Morgunblaðið - 25.09.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 25.09.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 Sláturhúsið í Vík: Beðið eftir svari yfirdýralæknis Selfoasi. YFIRDÝRALÆKNIR hefur ekki tekið af skarið með það hvort Sláturhúsið í Vík hf. fœr undan- þágu til slátrunar á þessu hausti eða ekki. Eftir fund í Vík um málefni sláturhússins á mánu- dagskvöld fór þriggja manna nefnd á ftmd Sigurðar Sigurðar- sonar setts yfirdýralæknis. Þeir sem fóru á fund yfirdýra- læknis voru Hafsteinn Jóhannesson sveitarstjóri í Vík, Vigfús Þ. Guð- mundsson sveitarstjómarmaður og Ámi Johnsen sem fulltrúi bænda. Farið var fram á það við Sigurð Leit hald- ið áfram við Alaska LEIT er haldið áfram að fiski- skipinu Norðfirði frá Seattle á norðvesturströnd Banda- rikjanna. Neyðarkall heyrðist frá bátnum aðfaranótt laugar- dagsins 19. september. Álitið er að báturinn hafi verið stadd- ur 2-300 mílur norðvestur af Queen Charlotte-eyju á áætl- aðri 1200 milna siglingu frá Seattle til Dutch Harbour á Unalaska-eyju i Aleutian eyja- klanannm. Ætlunin var að stunda þama ufsaveiðar í troll og átti að landa aflanum beint í japanskt verk- smiðjuskip. Norðflörður er 42 metra langt stálskip smíðað í Mobile Alabama 1979 fyrir Ágúst Guðjónsson, útgerðarmann í Se- attle. Veður var sæmilegt á þessum slóðum og vindur um 15 hnútar, en sólarhringinn á undan hafði geisað þama stórviðri. Á skipinu er fímm manna áhöfíi, þar af tveir íslendingar. Bandaríska og kanadíska strand- gæslan halda uppi stöðugri leit úr lofti að skipinu. að hann tilgreindi lágmarksatriði sem þyrfti að lagfæra svo slátrun gæti farið fram í húsinu. Á fundin- um í Vík á mánudagskvöld kom fram hjá héraðsdýralækni að helstu atriðin eru ekki _ flókin í fram- kvæmd. Að sögn Áma Johnsen tók yfírdýralæknir málinu vinsamlega. „Þetta er spuming um það hvort sláturhúsið fer á hausinn eða ekki. Þetta er spuming um 5 milljón króna laun fyrir starfsfólkið og varðar einnig skuldbindingar slát- urhússins við ýmis fyrirtæki, fjármagnstap bænda sem eiga inn- eignir _og eigenda fyrirtækisins," sagði Ámi Johnsen um málið. Sig. Jóns. Valin borgar- listamaður Á FUNDI menningarmálanefnd- ar Reykj avíkurborgar í gær var Ragna Róbertsdóttur, myndlist- arkona, valin borgarlistamaður næsta árið. Ragna hlýtur því starfslaun borg- arinnar í ár. Alls sóttu 27 um starfslaun borgarinnar. I Pierre Loti-safninu í Rochefort i gær. Morgunblaðið/Símamynd/Bernharð Valvaon Forsetinn heiðursdoktor við Bordeaux-háskóla Bordeaux, frá fréttaritara Morgunblaðsins VIGDÍS Finnbogadóttir og fylgdarlið hennar hófu daginn í gær með flugferð í þyrlu franska hersins. Farið var til Rochefort sem er lítið þorp, um 170 km frá Bordeaux. Lent var á íþróttavelli bæjarins þar sem bæjarstjóri og sýslumaður tóku á móti forsetanum. í dag verður forseti gerður að heiðursdoktor við háskólann í Bordeaux. Einnig mun hún hitta borgarstjóra Bordeaux-borgar J. Chaban Delmas. Aðfaranótt sunnudags snýr frú Vigdís Finn- bogadóttir síðan heim til íslands. Bernharði Valssyni. Rochefort er gömul flotastöð með sögufrægum byggingum frá dögum Lúðvíks XTV. I fyrrahaust var áætlað að forsetinn heim- sækti bæinn á íslandsdögum en af því gat ekki orðið vegna leið- togafundarins í Reykjavík. I Rochefort heimsótti forsetinn hús Pierre Loti sem var einn af frægustu rithöfundum Frakka um síðustu aldamót. Hann skrifaði bókina „Á íslandsmiðum". Loti var mikill ævintýramaður og ferð- aðist vítt og breitt um Austurlönd. Hús hans er líkast ævintýri úr Þúsund og einni nótt. í húsi Loti snæddi forsetinn miðdegisverð í boði bæjarstjómar. Að því búnu flugu forsetinn og fylgdarlið f þyrlu til þess að skoða Bordeaux, sem er eitt frægasta vínhérað Frakklands. Var komið við f þremur þekktum köstulum. Meðal annars var skoðaður vínlqallari í Chateau-Margaux sem öldum saman hefur verið þekkt fyrir göfug vín. Þar var forsetinn tekinn inn í reglu vínbænda á svæðinu við hátíðlega athöfn. í gærkvöldi snæddi forset- inn kvöldverð í boði sýslumanns Cirond-sýslu. Sjá frétt á bls. 25. Tillögur nefndar á vegum Skýrslutæknifélagsins: Tíu prósent söluskattur komi á allan hugbúnað Skýrslutæknifélag íslands hefur skipað þriggja manna starfs- nefnd sem fjallar um söluskatt á hugbúnað. Nefnd þessi mun í dag afhenda fjármálaráðuneytinu skriflega tillögu um að hug- búnaður, öllum nöfnum sem hann kann að nefnast, verði viður- kenndur sem þjónusta og beri þvi 10% söluskatt. Fundur FSH og vinnuveit- enda í dag BOÐAÐ hefur verið til samninga- fundar hjá ríkissáttasemj ara með Félagi starfsfólks f húsgagnaiðn- aði og vinnuveitendum f dag lrlnlflinn 10. Fundur hefur ekki verið með deilu- aðilum sfðan að kvöldi mánudagsins þegar slitnaði upp úr viðræðum. Fé- lag starfsfólks í húsgagnaiðnaði hefur verið í verkfalli frá þriðjudegin- um 15. september. Fjármálaráðuneytið sendi fyrr í þessum mánuði dreifíbréf til toll- stjóra þar sem fram kemur að greiða beri 25% söluskatt af tölvum og fylgihlutum, viðgerðum á tölvu- búnaði svo og samningum um viðhald og eftirlit á tölvum og tölvu- búnaði. Sérstakan 10% söluskatt eigi að greiða af tölvuþjónustu, t.d. af útseldri vinnu tölvu- og kerfis- fræðinga vegna hönnunar á hugbúnaði, breytinga eða viðbóta við hugbúnað, ráðgjöf varðandi tölvur og tölvunotkun, útselda tölvuvinnslu og tölvuþjónustu um sfmalfnu. Þá skal innheimta 25% söluskatt af fjöldaframleiddum hugbúnaði á disklingum en aftur á móti 10% af sérhönnuðum hugbúnaði fyrir ein- stakan notanda. Einnig skal greiða 10% söluskatt af vinnu við að bæta eða aðhæfa fjöldaframleiddan hug- búnað að þörfum einstaks notanda sé sú þjónusta greind sérstaklega á reikningi. Ef svo er ekki gert ber að greiða af henni 25% söluskatt. Kennsla á tölvur og í forritun er aftur á móti undanþegin söluskatti. Að sögn Lúðvíks Friðrikssonar sem á sæti í nefnd Skýrslutæknifé- lagsins hafa skattayfírvöld haldið því fram að söluskattur hafi verið á hugbúnaði frá upphafi og hafi aldrei verið felldur niður. „Við erum ekki sammála þessu og teljum að hugbúnaður sé og hafi alltaf verið þjónusta." Lúðvík sagði að menn teldu kjánalegt að innheimta söluskatt af vöru með þrennum hætti, þ.e.a.s. engan söluskatt, 10% og 25%. Hann tók sem dæmi að ef bókhaldsforrit er selt þarf að skipta reikningnum í þijá hluta. Samkvæmt yfirlýsingu frá fjármálaráðuneytinu er 25% söluskattur á stöðluðum hugbúnaði, 10% á ráðgjöf og viðbótum á kerf- inu en kennsla er skattfíjáls. í öllum hugbúnaði sem seldur væri í dag fælist allt þetta. Sagðist Lúðvík vera viss um að þetta byði upp á að menn færu í kringum þetta. Nokkrum tölvufyrirtækjum var nýlega sent bréf frá ríkisskattstjóra þar sem þeim er tilkynnt að 25% söluskattur verði innheimtur aftur til ársins 1983. Sagðist Lúðvík ekki trúa því að af þessu yrði enda væri þá búið að setja heila atvinnugrein á hausinn. „Málið fer fyrir fjármálaráðherra og það stendur og fellur með ákvörðun hans,“ sagði Lúðvík Frið- riksson að lokum. í dag ÍH*rgii«Wflbil» Verslun einstaklínga með fullvirðisrétt bönnuð Framk væmdanefnd búvöru- samninga náði í gær samkomu- lagi um átak til að draga úr kindakjötsframleiðslunni um 1.000 tonn með ýmsum aðgerð- um. Jón Helgason landbúnaðar- ráðheira sagði f gærkvöldi að ekki væri búið að ganga endan- lega frá reglum um þessar aðgerðir, en vonaðist til að það yrði gert árdegis f dag og þær þá kynntar. Auk framleiðslusamdráttar með samningum Framleiðnisjóðs við bændur verður gripið til ýmissa annarra aðgerða. Til dæmis mun fyrirhugað að stöðva um tíma heim- ild til sölu eða leigu fullvirðisréttar á milli einstaklinga en bændum með ónotaðan framleiðslurétt í staðinn boðið að leigja hann til ríkisins. Sömuleiðis að loka fyrir aukaúthlut- un ónotaðs fullvirðisréttar innan búmarkssvæðanna. Þá mun fyrir- hugað að heimila bændum að nota fyrirfram af fullvirðisrétti næsta verðlagsárs á eftir, gegn því að dæmið verði jaftiað strax á því ári. Framkvæmdanefnd búvöru- 8amninga á, eins og nafnið bendir til, að annast um framkvæmd bú- vörusamninga bænda og ríkisvalds- ins. í nefndinni sitja fulltrúar Stéttarsambands bænda, landbún- aðarráðuneytis og ijármálaráðu- neytis. Utsendingar Sjónvarps á fímmtudtigum s 1 ......... * í.............. ... v.... . . blaðB 'ImjliluáwBk blaðC

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.