Morgunblaðið - 29.04.1987, Side 54

Morgunblaðið - 29.04.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 4 i * II i * j ji ' 1 I ■I txo Bjarni Sigurðsson á æfingu í gær. Morgunblaðið/Símamynd/B. Valsson Verður örugglega mikið að gera - sagði Bjarni Sigurðsson, markvörður BJARNI Sigurðsson, aðalmark- vörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu mun trúlega hafa nóg að gera f leiknum gegn Ný aðferð til að ná and- anum upp: (Þama lástu i því! Þetta er bara auglýsing, en nú ertu oröinn svo forvitinn að þú verður að lesa áfram): Firma- og hópakeppni Aftureldingar í utanhúss- knattspyrnu verður haldin við íþróttahúsið að Vamná helgina 2.-3. maí. 7 manns verða í liði, 5 lið í riðli og skiptimenn að vild. Aðstaða er góð og við erum búnir að panta gott veður. Núna er tækifærið til að fá mannskapinn saman og ná gamla vinnu- eða (ungmenna) félagsandanum upp í léttum leik. Símsvarí í síma 667406 tekur við þátttökutilkynningum all- an sólarhrínginn. Nánari upplýsingar fást hjá Jóhanni Pétri, s. 641488 eða Herði, s. 621177. Knattspymu- deild U.M.F. Þar sem knatt- spyrna er list... Frökkum f kvöld. Ef til vill mun enginn ísiensku leikmannanna hafa meira aö gera en einmitt hann. Hvað heldur Bjarni, verður þetta erfiður dagur? „Frekar á ég nú von á því já, en hvort það verður mest að gera hjá mér af öllum leikmönnum veit ég ekki. Ég hleyp í það minnsta ekki mest í leiknum. Það er á hreinu," sagði Bjarni brosandi. „Það er mjög líklegt að ég hafi meira að gera í kvöld en á Laugar- dalsvellinum í haust þegar við lékum við þá. Þeir eru á heima- velli og ég reikna frekar með því að þeir taki á móti okkur mun fram- ar á vellinum og setji þannig meiri þrýsting á vörnina. Þeir eru undir miklum þrýstingi með að ná góð- um úrslitum, því þeir hafa ekki skorað mark í síöustu fjórumlands leikjum, og gera það ekki í kvöld," sagði Bjarni og glotti. „í alvöru talað, þá er það alltaf markmið mitt að halda hreinu og ef mér tekst það er ég ánægður með mína frammistöðu, en ekki er víst að markmið liðsins hafi náðst því leikurinn getur endað með jafntefli, þó ég fái ekki á mig mark. Ég reikna með að við leikum svipað og heima, við verðum þó að fara okkur enn hægar nú. Við erum á útivelli og verðum að haga okkursamkvæmt því. Skyndisóknir okkar geta verið hættulegar og þeir Arnór og Pétur eru stórhættu- legir frammi og þurfa ekki mörg tækifæri til að skora." - Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik sem þennan? „Ég undirbý mig alltaf á svipað- an hátt. Ég reyni að ná góðu andlegu jafnvægi og hugsa ekki mikið um andstæðingana. Ég veit þó vel að við erum að fara að leika gegn Platini, og fleiri snillingum, og að hann er hættulegur þegar hann nálgast vítateiginn, en ég hugsa ekkert sérstaklega um hvernig ég eigi að bregðast við ef hann reynir eitt af sínum frægu skotum. Mitt eina markmið er að halda hreinu!" sagði Bjarni að lok- um. Evrópukeppni U-21: Danir sigruðu DANIR unnu Finna 1:0 í gær- kvöldi í Evrópukeppni landsliða skipuð leikmönnum 21. árs og yngri. Leikurinn fór fram f Finn- landi, en þessar þjóðir eru með íslendingum í 6. riðli og eru Dan- ir og Tékkar efstir f riðlinum með 5 stig. Önnur úrslit urðu að Albanía og Austurriki gerðu 1:1 jafntefli í 1. riðli, sömu úrslit urðu í leik írlands og Belgíu í 7. riðli, en ekkert mark var skorað í leik Tyrklands og Eng- lands í 4. riðli. Þá sigruðu Hollendingar Vest- ur-Þjóðverja 3:1 í 8. riðli, Grikkland vann Pólland 2:0 í 5. riðli og Sovét- menn unnu Austur-Þjóðverja 2:1. Auðvitað er skrekkur í mér - sagði Sævar Jónsson um leikinn í kvöld Frá Skúla Unnari Sveinssyni blaðamanni Morgunblaösins f París „AUÐVITAÐ er smávegis skrekk- ur í mér fyrir þennan leik, en engu að síður leggst hann vel í mig og okkur alla. Við erum orðn- ir svo sjóaðir f þessu,“ sagði Sævar Jónsson, varnarmaður úr Val, aðspurður um hvernig hon- um iitist á leikinn gegn Frökkum f Evrópukeppni landsliða sem fram fer í París f kvöld. „Það þýðir ekkert að vera með einhverja hræðslu fyrir leikinn, en hins vegar er ekki hægt að neita því að ég hef dálitlar áhyggjur af því hversu lítið ég og aðrir sem leika á íslandi, höfum leikið í vet- ur. En það er vandamái sem við verðum að lifa með. Tímasetningin á leiknum er ekki eins og helst væri á kosið, en við verðum að sætta okkur við það. Það hjálpar mér að vísu mikið að við Valsarar vorum í æfingaferð í Hollandi fyrir stuttu, þannig að ég er ekki að koma á grasvöll í fyrsta sinn á keppnistímabilinu. Samt sem áður er ég dálítið smeykur við þetta, sérstaklega ef völlurinn verður þungur. Annars held ég að ef okkur takist að halda tuðrunni nógu vel og mikið og spila út úr vörninni geti þetta gengiö nokkur vel. Frakkar munu ábyggi- lega pressa okkur talsvert meira í vörninni en þeir gerðu þegar við lékum við þá heima, en vonandi bakka þeir eins og þeir eru vanir þannig að við fáum meiri tíma." Talsvert er rætt um að Frakkar séu hættir í þessarri keppni. Þeir sjái að þeir eigi ekki möguleika á sigri í riðlinum og ætli því bara að njóta þess að leika knattspyrnu. Hvað segir Sævar um þetta? „Þetta er nú bara ein leið til að fá þá til að slappa af fyrir leikinn þannig að þeir séu betur undirbún- ir en ella. Frakkarnir vanmeta okkur ábyggilega ekki, það væru skrýtnir atvinnumenn sem gerðu það, eftir jafntefli í fyrri leiknum! Ég held að við ættum að geta riáð nokkuö góðum úrslitum í þessum leik og með góðum úrslit- um á ég við eitt stig að minnsta kosti. Jafntefli væri gott og sigur auðvitað alveg frábær. Við erum hér að sjálfsögðu til að vinna (7-9-13), en Frakkar eru mjög sterkir og því er ef til vili raun- hæfara að tala um eitt stig," sagði Sævar Jónsson, en á hann mun reyna mikið í leiknum í kvöld ef að líkum lætur. Josép-Pouré með á ný Frá Skúla Unnari Sveinssyni bladamanni Morgunblaösins f París í KVÖLD mun franski leikmaður- inn Josép-Pouré leika á ný með franska landsliðinu, eftir rúmlega eins og hálfs árs fjarveru vegna meiðsla. Eftir þetta erfiða tímabil og aðeins þremur mánuðum eftir að hann hefur hafið að leika að nýju er hann semsagt kominn í bláu treyj- una og tilbúinn aö heyja sinn ellefta landsliðsleik. Endurkoma Pouré hefur komið mörgum á óvart og um það segir hann eftirfarandi: „Lið Bordeoux er geysigott um þessar mundir. Við höfum spilað mjög marga leiki á stuttu tímabili og margir þeirra hafa verið gegn nokkrum af sterk- ustu liöum Evrópu. Þetta hefur hjálpað til þess að ná mér á strik, þannig að það kemur mér lítið á óvart að hafa verið valinn.Ég von- aði það alltaf og fyrst svo er þá er það vegna þess að ég verð- skulda það." Josép-Pouré er 26 ára og var, áður en hann meiddist, ein af aðal- driffjöðrum Nantes og franska landsliðsins. Honum var m.a. spáð miklum frama á HM í Mexico, en örlögin sáu til að svo fór ekki, þar sem hann meiddist með Nantes í Evrópuleik gegn Inter Mílanó í mars 1986. En þrátt fyrir þetta áfall hefur Josép ekki misst móð- inn. Reyndar segir hann sjálfur að margt hafi verið gott við meiðslin. Hann tók sér frí frá fótbolta og kynntist ýmsum nýjum hliðum á lífinu, sem og á sjálfum sér og á það leggur hann mikla áherslu: „Ég þroskaðist mikið á þessum tíma sem ég gat ekkert leikið, ég fór að gera mér grein fyrir tak- mörkum mínum. Ég hef líka gert með grein fyrir því að ég hef næg- an tíma, ég er einungis 26 ára og mun vel geta leikið þar til ég verð 35 ára. Það er margir sem hafa gert það og af hverju ekki ég." Josép hefur sem sagt fundið sitt gamla og góða keppnisskap og verður því fróðlegt að fylgjast með honum í kvöld, sem og í fram- tíðinni. Getraunir: Tvær tólfur f 36. leikviku íslenskra getrauna komu fram tvær raöir með tólf réttum leikjum og er vinningurinn fyrir hvora röð 196.580 krónur. Ellefu réttir gáfu 12.035 krónur, en raðirnar voru fjórtán. Lengi vel leit út fyrir að aðeins ein röð kæmi fram með tólf réttum leikjum, en út úr siðasta búntinu kom sú síðari. Starfsári íslenskra getrauna lýk- ur 9. maí og eru því aðeins tvær leikvikur eftir að þessu sinni, en getraunirnar byrja síðan aftur í ágúst. 1X2 •O 'o (0 Z c 3 Ol O 5 > Q c c E P c .c *> s a Dagur ■O & 1 m £ cc Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 2 4 Arsenal — A. Villa 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Charlton — Luton X X 2 X 1 X 2 — — — — — 1 4 2 Chelsea — Leicester 1 1 X 2 1 1 1 — — — — — 5 1 1 Coventry — Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 — — — 0 0 7 Man.Utd. — Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1 7 _ Nott.For. — Tottenham 2 X X 1 2 2 X __ __ 1 3 3 Oxford — Norwich 1 X 1 2 X 1 1 _ 4 2 1 Sheffield Wed. — QPR 1 x 1 X X 3. 4 0 Watford — Southamoton 1 1 1 1 1 1 1 2 0 0 Wnst Ham — Newcastln 1 1 2 X X X 1 a 3 1 Derbv — Leeds 1 1 X 1 1 2 1 5 1 1 Oldham — Plymouth 1 1 1 2 1 X 2 4 1 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.