Morgunblaðið - 29.04.1987, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987
46
félk í
fréttum
Ljón og ljónynjur
egar haldið var upp á 30 ára
afmæli Lionsklúbbs Borgar-
ness á Hótel Borgarnesi nýlega
héldu Lionessurnar í Borgarnesi um
leið stofnskrárhátíð sína, en þær
fstofnuðu sinn klúbb í janúar sl. og
hlaut hann nafnið Lionessuklúbbur-
inn Agla, Borgarnesi. Á þessari
afmælis- og stofnskrárhátíð sáu
ljónynjurnar um skemmtiatriði og
brugðu þær sér þá í ýmis hlutverk
og gervi. Eitt atriðið hét „Eróbikkj-
urnar“ og annað „Bera btjóstgóða".
Vöktu ljónynjurnar verðskuldaða
athygli þetta kvöld fyrir hressileg
og nýstárleg skemmtiatriði.
TKD
Lionessur á stofnskrárhátíð.
I'.
K
Dolly Parton
20 kílóum
síðar
Söngkonan Dolly Parton, sem orð-
in er 41 árs gömul, olli töluverðu
fjaðrafoki nýlega er hún boðaði til
blaðamannafundar og í ljós kom að
hún hafði létst um hvorki meira né
minna en 18-22 kíló. Parton sem er
mjög smávaxin hefur um árabil verið
fremur þybbin og neitaði því stað-
fastlega að veikindi hefðu valdið því
að hún lagði af. Sagðist hún hafa
fundið sjálf leið til að grennast eftir
að hafa árangurslaust reynt ýmsa
megrunarkúra. Hefði hún borðað
mörgum sinnum á dag, en lítið í einu
og hefði virkilega reynt á viljastyrk-
inn, sérstaklega til að byija með, á
meðan líkaminn var að venjast því
að fá minna magn af mat en venju-
lega. Hefðu þessar aðgerðir staðið
yfir í 3 ár, þótt ekki hefði hún verið
að vekja athygli á þeim fyrr. Ekki
sagðist hún ætla að gefa út bók með
megrunarráðleggingum á næstunni.
Að vísu hefðu margir bókaútgefendur
þegar haft samband við hana og einn-
ig fyriitæki er vildu að hún auglýsti
vörur frá þeim, en öllu slíku hefði
hún’ hafnað í bráð. Nú væru á döf-
inni hjá sér gerð nýrra sjónvarpsþátta
og hljómplatna. Parton er nýkomin
úr 5 vikna hljómleikaferð um Ástr-
alíu með Kenny Rogers og sagðist
mjög ánægð með þá ferð. Hún sagð-
ist hafa fengið mörg tilboð um að
leika í kvikmyndum m.a. í nokkurs
konar framhaldi af myndinni frægu
„9 til 5“, en ekki hefði hún haft áhuga
á því.
Morgunblaðið/Theodór.
Ein ljónynjan brá sér í gervi „Beru bijóstgóðu“ og dansaði nokkur
spor í salnum við feikigóðar undirtektir ljónanna.
Rcuter.
Betur fór en á horfðist fyrir spænska nautabananum, Espartaeo,
sl. laugardag í Sevilla, er 490 kg. naut er hann var að fást
við, kastaði honum hátt í loft upp. Nærstaddir nautabanar og aðstoð-
armenn komu Espartaco þegar til hjálpar og slapp hann með
smámeiðsl og skrekkinn í þetta sinn.
Reuter
Betur fór en á horfðist