vina sinna, ávallt viðbúin að
vera til aðstoðar þeim er þurftu á
stuðningi að halda. Guðrún sóttist
ekki eftir fánýtum hlutum, metorð-
um eða völdum. Henni þótti vænt
um heimili sitt og umhverfi hennar
var ætíð svo bjart og aðlaðandi.
Það sem er ekta er líka svo einfalt.
Steingrímur Thorsteinsson segir
í ljóði:
Þér finnst allt best, sem íjærst er,
þér finnst allt verst sem næst er,
en þarflaust hygg ég þó
að leita lengst i álfum,
vort lán býr í oss sjálfum,
í vorum reit, ef vit er nóg.
Á köldu vetrarkvöldi í fyrra heim-
sótti ég frænku mína á Bræðra-
borgarstígnum og þar sem við
sátum og höfðum það notalegt tók
ég eftir litlu borði við hliðina á stóln-
um er ég sat í. Þar var stór bók í
rauðu bandi og á fremsta blaðið var
ritað fíngerðri rithendi nafnið Odd-
ur Jónsson. Þetta var Biblían
hennar Gunnu, arfur úr foreldra-
húsum. Aðspurð sagðist hún vera
að lesa bókina frá upphafi til enda.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þessa frænku og notið samvista við
hana bæði hér heima í Reykhóla-
sveitinni hennar og í Vesturbænum.
Á Reykhólum og á Miðhúsum eru
tvær aldnar konur sem vildu svo
gjarnan vera viðstaddar þegar Guð-
rún verður kvödd hinstu kveðju, en
það eru þær mágkonurnar Steinunn
Hjálmarsdóttir og Ingibjörg Árna-
dóttir.
Miðhúsafólkið minnist Guðrúnar
með virðingu og þökk. Við sendum
Sigríði systur hennar og öllum ætt-
ingjum jnnilegar samúðarkveðjur.
Ólína Kristín Jónsdóttir
Foreldrar Guðrúnar voru Finn-
boga Árnadóttir, f. 14. október
1886 á Ósseli, Steingrímsfirði, d.
4. febrúar 1941 í Reykjavík, og
Oddur Jónsson, héraðslæknir, f. 17.
janúar 1859 í Þórormstungu í
Vatnsdal, V-Húnavatnssýslu, d. 14.
ágúst 1920 á Miðhúsum, Reyk-
hólasveit, A-Barðastrandarsýslu.
Oddur var sonur fátækra hjóna
en Eiríkur Briem, prófastur í Stein-
nesi, kom honum á framfæri til
náms við Latínuskólann. Oddur var
með hæstu einkunn við lokapróf í
skólanum ásamt Guðmundi Magn-
ússyni, síðar prófessor. Báðir lærðu
þeir til læknis. Oddur giftist Hall-
dóru Waage á námsárunum. Hann
varð fyrst héraðslæknir á Þingeyri
við Dýrafjörð, síðan á Flatey í
Breiðafirði og síðast á Miðhúsum í
Reykhólasveit. Þar festi Oddur sér
jörð. Onnur kona hans, Jóhanna
Samsonardóttir, var þá orðin veik.
Fór Oddur þá að Hofsstöðum í
Reykhólasveit í þeim alvarlegu er-
indagjörðum að leita sér að
manneskju til heimilishjálpar, því
kona hans þurfti umönnun. Hjónin
Kristín og Ámi bjuggu þá á Hofs-
stöðum. Yngstu börn þeirra bjuggu
hjá þeim, þau Ingibjörg, Finnboga,
Anna og Þórarinn.
Finnboga tók að sér starfið. Jó-
hanna deyr árið 1906 og ári síðar
veikist Oddur. Finnboga fór með
Oddi til Kaupmannahafnar sama
ár og þau giftu sig til þess að hann
gæti leitað læknis.
Sigríður fæddist árið 1907 og
Guðrún árið 1909. Oddur var góður
heimilisfaðir og mikill fræðari.
Hann talaði mikið við dætur sínar
og soninn Steinþór, sem fæddist
árið 1895 og ólst einnig upp á Mið-
húsum. Guðrún minntist þess
stundum hve gaman var að labba
upp á fjall með pabba sínum, sem
kenndi henni að virða allt í náttúr-
unni.
Eftir lát heimilisföðurins hélt
Finnboga ein áfram að mennta
dætur sínar. Hún leigði Miðhús frá
sér í fimm ár því hún átti eftir að
borga '/3 hluta jarðarverðsins, en
þá voru jarðir í háu verði. Að þeim
tíma liðnum seldi hún systur sinni
Ingibjörgu og Jóni, eiginmanni
hennar, Miðhús.
Guðrún er um fermingu á Hólum
í Hjaltadal hjá Þórarni móðurbróður
sínum sem er ráðsmaður þar. Síðan
fer hún til Akureyrar með systur
sinni og móður, sem er í atvinnu-
leit. Seinna fer Finnboga með
Guðrúnu til Borðeyrar. Þegar
símstöðin var lögð niður á Borðeyri
fluttust þær til Isafjarðar. Að lokum
fara þær til Reykjavíkur, þar sem
Finnboga rekur matsölustað.
Guðrún sest í Kvennaskólann í
Reykjavík og lýkur kvennaskóla-
prófi. Sigríður, systir hennar, lauk
gagnfræðaprófí við Gagnfræða-
skólann á Akureyri og vann síðan
við ritsímann þar.
Að námi loknu leggur Guðrún
stund á skrifstofustörf í Reykjavík.
Hún veikist af bijósthimnubólgu og
fer á Vífílsstaðahælið. Þar kynnist
hún Ásberg Jóhannessyni, kennara,
f. 1902, d. 1955.
Ásberg var mikill hugsjónamaður
og kom á framfæri, ásamt öðrum
berklasjúklingum, hugmyndinni að
vinnuheimili SÍBS á Reykjalundi.
15. sepit. 1944 gengu þau í hjóna-
band. Ásberg var í stjóm SÍBS og
vinnuheimilisins þar til hann dó
langt fyrir aldur fram. Guðrún og
Ásberg bjuggu á Reykjalundi frá
1945 til 1955. Þar störfuðu þau
bæði.
Ég miunist alltaf kærleikans milli
þeirra hjóna. Þau fóru aldrei svo-
leiðis af bæ að þau létu ekki hitt
vita hvar þau væru. Og hringdu oft
hvort til annars þær stundir sem
þau ekki vom saman. Er mér
minnisstætt þegar þau bjuggu um
tíma hjá fjöiskyldu minni á Marar-
götu 3. Við keyptum Morgunblaðið.
Gunna frænka og Ásberg bjuggu í
risinu og keyptu Þjóðviljann, sem
ég fékk að klippa úr bamafram-
haldssöguna. Gunna frænka hélt
svo áfram að safna fyrir mig sög-
unni eftir að þau fluttu á Reykja-
lund. Þetta er eitt af mörgum
dæmum um hugulsemi Gunnu
frænku við okkur systkinin í smáu
sem stóru.
Gunna frænka var einn af hlut-
höfum SÍBS. Undanfama áratugi
vann hún á skrifstofu SÍBS fyrst á
Bræðraborgarstíg og síðan í Suður-
götu í Reykjavík, allt þar til hún
veiktist alvarlega.
Ég minnist þess þegar við systk-
inin seldum merki og blöð á berkla-
vamardaginn hvað við fengum
alltaf góð sölulaun. Einn daginn
sagði Einar, bróðir okkar, að við
ættum ekki að taka laun fyrir
merkjasöluna, fólkið hjá SÍBS ætti
sjálft að fá þessa peninga. Fannst
mér þetta súrt í broti en samt stór-
kostjegt að skila peningunum aftur
til SÍBS, þeir hefðu nefnilega dugað
fyrir mörgum bíóferðum og enn
fleiri lindubuffum.
Gunna frænka bjó alla tíð ein
eftir lát Ásbergs. Samt var hún
aldrei ein því hún var vinmörg.
Ættmenni hennar vom mörg og
lagði hún mikla rækt við þau tengsl.
Var yndislegt að skjótast inn til
hennar á Bræðraborgarstíg 53 og
létta á hjarta sínu meðan hún sat
og hlustaði og gaf góð ráð. Fólkið
hjá SÍBS heldur einnig mjög vel
saman. Það er stór hópur raunsæs,
góðs fólks sem skilur sérstaklega
vel_ allt mannlegt.
I desember síðastliðnum fékk
hún hjartaáfall. Hún lagðist þá á
Borgarspítalann og fór þaðan á
Reykjalund.
Helgina áður en Guðrún lést var
hún hress og kát í fjölskylduhópi á
Hagamel 35 og hefur sjaldan verið
skemmtilegri. Hún hafði heldur
engu glatað af sinni afburðaskýru
hugsun. Hún var á margan hátt
einstök kona, mjög nútímaleg í sér,
ekki haldin neinum hleypidómum
gagnvart æskunni í dag. Hún hafði
einstaka unun af að umgangast ung
frændsystkini sín enda góð vinkona
þeirra. Það eru því margir sem
koma til með að sakna Gunnu
frænku.
Morguninn 15. apríl gaf hún upp
andann á Reykjalundi þar sem hún
átti sínar sælustu stundir með Ás-
berg. Ég mun aldrei gleyma þegar
hún færði mér Passíusálma Hall-
gríms Péturssonar í stóru broti og
hvitu bandi í tilefni þess að ég lauk
prófi við háskólann og sagði um
leið að nú væri örðugur hjalli yfir-
stiginn.
Elsku hljóðláta Gunna frænka
er kært kvödd af mér og fjölskyldu
minni. Guð blessi minningu hennar.
Þóra
Guðrún okkar Oddsdóttir hefur
kvatt þennan heim. Hún veiktist
alvarlega í desemberbyijun, komst
samt á fætur aftur af sinni einstöku
seiglu og henti góðlátlegt gaman
að veikindum sínum. Aldrei hafði
hún minnst á að hún kenndi sér
meins. Það bar hún ekki á torg
fremur en annað sem snerti hennar
hagi. Samviskusamlega mætti hún
til starfa á skristofu SÍBS öll þau
ár sem hún starfaði hér. Þótt vetr-
ararveður geisuðu og snjóþyngsli
stöðvuðu alla umferð á götum
Reykjavíkur var Guðrún ævinlega
mætt stundvíslega eins og endra-
nær. Ef hún var spurð hvernig í
ósköpunum hún hefði komist á
vinnustað svaraði hún af sinni al-
kunnu hægð: „Ég bara gekk þetta
í rólegheitum." Þannig var hún,
gekk hljóðlega til sinna starfa, yfír-
lætislaus ög samviskusöm. Enginn
var hún augnaþjónn.
Guðrún var ein af þeim sem ung
hreifst af hugsjónum SÍBS. Maður
hennar, Ásberg Jóhannesson, kenn-
ari, var einn af stofnendum SÍBS
og fyrsti gjaldkeri Reykjalundar.
Því starfi, auk annarra trúnaðar-
starfa fyrir samtökin, gegndi hann
til dauðadags 13. september 1955.
Guðrún fylgdist líka mjög vel
með málum SIBS og sat flest þing
sambandsins. Hún hafði sínar
ákveðnu skoðanir og starfaði sam-
kvæmt þeim.
Hún andaðist á Reykjalundi 15.
apríl sl.
Veri góð vinkona kært kvödd.
Við söknum hennar léttu lundar og
þægilegu umgengni.
Samstarfsfólk SÍBS