Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 23 Sundkonan Lynn Cox; Slær Gretti sterka við Synti yfir Mývatn 1985, nú milli heimsálfa LYNN Cox, bandaríska sund- konan, sem synti yfir Bering- simd milli Alaska og Siberíu á föstudaginn, er íslendingum ekki með öllu ókunn. Hún kom hingað til lands fyrir réttum tveimur árum og synti þá þvert yfir Mývatn þann 14. ágúst. Samkvæmt fréttum af þessu nýjasta sundafreki Cox svipar því um margt til Mývatnssundsins. Leiðin, sem Cox synti yfir Mývatn var um sjö kflómetrar og vatnið fímm gráða heitt, ef heitt skyldi kalla. Sunddrottningin lét þá svo um mælt að þetta væri kaldasta og erfíðasta vatn, sem hún hefði synt í um dagana. Beringssundið var um hálfri gráðu heitara en Mývatn, en vegalengdin, sem Cox synti, er svipuð, um sjö kflómetr- ar. Cox sjmti frá bandarfsku eyj- unni Litlu Díómede til hinnar sovésku Stóru Díómede. Stysta vegalengd milli eyjanna er fjórir kflómetrar, en straumar báru hana nokkuð af leið, svo sundið lengdist um eina þijá kflómetra. Það tók afrekskonuna tvær klukkustundir og tólf mínútur að skutlast milli heimsálfanna, þrem- ur mínútum lengur en að komast frá Geiteyjarströnd að Vagn- brekku í Mývatnssveit. Cox er engin smásmíði. Hún er rúm níutíu kfló að þyngd og þar af eru um fjörutíu hundraðs- Sunddrottningin hefur greini- lega ánægju af þvi að synda í vatni, sem öðrum dytti tæpast í hug að vaða í. sund milli Evrópu og Afrflcu, Messínasund, Bosporus, höfín þijú í Kína og Yamanaka-vatnið í Japan. Sextán ára gömul setti hún hraðamet yfír Ermarsund sem enn stendur, og hún hefur synt yfír Eyrarsund milli Dan- merkur og Svíþjóðar, þar sem hún segist hafa hitt fyrir marglyttur á stærð við öskutunnulok. Cox hefur oft á tíðum slegið karlpeningnum við í sundafrekum sínum, til dæmis hefur enginn slegið hraðamet hennar yfír Erm- arsund og hún synti yfír Berings- sundið fyrst manna. Fomkappar íslendinga á borð við Gretti sterka Ásmundarson, sem þóttu fremja ofurmannleg sundafrek, verða meira að segja hálfhjákátlegir í samanburði við þessa þriflegu Kalifomíustúlku, sem varla léti sig muna um svo sem eins og eitt Drangeyj arsund. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Cox á sundi í Mývatni i fylgd björgunarsveitarmanna. „Ég reyndi að hugsa ekki um kuldann, held- ur um það hvað vatnið væri fallegt og eyjarnar, sem spegluðust í því,“ sagði hún er hún hafði lokið sundinu fyrir tveimur árum. hlutar fita. Einhver væri líklega farinn að gera örvæntingarfullar tilraunir að ná þessum ósköpum utan af sér, en Cox hefur lagt sérstaklega upp úr því að fitna, þar sem fítan er hin besta ein- angrun, er synt er í köldu vatni. Cox notar enda aldrei hlífðarbún- ing. Er hún steig á land á Stóru Díómede á föstudaginn var líkamshiti hennar kominn niður í 34,5 gráður, sem að sögn lækna er alveg á mörkum þess sem mannslíkaminn þolir án þess að krókna úr kulda. Á sundinu naut Cox fylgdar vísindamanna, sem fylgdust stöð- ugt með líkamshita hennar. Þeir vonast til að öðlast aukna vitn- eslq'u um kuldaþol mannslíka- mans af rannsóknum sínum á Cox. Sundferill Lynn Cox er við- burðaríkur í meira lagi. Þegar hún kom til íslands fyrir tveimur árum var hún á hnattferð, þar sem hún synti meðal annars yfír Gíbraltar- f Þú ættir að leggja nýja póstnúmerið vel á minnið svo þú getir notað það næst þegar þú sendir bréf í hverfið. Með því móti sparast tími og fyrir- höfn og þú flýtir fyrir sendingunni. PÓSTUR OG SÍMI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK Ný söludeild 5amhliða nýja póstútibúinu munum við opna söludeild í Kringlunni. í söludeildinni verða á boðstólum fjöl- margar tegundir vandaðra símtækja og annarbúnaður tengdur síma. Auk þess mun söiudeildin veita símnotend- um alla þjónustu varðandi nýja síma og flutning á símum. Mundu nýja póstnúmerið 103 og fyrir pósthólf 123. Nýtt pósthús. íj að er íleira nýtt á þessum slóðum. ST Þann 13. ágúst nk. opnum við nýtt póstútibú í Kringlunni. Það verður í vist- legu umhverfi og mun veita alla alm- enna póstþjónustu auk póstfaxþjónustu. Afgreiðslutíminn verður virka daga frá kl. 8.30 til 18.00. Við bjóðum þig vel- komin í nýja póstútibúið okkar. OG N/ESTA NAGRENNI HEFUR FENGIÐ PÓSTNÚMERIÐ103 GOTT FÖLK / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.