Morgunblaðið - 11.08.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 11.08.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 45 GuðlaugR. Ulfars dóttir — Minning Fædd 13. ágúst 1952 Dáin 4. ágúst 1987 í dag er kvödd hinstu kveðju frá Fossvogskapellu Guðlaug Ragn- hildur Úlfarsdóttir. Þegar ég hugleiddi að mér fannst þetta ótímabæra, sorglega fráfall Guð- laugar flugu gegnum huga minn orð úr minningu ritaða af þjóðskáld- inu okkar Bjama Thorarensen. „Engan ofsnemma hinn alvitri kallar, sá ungur andast er ungur fullorðinn." Eg þekkti ekki ætt eða uppruna Guðlaugar. Hún var fædd í Reykjavík 13. ágúst 1952. Dóttir hjónanna Hrefnu Svövu Þorsteins- dóttur og Úlfars Kristjánssonar. Föður sinn missti Guðlaug ung að árum. Eftirlifandi manni sínum, Hinrik Sigurjónssyni, vélstjóra, giftist hún 7. desember 1974. Þau eignuðust tvö böm, Úlfar fimmtán ára og Ruth 12 ára, en þeirra er nú missirinn mestur því Guðlaug var góð og þroskuð móðir og megi þeir kostir er hana prýddu geymast með afkomendum hennar um ókom- in ár, þá er vel. Kynni okkar Guðlaugar vom stutt en mér ógleymanleg. Þau hóf- ust er hún réðst á tölvudeild Borgarspítalans fyrir tæpum þrem- ur ámm. Guðlaug var sterkur persónuleiki, sem lítið fór fyrir, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Samstarf okkar varð ef til vill meira en til stóð, því við unnum ekki á sömu deild, en starf- ið tengdist hins vegar. Það var vegna óvenjulegra mannkosta Guð- laugar, sem alltaf var boðin og búin að rétta hjálparhönd. Þegar mikið var að gera þá kom hún inn með sinni venjulegu hógværð og yfirlætisleysi, rétti hönd án þess að neitt bæri á. Hún var mannasættir. Fyrir tveim ámm dró svo ský fyrir sólu þegar Guðlaug veiktist af þessum voveiflega sjúkdómi, sem að lokum varð henni að bana. Hún gekkst undir uppskurð fyrir um það bil tveim ámm, mætti fljótlega til vinnu. Vonir vom bundnar við bata, hún var samt undir læknishendi en aldrei heyrðist æðmorð. Að síðustu var hún orðin illa haldin og sú vitn- eskja flögraði vissulega að manni, að nú væm henni skammtaðir færri dagar til átaka en til stóð, þó kom það aldrei fram í hennar dagfari. Að leiðarlokum þakka ég Guð- laugu af alhug samvinnuna, hjálp- ina og síðast en ekki síst hið góða viðmót. Harmur hinna nánustu er meiri en svo að viðhöfð verði innantóm orð. Drottinn leggur líkn með þraut, ég bið Guðsblessunar og votta sam- úð mína. Ágústa Júlíusdóttir Blómastofa Friófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Það er erfitt að sjá vinkonu sína í blóma lífsins hverfa á brott úr þessari jarðvist, aðeins 35 ára. Gulla, eins og við vinkonumar köll- uðum hana ávallt, var einstaklega geðug og æðmlaus. Hún barðist við skæðasta sjúkdóm sem heijar á fólk og síðustu tveir mánuðimir vom mjög erfiðir — en hún Gulla dó sem hetja. Gulla var okkur kær vinur, sem við tregum mjög — en við sem trú- um á lífið en ekki dauðann eram sannfærðar um að Gulla er nú á þeim ódáinsökmm lífsins þar sem kærleikur guðs ríkir. Við vitum að eitt sinn skal hver deyja. — Við vinkonur hennar minnumst hennar með þökk og virðingu, fyrir allar þær ógleymanlegu stundir sem við áttum saman. Foreldrar Guðlaugar vom Hrefna Svava Þorsteinsdóttir og Úlfar Kristjánsson. Ung missti hún föður sinn en móðir hennar giftist aftur, Eyjólfi Arthurssyni. Guðlaug giftist Hinrik Siguijóns- syni, og eignuðust þau tvö böm; Ulfar f. 1972 og Ruth f. 1975. Við vinkonur Gullu sameinumst í bæn fyrir henni, bömum hennar, eiginmanni og öðmm ættingjum, við vottum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Guðlaugar vin- konu okkar. Birna og Sirrý Við kynntumst henni fyrst fyrir ellefu ámm. í Arahólana vom ung- ar fjölskyldur að flytja inn og hefja sinn búskap. Um stigaganga hljóm- uðu hlátrasköll barna og húsið iðaði af lífi og gleði. í þessum mikla fjölda sem þama bjó vakti athygli okkar ung kona sem með öðmm störfum annaðist umsjón og rekstur hússins. Hún var glaðleg, full af lífsorku og krafti og hafði mikið að gefa. Hún hét Guðlaug Úlfarsdóttir, eða Gulla, eins og hún var kölluð. Hún var dóttir hjónanna Svövu Þorsteinsdóttur og Úlfars Kristj- ánssonar. Ung að ámm missti Gulla Úlfar föður sinn, en móðir hennar giftist síðar Eyjólfí Arthúrssyni, sem alla tíð reyndist henni góður stjúpfaðir. Árið 1974 giftist hún Hinrik Sig- uijónssyni og eiguðust þau tvö böm, Ulfar, f. 6. apríl 1972 og Ruth, f. 11. maí 1975. Þessi kynni í Arahólunum leiddu síðan til góðrar vináttu við þau Gullu og Hinrik, vináttu, sem hefur verið einlæg og tær alla tíð. Við höfum lært margt af þeim og þau hafa fært okkur heim sanninn um að stöðugt megi bæta mannlífíð þó það sé gott fyrir. Hjá Gullu sat umhyggja fyrir öðmm ætíð í fyrir- rúmi, sama hvort um var að ræða unga eða gamla. Við minnumst hvemig hún hlúði að afa sínum og ömmu á Mýrargötunni, hvemig hún af lífi og sál fylgdist með áhugamál- um bama sinna, Úlfari í fótbolta og Ruth í fímleikum, og hve hún ávallt sýndi ræktarsemi og stuðning við tilvem og vellíðan annarra. Hún hafði mikið að gefa og var alltaf reiðubúin til hjálpar án þess að ætlast til nokkurs sér til handa. Lífið virtist brosa við þeim. Ifyrir nokkmm ámm var flutt I stærri íbúð í Seljahverfi, fjárhagsáhyggjur vom að baki og allt virtist ætla að ganga fjölskyldunni í haginn. En þá syrti í álinn. Fyrir rúmlega tveimur ámm veíktist Gulla af illvígum sjúkdómi. í fyrstu var gef- in góð von um bata, von, sem við héldum öll í fram undir það síðasta. Lífsvilji og hetjuskapur Gullu var slíkur að enginn vildi trúa að barátt- an væri senn á enda. Þann 12. júlí síðastliðinn fékk Gulla að fara heim af sjúkrahúsinu til að halda upp á þijátíu og fimm ára afmæli sitt. Við munum lengi minnast þessa yndislega dags. Reisn hennar og trú var mikil og hún naut þess af heil- um hug að geta verið heima í stofu með fjölskyldu sinni og vinum. Hún var sjálfri sér lík sem áður, hún gaf okkur hinum styrk, styrk og trú, sem við munum varðveita með okk- ur og hafa að veganesti um ókomna tíð. Við stöndum nú álút og þögul með söknuð í hjarta, en full þakk- lætis fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Blessuð _sé minning hennar. Hinrik, Úlfari og Ruth og öðmm aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð. Helga og Bjössi í dag kveðjum við samstarfsmann okkar Guðlaugu R. Úlfarsdóttur. Við kynntumst henni fyrir tæpum 3 áram er hún hóf störf við sjúkl- ingabókhald Borgarspítalans. Þó kynningin hafi ekki verið löng þá var hún góð og Guðlaug var þeim eiginleikum gædd að maður gleym- ir ekki svona stúlku. Allt var gert strax og hún var beðin um það og stundum hafði maður á tilfínningunni að það sem þú baðst um í dag hefði verið gert í gær. Allt samt í rólegheitum. Við samstarfsfólk hennar höfum fylgst með sjúkdómsbaráttu hennar í tvö ár sem hún bar þó mjög vel. Dáðumst við að því hvað hún var alltaf hress og gat gert að gamni sínu því alltaf mætti hún til vinnu, hvemig sem liðanin var, þar til fyr- ir 2 mánuðum að hún lagðist inn á sjúkrahús. Eftirminnilegt er þegar við heim- sóttum hana á 35 ára afmælinu hennar, 13. júlí, þá var hún svo glöð og sagði að hún væri bara eins og prinsessa, allir stjönuðu við hana, bæði heima og á sjúkrahús- inu. Við sendum manni hennar, böm- um og fjölskyldu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Samstarfsfólk á Borgarspítala Lregsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Eiskulegur sonur minn, faðir okkar, vinur minn, bróðir okkar og mágur, ÚLFAR GARÐAR RAFNSSON, framreiðslumaður, Máshólum 6, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður frá Gufunesskirkjugarði. Svanfriður K. Benediktsdóttir, Svanfríður K. Úlfarsdóttir, Heba Úlfarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Ágúst Jónsson, Sigurborg Sveinbjörnsdóttir, Anna J. Rafnsdóttir, Ásdis L. Rafnsdóttir, Elfnborg J. Rafnsdóttir, Aðalheiður A. Rafnsdóttir, Edda M. Rafnsdóttir. Birna Geirsdóttir, Jón K. Guðbergsson, Gylfi Ingólfsson, Ólafur Gunnarsson, Stefán Unnarsson, Gunnar Vilhjálmsson, t Útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, PÉTURS DANÍELSSONAR, Svalbarði 4, Hafnarfirði, verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriöjudaginn 11. ágúst kl. 15.00. Jóna Eiríksdóttir, Danfel Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Guðmundur Frfmannsson, Sigrún Pétursdóttir, Jón Sveinsson, Daníel Pétursson, Oddgerður Oddgeirsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, PÉTURS PÉTURSSONAR, Selfossi, Ingibjörg Kjartansdóttir, Guðbjörg Pétursdóttir, Bœring Ólafsson, Sævar Pétursson, Þóra Björg Þórhallsdóttir,. Árni Pétursson, Ellen Fargas og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúö við andlát og útför PÁLS JÓNSSONAR frá ísafirði, Bjarney Samúelsdóttir, Herdfs Jónsdóttir Biering, Guðrún Jónsdóttir Björnson. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu hlýhug og vinsemd við andlát og útför ÁSTU JÓNSDÓTTUR. Anna S. Lúðvfksdóttir, Ólafur Tryggvason, Ingibjörg Lúðvíksdóttir, Gunnar Olafsson, Þorvaldur Lúðvfksson, Ásdfs Ólafsdóttir, börn og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem vottuðu minningu frænku okkar, SESSEUU ELDJÁRN, vináttu og viröingu við útför hennar að Tjörn í Svarfaðardal, mið- vikudaginn 5. ágúst sl. Ættingjar hinnar látnu. t Þökkum innilega auðsýndan hiýhug viö andlát og útför móöur minnar, ömmu og fósturmóöur, ÓLAFAR MARÍU SIGURVALDADÓTTUR. Hallfrfður Björnsdóttir, Marfa Bergmann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.