Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 53

Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 53 Æfingagalli úr glansefni frá Henson. Þunnur tvískiptur gaiii frá Henson. af erlendum aðilum. Svo hefur allt- af verið draumurinn að auka við útflutninginn gera þátt hans í fyrir- tækinu enn stærri," segir Halldór, en hann hefur flutt talsvert út á Evrópumarkað, aðallega á sl. þremur árum og hyggst nú reyna fyrir sér á Bandaríkjamarkaði. „Ég geri mér að vísu engar grill- ur um Bandaríkjamarkaðinn, en ef það dæmi gengur upp verðum við að láta framleiða í auknu mæli erlendis því við myndum ekki anna því hór, auk þess sem það bara borgaði sig ekki. Það þýðir ekki að standa á móti þróuninni og hún er sú að hingað er fluttur inn fatn- aður sem er margfalt ódýrari í framleiðslu en það sem við erum að framleiða hér og sömu sögu er að segja frá löndunum í kringum okkur. Við verðum að geta boðið upp á vöruna á sambærilegu verði, án þess að það komi niður á gæð- um hennar og slíkt er hægt með þessu fyrirkomulagi. Enda má benda á það sem dæmi að önnur fyrirtæki gera þetta í auknu mæli erlendis, Puma til dæmis framleið- ir sjálft um 6% þess sem gert er undir merkjum þess, annað er framleitt fyrir þá." Scana h.f. hóf framleiðsu á Don Cano fatnaði 1980 og var þá eini aðilinn sem framleiddi eftir hönnun Jan Davidsson. I seinni tíð hafa svo fyrirtæí:; erlendis framleitt eftir sömu hönnun og merkjum, þannig að ekki er leiigur útflutning að ræða nú. „Við eigum líka fullt í fangi með það eitt að anna íslenska markaðnum," segir Herdís Björnsdóttir, en frá Don Cano koma árlega tvær línur, vetr- arfatnaður og sumarfatnaður. Eru um 6.500 flíkur framleiddar fyrir sumarið nú í 13 mismunandi gerð- um, tíu þeirra eru í settum og svo þrjár tegundir af stökum flíkum. Fyrir veturna er svo framleitt í ámóta miklu magni, bæði af sett- um, útigöllum og svo úlpum. Að sögn Herdísar eru það oft- ast tvær, þrjár týpur sem slá í gegn í hvert sinn, en hún kvað þá breytingu hafa orðið á, að nú væru flíkurnar framleiddar í mismunandi miklu magni, ein gerðin í t.d. 1000 stykkjum og önnur í 200, „til að allir verði ekki eins. Við höfum stundum heyrt að fólki finnst allt of margir sjást í samskonar fatn- aði og þetta er liöur til að koma til móts við þá þróun. Don Cano fatnaðurinn þekktur fyrir að vera litríkur og áberandi og eðlilega vill fólk ekki sjá aðra hverja mann- eskju í samskonar fötum," segir Herdís. Talandi um liti, tekur hún undir það að ákvörðum um þá geti verið nokkuð flókinn, en Scana h.f. fram- leiðir úr ítölskum efnum sem þarf að panta meö talsverðum fyrir- vara. „Erlendis má sjá kannski mjög marga liti í gangi í einu, en hér verða oft tveir eða þrir ofan á og aðrir hreyfast ekki. Því er það alltaf dálitill höfuðverkur að ákveða liti fram í tímann, en það dæmi hefur þó alltaf gengið upp, ekki síst vegna þess að eitt af aðals- merkjum Don Cano er litadýrð og frískandi litir." Enn um liti. Halldór Einarsson bendir á það sem hann kallar eitt af höfuðbaráttumálum íslensks fataiðnaðar nú, sem er sameigin- leg litunarverksmiðja og telur hann að tilkoma slíks fyrirtækis væri stór áfangi að bættri samkeppnis- aðstöðu islensks fataiðnaðar. „Að vísu eru það alltaf klassískir grunn- litir í keppnisfatnaði sem gilda, hvítt, rautt og dökkblátt, sem er líklega mest notaði liturinn," segir Halldór. „En þegar komið er út í sportfatnað, þá gilda önnur lög- mál. Því held ég að þá fyrst verði samkeppnishorfur okkar orðnar vel viðunandi, þegar litunarverk- smiðja verður fyrir hendi." En hvað sem verður um liti og litun íþróttafatnaðar í framtíðinni, þá er Ijóst af myndunum hér að litagleðin er ríkjandi í íslenska íþróttafatnaðinum og við látum myndirnar tala sínu máli. Samantekt/Vilborg Einarsdóttir Myndir/Árni Sæberg NBA-deildin íkörfubolta: Úrslitakeppnin hafin Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum SEXTÁN liða úrslit í NBA-deild- inni hófust í síðustu viku. Flestir spá þvf að það verði stórliðin Boston Celtics og Los Angeles Lakers sem komi til með að leika til úrslita um heimsmeistaratitil- inn. í úrslitakeppninni er liðunum skipt í fjóra riðla, tveir í austur- deild og tveir í vesturdeild. í 1. riðli austurdeildar leika Boston, Chicago, Milwaukee og Fhiladelp- hia. í 2. riðli leika Atlanta, Indiana, Detroit og Washington. í 1. riðli vesturdeildar leika Lakers, Denver, Utah og Golden State. í 2. riðli leika Dallas, Seattle, Portland og Houston. Jordan stigahæstur Stigahæstur á þessu keppn- istimabili eftir unankeppnina var Michael Jordan hjá Chicago með 3041 stig, en það er í þriðja sinn í sögu NBA sem leikmaður kemst yfir 3000 stiga múrinn. Jordan var lang stigahæstur, skoraði að með- altali 37,1 stig i leik. Sá sem hefur tekið flest fráköst er Charles Bar- kley frá Fíladelfíu, að meðaltali 14,6 fráköst í leik, en hann er minnsti leikmaður í sögu NBA sem hefur unnið frákastatitilinn. Það ser svo Johnson frá Los Angeles sem hefur átt flestar stoðsending- ar í vetur. Hann aðstoðaöi að jafnaði við 12,2 körfur í leik. Jabbar hefur gert 36.432 stig Kareem Abdul Jabbar hefur skorað flest stig allra í NBA-deild- inni frá upphafi, 36.432 stig, Wilt Chamberlain kemur næstur með 31.419. Síðan koma Julius Erving með 29.921, Dan Issel með 27.482 og Elvin Hayes með 27.313 stig. Fjölgað ÍNBA Ákveðið hefur verið að fjölga í NBA-deildinni um fjögur lið fyrir árið 1989 og verða þau þá 27. Charlotte og Miami munu koma inn í keppnina 1988 og Orlando og Minneapolis 1989. H ■■■korfubolti • Mikill stærðarmunur er á þessum tveimur köppum sem leika í NBA-deildinni. Spud Webb, Atlanta, er minnsti leikmaður deildarinn- ar, en Manute Bol, Washington Bullets, sá hæðsti. Keppni fyrir alhliða skíðamenn í Bláfjöllum A sunnudaginn fer fram tvíkeppni, svig og ganga, á vegum Skíðaráðs Reykjavíkur í Bláfjöil- um. Þetta verður í þriðja sinn sem þessi skemmtilega keppni fer fram og er hún haldin til minning- ar um Harald Pálsson skíða- kappa. Keppni þessi hefur mælst mjög vel fyrir hjá alhiða skíðamönnum. Fyrst er keppt í léttri svigbraut og síðan í göngu. Samanlagður árangur ræður úrslitum. Keppt verður í eftirfarandi flokk- um; 12 ára og yngri, 13—16 ára, 17—34 ára, 35—49 ára og eldir en 50 ára í bæði karla og kvennaflokki. Konur Víkingur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í kvöld k|. 20 í félagsheimilinu við Hæðar- garð. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. börn og öldungar ganga 2,5 km en aðrir 5 km. Keppt er um veglegan farand- bikar sem gefin var til minnigar um Harald Pálsson skíðakappa. Keppnin er öllum opin og ættu skiðamenn að slá til og reyna sig í svo nýstárlegri keppni. Skráning fer fram við Borgar- skálann í Bláfjöllum kl. 12. Keppni hefst kl. 13.00. Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins miðviku- daginn 22. apríl um sundfólk í mikilli framför slæddist inn villa varðandi verðlaun á alþjóðlega sundmótinu í Edinborg um pá- skana og er það hér með leiðrétt. Ragnheiður Runólfsdóttir varð i 4. sæti í 200 metra bringusundi og í 2. sæti í 100 metra bringusundi, en Eðvarð Þór Eðvarðsson hlaut tvenn gullverðlaun, hann varð fyrstur í 200 metra baksundi og í 100 metra baksundi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Skíði: Þeir elstu spreyta sig í keppni MEISTARAKEPPNIN í alpa- greinum, sem er skíðamót fyrir 30 ára og eldri „öld- unga“, verður haldið í Bláfjöll- um helgina 9. til 10. maí. Mót þetta hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár hjá eldri skíðaköppum sem láta sig aldr- ei vanta. Keppt er í mörgum flokkum, 30—35, 36—40 og svo framvegis. Keppendur eiga að mæta föstudaginn 8. maí kl. 20.30 í Þórskaffi þar sem mótið verður sett og keppendur hittast. Keppni hefst síðan með stór- svigi á laugardag kl. 12. og síðan er svig á sunnudag á sama tíma. Á laugardagskvöld verður komið saman í Þórskaffi þar sem verðlaun verða afhent. Þátttaka tilkynnist til Arnórs Guðbjartssonar í síma 91-82922.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.