Morgunblaðið - 25.09.1987, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
iEtrgíi Útgefandi sttMafrfö Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið.
Spor
Alþýðuflokksins
Sjávarú t veg ssýn i n g i
Morgunblaðið/BAR
Retoleux, forseti hafnarstjómar Boulogne og verzlunarráðsins, Gut
Lengange, borgarstjóri og Le Boucq varaforseti hafnarstjómar.
Boulogne vill
meiri fisk héðan
Vegna þeirra reglna, sem fjár-
málaráðuneyti og viðskipta-
ráðuneyti beita sér nú fyrir í því
skyni að setja skorður við athöfn-
um fyrirtækja er stunda fjár-
mögnunarleigu og annarra
umsvifamikilla aðila á fjármagns-
markaði, hefur gamalkunn
spuming um meðalhófíð milli
frjálsræðis og opinberra afskipta
vaknað. Hið sama á raunar við
um þá viðleitni fj ármálaráðuneyt-
isins að auka hlut ríkissjóðs með
nýjum sköttum eða hækkun
skatta. Er þessi viðleitni til auk-
innar opinberrar ihlutunar með
alls kyns opinberum afskiptum af
viðskipta- og atvinnulífínu ein
helsta breytingin, sem hefur orðið
á landstjóminni frá því að ný ríkis-
stjóm undir forsæti Þorsteins
Pálssonar tók til starfa. Sú at-
hugasemd hefur verið gerð,
hvemig á því standi, að ríkisstjóm
undir forsæti sjálfstæðismanns
beiti sér fyrir því að innleiða hafta-
stjóm.
I síðustu ríkisstjóm fóm sjálf-
stæðismenn með stjóm fjármála-
ráðuneytis og viðskiptaráðuneyt-
is. í tíð hennar voru teknar
ákvarðanir, sem hafa gjörbreytt
fjármagnsmarkaði á örskömmum
tíma. Nú telja ýmsir, að framtíð
þessara fyrirtækja sé í hættu.
Öllum er ljóst, að Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
fengu ekki nægilegt fylgi í kosn-
ingunum í vor til að endumýja
samstarf sitt einir og óstuddir;
flokkamir þurftu að leita til þriðja
aðila. Eftir langt þóf náðist sam-
komulag við Alþýðuflokkinn og
það eru spor ráðherra hans, sem
menn eru að kynnast í nýjum regl-
um um lánamarkaðinn og boðað
er að fleiri skuli stigin á sömu
braut. Auðvitað hlaut það að hafa
áhrif á stjómarstefnuna og fram-
kvæmd hennar, að Alþýðuflokkur-
inn eignaðist menn í ríkisstjóm. Á
hinn bóginn virðist það koma
mörgum í opna skjöldu, að kratar
séu töluvert fyrir að setja opin-
berar reglur og hafí trú á forsjá
ríkisins, þegar peningar eru ann-
ars vegar. Ef ráðherrar Alþýðu-
flokksins hefðu ekki þessa trú á
ríkisforsjána væru þeir líklega í
öðrum stjómmálaflokki. Gmnn-
tónninn í stefnu Alþýðuflokksins
er að sjálfsögðu sá, að ríkið eigi
að hafa vit fyrir almenningi og
koma fram sem gæslumaður fyrir
fólkið ekki síst með afskiptum af
meðferð og stjóm fjármála.
Talsmenn Alþýðuflokksins á
Alþingi hafa varað sterklega við
starfsemi hinna nýju fjármagns-
og verðbréfafyrirtækja, sem hafa
verið að hasla sér völl á undan-
fömum árum. Úr ræðustól á
Alþingi hafa þeir beinlínis hvatt
almenning til að forðast viðskipti
við þessi fyrirtæki. Ástæðulaust
er að ætla, að skoðanir þessara
þingmanna Alþýðuflokksins hafi
breyst við það, að flokkur þeirra
fékk aðild að ríkisstjóm. Að
minnsta kosti kom ekkert fram í
kringum stjómarmyndunina, sem
benti til þess að kratar hefðu skipt
um skoðun á þessum málum.
Deilumar á milli ráðherra Al-
þýðuflokksins og talsmanna
þeirra fyrirtækja, sem hinar nýju
reglur um lána- og fjármögnunar-
leigumarkaðinn snerta, benda
eindregið til þess að reglumar séu
að öðmm þræði pólitískar. Þær
stafa því beinlínis af aðild Al-
þýðuflokksins að ríkisstjóminni
og em að því er virðist óhjákvæmi-
legur fylgifískur hennar. Sam-
starfsflokkar krata í ríkisstjóm-
inni hafa að minnsta kosti ekki
kosið að slíta samstarfi við þá
vegna þessa, og ummæli Birgis
ísl. Gunnarssonar eins af ráð-
herrum Sjálfstæðisflokksins í
Morgunblaðinu í gær verða ekki
skilin á annan veg en þann, að
flokkurinn styðji hinar nýju að-
gerðir. Miðað við það, sem kratar
hafa fengið fram í fjármálum til
þessa og áhuga þeirra á því, að
sitja áfram í þessari stjóm, hefðu
sjálfstæðismenn getað sagt hing-
að og ekki lengra, ef þeir vildu
hafa hemil á nýju höftunum.
Kristján í
Scala
að hlýtur að teljast til stór-
tíðinda í íslenskri listasögu,
þegar íslenskur söngvari, Kristján
Jóhannsson, er valinn til þess að
syngja í ópemnni Hollendingnum
fljúgandi eftir Richard Wagner í
sjálfri Scala-ópemnni í Mflanó,
frægasta ópemhúsi heims.
A hvaða mælistiku sönglistar
sem er telst Scala-óperan til þeirra
staða, sem tekur ekki við neinum
söngvara nema þeim, er hefur
mikið til bmnns að bera. Það eitt
að vera valinn til að syngja þar
undir stjóm þekkts hljómsveitar-
stjóra eins og Ricardo Muti er
mikil viðurkenning. Hitt er einnig
ljóst, að góður árangur á sviðinu
sjálfti frammi fyrir áhorfendum,
er krefjast þess eins að fá að njóta
hins besta, getur opnað leiðina inn
á öll mestu ópemsvið heims.
Morgunblaðið óskar Kristjáni
Jóhannssyni til hamingju með
þennan mikilsverða áfanga á lista-
brautinni og óskar íslenskum
söngvumm og tónlistarmönnum
alls hins besta í kröfuharðri sam-
keppni.
BOGARSTJÓRI Boulogneborgar
í Frakklandi, Guy Lengange, var
staddur á sjávarútvegssýningunni
í Reykjavík og var þar ásamt öðr-
um frá borginni með vandaðan
sýningarbás. Borgarstjórinn er
fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra Frakklands og leggur hann
og aðilar í sjávarútvegi mikla
áherzlu á að fá mikið af ferskum
fiski héðan. Á þessu ári verða
seldar þar um 5.000 lestir af fiski
héðan, en borgaryfirvöld stefna
að verulegri aukningu á f iskkaup-
um héðan.
Guy Lengange sagði í samtali við
Morgunblaðið, að ætlunin væri að
gera Boulogne að miðstöð viðskipta
með ferskan fisk í Evrópu. Áætlað
væri að göngin undir Ermasund yrðu
opnuð 1993 og auðveldaði það mjög
BAADER verksmiðjumar kynntu
á sjávarútvegssýningunni nýja
flökunarvél fyrir smáfisk, sem
jafnframt sker beinagarðinn úr
flökunum, ný ljósaborð og flaka-
skurðarvél. Einnig var á sýning-
unni nú tölvustýrð flökunarvél
fyrir karfa og sfldarflökunarvél.
Vélar þessar auka nýtingu og geta
þvi aukið útflutningsverðmæti
flskaflans um tugi mifljóna króna.
Öm Jóhannsson, verkstjóri í þjón-
ustudeild Baader, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að vinnuaflsskortur
væri orðinn tilfinnarílegur og Baader
verksmiðjumar stefndu að fram-
leiðslu véla, sem spöruðu vinnuafl,
ylqu hraða og nýtingu. Flökunarvélin
Baader 184 miðaðist við sömu nýt-
ingu og í venjulegri snyrtingu og
sama hraða og afköst og fyrri vélar.
Áður hefði smáfískurinn verið flak-
aður í Baader vélum, sem hannaðar
flutninga milli Bretlands og megin-
landsins. Með inngöngu Spánar og
Portúgals í Evrópubandalagið opnað-
ist þar mikill markaður fyrir ferskan
fisk. Miklar umbætur stæðu nú yfír
á hafnarsvæðinu, en Boulogne væri
stærsta fiskihöfti Frakklands.
Á næsta ári verðu í Boulogne al-
þjóðleg sjávarútvegssýning með
svipuðu sniði og sú, sem nú er nýlok-
ið í Reykjavík og reikna borgaryfir-
völd með því að nota tækifærið til
að kynna bæinn sem fiskihöfh og
fiskmarkað. Um 250.000 tonn af
fiski og öðmm sjávarafurðir fara um
markaðinn árlega, en um 300 fyrir-
tæki í fiskiðnaði og fisksölu þurfa
verulegt fiskmagn til viðbótar.
Ferskfisksalar em 84 á svæðinu,
frystihús em 60 og 38 fyrirtæki em
í alþjóðlegum viðskiptum.
hefðu verið fyrir stærri fisk og hefðu
því ekki skilað nægilegri nýtingu.
Með þessari vél væri talið að nýting-
in ykist um 2% eða meira, væri
fiskurinn mjög smár. Því mætti auka
verðmæti fiskútflutnings um tugi
milljóna, auk þess sem vélin næði
um 30% lækkun launakostnaðar.
Flakaskurðarvélin sker flakið þvert
með áherzlu á hnakka- og sporð-
stykki. Nokkur vinnuspamaður næst
með vélinni og í framhaldi af henni
er hugsað að samvalsflokkari taki
við fiskinum, frystum eða þýðum.
Baader 153, karfaflökunarvélin er
einnig fyrir smáan físk, 23 til 38
sentímetra langan. Vélin skilar um
34%, en áður hefðu nýting úr smáum
karfa verið um 28% og minni ef
hann hefur verið mjög smár. Vélin
afkastar um 160 flökum á klukk-
utíma. „Það hafa verið vandkvseði á
því að vinna smákarfann og ég veit
íslenzt
okkun
-segir Jochen
Jantzen frá
Bremerhaven
BREMERHAVEN er ein þeirra
borga, sem tóku þátt í sýning-
unni að þessu sinni. Fulltrúar
hafnaryfirvalda og fiskmarkaðs-
ins þar voru hér svo og umboðs-
menn fiskútflytjenda, meðal
annarra Ari Halldórsson og Þór-
arinn Guðbergsson. í Bremer-
haven leggja menn áherzlu á að
byggja fiskmarkaðinn upp eftir
hrunið í kjölfar ormamálsins í
sumar.
Morgunblaðið Ræddi við Jochen
Jantzen, framkvæmdastjóra fisk-
markaðsins. Hann sagði að alls
hefðu verið 12 manns frá Bremer-
haven á sýningunni. Þeir hefðu
verið hér 1984 og þá og nú hitt
flesta skipstjóra og útgerðarmenn
þeirra skipa, sem hefðu landað fiski
sínum í Bremerhaven. „Ástandið á
fiskmörkuðunum í Þýzkalandi hefur
verið slakt upp á síðkastið, en þar
er mikill áhugi hjá okkur fyrir auk-
inni físksölu, þegar verð lagast og
það er nú að gerast. Snorri Sturlu-
son fékk ágætt verð í þessari viku
og Skapti í vikunni þar á undan.
Við höfum því komizt yfír mestu
vandkvæðin, en það tekur tíma að
yfirvinna að fullu hin neikvæðu
áhrif af sjónvarpsþættinum um
síldarorm í sumar," sagði Jantzén.
Til 31. ágúst á þessu ári var í
Bremerhaven landað 17.610 tonn-
um af fiski í Bremerhaven að
til þess að á einum stað fóru um 200
tonn í gúanó vegna þess að ekki var
hægt að vinna hann í vélum. Þessi
vél er því í raun og veru bylting,"
sagði Öm.
Síldarflökunarvélin er með sjálf-
matara og sparar einn til tvo menn
í vinnu. Nýtingin er 58% og í henni
er innbygð roðflettivél. Þá er einnig
hægt að hausa sfldina og slógdraga
og því hægt að nota vélina við nán-
ast alla síldarvinnslu, söltun, niður-
suðu og frystingu.
„Okkur hefur gengið mjög vel á
sýningunni og fengið talsvert hrós
fýrir að setja upp heilt „fyrstihús" á
teppi á þremur dögum. Mesta at-
hygli hjá okkur held að snyrtiborðin
hafí fengið, en sýningargestir voru
að öðm leyti mjög ánægðir með þess-
ar vélar, sem við höfum kynnt,“ sagði
Öm Jóhannsson.
Örn Jóhannsson við 184 vélina Morgunbiaðið/Börkur
Aukínn hraði, aukin nýt-
ing og vinnusparnaður