Morgunblaðið - 25.09.1987, Page 41
AUK trf. 9.197/SlA
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
41
m H. OM
Morgunblaðið/Þorkell
Nokkrir aðstandenda Lífs og lands, fyrir miðju er formaðurinn Herdis Þorvaldsdóttir.
Bladió sem þú vaknar vió!
Samtökin Líf og
land halda ráð-
stefnu um gróð-
ureyðingu
SAMTÖKIN Líf og land efna til ráðstefnu um gróðureyð-
ingu og landgræðslu, sunnudaginn 27. september í Odda,
húsi Félagsvisindastofnunar Háskólans. í tilkynningu frá
samtökunum segir að þau vonist til að ráðstefnan og um-
ræður um það alvarlega vandamál sem gróðureyðing sé,
veki áhuga aimennings og hvetji ráðamenn til aðgerða sem
dugi til að snúa vörn í sókn.
Ráðstefnan, sem er sú 14. sem
samtökin halda, verður sett af
formanni Lífs og lands, Herdísi
Þorvaldsdóttur. Þá flytja erindi:
Sveinn Runólfsson, landgræðslu-
stjóri, Ingvi Þorsteinsson, náttúru-
fræðingur, Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri, Sigurður
Amgrímsson, framkvæmdastjóri,
Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur,
Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri,
Hulda Valtýsdóttir, formaður
Skógræktarfélags íslands,
Steingrímur J. Sigfússon, jarð-
fræðingur og alþingismaður,
Tryggvi Felixson, hagfræðingur
og Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra. Að erindunum
loknum verða almennar umræður.
Fundarstjóri verður Guðlaugur
Þorvaldsson. Ráðstefnan hefst kl.
13 og áætlað er að henni ljúki kl.
17. Hún er öllum opin og aðgang-
ur er ókeypis.
„Sjá nú hvað ég er beinaber...“ er yfirskrift ráðstefnu Lífs og lands. Það er hluti úr kvæðinu ísland
eftir Bólu-Hjálmar.
Venjulegt verð
Tilboðsverð kr:
PVtl
. .l\ 1 /r