Morgunblaðið - 11.08.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987
Háttalag þingmanns
ÞEKJU KJÖRVARI þekur viðinn mjög
vel og ver hann óblíðri (slenskri
veðráttu. ÞEKJU KJÖRVARI hindrar
ekki eðlilega útöndun viðarins. ÞEKJU
KJÖRVARI hentar því vel á allar
viðartegundir.
Italski þingmaðurinn og nektar-
dansmærin Uona Staller er betur
þekkt undir gælunafninu Cicciolina,
sem mun þýða í lauslegri þýðingu
„hin litla bústna." Hún skelfdi
margan sómakæran mann og konu
með því að bera bijóst sín í tíma
og ótíma á meðan á kosningaslagn-
um til þings á Ítalíu stóð. Kannski
hefur hún þó haft jákvæð áhrif á
einhveija karlkyns kjósendur með
þessu háttalagi sínu, í öllu falli
komst hún inn á þing fyrir ítalska
kommúnistaflokkinn.
Einhveijir hafa kannski haldið
að Cicciolina myndi taka upp aðra
og betri siði þegar hún væri orðin
virðulegur þingmaður. En nú nýver-
ið var hún á ferð í Grikklandi í fjóra
daga í einkaerindum. Karusio
Ramba kollegi hennar, hvað sem
það nú þýðir, tók á móti henni á
flugvellinum í Aþenu. Gerðu stöll-
umar sér lítið fyrir og beruðu bijóst
sín báðar, til að efla samkenndina
sjálfsagt. Er því óhætt að búast við
að menn megi enn bíða lengi eftir
siðsamara háttalagi ítalska þing-
mannsins Cicciolinu, en kannski
hún hætti þessu þegar allir eru
orðnir leiðir á því.
Þekjandi viðarvörn |
GEGN
STEYPU
SKEMMDUM
t.
STEINVARI 2000_
hefur þá einstöku eiginleika aö
vera þétt gegn vatni i fljótandi
ástandi, en hleypa raka i
loftkenndu ástandi auðveldlega í
gegnum sig, tvöfalt betur en
heföbundin plastmálning.
Viljir þú verja hús þitt skemmdum -
skaltu mála meö
STEINVARA 2000.
ÖSA/SÍA
COSPER
— Þú gerðir mér bilt við, ég hélt að konan mín væri að koma.
til að hægt væri að filma þetta
magnaða atriði.
Mike Culling varð að leita inn í
frumskóga Sri Lanka til að útvega
Spielberg risapöddumar sem hann
vildi fá fýrir Indíana Jones og must-
eri dauðans. Barbara Carrera var
dauðhrædd við slöngur áður en tök-
ur á James Bond myndinni „Segðu
aldrei aftur aldrei" hófust. I henni
lék hún glæpakvendi eitt mikið sem
átti að eiga eitraðan snák að gælu-
dýri. Heimtaði hún í fyrstu að fá
að notast við gúmmísnák, en Mike
tókst að lokum að fá hana til að
nota einn raunvemlegan. Þegar
tökum lauk var hún orðin elsk að
snáknum og Mike segir að núna
eigi hún einn í raun og vem sem
gæludýr.
Meðal annarra mynda sem Mike
Culling hefur unnið við með ýmsum
dýrategundum em hryllingsmynd-
imar um Dr Phibes með leikaranum
Vincent Price, sem lét hin ógeðsleg-
ustu kykvendi drepa óvini sína, og
kvikmyndin Úlfadraumar, breska
meistaraverkið sem úlfar fara með
stór hlutverk í.
Mike viðurkennir að óhöpp geti
enn átt sér stað þegar dýrin em
látin leika í kvikmyndum, enda þótt
hann hafi unnið við þetta um
tveggja áratuga skeið, en engin
alvarleg slys hafi orðið enn. í einni
af Dr Phibes myndunum er atriði
þar sem sporðdrekar skríða yfíram
mann sem bundinn er í stól og
stinga hann til bana. Mike Culling
tók að sér glæfraleikinn. „Við vor-
um með tvo fulla kassa af sporð-
drekum," segir hann, „annan
kældan, því sporðdrekar stinga
mjög sjaldan kaldir, en hinn heitan
til að geta sýnt þá hlaupandi um
gólfíð. I flýtinum við að taka atrið-
ið upp var óvart hellt yfir mig
sporðdrekum úr heita kassanum.
Sagt er að sporðdrekastunga sé tíu
sinnum verri en stunga býflugu og
þeir stungu mig bæði í handlegg
og fótlegg."
HÖRPU ÞAKVARI
LÆTUR EKKI ÍSLENSK
VEÐUR Á SIG FÁ
Einstakt veðrunarþol. »
Ljósþolin litarefni.
Auðveldur og léttur í notkun.
Fjölbreytt litaval.
HAFÐU VARANN Á
Með HÖRPU þakvara er fátt sem
þakið ekki þolir.
HARPA gefur lífinu lit!