Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
f
Ptirgi Útgefandi tnltfftfetfe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
V Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið.
Rekstur smærri
fyrirtækja
SOVÉTMENN FETI ]
AR í GEIMVÍSINDl
Marz. Talið er að þangað verði sent mannað geimfar uppúr aldamótum.
Við annarlegar kringum-
stæður á tímum tveggja
heimsstyijalda festu margs
konar höft og miðstýring ræt-
ur í efnahags- og atvinnulífi
hér sem annars staðar. Flestar
þjóðir á vesturhveli jarðar
leystu eða losuðu verulega um
þessa haftahnúta strax á hæla
síðari heimsstyijaldar — eða
fljótlega eftir að friður festi
rætur í heimshluta okkar á ný.
Þær þjóðir, sem fyrstar leystu
höftin af atvinnulífínu og
lengst gengu í frelsisátt, státa
nú af meiri framförum, traust-
ari þjóðarbúskap og betri
almennum lífskjörum en aðrar.
Höftin héldu lengur velli hér
á landi en í flestum öðrum
vestrænum ríkjum — og þeirra
sér enn stað hér og þar í þjóð-
arbúskapnum. Það var ekki
fyrr en á tímum viðreisnar-
stjómarinnar, 1959-1971, sem
höggvið var^ að ráði á hafta-
hnútana. Arangurinn kom
fljótt í ljós. Þrátt fyrir efna-
hagsáföll á þessu árabili var
gróska í atvinnulífí, alhliða
framfarir í þjóðfélaginu og
stöðugleiki í efnahagslífí.
Síðan hafa skipzt á skin og
skúrir í stjómarstefnu. Stund-
um miðar nokkuð í frelsisátt.
í annan stað ekki, jafnvel aftur
á bak.
Síðari árin hefur sitt hvað
gerzt í þjóðfélagi okkar, sem
horfír til réttrar áttar og vert
væri að fjalla um. Að sinni
verður aðeins staðnæmst við
eina en mikilvæga nýjung,
fískmarkaði. Fiskmarkaðir
koma ekki aðeins útvegsaðil-
um til góða í verðmyndun
framboðs og eftirspumar á
ferskfíski, heldur opna ýmsum
„smærri" framkvæmdaaðilum
greiðari aðgang að hráefni.
Hér skal sízt dregið úr þýðingu
stórra og vel skipulagðra fyrir-
tælqa sem styrkja samkeppn-
isstöðu okkar út á við.
Reynslan er engu að síður sú,
víða í veröldinni, að hin
„smærri" fyrirtæki, sem
byggjast á framtaki dugmik-
illa einstaklinga, eiga dijúgm-
ikinn þátt í aukinni framleiðni,
meiri hagvexti og bættum al-
mannahag.
Fréttaritari Morgunblaðsins
í Vestmannaeyjum greinir frá
því í nýlegum fréttapistli, að
þar hafí sprottið upp nokkur
smærri fískvinnslufyrirtæki í
kjölfar breytinga í markaðs-
setningu ferskfísks. Eitt fyrir-
tækið vinnur svokallaðan
„tandurfisk" til útflutnings.
Annað heilfrystir hausaðan
karfa. Það þriðja vinnur kinnar
og þunnildi í markaðsvöru.
Þannig mætti áfram telja.
Mergurinn málsins er sá, að
hvarvetna þar sem frelsi til
framtaks er aukið eykst
gróska í atvinnustarfsemi.
Verðmætin, sem verða til í
þjóðarbúskapnum, vaxa. Og
þegar grannt er gáð er niður-
staðan bættur hagur heildar-
innar.
Barnaefni
sjónvarps
Menningarlegt sjálfstæði
þjóðarinnar stendur og
fellur með móðurmálinu, bók-
menntum þjóðarinnar fomum
og nýjum og menningararf-
leifð hennar yfírhöfuð. Barátt-
an fyrir stjómarfarslegu
fullveldi okkar var háð og unn-
in með vopnum, sem sótt vóru
í menningararfleifðina.
Reynslan hefur og kennt okkur
að stjómarfarslegt fullveldi
þjóðarinnar er höfuðforsenda
efnahagslegs sjálfstæðis henn-
ar.
íslenzk tunga og menning-
ararfleifð hefur átt undir högg
að sækja. Meirihluti af sjón-
varpseftii í landinu er sendur
út með erlendu tali. Þetta er
ekki sízt alvarlegt þegar um
er að ræða þann aldurshóp,
sem ólæs er, og nemur ekki
skrifaðan texta með myndefni.
Fagna ber því að báðar sjón-
varpsstöðvamar setja í vax-
andi mæli íslenzkt tal í efni
fyrir yngstu áhorfenduma.
Leggja verður áherzlu á að
þetta efni verði unnið af fólki,
sem kann góð skil á móðurmál-
inu, og flutt af einstaklingum,
sem tamið hafa sér fagran og
réttan framburð. Framburður
skiptir ekki síður máli í vemd-
un tungunnar en skrifaður
texti.
Sjónvarpsstöðvar þurfa að
keppa að því að setja íslcnzkt
tal í allt bamaefni. Jafnhliða
þarf að auka hlut íslenzks efti-
is í dagskrám stöðvanna. Það
er alltof mikið í húfí til að
standa ekki fast í ístaðinu þeg-
ar móðurmálið á í hlut.
EINHVERN tímann
uppúr aldamótum munu
geimfarar líklega
spássera á Mars. Sumir
verða enskumælandi, en
til að byija með tala þeir
þó flestallir rússnesku þvi
Sovétmenn eru nú feti
framar Vesturlandabúum
í geimvísindum.
Marz er eina reikistjama sólkerf-
isins sem talin er byggileg því þar
er að finna bæði vatn og málma.
Fróðir menn segja að auðveldast
væri fyrir stórveldin að komast
þangað með því að leggja saman í
púkk. í nýlegu hefti af tímaritinu
Economist segir að stórveldin þurfí
hvort á öðru að halda í sambandi
við Marz-ferðir. Þau þurfí að sam-
ræma rannsóknir til að fá sem
mest út úr þeim og deila kostnaði
við mannaðar ferðir þangað, því
þær taka tvö ár. Finna þurfí viðun-
andi lausn á þeim vanda að senda
menn til Mars. Rússar búi yfír þekk-
ingu og tækni til að flytja gífurlegt
magn tækja og annars búnaðar
ódýrt á braut um jörðu en Banda-
ríkjamenn hafa yfirburði í því að
lenda farartækjum á fjarlægum
stöðum og koma þeim á loft þaðan
aftur. Með því að leggja saman
gætu stórveldin frekar náð því
marki að senda menn til Marz.
í fyrra stungu Sovétmenn upp á
samstarfí af því tagi en Bandaríkja-
menn höfnuðu því þrátt fyrir að
þeir gætu margt lært af Rússum,
sem hafa langa reynslu af rann-
sóknum á Mars.
Einhvers staðar á Marz er skjald-
armerki Sovétríkjanna, hamar og
sigð, grafíð í yfirborð reikistjöm-
unnar. Sovézkt rannsóknarfar lenti
þar árið 1971. Nýlega skýrðu Sov-
étmenn frá því að fyrirhugaðar
væru þijár könnunarferðir til Marz
fyrir árið 1995 og að þeir ætli að
ná jarðvegssýnishomum þaðan fyr-
ir aldamót.
Meiri peningar í hár-
greiðslu en tunglferðir
Bandaríkjamenn hafa sýnt Marz
minni áhuga. Á sjöunda áratugnum
samdi NASA, Geimvísindastofnun
Bandaríkjanna, reyndar áætlun,
sem gerði ráð fyrir því að banda-
rískir geimfarar lentu þar árið
1982. Undirbúningi Marzferða var
hins vegar hætt þegar fjárframlög
til NASA vom minnkuð í kjölfar
Apollo-áætlunarinnar. Hin djarfa
áætlun, sem John F. Kennedy, for-
seti, skýrði frá 1961, kostaði um
25 milljarða dollara á gengi ársins
1968. Árlegur kostnaður við
Apolló-áætlunina var þó minni en
bandarískar konur greiddu fyrir
hárenyrtingu á sama tíma.
Árið 1976 sendi NASA reyndar
tvö könnuðarför m.a. til Marz, en
síðan var ekki minnst á plánetuna
fyrr en réttlæta þurfti byggingu
rannsóknaretöðvar í geimnum. Nú
hefur stofnunin reyndar nýlega
ákveðið að senda rannsóknarfar til
jarðfræðirannsókna á Mars 1992.
Sovétmenn með forystu
Um þessar mundir eru 30 ár lið-
in frá því Sovétmenn sendu fyretir
gervihnött á braut um jörðu. Það
var ekki nóg að þeir yrðu þannig
fyretir út í geiminn, heldur skutu
þeir Vesturlandabúum einnig ref
fyrir rass er Yuri Gagarin var skot-
ið fyrstum manna á braut um jörðu.
Bandaríkjamenn geta sjálfum sér
kennt um að hafa ekki unnið kapp-
hlaupið útí geiminn. Bandaríski
herinn lagði til að sent yrði tilrauna-
tungl á loft í september 1957, en
yfírvöld höfnuðu því. Þeir settu sér
þó háleit markmið eftir að Rússar
skutu Spútnik-hnettinum, sem vó
84 kíló, á braut. Ákvað ríkisstjóm
Bandaríkjanna í nóvember 1958 að
hafnar skyldu mannaðar geimferðir
og var John Glenn skotið á braut
í febrúar 1962. Rússar höfðu að
vísu orðið fyrri til í þessum efnum
því Gagarín var skotið á loft í apríl
1961.
Þremur áratugum og um það bil
280 milljörðum dollara seinna eru
Bandaríkjamenn enn á eftir Sovét-
mönnum í geimkönnun og framtíð
bandarískra geimvísinda er óviss.
Geimfeijan verður ekki til reiðu
fyrr en eftir tæpt ár í fyreta lagi.
Hörgull er á eldflaugum til að skjóta
gervihnöttum. Framtíð geimstöðvar
NASA er óljós vegna deilna um
kostnað.
Gagnrýnendur NASA segja að
Rússar hafí betri röð á hlutunum.
Þeir virðast á undan fyret og fremst
vegna þess að þeir geta skotið
flaugum á loft með nokkurra daga
millibili og af áreiðanleika. Það
hefur gert þeim kleift að ráðast í
ýmiss konar verkefni og hafa þeir
öðlast mikla reynslu í geimferðum,
ekki síst hvað snertir dvalarlengd
í geimnum.
Gamlar flaugar
reynast vel
Sovétmenn hafa farið aðrar leiðir
en Bandaríkjamenn til að koma
hnöttum eða mönnum á braut. í
dag nota þeir nærri sömu eldflaug-
amar og notuð var til að skjóta
Spútnik á loft. Flaugamar hafa
verið fíöldaframleiddar og eininga-
kostnaðurinn því í lágmarki. Með
þessu móti hafa þeir getað sent
allt að 100 geimfor á loft á ári.
Mir-geimstöðin er og ósköp lítið
frábrugðin Salyut-geimfarinu, sem
fyrst var skotið á loft 1971.
Má því segja að Sovétmenn hafí
haldið sig við það sem hafði gefíst
þeim vel og hafa þeir sjaldan orðið
fyrir skakkafóllum. Á sínum tíma
mistókst þeim að vísu að smíða
nógu stórar og öflugar eldflaugar
til mannaðra tunglferða. Tilrauna-
flaug kann jafnvel að hafa sprungið
á jörðu niðri. Féllu Sovétmenn frá
öllum áætlunum um mannaðar
tunglferðir fyrir rúmum áratug og
hurfu frá tæknilegri ævintýra-
mennsku. Létu þeir Próton-flaugina
duga sér til flestra verka. Með henni
mátti senda ómönnuð geimför til
annarra reikistjama. Flaugar af
þessu tagi voru til dæmis notaðar
er Luna-rannsóknarfarið sótti jarð-
vegssýnishom til tunglsins 1970 og
1972. Einnig til að koma bæði Saly-
ut og síðar Mir-stöðinni á braut.
Bandaríkjamenn fóru hins vegar
ólíkt að og í byijun áttunda áratug-
arins ákváðu þeir að einbeita sér
að smíði geimfeiju í stað þess að
notast við eldflaugamar sem komu
þeim til tunglsins. Stjómendur
NASA létu ginnast af nýrri tækni
í stað þess að byggja á fenginni
reynslu.
Ný og öflug flaug
Sovétmenn hafa beitt sömu tækj-
um og tækni til geimskota í röska
tvo áratugi og staðið Bandaríkja-
mönnum að baki hvað stærð og
burðargetu flauga snertir. En nú
virðast þeir vera að draga Banda-
ríkjamenn uppi í þessu efni. Þeir
hafa smíðað stóra og öfluga flaug,
Energiya, sem skotið var á loft
fyreta sinni í sumar. Hafa þeir þá
loks framleitt flaug, sem gefur Sat-
um-V flaug Bandarfkjamanna
ekkert eftir, en hún var notuð til
tunglferðanna. Óljóst er hins vegar
hvort Sovétmenn hafí náð góðum
Yuri Gagarin.