Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 39 Kristniboðar á förum til Kenýa: Trúin samofin daglega lífinu Á Kristniboðsþinginu í Vatna- skógi voru m.a. kristniboðahjónin Ragnar Gunnarsson og Hrönn Sig- urðardóttir. Eru þau farin aftur út eftir eins árs dvöl hér á landi. Höfðu þau starfað í Kenýa í tæp 4 ár hjá Pokot-þjóðflokknum, sem er í vesturhluta landsins. Þar hafa Islendingar verið með starf til nokkurra ára og er þar ein fjöl- skylda fyrir, þau Kjartan Jónsson og Valdís Magnúsdóttir ásamt þremur börnum. Voru þau Hrönn og Ragnar tekin tali og innt dálí- tið um starf þeirra úti í Afríku og þá fyrst spurð, í hverju starf þeirra væri helzt fólgið. — Við vinnum hefðbundið kristni- boðsstarf. Boðun á orði Guðs og fræðslu um það, aðstoða við skóla- starf og uppbyggingu á skólastarfi í samráði við yfirvöld í Kenýa. Fræðsla er grundvöllur allra fram- fara. Fólk er ólæst margt hvert, og erfitt að koma fræðslu á framfæri nema að fólk geti lesið. Eins og er, þá ráða yfirvöld ekki við það að byggja upp skólastarfíð, og við hjálp- um til við það. Eitthvert hjálparstarf eruð þið með. Hrönn þú ert hjúkrunarfræð- ingur? — Jú, við sinnum þar veigamiklum þætti, sem er fræðsla fyrir mæður. Þegar við komum út, þá var bama- dauði yfir 50%, en hefur heldur minnkað með aukinni fræðslu og beinni heilsugæzlu. Það herja margir sjúkdómar þama, svo sem malaría, lungnasjúkdómar ýmiss konar, nið- urgangur, augnsjúkdómar o.fl. Við emm með ferðasjúkraskýli, sem er fólgið í því, að það er farið til fólks, sem býr fjarri læknisþjónustu. Er þetta fólk heimsótt reglulega og reynt að hlynna að þeim eftir föng- um. Mataræðið er mjög fábrotið og því erfitt að hjálpa til í sumum tilvikum, þar sem breytt mataræði er eiginlega forsenda heilbrigðis. Sú fræðsla, sem við innum af hendi beinist öll að því, að fólk geti hjálpað sér sjálft eftir á, svo sem í sambandi við heilsu- far, ræktun og hreinlæti. Er nægur Qöldi kristniboða úti í Kenýa? — Nei, aldeilis ekki. Til að mynda þá hafa engir kristniboðar verið, þar sem við vorum, til þess að halda starfinu áfram, vegna skorts á þeim. Ekki hefur heldur verið um hjúkruna- rfræðinga á lausu heldur. Er betra að sá orðinu ytra en hér heima? — Það eru aðrar aðstæður í Kenýa en hér heima. Fólk er miklu jákvaeð- ara og fúsara á að hlusta í Kenýa. Hér heima er svo til ógemingur að safna saman fólki til þess að hlýða á Guðsorð. Hins vegar eru örar breyt- ingar ytra og.til þess fallnar að erfiðara verður í framtíðinni að safna fólki saman vegna þess að fleira kallar á athygli þeirra. Nú trúir fólk fyrir. Er ekki allt í Iagi að leyfa því að hafa þessa trú, sem er búin að vera þama í gegnum tíðina? — Eins og við þekkjum þetta fólk, þá lifir það í ótta við illa anda og Djöfulinn, sem það er alltaf að fóma einhveiju til að reyna að blíðka. Þar getur ekkert breytt því nema trúin á Jesú Krist. Kristur hefur falið læri- sveinum sínum að fara með boðskap- inn um fagnaðarerindið út til þeirra og frelsa þá frá þessum ótta til nýs lífs með sér. Hins vegar er gamla trúin á miklu undanhaldi. Hugsunarháttur frá Austurlöndum og Vesturlöndum ryðst yfir þessi menningarsvæði, og fólk missir fótfestuna og er að leita að einhveiju nýju. Þannig verður gamla trúin fyrir áhrifum utan frá og vegna breyttra tíma. Kristindóm- urinn getur gefíð þessu fólki nýjan lífsgrundvöll til þess að standa á. Gerist það ekki, þá mun beinhörð efnishyggja Vesturlanda gleypa þetta fólk, og skapa mikla upplausn, og þá verður varla gerlegt að bjarga þeim, þar sem trúin er svo samofin daglega lífinu og fasttengd því. En er þetta ekki bara dropi í haf- ið þótt þið farið þama út? — Við getum ekki hjálpað öllum. í einu, en hafið er samansett úr drop- um, og ef enginn byijar, þá verður ekki neitt úr neinu. Þetta er lítið í byijun en getur vaxið í samræmi við sjálft sig, ef einhveijir hlýða þessu kalli. Er einhver munur á hálfheiðingj- unum á íslandi og í Kenýa? — Það er meira andvaraleysi hér heima gagnvart Guði. Fólk hefur það gott á Islandi. Það hefur hendumar fullar af gjöfum Guðs og kemur Guði einfaldlega ekki fyrir. Það er búið að tryggja sig gegn öllu, með góðum efnum og álíka, og telur sig þurfa síður á guði að halda almennt og yfírleitt. Finnst gott að geta not- að Guð eins og varahjólbarða. Það er gott að vita af honum í farangurs- geymslunni, uppblásnum vitaskuld, og þurfa helst aldrei að nota hann, nema eitthvað komi upp á, svo sem dauðsfall, sjúkdómar og önnur óhöpp einhver. Alþýða manna úti í Kenýa býr við allt önnur skilyrði. Þar er matur af skomum skammti, sjúkdómar tíðir, lífsbaráttan hörð í þurrkum og öðm álíka. Menn verða þar oft fyrir skakkaföllum og þeirra heimsmynd og hugsunarháttur því allt annar en hér heima. Trúin snertir allt þeirra líf og hefur mótandi áhrif á þeirra gerðir miklu meira en á íslandi. Og nú emð þið að fara út til Kenýa í næsta tímabil, sem varir í 4 ár. Komið þið þá brún og sæt eins og íslendingar, sem hafa dvalist á er- lendum ströndum? Jú, við komumst ekki hjá því, að verða sólbrún ytra. En það er krefj- andi starf að vera í sólarhita og þurfa að vinna mikið. SKkt dregur mátt úr manni, og sólin er ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir. Strákamir okkar, þeir fara alltaf í skugga hér heima, þegar sólin skín eins og þeir lærðu úti. Þetta er engin skemmti- vinna eða einhver rólegheit. Þá má minna á, að laun okkar em fram- færslulaun, sem duga til framfærslu okkar fjögurra manna fjölskyldu. Em þau laun fyrir neðan lægsta taxta í dagvinnu hér heima. Þau duga til þess að framfleyta okkur úti en ekki meira en það,“ sögðu þau Ragnar og Hrönn að lokum. - PÞ Kristniboðahjónin Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnarsson ásamt sonum sínum Hermanni Inga og Sigurði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.