Morgunblaðið - 11.08.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987
51
Hvaða brýr eru á myndunum?
Þessar myndir eru úr mynda-
kistu Geirs G. ZoSga og óskað
er eftir upplýsingum um hvað
þær sýna. Mikilvægast er að fá
staðinn þar sem myndin var tek-
in en allar frekari upplýsingar
eru vel þegnar. Hafið samband
við Viktor Ingólfsson þjá Vega-
gerð rikisins í síma 91-21000 eða
skrifið.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
Síðbúin landgræðsla
Abending
til Félags
íslenskra
iðnrekenda
Ágæti Velvakandi.
í viðtali við Ríkisútvarpið sagði
Víglundur Þorsteinsson, formaður
Félags íslenskra iðnrekenda, að
þeir væru að auglýsa eftir fólki
erlendis til starfa hér á landi, en
svo væri komið að nokkur þúsund
manns vantaði í ýmis störf. Við
þessu er ekkert að segja nema að
það hlýtur að vera lágmarkskrafa
að fólk þetta sýni sakavottorð og
læknisvottorð og á ég sér í lagi við
eyðniprófun.
Undanfarin ár hafa tugþúsundir
manna frá arabalöndunum og
Tyrklandi hópast til Norðurlanda. A
vissu tímabili vantaði fólk og til
dæmis Danir tóku við þessu fólki.
En nú í dag vilja þeir losna við
þetta fólk sem þeir kalla lýð frá
arabalöndum. Ótal óhæfuverk hafa
þessir menn framið og nú nýlega
var 39 ára dönsk hjúkrunarkona
myrt. Morðinginn var frá írak, kom
fyrir tveimur árum sem flóttamað-
ur, þannig þakkaði hann fyrir sig.
ótal eiturlyQamál eru rakin til þess-
ara manna.
Ég skora á Félag íslenskra iðn-
rekenda að flytja ekki inn í landið
fólk, sem er lfklegt til vandræða,
eins og til dæmis „svartshallur" en
það kallar Svíinn fólk frá suðlægum
löndum.
Kristinn Sigurðsson
Nafn höfund-
ar féll niður
Nafn Sigfúsar B. Valdimarsson-
ar, höfundar greinarinnar „Hinn
eini sanni Guð“, sem birtist í Vel-
vakanda hinn 7. þessa mánaðar,
féll niður vegna mistaka. Er beðist
velvirðingar á þessum mistökum.
Til Velvakanda
Talsvert hefur saftiast af pening-
um vegna framtaks útvarpsstöðva,
að augiýsa og taka við íjármunum
til landgræðslu. Ekki er hægt annað
að segja en að þetta er virðingar-
vert framtak en framkvæmd
verksins er að mínum dómi mjög
vafasöm og furðar mig á land-
græðslumönnum að vinna verkið á
Burt með
refinn leiða
Þetta er svar til manns sem skrif-
aði grein undir nafnnúmeri 24. júlí
f Velvakanda um refinn þar sem
ég er ekki á sama máli og hann.
Blessuð lömbin bítur smá
— burt með refinn leiða —
því skal öllum þakkir tjá
sem þessum vargi eyða
IA.
þessum tíma árs. í sumar er skað-
inn skeður af völdum þurrka á
hálendinu, hann verður ekki bættur
í ár með áburðargjöf og er fræsán-
ing fyrirfram dæmd til að falla í
jörð og verða aldrei blóm, en sam-
kundumenn töldu ekki við hæfi að
syngja „Til eru fræ“. Ég veit reynd-
ar ekki hvar á að dreifa þessum
peningum í áburðarformi, sem söfn-
uðust nú.
Nú eru nýliðin mánaðamót júlí-
ágúst og blómstrunarskeið gróðurs
á þessu sumri langt kominn. Ég tel
að áburðargjöf á viðkvæman gróður
á fjöllum uppi á þessum árstíma
geti gert meiri skaða en gagn. Grös-
in eru fullmótuð fyrir þessa árs
vaxtarskeið og að hleypa af stað
sprettu á gróðri um þetta leyti árs
getur gert meiri skaða en gagn.
Það er ekki í fyrsta skipti sem silfr-
inu er fleygt fyrir borð og fer það
eftir því hvemig vetur leggst að,
hver skaðinn verður. Geyma hefði
átt þetta fé og ávaxta til næsta
vors. Landgræðsluflugvélin er ef til
vill betur sett f vetrargeymslu, ef
þetta tiltæki verður til frekari eyð-
ingar. Ég hefði jafnvel sent fram-
lag, en það verður ekki til reiðu
fyrir þetta framtak nú.
Karlmannaföt kr. 5.500 og 7.500.
Stakir jakkar kr. 4.500.
Terylenebuxur kr. 1.395, 1.595 og 1.895.
Sumarblússur kr. 1.700.
Regngallar kr. 1.265.
Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
Andrés, Skólavörðustíg 22A,
sími 18250.
KÖFUNARNÁMSKEIÐ
Nú gefst einstakt tækifæri til aö kynnast
undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun.
O
O
Námskeiðið hefst 21. ágúst og stendur í 10 daga. Því
líkur með prófi sem miðast við tveggja stjörnu alþjóðleg
réttindi til sportköfunar.
Innifalið í námskeiðisgjaldi eru auk kennslu og
kennslugagna ferðir, fullt fæði, gisting, tryggingar o.fl.
Allar nánari upplýsingar veittar hjá
Bandalagi íslenskra farfugla,
sími (91) 10490.
SÖLUSKÁLAR
VEITINGAHÚS
MÖTUNEYTI
Dúnmjúkar Duni servíettur fyrir
boxin ávalltfyrirliggjandi.
Verð á kassa kr. 2.388. - m/sölusk. <
FAIMIMIR HF
Bíldshöföa 14, sími 672511